Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: BlaB hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson HFréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, símar 28660 og 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 _______Prentun: BlaBaprent hf. Verö i lausasölu kr. 40. PÚUTÍSK HREYFING Það ár, sem liðið hefur frá þvi islensk verka- lýðshreyfing fylkti siðast liði á 1. mai, hefur reynst launafólki i landinu þungbært ár. Hver kjaraskerðing hefur fylgt annarri, frjálsir samningar um kaup og kjör hafa verið afnumdir með valdboði, hömlulaus óðaverðbólga hefur verið látin leika lausum hala með óskaplegum afleiðingum fyrir alþýðuheimilin og rikisstjórn- in hefur bætt um betur með þvi að flytja fleiri þúsund milljónir króna frá launþegum i landinu vfir til atvinnufyrirtækjanna. Nýjasta tilkynn- ingin frá henni um slikar ráðstafanir er aðeins fórra daga gömul. Með þvi að heimila versl- unarfyrirtækjum að hækka álagningarprósentu sina mjög verulega flutti rikisstjórnin til einn milljarð i viðbót frá launþegum og neytendum yfir til atvinnurekenda i verslun. Ekkert lát hef- ur þvi enn orðið á slikum athöfnum. Hin þungbæra reynsla verkafólks af núver- andi rikisstjórn hefur þvi staðfest dóm sögunnar yfir eðli samsteypustjórna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þessi reynsla hefur staðfest það, að slikar stjórnir skortir ekki að- eins getuna til þess að skilja og virða sjónarmið alþýðunnar i iandinu — þær skortir viljann til þess lika. Þær skortir allan vilja til þess svo mikið sem að reyna að hafa eitthvert samráð við verkalýðshreyfinguna um aðgerðir i efna- hagsmálum. Þær skortir viljann til þess svo mikið sem að hlusta á verkalýðshreyfinguna þegar hún ber fram óskir sinar — um leiðrétt- ingar — og þá ekki aðeins þegar hún ber fram óskir um hvað skuli gert heldur einnig þegar hún ber fram óskir um hvemig standa skuli að einberri framkvæmd ákveðinna leiðréttinga, sem henni hefur tekist að fá fyrirheit um frá rikisstjórninni. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn eru samsettir úr mörgum, ólikum öflum. Innan beggja flokkanna eru frjálslyndir menn, sem vilja vel. En i þessum tveimur flokk- um er jafnframt saman komið allt peningavald- ið á íslandi — öll þau hægri öfgaöfl, sem láta stjórnast af gróðasjónarmiðum og vilja við- halda forréttindum fjármagnsins. Þegar þessir tveir flokkar lenda saman i rikisstjórn bræða þessi auðmagnsöfl sig saman, kæfa raddir hinna fr jálslyndari manna og leggjast eins og helsi um háls hinnar vinnandi stéttar. Reynslan af slik- um rikisstjórnum sker ótvirætt úr um það, að verkalýðsbarátta á ekki aðeins að vera fagleg barátta — hún á og verður að vera pólitisk bar- átta þvi baráttan gegn þeim myrku afturhalds- öflum, sem nú ráða mestu um stjórn landsins, getur aldrei unnist nema eftir pólitiskum leið- um. Það er þvi ekkert óeðlilegt við það, þótt verka- lýðshreyfingin taki pólitiska afstöðu i baráttu sinni eins og hún gerir með ótviræðum hætti i dag. Það er ekkert torskilið við það, þótt verka- lýðshreyfingin snúist harkalega gegn stefnu nú- verandi rikisstjórnar. Með þvi er hún ekki að taka flokkspólitiska afstöðu — með flokkum stjórnarandstöðu og móti flokkum stjórnarinn- ar. Með þvi er hún að taka þá pólitisku afstöðu, sem verkalýðshreyfingin hefur ávallt tekið, gegn þeim afturhalds- og gróðaöflum, sem ferð- inni ráða um sinn. Fólk, sem vill útrýma pólitik úr