Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 2
STJÓRNMÁL
Utanferð Einars
Einar Ágústsson, utanrikis-
ráðherra, er kominn heim úr
Bjarmalandsför sinni. Þegar
þetta er ritað hefur litið frétst
af árangrinum. t stuttu sjón-
varpsviðtali kom fátt fram og
þrátt fyrir Itrekaðar tilraunir
blaðanna til þess að ná tali af
utanrikisráðherranum hefur
það enn ekki tekist. Þvi er það,
aö Alþýöublaöið hefur enn
ekki fengið svar viö þeirri
spurningu hvort Einar hafi
rætt mál þeirra Ashkenazy-
feðga við sovéska ráðamenn
og hver árangurinn hafi orðið
— hafi máliö þá veriö nefnt.
Eitt og annað I sambandi við
þessa utanför ráðherrans
hlýtur þó að vekja nokkra at-
hygli og undrun. Til dæmis
leiöaraskrif Morgunblaðsins
um sambúö islendinga og
Sovétmanna, sem beinlínis
voru birt I tilefni af heimsókn
Einars Agústssonar austur
fyrir tjald. Skrif Morgun-
blaðsins voru þannig, að ekki
verður hjá þvi komist að á-
lytka, að Bjarmalandsför Ein-
ars og erindi hans austur hafi
verið I mikilli óþökk þeirra
manna sem Morgunblaöinu
ráða.
Var ágreiningur
i stjórninni?
Nú er þvi svo varið, eins og
menn vita, að þótt Morgun-
blaðið megi teljast málgagn
Sjálfstæöisflokksins er það
miklu fremur málgagn ein-
stakra áhrifamanna innan
þess flokks. Helstur þeirra er
Geir Hallgrimsson, forsætis-
ráöherra.
Tæpast er þaö trúlegt, aö
Morgunblaðið hafi skrifað
leiöara eins og þá, sem það
birti beinlinis I tilefni af Sovét-
för Einars Agústssonar ef
Geir Hallgrimsson, forsætis-
ráðherra, hefur ekki vitað af
þeim skrifum og a.m.k. fátt
haft við þau að athuga. t beinu
framhaldi af þvi er eölilegt að
spurt sé, hvort einhver ágrein-
ingur kunni að hafa veriö i
rikisstjórninni um utanför
Einars, erindi hans eða fram-
komu. Þeim mun betur, sem
menn þekkja til starfshátta
Morgunblaðsins, þeim mun
frekar hlýtur sú spurning að
vakna.
Það er a.m.k. mjög óvana-
legt, að málgagn rikisstjórn-
ar, eins og Morgunblaðið er,
ráðist með slíkum hætti að
ráðherra I þeirri rikisstjórn
þegar sá ráðherra virðist vera
að reka erindi viðkomandi
rikisstjórnar — nema þá, aö
eitthvaö sé ekki eins og þaö
ætti að vera. t máli þessu ligg-
ur þvi einhver fiskur undir
steini þvi vart hefði málgagn
Geirs Hallgrimssonar, for-
sætisráðherra, ráðist með
slikum hætti að utanrikisráð-
herra hans gersamlega að til-
efnislausu og i óþökk þess
stjórn m álaforingja Sjálf-
stæðisflokksins, sem mest itök
hefir á Morgunblaðinu.
—SB
Af viðburðum vikunnar á innlendum vettvangi
Ráðstefna um árangursríkar leiðir
og stefnumið í dóms- og glæpamálum
Dagana 24.-26. mars, siðast-
liðinn, var haldin i Strasbourg
ráðstefna á vegum Evrópuráðs-
ins, um stefnu i glæpa- og refsi-
málum.
Káðstefnuna sóttu em-
bættismenn frá 18 meölimarikj-
um ráðsins, auk áheyrnarfull-
trúa frá tveimur löndum utan
þess og frá ýmsum stofnunum
sem um þessi mál fjalla. Af
islands hálfu sóttu ráöstefnuna
þeir Halldór Þorbjörnsson, yfir-
sakadómari, og Hjalti Sófanias-
son, fulltrúi I dómsmála-
ráðuneytinu.
Yfirlýstur tilgangur ráðstefn-
unnar var þriþættur að endur-
skoða ýmsa stefnu virkandi
þætti i hindrun og viðurlögum
refsiveröra afbrota, innan
ramma félagslegra viöbragða
nútimans við hættulegri og
óleyfilegri hegðunj að kanna
aðferðir til þess að auka trú al-
mennings á dómkerfi i glæpa-
málum; og að grundvalla
skipulag, ramma og sam-
hæfingu á markmiðum og að-
feröum, á þjóðlegum og alþjóð-
legum vettvangi.
