Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 2
Stefnt að fátækrahverfi í Breiðholti? Eftir Halldór Valdimarsson Þrjú skóladagheimili eru nú rekin i Reykjavik og geta þau sinnt samtals 70 börnum. Þessi dagheimili eru rekin af barna- vinafélaginu Sumargjöf og eru staðsett við Heiðargerði, Kapla- skjól og Skipasund. Þessum heimilum er ætlað að bæta úr umönnunarþörf þeirra barna á skólaskyldualdri, sem ekki hafa einhvern heirna við á daginn, til að sinna sér, og ekki hafa enn aldur eða þroska til að sjá um sig sjálf. f dag eru á landinu öllu um 13.000 börn einstæðra foreldra, það er börn innan 17 ára aldurs, og er ekki óliklegt að rúmlega helmingur þeirra eigi heimili á Reykjavikursvæðinu. Mörg þessara barna eru vel fær um að sinna sér sjálf, með mat og ann- að, en reikna má þó með, að þessi 70 dagheimilispláss eigi að bæta skort hjá þúsundum barna. Barnavinafélagið Sumargjöf hafði gert sér vonir um að fá tvö heimili i viðbót i ár, annað i Breiðholti, hitt i gamla austurbænum, en nú er ljóst, að niðurskurður fjárhagsáætlun&r Reykjavikurborgar verður til þess að i mesta lagi eitt bætist i hópinn og jafnvel ekki vist, að af stofnun þess verði á árinu. Það sem vekur einna mest at- hygli, þegar dagvistunarmál barna eru athuguð, er að i dag skuli engar ráðstafanir vera gerðar til að sinna þessum börn- um i Breiðholti. Þróun sú, sem orðið hefur undanfarin ár i bú- setuskiptingu Reykvikinga, hef- ur orðið til þess að einstæðir for- eldrar hafa hópast upp i Breið- holt, þar sem einna helst hefur verið um húsnæði við þeirra hæfi að ræða. Undanfarin ár hefur einmitt mikið verið rætt og ritað um það hve hátt hlutfall barna einstæðra foreldra er i leikskólum og dagheimilum i þvi hverfi, en greinilegt er, að þess minnist enginn, að börn þessi ná skólaskyldualdri, jafnt og önnur börn og þá skapast sömu vandamál hjá þeim og börnum hverfanna umhverfis Heiðargerði, Kaplaskjól og Skipasund. Nú hefur borist synjun frá borgaryfirvöldum, við tilmæl- um um fjárveitingu til bygging- ar, eða stofnsetningar, skóla- dagheimilis i Breiðholti. Barna- vinafélagið Sumargjöf hefur ekki sjálft bolmagn til slikra framkvæmda og enn hafa engin samtök myndast með ibúum þessa hverfis, um að koma sliku dagheimili á fót. Til er félag nokkurt, Fram- farafélag Breiðholts, sem gæti nafns sins vegna haft slik mál á stefnuskrá sinni, en virðist þess i stað einna helst hafa skrúð- göngur á fyrsta sumardag og öðrum tyllidögum að markmiði sinu. Félag einstæðra foreldra er of upptekið af jafnréttis- og kjara- málum einstæðra foreldra til þess að sinna börnum einstæðra foreldra og hefur ekki einu sinni getað gefið sér tima til að at- huga hversu mörg börn ein- stæðra foreldra kynnu að þurfa á slikri þjónustu að halda. Félagsmálastofnun Reykja- vikur hefur ekki heldur látið til sin taka i þessum málum, þar sem hún skipuleggur engin barnamálefni. Þar fengust raunar þau svör, að eftirlit með barnagæslu einkaaðila væri að vfsu i höndum stofnunarinnar, en slik gæsla væri mest ætluð börnum venjulegs fólks, sem byggi f hjónabandi.en hefði orð- ið útundan þegar börnum ein- stæðra foreldra og námsmanna (sem þá væntanlega