verkalýðsbar- áttunni, skilur ekki hvað verkalýðshreyfing er. Verkalýðshreyfingin er afl, sem berst gegn arð- ráni og misrétti, en fyrir jöfnuði og réttlæti. Sú barátta er fyrst og fremst pólitisk barátta frá Sl JJ Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: F Lárus Guðjónsson FYRSTI MAÍ í dag sameinast islensk alþýða i baráttunni gegn þeirri rikisstjórn, sem frá valdatöku sinni hefur fótum troðið islenskan verkalýð. í dag kveða launþegar sinn dóm yfir aft- urhaldsöflunum sem nú ráða rikj- um. Dómur þeirra verður óvæginn og þungur. Verkafólki sviður undan löðrungum rikisstjórnarinnar, og mun i dag svara þeim árásum er gerðar hafa verið á kjör þeirra. Stjórnvöld ættu að leggja eyru við rödd alþýðunnar i dag. Þar mun aft- urhaldið heyra sina eigin likræðu. Verkafólk er farið að þekkja óvin sinn, þó vegið sé úr launsátri. Samband ungra jafnaðarmanna óskar islenskri alþýðu til hamingju með daginn. Ennfremur vilja ungir jafnaðarmenn hvetja verkafólk, til að sýna einhug og samstöðu i þeirri hörðu baráttu sem það á i. Samband ungra jafnaðarmanna lýsir yfir fullri samstöðu með kröfum verka- fólks og minnir á, að jafnaðarstefn- an og verkalýðsbarátta eru tveir ó- aðskiljanlegir hlutir. Ungir jafn- aðarmenn telja að i dag sé meiri þörf en oft áður, að verkafólk fylgi kröfum sinum fast eftir og hopi hvergi. Sýnum samstöðu og fellum harð- an sameiginlegan dóm yfir aftur- haldsöflunum. MAKT MYRKRANNA Hinn miskunnarlausi boö skapur Gamla testamentisins urr reiöi og refsingu Guös, sé honurr ekki hlýtt i blindni, er afar fróöle§ lesning. t skjóli þessarr miskunnarlausu kenninga höföi prestar og ættfeöur óskoraö valc yfir lýönum, á þeirri forsendu, at stjórnunarlegar framkvæmdii þeirra væru ákvaröaðar af Guð almáttugum. Þeim, sem brutu bága við lögmáliö, var misk unnarlaust refsaö þyngsti refsingu. A hinn bóginn virðist sem þeir, er voru sæmilega álnum eða virtust vera innundii hjá almættinu, hafa komist upp með ýmsa klæki og siöferöisbrot Sem dæmi um slikt má nefna dætur Lots, sem helltu föður sinr fullan og lögöust meö honum. Þa( atriöi er réttlætt meö kynþátta drambi. Lot var jú bróðir Abra hams, sem var nánasti sam starfsmaður Drottins, og sifja spjöll mátti liöa vegna mikilvægis viðhalds ættar þeirra bræðra. Ennfremur má nefna það, þegai sonarsonur Abrahams, Jakob vélaði Esaú, bróöur sinn, og náöi frá honum fööurblessuninni. Ekki var honum legiö á hálsi fyrir þaö Og þó vilaöi hann ekki fyrir sér aö setja drottni skilyrði fyrir trú sinni. Þvi þegar hann yfirgal fööurhúsin, tilkynnti hann Drottni fullum hálsi, aö ef hann, þ.e. Drottinn, sæi honum, þ.e. Jakob fyrir nægum mat á ferö sinni, yröi Drottin hans herra. Það skal viöurkennt aö Móses steig spor i þá átt aö færa siöferöið og lög og reglur i rétta átt. Þrátt fyrir það rekur maöur sig á, aö lögmáliö er fært i þann búning, að syndir feöranna flokkast ekki undir þaö. Yfir- stéttarrétturinn var alltaf æöstur, og margir viröast oft hafa skákaö i þvi skjólinu. Refsivöndur Drottins var alltaf yfirvofandi hjá þeim, er minna máttu sin, en þeir sem voru i þeirri aöstööu að geta rætt persónulega við Drottin, virtust alltaf hafa einhver ráö meö aö sjatla málin og redda sér undan refsingu synda sinna. Sem betur fer gengur i gegnum Bibliuna mjög jákvæö þróun, sem nær hámarki meö mannvininum, kraftaverkalækninum og frjáls- hyggjumanninn Jesú. Enda rak hann sig á alla þá veggi kreddufestu og íhaldssemi, sem æöstu prestarnir