Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 20
alþýðu mum, NaslM liF PLASTPOKAVERKSMIÐJA Stmar 82639—8265S Vatnag6r6um 6 Box 4064 — Reykjevtk KOPAVOGS APÚTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugartiaga til kl. 12 NOKKRUM STÖÐUM 1. MAÍ Á UTAN REYKJAVÍKUR A Akranesi eiga aðild að hátíðahöldum 1. mai auk verka- lýðsfélagsins iðnnemar, versl- unarmenn og vörubilstjórar tjáði Skúli Þórðarson okkur i gær. Þar var dansleikur i gærkvöldi t dag verða fánar drengir að hún klukkan átta. Safnast verður saman eftir hádegi á Akratorgi og þar leikur lúðrasveitin. Klukkan hálf tvö verður farin kröfuganga undir fánum og kröfuborðum með lúðrasveitina i fararbroddi og komið aftur á torgið. Þar flytu aðalræðuna Þórey Jónsdóttir frá verkalýðsfélaginu. Auk hennar tala Halldór Sigurðsson, verslunarmaður, Snjólaugur Þorkelsson, trésmiður, Kjartan Guðjónsson, málmiðnaðar- maður og Guðmundur Arsæls- son, iðnnemi.. ,,Við verðum ekki með neitt sprell á þessum fundi,” sagði Skúli,” ,,það eru alvarlegir timar nú og slikt á alls ekki við. ,,Við auglýstum útifund, en verðum liklega að fara með hann inn i hús,” sagði Pétur Sigurðsson á Isafirði i samtali við Alþýðublaðið i gær. ,,Þó munu iðnnemar verða með göngu frá Iðnskólanum að Alþýðuhúsinu. Þar flytur aðal- ræðuna Karvel Pálmason, al- þingismaður og ávörp flytja Eirikur Sigurðsson frá félagi járniðnaðarmanna og Gunnar Finnsson frá félagi iðnnema. Jörundur sér um skemmti- atriði. Hljómlist verður af skornum skammti þvi hér er engin lúðrasveit þrátt fyrir mik- ið tónlistarlif. Aftur á móti gangast 1. mai nefndin og menningarráð ísa- fjarðar fyrir sýningu á mál- verkum Snorra Arinbjarnar i kjallara Alþýðuhússins og verður hún opnuð klukkan fimm. Klukkan fjögur mun Aðalsteinn Ingólfsson flytja fyrirlestur um málaralist á Uppsölum. Samkoma i Alþýðuhúsinu hefst klukkan tvö.” A Siglufirði sáu menn ekki fram á að viðraði til útihátiðahalda og i gær þegar Alþýðublaðið átti tal við Jóhann Möller virtist það svo sannar- lega hafa verið rétt mat. Þar var hvassviðri og slydda. 1. mai hátiðahöldin á Siglu- firði verða f bióhúsinu, þar flyt- ur Jóhann Möller ávarp, Harpa Gissurardóttir les upp, ræðu flytur Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku, nokkrar siglfirskar ung- meyjar syngja og aðrar verða með leikfimisýningu. Milli atriða verða leikin baráttulög verkalýðshreyfingarinnar. Á Húsavik hófst 1. mai dagskráin i gærkvöldi með dans leik. Á morgun verður samkoma i félagsheimilinu og hefst hún klukkan tvö. Þar flyt- ur gjaldkeri verkalýðsfélagsins Guðrún Sigfúsdóttir ávarp en Bjarnfriður Leósdóttir frá Akranesi flytur aðalræðu dags- ins. Kristin ólafsdóttir syngur svo og barnakór Húsavikur og lúðrasveitin leikur. Þegar við inntum Guðmund Hákonarson eftir útidagskrá sagði hann: „Slikt hefur ekki verið undanfarin ár og sist býður veðrið til þess nú. Hér er leiðindaveður, hvasst var fram eftir degi en eitthvað er að lægja núna og krapadrulla.” „Keflvikingar hefja sina dagskrá i kvöld og fer raunar megindagskráin vegna fyrsta mai fram þá, enda sjómanna- dagurinn aðaldagur okkar”, sagði Karl Einar Guðnason. „1 kvöld verða skemmtanir i tveim samkomuhúsum með ávörpum skemmtiatriðum og dans leikjum. Á morgun verður kvik- myndasýning fyrir börn félags- manna og kaffisala i félags- heimili verkalýðsfélaganna.” Norðfirðingar hófust handa með dansleik i gærkvöldi að sögn Árna Þormóðssonar. Þeir hurfu frá útidagskrá