Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 18
Sir William Stephenson, eintiver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. MoBtiominr Hydo I þýllifi Kirstilis Pálssooar HDULARFULLI37 KANADAMAÐURINN aðgerðalaus fram að þessu, voru notuð í styrjöldinni gegn möndulveld- unum. Samstarf Stephensons við hreyfingu frjálsra Frakka bar betri ávöxt, að því er snerti tvær aðrar eyjar undir Vichystjóm. Þetta vom St. Pierre og Miquelon, undan strönd Nýfundnalands, sem einnig vora í umdæmi Roberts flotaforingja. Formenn herforingjaráða Breta og Kanadamanna höfðu eindregið lagt til, að eyjar þessar væm teknar herskildi, helzt af frjálsum Frökkum, þar sem ástæða var til að ætla, að flugumenn Vichy- stjórnarinnar hlemðu á sæsímastrengi Westem Union-félagsins, sem lágu um St. Pierre, og létu fjandmennina einnig vita um skipalestir banda- manna með aðstoð fiskibáta, sem vom prýðilegt dulargervi fyrir þess konar njósnir. Utanríkisráðuneyti Kanada leit svo á, að hvers konar brezk þátttaka í þessum fyrirhuguðu aðgerðum, eins og í sambandi við atlöguna að Dakar, mundi auka Bretaandúðina í hinum frönskumælandi héruðum Kanada, og lagði því til, að frjálsum Frökkum yrði heimilað að hemema eyjamar „undir eftirliti Kanadamanna.“ Fulltrúar de Gaulles í Bandaríkjunum vildu forðast endurtekningu á Dakarófömnum, svo að þeir óskuðu aðstoðar Stephensons við að ganga úr skugga um tilfinningar og fyrirætlanir íbúanna á St. Pierre og Miquelon á sviði stjómmála. Stephenson sendi því fjölda manna sinna til eyjanna og athugun þeirra leiddi í Ijós, að 97 af hverjum 100 eyjaskeggjum væra fylgjandi frjálsum Frökkum. Getið var um niðurstöður þessar í ýtarleg- um skýrslum, sem sendar voru til London haustið 1941 og sýndar de Gaulle hershöfðingja. Hann afréð þá að frelsa eyjamar á eigin spýtur, án eftirlits Kanadamanna eða annarra, enda slíkt verkefni vel framkvæm- anlegt fyrir herskip frjálsra Frakka. Utanríkisráðneytið í London fann ekkert að þessu, en sömu ráðuneyti í Washington og Ottawa vom andvíg hvers konar aðgerðum, sem gætu leitt til pólitískra leiðinda. Roosevelt forseti var samþykkur því. Með tilliti til þess var hershöfðinginn beðinn að halda að sér höndum, og Churchill segir, að hann hafi líka fallizt á það. Jafnframt var „skugga“flotamálaráðherra de Gaulles, Emile Muselier flotaforingja, sem sendur hafði verið til Ottawa, tilkynnt opinberlega tun afstöðu Kanada og Bandaríkjanna. En de Gaulle lét sig það engu skipta og skipaði Muselier að taka stjóm eyjanna í sínar hendur. Neyddist flota- foringinn til þess, þótt ekki gerði hann það fúslega. Leiðangur frjálsra Frakka undir stjóm Museliers gekk á land á aðfangadag 1941 og var innilega fagnað af eyjaskeggjum. Hull utanríkisráðherra brá við hart í Washington, hefur vafalaust óttazt, að ella mundi Pétain marskálkur gjalda bandamönnum rauðan belg fyrir gráan með því að láta nazistum í té bækistöðvar í Norður- Afriku. Á jóladag gaf ráðuneyti hans út yfirlýsingu, sem samin hafði verið af einum aðalaðstoðarmanni hans, þar sem „aðgerðir skipa svokall- aðra frjálsra Frakka“ voru fordæmdar og taldar brjóta í hág við sam- komulag allra aðila. Hull komst þama mjög klaufalega að orði gagnvart frjálsum Frökkum, safnaði glóðum elds að virðulegu höfði sér með þess- um ummælum, sem víða vora talin ómakleg. Bandarísk blöð töluðu brátt af lítilsvirðingu um „svokallað utanríkisráðuneyti“ og mótmælabréf vom stíluð til „svokallaðs utanríkisráðherra“. Forsætisráðherra Breta