eru óvenju- legt fólk) var veittur forgangur að vistun á heimilum Sumar- gjafar. Þessum skrifum er ekki beint að neinum sérstökum aðila, eða stofnun, heldur öllum þeim i heild, sem ættu að láta þessi mál til sin taka, samkvæmt stöðu sinni i þjóðfélaginu. Þeim er ef til vill beint sérstaklega til einstæðra foreldra sjálfra, þar sem ljóst virðist liggja fyrir, að eigi úrbætur að fást, verður það einungis fyrir þeirra eigin til- verknað. Þessi mál verða að komast i lag i Breiðholtinu og það áður en langt um liður, nema þvi aðeins að það sé bein stefna stjórnvalda og almenn- ings, að skapa þar dæmigert fá- tækrahverfi. Eitt af sterkustu einkennum slikra hverfa erueinmitt börnþau er látin eru ganga sjálfala og umönnunar- laus og ef stefnan er slik, þá er sinnuleysi þetta skiljanlegt, en engu að siður glæpsamlegt. Vandamál einstæðra foreldra hafa verið allnokkuð til umræðu undanfarin ár og þá, eðlilega, vandamál einstæðra mæðra sérstaklega. Hefur þar margt blandast inn i, svo sem launa- kjör þeirra, félagsleg staða þeirra, möguleikar þeirra til eðlilegrar þátttöku i daglegu þjóðlifi og stuðningur hins opin- bera við þær. Hafa margar hug- myndir og tillögur litið dagsins ljós, sem verða eiga til úrbóta i þeirra málefnum og hefur með- al annars verið stofnað Félag einstæðra foreldra, til þess að koma málum þeirra á framfæri. Það er ekki nema gott eitt um stofnun slikra samtaka að segja og er enda full ástæða til að rétt- indamálum þessa sivaxandi hóps sé sinnt af einbeitni, en þó fer ekki hjá þvi, að manni virð- ist málstaður einstæðra for- eldra hafa skyggt nokkuð á mál- stað barna þeirra. Ýmis baráttumál einstæðra foreldra beinast að visu beinlin- is að þvi að bæta hag barna þeirra, bæði hvað áhrærir fjár- hagsafkomu og félagslega möguleika þeirra. Hinu virðist aftur á móti gleymt, að miklu eða jafnvel öllu leyti, að til þess að barnið geti notið fjárhagslegs og félagslegs öryggis, verður það að lifa likamlega og andlega heiltfram tilþess aldurs, að það fái notið ávaxta sliks öryggis. Það er ekki nóg að tryggja börn- um þessum húsaskjól yfir næt- ur, mat kvölds og morgna og nægan klæðnað. Það er ekki ein- hlitt að skapa þeim jafnrétti á við önnur börn, að þvi er varðar skólavist og skólagöngumögu- leika, ef aðbúnaður þeirra i æsku er á þann veg, að þau komist vart ósködduð frá. Þvi miður virðist svo vera, frá hendi þeirra aðila, sem tekið hafa að sér umsjá slikra málefna i sam- félagi okkar, að þáttur daglegr- ar umönnunar i lifi barns, hefur gleymst, eða honum er, af ein- hverjum öðrum orsökum, ekki sinnt. Endurskoðun sveitarstjórna- laganna stopp síðan í vor Endurskoðun sveitarstjórnar- laga hefur alveg legið niðri frá þvi núverandi rikisstjórn tók við vöidum á siðastliðnu sumri. 