Ráðstefnu þessari var ekki
ætlaö að ræða kenningar, eða
heimspekilegar hliðar þessara
mála, heldur að leita ráða og
leiða sem gefið gætu árangur i
náinni framtið. Þeim sem ráð
stefnuna sátu, til stuðnings og
viðmiðunar, voru fyrirfram
ákvarðaðir þrir umræðupunkt-
ar, sem grundvöllur ráðstefn-
unnar. Þeir voru: hlutverk
refsilöggjafar I þjóðfélagslegu
tilliti; dómkerfi I glæpmálum;
og þróun viðurlaga.
Ráöstefnan sendi ekki frá sér
neina ályktun, þar sem henni
var aöeins ætlað hlutverk sem
umræðugrundvöllur, en á henni
voru kynnt þau mál og þættir
refsimála I hinum ýmsu lönd-
um, sem hæst ber á góma I dag,
svo og rannsóknir og nýjungar I
refsimálum og meðferð af-
brotamanna.
Mannlífið dafnar
vel á Hofsósi
Það hefur verið hér prýðisjöfn
vinna, jafnvel höfum við stund-
um þurft að sækja fólk upp um
sveitir,” sagði Pétur Jóhanns-
son á Hofsósi. „Útgerðarfélag
Skagfirðinga á og gerir út þrjá
skuttogara og hingað kemur um
þriðjungur af afla þeirra til
vinnslu, hitt er unnið á Sauðár-
króki. Togararnir landa að jafn-
aði hálfsmánaðarlega hver með
þriggja til fimm daga bili, þann-
ig að vinnan verður jöfn. Vinna
var hér stopul áður, en i október
1973 kom skuttogarinn Skafti og
var útgerð hans sameinuð út-
gerð tveggja skuttogara, sem
voru á Sauðárkróki með þessari
aflaskiptingu. Siðan hefur vinna
verið góð og menn haft ágætar
tekjur. Togararnir lönduðu á
siðastliðnu ári 5769 lestum af
fiski. Þetta hefur hleypt grósku i
mannlifið. Hér er nýbyggður
skóli, sameiginlegur fyrir þrjá
hreppa og hér hafa verið byggð
ný hús og ein sex eru i byggingu
núna. Og sannleikurinn er sá, að
meira er að frétta úr Skagafirði,
en kemur fram i fjölmiðlum al-
mennt.”
Feröum útlendinga
hingað fer fjölgandi
Samkvæmt skýrslu útlend-
ingaeftirlitsins hefur orðið
nokkur aukning á ferðum
manna hingað til lands, miöað
við timann frá siðustu áramót-
um og jafnlengd þess tima á
siðasta ári. Aukningin er 1881.
1 siðastliðnum mánuði komu
hingað alls 5624, þar af 2354 ts-
lendingar. Af útíendingum voru
Bandarikjamenn flestir eða
1369, 469 Danir litu upp á landið,
225 Bretar, 230 V-Þjóðverjar,
210Norðmenn og 164 Sviar. Frá
Spáni komu 136.
„Tilgangslaust samn-
ingaþóf manuöum
saman”
Um leið og félagsfundur
verkalýðsfélagsis Baldur-s á
tsafirði samþykkti bráða-
birgðasamkomulag samninga-
nefndar ASl og vinnuveitenda,
var svohljóðandi ályktun einnig
samþykkt:
„Fundurinn átelur harðlega
þau vinnubrögð, sem viö hafa
verið höfö i samningagerðum
undanfarin ár, þar sem félögum
Alþýðusambandsins hefur verið
haldiö i tilgangslitlu og oft til-
gangslausu samninga- og við-
ræðuþófi mánuðum saman eftir
að samningar verkafólks hafa
verið úr gildi fallnir og liðnir
venjulegir uppsagnafrestir.
Telur fundurinn að verkalýðs-
hreyfingin verði að standa vel
saman, til. þess að samtökunum
verði ekki i framtiðinni sýnt
slikt virðingarleysi, sem rikis
vald og'samtök atvinnurekenda
hafa leyft sér með þessum frá-
leitu vinnubrögðum.”
„Bætir aðeins brot af
kjaraskerðingunni”
Trésmiðafélag Reykjavikur
samþykkti á 100 manna fundi
þann 4. april með öllum þorra
atkvæða gegn 9 samkomulag
vinnuveitenda og niu manna
nefndar ASl frá 26. f.m.
Jafnframt var gerð svofelld
ályktun:
„Það samkomulag, sem niu
manna nefnd ASl undirritaði
meö fyrirvara 26. f.m. bætir
ekki nema brot af þeirri kjara-
skeröingu, sem orðið hefur
meðan á samningaviðræðum
hefur staðiö og á þeim tima,
sem samkomulaginu er ætlað að
gilda, en bætir að engu þá miklu
skerðingu, sem áður var orðin.
