Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 10
1. MAÍ flVARP FULLTRUARAÐS VERKALÝÐSFELAGANNA í REYKJAVÍK, BANDALAGS SIhkESMANNA RiKIS OG BÆJA OG IÐNNEMASAMBANDSINS i dag 1. mai fylkir reykvisk alþýöa liöi til öflugrar bar- áttu fyrir bættum kjörum, auknum félagslegum réttind- um og réttlátari skiptingu þjóöartekna, — tii baráttu fyrir þvi markmiði, sem sett var af frumherjum verkalýös- hreyfingarinnar, aö auöur og völd skuli lúta hinum vinn- andi manni. Viö minnumst baráttu ogsigraliðinna ára og allra hinna fjölmörgu karla og kvenna, sem meö þrotlausu starfi hafa gert verkalýöshreyfinguna aö þvl volduga afli sem hún er I dag. Þvi ber aö fagna aö I ár hefur tekist viötæk stéttarleg samstaöa um málefni vinnandi fólks 1. mal meöal reykviskra verkalýösfélaga, iönnema og opinberra starfs- raanna. 1. mai er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Reyk- vísk alþýða sendir striðandi verkalýö og öreigum allra landa stéttarlegar baráttukveöjur. Viö minnum á nauösyn alþjóðlegrar einingar og samhjálpar verkalýösins I bar- áttu fyrir jafnrétti, lýöræöi og þjóöfrelsi, gegn aröráni, heimsveldastefnu og hverskyns þjóöfélagslegu misrétti. A þvi ári, sem liöiö er siöan verkafólk fylkti liöi á götum Reykjavikur, þann 1. mai I fyrra, hafa lifskjör alls al- mennings veriö stórlega skert og þeir kjarasamningar, sem verkalýösfélögin geröu fyrir rúmu ári, ógiltir meö valdboði. Kjör alþýöu á islandi eru nú I engu samræmi viö þjóðartekjur eöa þann mikla auö, sem land okkar og auö- lindir bjóöa. A siöasta ári rýrnuðu þjóöartekjur okkar islandinga aö vlsu um 3%, en á sama tlma hafa atvinnurekendur og rikisvaid skert kaupmátt verkafólks um 40—50%. Nýgert bráðabirgðasamkomulag færði verkafólki aðeins lltiö brot þessarar stórfelldu kjaraskerðingar, enda aðeins áfangi og fellur úr gildi aö einum mánuði Iiönum. Þaö er efnahagsstefna rlkisstjórnarinnar, auövalds og atvinnurekenda, sem á meginsök á svo stórfelldri kaup- máttarskeröingu. Það er þessi stefna, sem hefur leitt til þess á fáum mánuöum, aö raungildi launa er falliö niöur á svipað stig og hér var fyrir 4—5 árum og þeir miklu sigrar, sem unnust i kaupgjaldsbaráttunni á árunum 1970—1974 aö engu gerðir. Það er höfuðkrafa reykvisks verkafólks I dag, aö kjara- samningarnir sem geröir voru á sföasta ári, taki giidi á ný. Rikisstjórn, sem beitir vjldi sínu til aö hindra fram- gang þessarar kröfu verkafólks, en styöur aö enn frekari auösöfnun atvinnurekenda og hverskyns gróðaafla, ber aö vlkja. Við krefjumst tafarlausra samninga viö togarasjó- menn, sem nú eiga I verkfalli og heitum þeim fullum stuöningi I baráttu þeirra. Það er skýlaus krafa verkafólks, aö fiskveiöilögsaga okkar verði færð út I 200 sjómllur á þessu ári, og við krefj- umst þess, að útfærslan tak.i gildi ekki bara I oröi, heldur einnig á boröi. Samdráttur I atvinnullfinu hefur á ný orðiö alvarlegur I ýmsum greinum og ásamt stórfelldri kjaraskerðingu þrengt aö fjölmörgum alþýöuheimilum. A þessum bar- áttudegi varar alþýöa