1 setningarræðu sinni á full- trúaráðsfundi Sambands islenskra sveitarfélaga, sem ,,Ég held, að það geti varla ver- ið markmið að lifa um alla framtið ,,i lögfrjálsri lausa- mennsku”. Ef þau (landshluta- samtök sveitarfélaga) ber ekki gæfu til þess að gripa nú þau tæki- færi, sem gefast til að fá fasta stöðu i stjórnsýslukerfinu, er ég hræddur um, að þau tækifæri komi ekki aftur”, sagði Páli Lindal, formaður Sambands islenskra sveitarfélaga á fundi fulltrúaráðs sambandsins á Akureyri i fyrradag. Páll sagði, að landshlutasam- tökin væru nú á timamótum. Flest benti til þess, að þau geti á næstu árum vænst þess að fá i hendur ýmis verkefni, sem nú eru afgreidd i höfuðborginni og þá tekjustofna. til að leysa þau. haldinn var á Akureyri i gær og fyrradag, sagði Páll Lindal for- maður sambandsins m.a.: „Endurskoðun sveitar- i stjórnarsáttmálanum. Eins og kunnugt er, var endurskoðunar- nefnd sveitarstjórnarlaga skipuð árið 1973, og hélt hún allmarga ,,En þau geta ekki vænst þess að minni hyggju að fá aukin verkefni eða tekjustofna, svo að neinu nemi, nema l>au fái log- boðna stöðu i stjórnkerfinu”, sagði Páll. MÆÐRABL0MIÐ Hin árlega blómasala Mæðrastyrksnefndar fer fram næstkomandi laugardag, 3. mai. Munu sölubörn þá bjóða hið gamalkunna en vinsæla mæðra- blóm til sölu viðs vegar um borg- ina. Væntir nefndin þess, að sölu- börnunum verði sem best tekið, svo að hagnaðurinn af sölu fundi fram á s.l. vor. En vegna hins pólitiska óróa i landinu um þær mundir, sem hélst fram á sumar, vegna sveitarstjórna- kosninga, alþingiskosninga og stjórnarlaganna virðist ganga erfiðlega, þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnarskipta, taldi formaður n ef n d a r i n n a r , Hjálmar Vilhjálmsson, tilgangslítið að halda áfram nefndarstörfum. Þá kom einnig til athugunar, hvernig nefndin var skipuð og lika það, að talin voru óhagkvæm vinnubrögð að verja miklum tima i verk, sem e.t.v. hefði ekki pólitískan stuðn- ing i rikisstjórn og á Alþingi. Var þvi óskað svara við þvi, hvort nefndin ætti að starfa óbreytt eða fyrirhuguð væri önn- ur skipan, svo og hverjar undir- tektir ýmsar hugmyndir nefndar- innar mundu fá”. A LAUGARDAG blómsins komi að sem mestu gagni þeim, sem hans eiga að njóta. Honum verður nú sem endranær varið til þess að kosta dvöl efnalitilla og aldraðra mæðra, sem gefinn verður kostur á hvildarorlofi um vikuskeið i sumar. Er ijóst, að þvi betur sem sala blómsins gengur, þeim mun fleiri konum verður unnt að bjóða til orlofshvildar þessarar. ,.Logfriáls lausamennska” dugar ekki um alla framtíð Demant h.f. hefur sent á markaðinn fyrstu hljómpiötur sinar, stóra hljómplötu með sögunni um RÓBERT BANGSA I Leikfanga- iandi og 16 skemmtilegum iögum svo og tveggja laga hljómpiötu með lögunum HERRA FLINKUR og RÓBERT BANGSI, sem Pálmi Gunnarsson og Rut Rekinalds syngja. Mjög hefur verið vandaö til þessarar útgáfu og er undirieikur á lögunum fiuttur af enskri hljómsveit. Stóra hljómplatan tekur um eina klukkustund i flutningi. RUT REKINALDS, sem er á meðfylgjandi mynd, er I góðum félagsskap. Hún er aðeins 9 ára gömul og mjög efniieg söngkona. Hún fer meðhlutverk RÓBER S BANGSA. á hljómplötunni. 1. MAÍ KAFFI í IÐNÓ I Hafnarfjaröar Apótek' 1 T" A\\ k Itmri ii-ii # 1 § g Afgreiðslutími: $ Virka daga kl. 9-18.30 $> Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 1 p Eftir lokun: |j Upplýsingasími 51600. || Í WttEYF\ÍL Sími 8-55-22. Opið allan sólarhringinn i Dunn í GIAEflBflE /ími 84900 í; *;•: ~ — íí Fimmtudagur 1. maí 1975. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.