Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 10
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur veriö H. Monlsonary Hydt I þýfiinju Htrstains Pálssonar DULARFULLI27 | KANADAMAÐURINN mætti gleyma þeirri staðreynd.“ Hann kom einnig upp um það, að Hitler, sem hefði gert ráð fyrir, að Bretland myndi verða brotið a bak aftur í októberbyrjun 1940, hefði nú „misst jafnvægið í fyrsta skipti, og að þeir aðilar, sem helzt hefðu blekkt hann með því að staðfesta fullyrðingu Ribbentrops um, að „England mundi ekki berjast,“ væru Rothermere lávarður og hinn mikli aðdáandi Hitlers, Unity Mitford hin bjarthærða, sem bæði höfðu sagt 1939, að England væri „á barmi fas- istabyltingar“. Weidemann sagði, að til hefði verið traust og nákvæm áætlun tim innrás í England, sem samin hefði verið af Beck hershöfð- ingja, formanni herforingjaráðsins, en fram yfir hana hefði verið tekin óraunhæf og viðvaningsleg áætlun, sem enginn féllst á nema Hitler og Göring. Þegar foringjaráðið sagði við Hitler, að tilraun til innrásar í Bretland með slíkum aðferðum mundi jafnast á við sjálfsmorð, hefði hann verið mjög daufur í dálkinn í þrjá daga. Síðasta áætlunin um að sigra Breta, hélt Weidemann áfram, væri að halda upp sífelldum og þungum loftárásum á England, því Hitler væri sannfærður um, að „Bret- land gæti ekki staðizt langvarandi sprengjuárásir.1' Mikilvægasta uppljóstun Weidemanns snerti að líkindum væntan- legan hernað Þjóðverja á Balkanskaga. 1 nóvember 1940 sagði hann Wiseman, að yfirherstjórnin þýzka ætlaði að loka Miðjarðarhafinu í báða enda með því að fá Spán til samvinnu og telja Búlgaríu og Júgóslavíu á að gerast aðilar að möndulveldasamningnum. „Frá flutningasjónar- miði,“ bætti Weidemann við, „mundi sókn um Balkanskaga ekki verða eins erfið og sumir halda. Málið hefur verið athugað mjög gaumgæfi- lega.“ Eins og þegar hefur verið getið, var þetta hámákvæmur spádómur um það, sem gerðist fimm mánuðum síðar, þegar brynsveitir Hitlers bmnuðu gegnum Búlgaríu til að ráðast inn í Júgóslavíu og Grikkland. Fréttir af samræðum þessum spurðust brátt til utanríkisráðuneytis- ins bandaríska, að líkindum frá Hvíta húsinu, og varð það til þess, að sambandinu var slitið, þar sem óttazt var, að undirbúningur fyrirætlana varðandi friðarsamninga væri óæskileg, pólitísk starfsemi, sem gæti ekki samræmzt hlutleysi Bandaríkjanna. Stephanie prinsessu var neitað um framlengingu dvalarleyfis og innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna skipaði henni að fara úr landi. (Jafnvel kom til orða, að Wiseman væri einnig vísað úr landi, unz gefin var sú skýring, að þátttaka hans í samræðunum hefði verið með vitund og vilja F.B.I.). Eftir grát og gnístran tanna leyfðist prinsessunni að vera um kyrrt, þegar hún hafði boðizt til að gefa „eftirtektarverðar upplýsingar“. En þegar Bandaríkin lentu um síðir í styrjöldinni, var hún tekin til gæzlu til stríðsloka. Hvað Weidemann snerti, þá var liann sendur til ræðismannsskrifstofu í Tientsin í Kína, þegar ræðismannaskrifstofum Þjóðverja Iiafði verið lokað í Bandaríkj- unum. Stephenson gleymdi ekki greiða þeim, sem fyrrverandi yfirmaður Hitlers í 16. fótgönguliðsdeild Bajaralands hafði gert málstað banda- manna. Einum allra ræðismanna Þjóðverja, sem neyddir voru til að fara frá Bandaríkjunum 1941, var Fritz Weidemann höfuðsmanni fengið griðabréf af brezkum yfirvöldum, sem gerði honum kleift að forðast Berlín og komast til Kína eftir þeirri rólegu og þægilegu leið, sem hann hafði valið. 