Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 11
Ávarp alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga: ATVINNULEVSI OG ÖOtVERDBÖLGA VARPA DIMMUM SKUGGUM A DAGINN 1. mai 1975. Höfum viö ástæöu, erum viö I hugarástandi til glaöværra hátiöahalda? Alvarlegar efasemdir og kviö- bogi fyrir framtiöinni varpa dimmum skuggum á daginn í hugum margra okkar. Vaxandi atvinnuleysi og vita- hringur veröbólgunnar tefla I hættu lifibrauöi verka- manna I öllum löndum, og veröa þróunarlöndin þó allra verst úti. Ekkert okkar getur átt þaö vist aö halda stárfi sinu, og öll viðleitni verkalýðsfélaganna i fortiö og nútið til að bæta lifskjör verkafólks virðist fánýt andspænis sifelld- um hækkunum verðlags. En það er ekki einungis i baráttunni fyrir brauðinu, sem okkur viröist litt þoka fram, heldur og i baráttu okkar fyrir friði og frelsi. Bardagar I Vietnam og Kambodiu hafa náð nýju hámarki og horfur á friðsamlegri lausn i Miðausturlöndum og Kýpur virðast eins tvisýnar og nokkru sinni. Rödd felsisins er áfram kæfð og mann- réttindi og réttur verkalýðffélaga er áfram troðinn undir fótum, og kúgunin raunar færð i aukana i ýmsum hlutum heims. Skipulögð hryðjuverk ógna ekki aðeins lifi einstak- linga heldur og öllum lifsgildum siðmenningar og sam- félagsbyggingunni. Þegar á allt er litið, er það ekki fögur eða gæfuleg mynd af heiminum, sem við sjónum okkar blasir þennan 1. mai dag. En samt skulum við ekki láta allt þetta valda okkur hugarvili heldur verða tilefni til öfgalausrar og rann- sakandi ihugunar og heitstrengingar um að risa undir þeirri ábyrgð, sem okkur hefur verið lögð á herðar. Hin frjálsa alþjóðlega verkalýðshreyfing verður að taka til sinna ráða með hliðsjón af getuleysi rikisstjórna þjóð- anna og þeirra samstarfsstofnana þeirra, sem komið hefur verið á fót, til að yfirstíga núverandi örðugleika og hindra, að jafnvel enn alvarlegri kreppa skelli yfir heiminn. Hin gamalreyndu úrræði hafa bruugðizt, enda ekki liklegt að nýrri alþjóðlegri skipan verði komið á með þvi að hver þjóð hirði um það eitt að reyna að bjarga eigin skinni. Þar við bætist að hagkerfi kapitalismans, eins og það birtist i sinu afskræmdasta formi i hinum risavöxnu alþjóðaauðhringum, framkallar sjálft og eykur á það efnahagslega ójafnvægi, sem er ein meginorsök þess ENGINN ÁRANGUR NÆST ÁN BARÁTTU vanda sem við eigum við að et ja: Það er hreinlega að bæta gráu ofan á svart, þegar fulltrúar þessa kerfis reyna að afvegaleiða almenningsálitið I heiminum með þvi að skella skuldinni á verkalýðinn og samtök hans. Það, sem við þurfum til að vinna bug á uppdráttar- sýkinni, er ekki aðeins alþjóðleg löggjöf, er reisi skorður við verstu öfgun og óhófi gróðaknúins þjóðfélags, heldur og þjóðlega og alþjóðlega samræmd hagáætlanagerð sem beinist gegn atvinnuleysi og verðbólgu I hnattrænu samhengi. Þetta þýðir, að slik áætlun verður að gripa inn i öll vandamál, svo sem ójafna dreifingu auðsins og ávaxta aukinnar framleiðni, mannfjölgunarvandann, iðnvæðingu Þriðja heimsins og afnám viðskiptahindrana. Þessi stórkostlegu verkefni verða ekki leyst án virkrar þátttöku verkalýðsstéttarinnar. í mörgum tilvikum hefur verkafólkið fært sönnur á, að það getur sjálft reist við, og rekið með góðum árangri, verksmiðjur og fyrirtæki, sem hafa verið lögð i rúst og yfirgefin af fyrri eigendum eða stjórnendum. Hin frjálsa verkalýðshreyfing verður að meta árangur þessara tilrauna mjög gaumgæfilega I sam hengi við kröfur sinar um útvikkun atvinnulýðræðis um allan heim: Verkafólk verður að eiga fulla aðild á öllum stigum og öllum sviðum þjóðlegra og alþjóðlegra hag- áætlanastofnana. Það er eina leiðin til að tryggja að gróðásjónarmiðið móti ekki efnahagsstefnuna, heldur sé hún látin þjóna hagsmunum heimssamfélagsins. Hin alþjóðlega frjálsa verkalýðshreyfing er þess ekki einungis fullviss, að unnt er að yfirstíga núverandi örðug- leika heimsins, heldur og æ ofan I æ lagt fram hagnýtar tillögur um lausn beirra — tillögur, sem að sjálfsögðu yrði að