Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 1
alþýdu \mm FIMMTUDAGUR 1. mai 1975 - 99. tbl. 56. árg. FELITLUM UTLENDINGUM I ATVINNULEIT Snúið frá landinu nema þeir eigi farmiöa heim Útlendingar, sem koma hingað til lands félitlir i þvi skyni aðleita sér atvinnu, án þess þó að hafa aflað sér áður atvinnuleyfis, eru umsvifalaust sendir úr landi, og settir i varðhald, sé bið á að þeir fái flugfar, upplýsti Árni Sigurjónsson hjá útlendingaeftir- litinu i samtali við Alþýðublaðið i gær. A tfmabilinu ágúst og fram til áramóta var talsvert um fólk af þessu tagi, að sögn Árna, en nú hefur aftur dregið mjög úr ásókn- inni með stórhertu eftirliti við vegabréfaskoðun á Keflavikur- flugvelli. Við vegabréfaskoðunina er krafist framvisunar á farmiða til baka, en sé hann ekki fyrir hendi er viðkomandi þegar i stað vfsað úr landi eins og fyrr segir, nema þvf aðeins, að á staðnum sé Islendingur, sem ábyrgist, að millirfkjasamningum um ferða- menn verði fylgt. Þeir, sem þann- ig eru gerðir afturreka, eru sendir til baka á kostnað flug- félagsins, sem flutti þá til lands- ins, geti þeir ekki sjálfir greitt farið. Komist þeir hins vegar inn i landið, er tiðast leitað til viðkom- andi sendiráðs, „en við greiðum ekki fariðfyrrenifulla hnefana”, sagði Ámi, ,,og ráðuneytið tekur ákvörðun um það”. Enginn útlendingur má stunda atvinnu án atvinnuleyfis, en hins vegar hafa Sviar og Danir tekið einhliða ákvörðun um, að Islend- ingar megi vinna hér án þess að afla sér atvinnuleyfis. bó eru til þrjár undantekningar frá þessari reglu, og gilda þær um útlend- inga, sem stunda nám við skóla, sem rikið á eða styrkir, starfs menn sendiráða, sem vinna hjá öðru sendiráði en eigin lands, og Islendinga, sem tekið hafa upp erlent rfkisfang. 1. MAI 1. maí öðlaðist siiin se^s i sögu verkalýðshreyfingarinnay sem baráttudagur, þótt sá Ijömi sc farinn að fölna. Nú er fyrsti mai eins konar hátíðisdagpr. Efnt er til skrúðgöngu með spjöld til skreytingar, haldnar ræður, andað léttar, gott, skyldunni fullnægt. 4 TÍMA Þeir þrjátiu tannlæknar, sem vinna við tannviðgerðir á skóla- börnum i Reykjavik, fengu fyrir vinnu sina i marsmánuði sl. frá 140 þjsund krónum allt upp i 293 þúsund. Flestir tannlæknanna vinna aðeins hálfs dags vinnu, eðá fjóra tima á dag, og námu laun þeirra 140—180 þúsund krón- um eða um 180 þúsund að meðal- tali, en tveir þeirra eru i fullu starfi og vinna 6—7 tima á dag. Fyrir það fengu þeir i mars 247 þúsundog 293 þúsund krónur. Þessar upplýsingar fengum við hjá Gisla Teitssyni, framkvæmdastjóra Heilsu- verndarstöðvarinnar i Reykja- vik, og sagði hann ennfremur, að þama væri eingöngu um að ræða laun, þvi tannlæknunum sé lágt til húsnæði, tæki og efni. Launin eru greidd samkvæmt sérstökum samningum tið tannlæknana, og er hún miðuð við ákvæðisvinnu, þannig að greitt er fyrir hverja viðgerð, sem framkvæmd er, eins og á almennum tannlæknastof- um. Launin eru þvi misjöfn eftir mánuðum, og sagði Gisli, að GflNGAN HEFST KL. 2 Sameiginleg kröfuganga verkalýðsfélaganna, BSRB og Iðnnemasambands íslands hefst klukkan tvö i dag á Hlemmtorgi, og verður gengið niður Laugaveg og Bankastræti. Á Lækjartorgi verður efnt til útifundar. Fundarstjóri verður Sigfús Bjarnason, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna I Iteykjavik, en ræðumenn verða Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrún ar, Vilborg Teitsdóttir, iðnnemi, Gunnar Ilallgrímsson, starfsmað- ur Sjómannafélags Reykjavikur og Kristján Thorlacius formaður Á DflG marsmánuður hafi verið læknun- um nokkuð hagstæður þar sem fridagar i skólum voru þá fáir. Auk starfsins við skólatann- lækningar sagði Gisli, að tann- læknarnir