4. Fáeinum dögum eftir að Stephenson og Donovan komu til Bermuda á leiðinni til London í desember 1940, hafði brezka ritskoðunin stöðvað vélritað bréf til Lothars Fredericks, Helgolander Ufer 1 í Berlín. Bréfið var með New Yorkstimpli og í því var skrá yfir bandamannaskip í New York-höfn, sem bréfritarinn hafði séð, og gaf hann nánari upplýsingar um komu þeirra og brottför ásamt ýmsum atriðum varðandi vopnabúnað þeirra. Bréfið var undirskrifað „Joe K“ og var að vísu skrifað á ensku, en í því voru þó ýmis orðatiltæki, svo sem að notað var orðið ,,kanóna“ (þýzka orðið Kanone), sem virtust benda til, að bréfritarinn væri ekki aðeins Þjóðverji heldur og flugumaður nazista. Þessi tilgáta var rétt. Berlínarutanáskriftin reyndist vera leyniutanáskrift Heinrichs Himmlers, yfirmanns Gestapos. Um þessar mundir var sá, er bók þessa ritar, öryggisforingi, sem M.I.6 hafði sett til starfa við ritskoðun Breta á Bermudaeyjum. Hann sýndi Stephenson bréfið við komu hans, en fundum þeirra hafði einu sinni borið saman í New York, og bókarhöfundur gerðist síðar starfs- maður Stephensons. Donovan, sem af tilviljun ,var viðstaddur, fékk einnig að sjá bréfið. „Þetta gæti reynzt hið mikilvægasta bréf,“ sagði Stephen- son, er hann virti það fyrir sér. Menn voru sammála um, að það gæti leitt til uppljóstunar á víðtækri, þýzkri njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. „Haf- ið gætur á fleiri slíkum bréfum,“ bætti Stephenson við. öryggisforinginn hét að gera það. Bréfaskoðunarmönnum var síðan sýnt, hvemig bera mátti kennsl á rithönd hins dularfulla Joe K á umslögum, og fyrir bragðið rákust menn á allmikinn fjölda bréfa frá honum til ýmissa manna, en einkum voru þau til meðalgöngumanna á Spáni og Portúgal. Aftan á umslögin voru rituð sendandaheimilisföng í eða nærri New York, er reyndust tilbún- ingur, en hins vegar veittu menn því athygli, að skírnarnafnið byrjaði alltaf á J. Bréf þessi áttu að nafninu til að vera frá venjulegum umboðs- sala, sem seldi ýmis konar vaming, en auðvelt var að lesa á milli lín- anna í þeim flestum. Eftirfarandi dæmi er úr bréfi, sem sent var Manuel Alonso, Apartado 718, Madrid: Pöntun yðar nr. 5 er frekar stór — og vegna takmarkaðra mögu- leika minna og fjárhags get ég ekki uppfyllt svo stóra pöntun alger- lega. En ég á þegar mörg númer á lager og sendi hvaðeina hvenær sem ég get. Ég vona, að þér séuð ekki mótfallinn að fá nokkurn hluta pöntunarinnar....... Gerið svo vel að gefa mér frekari upplýsingar xun vaminginn, sem viðskiptavinir okkar finna eitthvað að. Þar sem þeir borga fyrir þetta, geta þeir krafizt þess bezta. Ég þoli alla gagnrýni frá við- skiptavinum, sem horga — og ég mundi einnig taka þakksamlega ábendingum yðar um aukin gæði og bætta afgreiðslu. Með öðmm orðum, ósk um upplýsingar, sem borizt liafði fyrir skömmu, hafði krafizt mikillar vinnu, sem bréfritarinn mundi verða nokkum tíma að láta í té, þar sem hann hefði tiltölulega fátt starfslið og lítið fé. En á meðan mundi hann senda það, sem liann gæti, en vildi gjaroan fá að vita, að hvaða leyti skýrslur sínar hefðu ekki fullnægt