vegna veðurs en taka til i dag með fundi klukkan fjögur. Þar flytja ræður Sigfinnur Karlsson formaður Alþýðusambands Austfjarða, Karl Jóhann Birgisson og Gerður óskarsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir les upp og fimm stúlkur sjá fyrir söng. Þá leikur skólahljómsveit Neskaupstaðar undir stjórn Haraldar Guð- mundssonar. Jón Asgeirsson á Akureyri sagði okkur að þar yrði úti- fundur á Lækjartogi, ef veður leyfði, annars yrði fundurinn i Alþýðuhúsinu. Frá dagskrá hans var ekki fyllilega gengið, þegar við ræddum við Jón i gær, 1. maí ávarp norðlenskra verkalýðsfélaga Þáu verkalýðsfélög á Norðurlandi/ sem Alþýðusam- band Norðurlands fer með samningaumboð fyrir hafa sent frá sér 1. maí ávarp. Að þvi standa Verkalýðs- félögin á Húsavík, Raufarhöfn, Skagaströnd, Vaka á Siglufirði, Austur-Húnvetninga á Blönduósi og Verka- kvennafélagið Aldan á Sauðárkróki. Auk þess eiga baráttusamtök launafólks á Norðurlandi aðild að ávarpinu. Þau norðlensku verkalýðs- félög, sem standa aö útgáfu þessa 1. mal ávarps leggja áherslu á alþjóðlegt eðli verka- lýðshreyfingarinnar. Stéttabar- áttan á Islandi er ekkert einangrað fyrirbæri án tengsla við umheiminn. Vinnandi al- þýða um allan heim á samleið i baráttunni við arðráns- og kúgunaröflin. Norðlensk alþýða lýsir fullum stuðningi við bar- áttu undirokaðrar alþýðu hvar sem er i heiminum. Þessa dag- ana eru vonir snauðra bænda og ■ verkamanna i löndum Indó-Kina að rætast eftir ára- tuga fórnfúsa baráttu þeirra fyrir frelsi sinu. Við fögnum sigri þeirra og lýsum fyllsta stuöningi við baráttu þjóð- frelsisaflanna og litum svo á að raunverulegur stuöningur sem við getum veitt þeim og öörum, sem berjast gegn tilraunum auðstéttarinnar til að drottna yfir heiminum sé að berjast fyrir þvi að ísland verði her- laust og vopnlaust land utan allra hernaðarbandalaga. Fyrir ári siðan voru gerðar viöamiklir kjarasamningar er tryggja áttu verulega bætt kjör launastéttanna um næstu tvö ár. At vinnurekendum hefur tekist að beita rikisvaldinu til þess að koma I veg fyrir að þeir giltu út tilætlaðan tima og ýmis veigamikil ákvæði þeirra voru numin úr gildi þegar á fyrstu mánuðunum eftir undirskrift. Rikisvaldið hefur með pólitisk- um aðgerðum flutt stórfé frá verkalýðsstéttinni til at- vinnurekenda. Hver gengis- fellingin eftir aðra ásamt hvers kyns kjararánsað- gerðum hafa dunið á alþýðu- heimilunum og þeir gætt sem rækilegast að verkafólki fengi aðeins smánarbætur fyrir. Þessu til viðbótar hefur svo dregið upp alvarlegar blikur i atvinnumöguleikum verkafólks á landsbyggðinni, þar sem mjög illa horfir um margvislegar framkvæmdir, sem áður voru fyrirhugaðar, og rikisstjórnin leggur alla áherslu á stórauknar fjárfestingarframkvæmdir á Faxaflóasvæðinu. Við þessar aðstæður hefur verkalýðshreyfingin nýlega gengið til kjarasamninga við at- vinnurekendur og ríkisvald. Niðurstöður þeirra samninga, svokallað bráðabirgðasam- komulag, er algerlega óviðun- andi og felur I sér viður- kenningu á þeim fjármagns- flutningi, sem rikisstjórnin hef- ur beitt sér fyrir frá launþegum til atvinnurekenda. Þaö ástand I gjaldeyris- og viðskiptamálum, sem notað hefur verið til árása á kjör fólks er öðru fremur til komið vegna þess að haldið er I fjarstæðu- kenndar kenningar um svo- kallað viðskiptafrelsi sem I reynd er ekki annað en aðferð fjársterkra milliliða til að græða á neyslu almennings, hefur leitt það af sér, að gjald- eyrir, sem alþýðan