væru flestir eða allir með eigin stofur eða ynnu við tænnlæknitigar hjá öðrum.Má þvi ætla, að þessir menn hafi dágóðar tekjur, að minnsta kosti á meðan skólar starfa, þótt að því verði að gæta, að launin fyrir skólatann- lækningarnar verði þeir að sjálf- sögðu að gefa öll upp til skatts. Kostnaðurinn við skólatann- lækningarnar skiptist til helm- inga milli sjúkrasamlags Reykja- vfkur og rikisins, samkvæmt lög- um um skólatannlækningar frá I haust þar sem kveðið er á um tannviðgerðir á skólabörnum þeim að kostnaðarlausu. Mikil er breytingin frá þvi eldheitir baráttumcnn hófu raust sina þennan dag þar til nú, að raktar eru raunir yfir þvi hversu erfitt er að eiga við skollans atvinnurekendurna. tslensk alþýða þarf að leita langt aftur i sögu sfna til að finna annað eins hrap lifskjará á einu ári og nú er orðið. Hvenær er þörf baráttu, ef ekki við slikar aðstæöur? Hvenær er þörf á að endurvekja gildi þessa dags, endurvekja virkni verkalýðshreyfingarinn- ar, endurvekja mátt samstöð- unnar, berjast, en einmitt við slikar aðstæður? Berjast gegn þeim, sem fyrir ráðsmennsku sina með al- mannafé, þykjast þess um- komnir að halda almenningi i þrælkun brauðstritsins. Berjast gegn þeim valdhöfum, sem láta málaleitanir launþega sem vind um eyru þjóta. Alþýðublaðið sendir launa- fólki til lands og sjávar baráttu- kveðjur. BÍÐA ÚTGERÐARMENN LAGASETNINGAR TIL „LAUSNAR” TOGARAVERKFALLINU? „Sáttafundur I togaradeilunni er nú að hefjast”, sagði Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri FtB við blaðið i gær,” en hvað þar kann að gerast er ekki vitað, að sjálfsögðu. Við bindum nú nokkrar vonir við orð forsætisráðherra á þing- inu, að i athugun sé að breyta rekstrarlánum togaranna f föst lán. Það mundi liðka til strax. Annars teljum við raunar ekki, að full reynsla sé komin á möguleika stóru togaranna, þar sem þvi miður hafa komið fram á þeim gallar, sem hafa orðið þess valdandi að viðgerðir hafa tafið veiðar meira en góðu hófi gegnir. Það eru einkum spilin I pólsku togurunum sem hafa rcynst of veigalítil og einkum spilöxlarnir. Nú fara 5 þessara togara til PóIIands til þess að öxlarnir vcrði styrktir. Þetta munu selj- endur þeirra taka á sig að mestu. Veiðitapið fáum við hinsvegar ekki bætt.” Um launamálin liafði hann þetta aö segja: „Það er ekkert launungarmál, að við óskum eftir fækkun á áhöfn. Það mundi gjörbreyta öllu launahlutfalli. Togaraverkfallið hefur nú orsakað alvarlegt atvinnuleysi hjá verkakonum i fisk- vinnslunni i Reykjavik og Hafnarfirði. t gær voru 187 verkakonur skráðar atvinnu- lausar á ráöningarskrifstofu Reykjavikurborgar og má búast Valdimar Indriðason, formaður F.t.B. túlkaði það réttilega i sjónvarpi um daginn, hver er okkar afstaöa I þessu. Með 19 manna áhöfn teldum við okkur komast miklu nær eðlilegum rckstrargrundvelli. Þetta er mál, sem mætti setja á tilrauna- við, að fjöldi atvinnulausra verkakvenna eigi eftir að auk- ast verulega á næstu dögum. Svipaða sögu er að scgja úr Hafnarfirði. Togaraverkfallið hefur miklu stig. Kæmi það hinsvegar i ljós, að möguleikar togaranna full- nýttust ekki vegna mannfæðar, t.d. með auknum afla, er sjálf- gefið að við létum ekki við svo búið sitja, heldur ykjum þá við mannaflann”, lauk Ingimar máli sinu. fyrr áhrif á atvinnuna i frysti- húsunuin i Reykjavik en annars staðar á landinu, þar sem afl- inn, sem i þeim er unninn, er nær eingöngu togarafiskur. úti á landsbyggðinni viðast hvar er verulegur hluti hráefnis frysti- húsanna bátafiskur. 187 verkakonur nú skráðar atvinnulausar í Reykjavík Laun skólatannlækna í Reykjavík 180 ÞÚSUND Á MÁNUÐI FYRIR BSRB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.