Samkomulagiö er þvi algjört
bráðabirgðasamkomulag, sem i
engu má skoðast sem jafngildi
varanlegra samninga, enda
gerir sjálft samkomulagið ráð
fyrir áframhaldi samningavið-
ræðna.
Það er þvi ljóst, sem verða
má, að framundan er hörð
kjarabarátta. Fundurinn heitir
á meðlimi Trésmiðafélagsins og
alla verkalýðshreyfinguna að
vinna ötullega að undirbúningi
þeirrar baráttu og hervæðast til
átaka gegn þeirri fjandsamlegu
kjaraskerðingarpólitik, sem at-
vinnurekendur og rikisvald
beita gegn verkalýðshreyfing-
unni.”
Kosið í nefndir og ráð: Þing-
menn samtakanna kusu kommalista
1 sl. viku var kosið i nokkrar
stjórnir, nefndir og ráð i Sam-
einuðu Alþingi. Kjörnir voru
endurskoðendur reikninga Bún-
aðarbanka Islands, endurskoð-
endur reikninga Útvegsbanka
Islands, endurskoðendur reikn-
inga Landsbanka íslands, 8
menn og varamenn þeirra i
landsdóm, fimm menn i orku-
ráð, þrir fulltrúar rikisins og
jafnmargir varamenn i stjórn
Kisiliðjunnar, fimm menn i
stjórn Aðstoðar Islands við þró-
unarrikin, sjö menn og jafn-
margir varamenn i stjórn Við-
lagasjóðs, tveir endurskoðendur
reikninga sjóða i vörslu Fram-
kvæmdastofnunar rikisins svo
og framkvæmdastjóri Söfnun-
arsjóðs Islands i stað Bjarna
Guðmundssonar, fv. blaðafull-
trúa, sem er látinn.
Sjálfkjörið var i allar þessar
stöður, nema i stjórn Kfsiliðj-
unnar og i stjórn stofnunarinnar
Aðstoð Islands við Þróunarrik-
in. Var m.a. sjálfkjörið i stjórn
Viðlagasjóðs. Aðalstjórnarmað-
ur tilnefndur af Alþýðuflokkn-
um þar er Tómas Þorvaldsson
og varamaður hans Helgi Þórð-
arson.
1 kosningum á þremur fulltrú-
um rikisins og jafnmargra
varamanna i stjórn Kisiliðjunn-
ar komu fram tveir listar og var
stungið upp á einum fleiri, en
kjósa átti. Kosningu náði Pétur
Pétursson, fyrrv. alþingismað-
ur, af A-lista, en Stefán Jónsson
af B-lista féll. Varamaður Pét-
urs er Guðmundur Hákonarson
frá Húsavik.
Þá var stungið upp á fleirum,
en kjósa átti i stjórn stofnunar-
innar Aðstoð Islands við þróun-
arlöndin. Kosningar fóru þann-
ig, að kosningu hlutu af A-lista
Ölafur Björnsson, prófessor,
Jón Kjartansson, forstjóri,
Gunnar Schram og Pétur
Einarsson, kennari og af B-lista
Ólafur R. Einarsson, kennari.
Örlygur Geirsson af C-lista náði
ekki kosningu, en hann var fyrir
i stjórn stofnunarinnar. Þing-
menn SFV greiddu atkvæði með
lista Alþýðubandalagsins.
SÁ FORNIFJANDI
FÆRISTNÆR
Mánudaginn 14. april 1975 fór
TF-SÝR, flugvél Landhelgisgæsl-
unnar I iskönnunarflug fyrir vest-
ur og norðurlandi.
Athugað var svæðið frá 26 v að
16 V.
Viö athugun kom i ljós að megin
isröndin (7/10—9/10) var um það
bil:
65 sjóm. frá Deild
50 sjóm. frá Horni
65 sjóm. frá Grimsey
85 sjóm. frá Melrakkasléttu.
Fyrii sunnan megin-isröndina
voru dreifðir jakar og isspangir
frá 5—25 sjómilur.
NÝI SIMINN
OKKAR ER
•1
| Hafnartjaröar Apótek
Áfgreiðslutími:
% Virka daga vkl. 9-18.30
f Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
gj Eftir lokun:
% Upplýsingasími 51600.
%
1
1
i
v
%
u
WREVF\LL
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA Í KR0N
Dunn
í CUEflBAE
/ími 84300
m
■3*
&
&
Miðvikudagur 16. apríl 1975