hefur skap- að með vinnu sinni hefur að stórum hluta verið eytt i alger- lega ónauðsynlega neyslu. Bráðabirgðasamkomulagið tekur þvi mið af efnahags- ástandinu, sem andstæðingar verkalýösstéttarinnar hafa skapað i þvi skyni að auðgast á kostnað verkalýðsins. Samkomulagið þarf að verða verkafólki viti til varnaðar þvi það vitnar um það hvaö getur gerst, þegar forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki samband við hið almenna launafólk og það heldur ekki vöku sinni sem skyldi. Aframhaldandi sinnuleysi um brýnustu hagsmunamál mun enn leiða yfir almenning ný félagsleg- og efnahagsleg vandamál. Þær starfsaðferðir, sem rikj- andi hafa verið við gerð kjara- samninga, eru rangar og eiga sinn stóra þátt I að koma I veg fyrir að viðunandi árangur náist. Allar tilraupir atvinnurek- enda um breytingar á vinnulög- gjöfinni hniga i þá átt að stað- festa með lögum gildandi vinnu- brögð og draga úr möguleikum hins almenna félaga til aö hafa áhrif á gang mála. í stað fá- mennrar samninganefndar er hafi samningsrétt fyrir heildar- samtökin ber að samræma aö- gerðir hinna fjölmörgu aðila innan verkalýðshreyfingarinn- ar þannig, að Itrasta félagsleg- um styrkleika verði náð. Verka- lýðshreyfingin hefur nægum mannafla á að skipa til að annast samningsgerð og styrk- ur hvers og eins verður þvi meiri sem hann er I betri tengsl- um við þá, sem hann er að vinna fyrir. Gegn hverri tilraun at- vinnurekenda til að skerða samnings- og verkfallsréttinn ber verkalýðsfélögunum að snúast af fullri hörku og einkum þar sem hér er um að ræða grundvallarréttindi frjálsrar verkalýðshreyfingar. Verkalýðshreyfingarinnar biður nú það erfiða verkefni að endurheimta að fullu þann kaupmátt launa, sem af henni hefur verið rænt með hvers kon- ar kaupránsaðferðum. Verka- lýðsfélögin, sem aö þessu ávarpi standa, heita hvert ööru fyllsta stuðningil þeirri baráttu sem fram undan er og skora á vinnandi fólk um land allt að mynda órofa samstöðu til að fá vilja sinum framgengt. Gripi verkalýðsstéttin ekki I taumana nú og sýni afl sitt blasir sú hætta við heildarsam- tökum alþýöunnar að verða al- gerlega samvaxin og samábyrg þvl þjóðfélagi, sem sifellt kallar á nýog ný átök milli vinnandi al- þýðu og atvinnurekenda vegna andstæðra hagsmuna þessarra afla. Slíkt má ekki verða hlutskipti verkalýðsins, sem þegar til lengdar lætur, getur ekki sætt sig við neitt minna en að þessu ranglæti verði útrýmt og upp verði tekið fyrirkomulag þar sem valdið er I höndum verka- lýðsins sjálfs. FIMM a förnum vegi Ertu orðinn langeygur eftir sumarblíðunni? \ Frans Pétursson, vcrkstjóri hjá SVR: „Jú, ég held ég verði að segja það. Hver er það ekki? Ætli hún fari nú ekki að koma, hvað úr hverju llka. Til dæmis nú um helgina.” Björn Guðmundsson vélsmiður: „Já,maður er það náttúrulega. Hún hlýtur lika að fara að koma. Þetta er siðasta hretið á þessum vetri.” Halldór Grönvold, kommúnisti: „Ég er að fara út og ætla að skilja kuldann eftir hérna, svo ég hef lítið horft eftir sumar- blíðu enn. Það fer enda vel á að veðráttan samsvari þjóðfélag- inu.” Tryggvi Jónsson, nemi: „Nei, sko, sumarið er jú komið, sem sannast best á þvl að sumardag- urinn fyrsti var fyrir viku slðan. Ofurlltið kuldakasthleypir bara fjöri I blóðið, en skaðar engann. Pálmi Guðmundsson, nemi: „Ja, nei, ekkert sérstaklega. Eg vona aðeins að hún fari að koma. Og að við fáum gott sumar I ár.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.