kröfunum, sem menn gerðu í Berlín. Ritskoðarinn, sem hafði lesið á milli línanna í bréfi Joe K, var mjög einbeitt, ung kona, Nadya Gardner að nafni. Hún taldi, að á bréfunum gæti verið leyniskrift auk hins augljósa texta, og hún sendi þau í rannsóknarstofu ritskoðunarinnar til efna- fræðilegra prófana. Árangurinn varð neikvæður. Ungfrú Gardner var samt ekki ánægð með það. Til allrar hamingju bjó hún yfir örlítilli þekkingu á ólífrænni efnafræði, og hún stakk upp á, að beitt væri gamla joðprófinu, því að Þjóðverjar höfðu notað joð svo mikið til skrifta í fyrri heimsstyrjöld. Sérfræðingamir höfðu enga trú á þessu, en ungfrú Gardner linnti ekki látum, fyrr en prófið var um síðir gert. Árgangur- inn virtist þá undraverður, því að leyniskriftin, sem fram kom á hverju prófuðu bréfi, reyndist fólgin í nýjustu upplýsingum um flugvélafram- leiðslu og skipaferðir. Auk þess var gengið úr skugga um, að leyniblekið var pyram wíonupplausn, en pyramidon er duft, sem oft er notað til að lækna höfuðverk og fæst hömlulaust í hverri lyfjabúð. Snemma í marz 1941 var stöðvað bréf til eins leyniheimilisfangsins í Portúgal og var það ritað á þýzku. 1 því vom nákvæmar upplýsingar um flugvélar, sem Bretar höfðu fengið í Bandaríkjunum, svo og her- þjálfunaráætlanir Bandaríkjahers. Undirskriftin var „Konrad“ og var þetta bersýnilega árangurinn af starfi þjálfaðs hernjósnara. Bréfið var einnig prófað með tilliti til leyniskriftar, og sást þá, að heimilisfang skrif- arans var „c/o Joe“ og einnig, að hann sendi afrit um Kína og Japan. „Konrad“ bætti við: „Ef óskað er frekari upplýsinga um Puerto Rico (sjá skýrslu mína, sem send var um Smith í Kína), sendið þá Joe heilla- óskaskeyti.“ Jafnframt gáfu bréf Joes í skyn, að hann væri í sambandi við Konrad, sem hann kallaði stundum „Phil“ eða „Julio“. Á meðan hafði F.B.I. — vegna ábendinga, sem Stephenson hafði fengið frá ritskoðunarmönn- um á Bermuda — stöðvað skýrslu frá Konrad til Smiths í Kína, þar sem gefnar voru nákvæmar upplýsingar um vamir á Hawaii, ásamt kortum og ljósmyndum, einkum af Pearl Harbor. „Þetta mun einkum vera gagn- legt fyrir hina gulu bandamenn okkar,“ sagði að endingu í skýrslunni. En þrátt fyrir þetta var F.B.I. engu nær um, hverjir Konrad eða Joe vom. Aftur var það ritskoðunin í Bermuda, sem lagði til mikilvægasta sönnunargagnið. Þann 23. maí 1941 fannst mjög mikilvæg frétt í bréfi, sem Joe hafði skrifað fimm dögum áður og sent Manuel Alonso í Madrid. Þegar „Phil“ hafði reynt að fara yfir Broadway á Timestorgi í New York kvöldið 18. marz, hafði hann orðið fyrir leigubifreið og síðan annarri bifreið, meðan hann lá á götunni. Hann hafði verið fluttur í sjúkrahús, þar sem hann hafði andazt daginn eftir, án þess að komast til meðvit- undar. Þar sem hann var í mikilli lífshættu, samkvæmt símafregnum, og ég gat ekkert gert, tilkynnti ég þetta ræðismannsskrifstofu „hans“ (fyrir meðalgöngu gamals vinar), sem gerði þegar ráðstafanir, en ógemingur var að hjarga lífi hans — áverkamir vom of miklir. TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 REYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Nafn: ............................... Heimili:............................. KLIPPIÐ CT OG SENDIÐ Miðvikudagur 16. april 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.