höföu byggt. Æðstu prestunum var aö visu vorkun vegna þess aö þeir voru varla sjálfráöir gerða sinna vegna mikillar gremju, sem stafaöi af þvi, aö Drottinn haföi ekki yrt á þá persónulega i margar aldir. En á þeim tima, er atburöir þessir eiga aö hafa átt sér staö, var Island utan veraldar- sögunnar og engir æöstu prestar hér staddir til aö spjalla viö Drottin. Og slikt var ólán þessa lands, aö hér settust loks að hund- heiönir ribbaldar og vigamenn. Þaö er þvi ekki fyrr en nú á siöustu árum, sem viö höfum eignast æöstu presta og musteri. Og við höfum lika loks eignast söfnuö, þar sem allur lýðurinn skal segja: Amen. Og ef lýöurinn segir ekki alltaf amen, er honum refsað. En æöstu mönnum þessa safnaðar er ekki refsaö frekar en æðstu mönnum ættkvislar Abra- hams. Þeir eru aö visu ekki i aðstööu til aö semja viö Drottin, enda er þess ekki þörf, þar sem musteri þeirra er ekki reist honum til dýröar. Enda telja þeir sig ekki þurfa aö semja viö einn eða neinn, þvi riki sitt hafa þeir eignast með valdi peninga. Einn hluti þessa söfnuös heitir Byggung. Þeir byggja musteri yfir söfnuð sinn, sem lofaö hefur að vera trúr allt til dauöa. Þeir, sem ekki vilja hlita lögmálinu i blindni, fá ekkert musteri, þvi þeir ganga i berhögg viö oröiö og afneita handleiöslu hins eina sanna málstaöar. Hinn miskunnarlausi boöskapur er enn staöreynd. Bölvaöir séu þeir, sem afneita handleiöslu Mammons. Og allur lýöurinn segir: Amen. Skyldleiki þessa safnaöar viö ættkvisl Abrahams er augljós. Hin miskunnarlausa refs- ing vofir yfir þeim, sem ekki lætur ieiða sig I blindni. Þó viröist ættarhöföinginn, Abra- ham, hafa haft meiri þroska og óeigingirni til að bera, heldur en ættarhöföinginn Geir. Abraham lét sig hafa það að ætla aö fórna frumgetnum syni sinum, þegar Drottinn kraföist þess. Hann fór ekki einu sinni fram á að fá aö fórna einhverjum af lýönum i staöinn. En þegar ástand efna- hagsmála hér krefst förna af peningamönnum og fyrirtækjum, sniðgengur Geir og söfnuöur hans þessi skilgetnu afkvæmi sin og setur á fórnarstallinn mergsogin heimili verkafólks. Þar með eru atvinnurekendur þessa lands komnir i hlutverk Jakobs, er þeir iskjóli peningavaldsins litilsvirða rétt launafólks til mannsæmandi kjara. Og eins og Jakob setti Drottni skilyröi foröum, setja þeir Geir og söfnuöi hans skilyröi i dag. Sjáir þú okkur fyrir nægum sjóðum og styrkjum, skulum viö sjá til þess, að kosningasjóöir þinir tæmist ekki. Viö skulum sjá um aö verkafólk fái einhverja kauphækkun, þvi þú hefur einhver ráö meö aö ná þvi handa okkur aftur. Söfnuðurinn á aösjálfsögöu lika til mildi og kærleika. Þeim, sem ekki brjóta i bága viö lögmáliö og eru hiröum sinum auösveipir, er vel umbunaö. Þeirra biöa glæstar stööur og viröuleg embætti, likt og himnariki biöur þeirra, sem það veröskulda. Og líkt og himna- riki er hvatning til manna aö lifa kristilegu liferni, er vonin um himnariki á jörö, þ.e.a.s. ibúö — oröin hvatning til manna aö ganga i Heimdall. Og allur söfn- uðurinn segir: Amen. 1. maí 1. maí Samband ungra jafnaðarmanna sendir islenskum launþegum til lands og s jávar hugheilar baráttukveðjur á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. mai. Samband ungra jafnaðarmanna hvetur félagsmenn sina til þess að taka höndum saman um stuðning við verkalýðshreyfinguna i baráttunni gegn öflum auðhyggju og afturhalds. STJÓRN SUJ Fimmtudagur 1. maí 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.