Reykjavlkur enn á ný viö yfir- vofandi hættu á atvinnuleysi og krefst aögeröa stjórn- valda til aö útiloka þá hættu. Reykvísk alþýöa setur sér Idag þaö mark að treysta svo raðir slnar og baráttueiningu I stéttarátökum næstu vikna, að náö veröi þvl marki, sem hún hefur sett I kaup- gjaldsmálum. Þaö er smánarblettur á auðugu þjóöfélagi okkar islendinga, aö verkafólk er beinlinis neytt til aö afla mjög verulegs hluta tekna sinna meö mikilli yfirvinnu og þrældómi. Alþýða Reykjavíkur krefst þess, aö kaup fyrir 40 stunda vinnuviku nægi til menningarllfs. Jafnframt leggur verkalýöshreyfingin rlka áherslu á kröfuna um verndun náttúrulegs umhverfis og krefst sér- staklega bættra hollustuhátta og aukins öryggis á vinnu- stööum. Við lýsum stuöningi viö baráttu fyrir félagslegu- og efnahagslegu jafnrétti kynjanna. Við þökkum verkamönnum á Selfossi drengilega bar- áttu fyrir rétti hvers verkamanns óháö geöþótta ráöa- manna einstakra fyrirtækja. Viö lýsum yfir stuðningi við kröfuna um fullan samn- ingsrétt og verkfallsrétt til jafns viö aöra launþega til handa félögum innan BSRB og Iðnnemasambandsins. 1. mai lltur Islensk alþýða um veröld alla. Við sjáum misskiptingu auösins blasa viö og biliö breikka ár frá ári. Annars vegar glfurleg auösöfnun og takmarkalaus sóun ráöandi stétta margra iönrikja meö ómennska hernaöar- vél aðbakhjarli, hins vegar lönd þriðja heimsins, þar sem neyö fólksins sklrskotar til samvisku hvers ærl. manns. Viö lýsum eindreginni samstööu meö kúguðum þjóöum og stéttum, hvar sem er I heiminum, I baráttu þeirra gegn ofurvaldi auðhringa og stórveldastefnu. Viö fögnum af alhug sigrum alþýöunnar I stríðshrjáöum löndum þriöja heimsins. Við tökum undir meö þeim, sem skora á ríkisstjórn tslands, aö hún viðurkenni rlkisstjórn- ina I Phnom Penh og Bráöabirgöabyltinarstjórnina I Víetnam. Við berum enn á ný fram þá kröfu, aö hernaöar- bandalög stórvelda veröi leyst upp og allar erlendar her- stöövar lagðar niöur. Og viö krefjumst þess, að stórveldin viöurkenni friðlýsingu lands okkar. 1 dag horfir reykvlskur verkalýöur fram á veginn og strengir þess heit aö sameina kraftana til markvissrar, öflugrar baráttu fyrir betra llfi undir merkjum jafnréttis- hugsjóna verkalýöshreyfingarinnar, — til baráttu fyrir þvi þjóðfélagi, sem færir vinnandi fólki öll völd yfir framleiöslutækjunum, skipar manninum sjálfum I önd- vegi, en hafnar þeirri taumlausu auösöfnun fárra á kostn- aö fjöldans, sem I dag blasir viö. Reykvísk alþýöa: Fylkjum liöi á götum borgarinnar I dag. Fyrir endurheimt umsaminna llfskjara. Fyrir atvinnuöryggi. Gegn fjandsamlegri efnahagsstefnu. Reykjavfk, 28/4 1975 1. Mainefnd Fuiltrúaráðs verkalýösfélaganna I Reykja- . vík. Jón Helgason Helga Guömundsdóttir Guöjón Jónsson Guömundur Hallvarösson meö fyrirvara Ragnar Geirdal Jón Snorri Þorleifsson Bandalag starfsmanna rikis og bæja: Haraldur Steinþórsson Jónas Jónasson Iðnnemasamband tslands: Armann Ægir Magnússon © Fimmtudagur 1. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.