Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 17
Hafa skorað 10 mörk í tveim leikjum Landslið leikmanna 16 ára og yngri lék við Breiðablik i 3. flokki á þriðjudagskvöldið og sigraði auðveidlega 5-1. „Ætli það verði ekki einn leikur enn við jafnaldrana áður en við snúum okkur að þeim eldri”, sagði þjálfari unglingaliðsins i gær. „Strákarnir hafa ekki fengið næga mótspyrnu i þessum leikj- .um. Við munum reyna að leika einn æfingaleik i viku, þar til við komumst á grasið, en þá einbeit- um við okkur meira að uppstili- ingum og samæfa liðið”. Þetta er annar leikur liðsins, en hinum leiknum lauk einnig með sigri landsliðsins sem sigraði Skagamenn 5-0 og hefur liðið þvi skoraö 10 mörk i tveim leikjum. Hansi Schmidt ... réðst á einn leikmanna Rintheim og snéri upp á fing- ur hans. Hansi Schmidt snéri uppá fingur.... .... og allt logaði í slagsmálum þegar Gummersbach tryggði sér réttinn til að leika til úrslita um meistaratitilinn þýska „Það brutust út gifurleg slags- mál eftir seinni leik Gummersbach og Rintheim i seinni leik liðanna um hvort liðið kæmist i úrslit i meistarakeppn- inni sem lauk meö öruggum sigri Gummersbach 18-11”, sagði Axel Axelsson þegar við höfðum sam- band við hann i gær um hvað helst væri að frétta frá Þýskalandi. „Tilefnið var að eftir leikinn þegar leikmenn liðanna voru að þakka hvorum öðrum fyrir leik- inn, átti Hansi Schmidt eitthvað vantalað við einn i liði Rintheim. Þegar þeir tókust svo i hendur snéri Hansi upp á einn fingurinn á leikmanninum og við þetta varð Axel Axelsson... verður i eldlin- unni um helgina þegar Pankersen mætir Gummersbach. allt vitlausti höllinni og til mik illa slagsmála kom bæði meðal leikmanna og áhorfenda. Málið var að sjálfsögðu kært og nú er óvist með öllu hvort Hansi fær að leika með i úrslitaleiknum á sunnudaginn. 1 fyrri leik liðanna sigraði Rintheim 17-16 en það var vitað fyrirfram hvernig seinni leikur- inn færi og þetta eina mark dygði þeim skammt, þvi Gummers bach er mjög sterkt á heimavelli og séð að hverju stefndi strax i byrjun leiksins og þvi heldur Gummersbach áfram á betra markahlutfall, 34:28.” Dankersen- Gummersbach í úrslit „Ég hef ekkert getað leikið með i þessar undankeppni fyrir meistaratitilinn þýska”, sagði Axel Axelsson þegar við spurðum hann hvernig gengi hjá Dankersen. „Ég hef átt við þrálát meiðsli að striða, fyrst hendin, siðan nefbrotnaði ég og nú tóku meiðsl- in i hendinni sig upp aftur. Ég vonast samt fastlega eftir að vera orðinn góður á sunnudag- inn þegar við leikum við Gummersbach i úrslitaleiknum. Við sigruðum Hofweier heima 22- 11, en töpuðum á útivelli 16-15 og komumst áfram á betra marka- hlutfalli 37:27, eins og Gummers- bach. Úrslitaleikurinn verður leikinn i Dortmound og er það kallaður hlutlaust völlur. Gummersbach á samt mikil itök þar, enda leika þeir alla Evrópuleiki sina á þess- um velli. Þeir eru með gott lið, en við erum samtekki alveg vonlausir”. Velferðarþjóðfélag nútímans hefir blómgast hér á landi, þrátt fyrir harðneskju náttúrunnar, fámenni, strjálbýli og einhæft sam- félag. Vöxtur þessa þjóðfélags og framtíð er komin undir öfl- ugum og síauknum viðgangi hinna innlendu atvinnuvega, skyn- samlegri verkaskiptingu og umfram allt réttlátum kjörum allra þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Þetta hafa samvinnumenn skilið, frá því að þeir hófu baráttu sína fyrir alinnlendri verzlun í eigu neytendanna sjálfra og fram á þennan dag, þegar sívaxandi þörf kröftugra alíslenzkra atvinnu- vega beinir viðleitni samvinnumanna stöðugt inn á nýjar brautir í leit að auknum möguleikum í atvinnumálum. Samvinnuhreyfingin og verkalýðsfélögin eru greinar á sama stofni, almenn samtök með samskonar markmið: sjálfstæði og fullan rétt einstaklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar hreyfingar hljóta alltaf | að eiga samleið: efling annarrar er endanlega sama og við- | gangur beggja. Þess vegna árna samvinnumenn verkalýðshreyf- | ingunni heilla á alþjóðlegum hátíðisdegi hennar, 1. maí. ^ SAMBAND fSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Fimmtudagur 1. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.