þróa og fullkomna innan ramma stefnu, er tæki til alls heims. Það er þó ekki einhlitt að þekkja úrræðin: Við verðum lika að hafa möguleika á að hrinda þeim I fram- kvæmd. Á undanförnum árum hefur það verið hin ömur- legasta reynsla að finna, að vandlega undirbúnar áætlanir og röksemdafærslur, við höfum lagt fyrir alþjóðaráð- stefnur hafa oft skollið á dauf eyru. Verkalýðshreyfingin má ekki lengur sætta sig við hlutverk bænarskrár- semjandans: Við veröum að búa svo um hnútana, að á okkur sé hlustað og stefnumál okkar tekin til heiðarlegrar yfirvegunar. En þetta útheimtir ákveðna og samræmda viðleitni verkalýðssamtakanna alls staðar i anda alþjóðlegrar samstillingar. Þvi sterkari sem hreyfing okkar er, þvl meiriáhrif mun hún hafa. Ef við ætlum að gegna þvi hlut- verki I þjóðlifinu og á alþjóðlegum vettvangi, sem við gerum kröfu til að við réttilega eigum, verðum við að tryggja, að við raunverulega tölum i nafni alls verkalýðs. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga skorar á öll lýðræðisleg verkalýðssamtök, sem enn standa utan raða þess, að ganga i lið með heimshreyfingunni, það skorar á öll aðildarsamtök sin að hefja voldugar herferðir tilað ná til ófélagsbundins verkafólks og hvetur þau enn einu sinni á Alþjóðlegu kvennaári til að tryggja fulla og ábyrga bátttöku verkakvenna I starfinu, ekki aðeins þeirra vegna heldur og allri hreyfingu okkar til góðs. 1 október 1975heldur AFV ellefta heimþing sittí Mexikó. A þessu mikla þingi verkalýðsins munu fulltrúar frá öllum heimsálfum móta stjórnlist, sem tekur til efnahagsmal- anna, en einnig annarra mikilfenglegra markmiða okkar: Betri, fegurri og öruggari heims fyrir vinnandi karla og konur. Það er undir okkur öllum komið, að störf þeirra hafi varanleg og jákvæð áhrif. Áfram með AFV fyrir Brauði, Friði og Frelsi. Færeyjaferö er » i • ooruvisi 1. mai ávarp launþeganna i llafnarfirði er svohljóðandi: 1. mai er dagur haráttu, dagur hátiðarhalda verkalýðsins, þar sem minnst er þess að daglegt brauð og sjálfsögð mannréttindi hefur verkalýðurinn ávallt mátt sækja i greipar þröngsýnna aft- urhaldsafla i þjóðfélaginu. Bar- átta og sigrar hafa kostað þrot- laust starf, engin árangur hefur unnist án baráttu. 1. mai rennur upp aðþessu sinni við þær aðstæður, að öll lifskjör hafa verið stórlegt skert, kjara- samningar ógiltir, og verkfall megnis af togaraflotanum hefur staðið um tima, samdráttur i at- vinnulifinu svo yfirvofandi er vofa atvinnuleysisins. Það er krafa verkalýðsins að kaupmáttur launa, verði færður á sama stig, og var að afloknum samningum 1974. Það er skýlaus krafa að visi- tölubætur á laun verði aftur upp tekin. Það er krafa að tafarlaust verði gerðir samningar við togarasjó- menn. Það er krafa að allir starfs- menn bæjar- og sveitarfélaga hafi verkfallsrétt. Hafnfirsk alþýða, fram til bar- áttu sýndu einhug i þeim átökum sem framundan eru. Sæktu fram sem órofa heild til bættra lifskjara . Fjöldi viöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, feröast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um aö ferð til Færeyja sé ööruvísi en aörar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um aö Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Þaö sem gerir Færeyjaferð aö ævintýri, er hin mikla náttúrufegurö, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferöum um eyjarnar, og siðast en ekki sist hið vingjarnlega viömót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er þaö í Færeyjum. Færeyjaferö er skemmtileg fjölskylduferö, og hún er líkaog ekki siöur tilvalin ferö fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt aö fljúga til útlanda frá öörum staö en suðvesturhorni landsins. Viö fljúgum til Færeyja bæöi frá Fteykjavík og Egilsstööum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferö sem völ er á. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLAJVDS Félög með beint flug frá Reykjavik og Egilsstöðum Fimmtudagur 1. maí 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.