Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 7
í hreinskilni sagt eftir Odd Á. Sigurjónsson Almannavarnir Nýafstaöin æfing almanna- varna er lofsvert framtak, sem ástæöa er til að gleöjast af. Meö þvi hefur stofnunin sýnt aö hún er nokkurs umkomin, beri vá- lega hluti að höndum. Þvi fer betur, að ekki hefur reynt veru- lega á um alvöruslys, þegar frá er taliö snjóflóöiö i Neskaupstaö á liönum vetri og gosið i Heima- ey- Mála sannast mun þó vera, aö I hinu siðarnefnda reyndi ekki mikið á getu almannavarna fyrr en á siöari stigum og var ekki ó- umdeilt, hvernig stofnunin stóð þar aö. Sú einstaka mildi, aö íloti Vestmannaeyinga skyldi vera i höfn, þegar eldflóöið brast yfir, veröur sennilega aldrei fullþökkuð forsjóninni. Og æöruleysi og manndómur heimamanna lék þar stórt hlut- verk og eftirminnilegt. Sjálfsagt er þaö ekki vanda- laust að skipuleggja og hafa handstjórn á skyndiaðstoð i strjálbýlu landi, eins og okkar er. En þaö ætti aö vera óumdeil- þeirra, sem fyrir hörmungunum verða. Af þessu leiöir beinlinis, aö þörfin fyrir skipulagningu og æfingar við hverskonar aðstoð vitt um landið hlýtur að vera tvimælalaust rétt stefna. Ef möguleikar til að virkja sem flesta til hjálparstarfa eru vel nýttir og hliðsjón höfð af margbreytilegum aöstæðum, ætti að vera fremur auðvelt að mynda keðju um landið sem lik- yfirstjórn um alla samræmingu og að undinn sé bráður bugur að viðbúnaði hvarvetna i samráði við heimamenn. Hér munu raunhæfar æfingar vissulega koma að beztu haldi, enda eru fáir smiðir I fyrsta sinn. Þá koma einnig i ljós veil- ur og vankantar ef fyrirfinnast og unnt að neyta reynslunnar ef siðar kemur til alvarlegra kasta. Enda bótt eðlilegt sé að beina fyrst athygli að mannmörgum stöðum, þar sem fleiri mannslif Slyðruoröiö rekið af anlegt, að þeir sem eru á vett- vangi hverju sinni, eru fremur umkomnir að gripa inn I rás at- burðanna til hjálpar, en fjar- staddir, þótt allir væru af vilja gerðir. Þvi má og ekki gleyma, að fyrsta aðstoðin er dýrmætust og liklegust til að geta sorfið sárasta broddinn af vanda leg er til að geta forðað frá al- varlegum slysum með skjótri aðstoð. Þetta ætti að vera þvi auðveldara, sem landsmenn eru fúsari flestum til aö veita þeim aðstoð, sem i raunir rata. Að sjálfsögðu er eðlilegt, aö stofnun sem almannavarnir, úr þvi hún er til á annað borð, hafi eru I hættu en á hinum fámenn- ari, væri fjarstætt að hafa ekki dreifbýlið jafnframt rækilega I huga. Þá kemur fyrst upp hið alvarlega sambandsleysi vegna lakrar simaþjónustu sem hrjáir fólk vlðast um hinar dreifðu byggðir. Það má vera i meira lagi ömurlegt, ef vandkvæði ber að höndum á þeim tlmum sólar- hrings, sem simstöðvar eru ekki opnar, aö horfa á „dautt” sima- tækið, sem hefði getað bjargaö með þvi að ná sambandi viö hjálparstöðvar ef... öllum, sem til þekktu, mun vera minnissamt merkilegt framtak slysavarnadeildar kvenna á Norðfirði, sem beitti sér fyrir þvi að koma talstöðv- um I báta byggðarlagsins og veitti myndarlegan styrk þar til. Þau slys og óhöpp munu vera ótalin, sem þetta framtak kvennanna forðaði frá með þvi að gera flotann að einni slysa- varnakeðju á þennan hátt. Ef til vill er á sama hátt unnt að bæta sambandsleysið i dreifðum byggðum og máske eina leiðin eins og sakir standa enn. Astæða er til að þessum þætti sé meiri gaumur gefinn en hingað til héfur verið gert. Þess er nú að vænta, að hik- laust framhald verði á þvi, sem hafizt var handa um með æfing- unni hér um siðustu helgi og landsbyggðin verði aðnjótandi reynslu, sem þá fékkst um það, sem ábótavant kann að hafa verið. Enda þótt hér sé um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð- ir, sem máske reyndi ekki á, nema I fáum tilfellum, er bæði fé og tima, sem til þeirra er var- ið, vel varið. Auglýsið í Alþýðublaðinu Fimmtudagur 1. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.