var um jólin hjá Rooseveltfjölskyldunni í Hvíta húsinu, og kom Hull utanríkis- ráðlierra þangað æfur í skapi, og bað Churchill að fá de Gaulle til að flytja hersveitir sínar á brott. Þegar Churchill færðist undan því, bar Hull honum á brýn, að hann ætti upptökin að þessu, sem var vitanlega rangt. Forsetinn, sem taldi yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins óhyggilega og sagði það hiklaust, vildi helzt ekki skipta sér af þessu, áleit, að það mundi líða hjá, en Hull var hinn versti viðureignar og fór í fússi til Florida, þar sem hann hugleiddi í alvöra að segja af sér og neitaði jafn- vel um tíma að tala við forsetann í síma. Loks var samkomulagi náð, og átti þá svo að heita, að vald Vichystjómar væri endurreist á eyjunum, en loftskeytastöðin varð að sæta ströngu eftirliti bandamanna, svo að hún gat ekki orðið Þjóðverjum að gagni. Jafnframt var efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu á St. Pierre og Miquelon. Urlitin urðu þau, að 98 af hundraði eyjaskeggja voru andvígir Vichymönnum og vildu vera lausir við ógeðfellda stjóm þeirra. Þau sýndu einnig, að áætlun manna Step- hensons skakkaði aðeins um einn af hundraði — og höfðu þeir jafnvel verið of gætnir. 6. 1 marz 1942 fékk Stephenson boð frá London, þar sem hann var beðinn að gera tilraun til að útvega flotadulmálslykil Frakka, en dulmál þetta notuðu ekki aðeins flotamálafulltrúar Vichystjórnarinnar erlendis heldur og yfirmenn flota hennar. Bandamenn vom að hefja undirbún- ing innrásarinnar í Norður-Afríku, og var því áríðandi fyrir brezka flota- málaráðuneytið að geta fylgzt með merkjum þeim, sem flotamálaráðu- neytið í Vichy sendi flotanum í Toulon og höfnum Norður-Afríku, svo að hægt væri að láta viðkomandi aðila fylgjast með væntanlegum ferð- um þessara skipa. Cynthiu var falið að hreyfa þessu við vin sinn, Bestrand höfuðs- mann. Hún gerði það tafarlaust, og Bestrand rak í rogastanz við uppá- stungu hennar. Hann kvað þetta óframkvæmanlegt; einu mennimir, sem aðgang hefðu að dulmálsherherginu, væra dulmálsfræðingurinn, Benoit að nafni, og aðstoðarmaður hans, de la L... greifi. Auk þess væri her- bergið alltaf læst, og sendiráðunauturinn færi sjálfur með skeyti þangað. „Áttu við, að jafnvel þú hafir ekki aðgang að þessu herbergi?“ spurði Cynthia. „Það hefur enginn aðgang að því,“ svaraði Bestrand. „Um eitt skeið fór flotamálafulltrúinn oftar í dulmálsherbergið en nauðsynlegt þótti — aðeins vegna forvitni, sem var honum eðlileg. Sendiherrann skarst sjálfur í málið og skrifaði honum nokkur orð, þar sem hann bannaði frekari heimsóknir hans í dulmálsherbergið.“ „Hvernig er þetta að næturlagi? Er unnið þar alla nóttina?“ „Nei, en strangur vörður er hafður um herbergið öllum stundum. Utanríkisráðuneytið sendi nýlega fyrirmæli um, að vörður skyldi vera hafður allar nætur og um helgar, til að gæta húsakynna sendiráðsins.“ „Hve stórar eru dulmálsbækurnar?“ spurði Cynthia ennfremur. „Þær eru svo stórar,“ anzaði Bestrand, „að ef einhver reyndi að smygla þeim út úr liúsinu, mundi þegar verða tekið eftir, að þær vantaði.“ Cynthia fór þá að spyrja um Benoit. „Hann er stirðbusi, sem liefur ekki hugsað um annað en störf sín undanfarin 20 ár,“ anzaði Bestrand. „Hann hefur engar þarfir; það er ekkert sem hann langar til að gera og hann hefur ekkert hugmyndaflug. Hann kemur í sendiráðið, kastar ekki kveðju á nokkum mann og fer rakleiðis til dulmálsherbergisins.“ Bestrand bætti við, að „ekki mundi hægt að fá Benoit til að veita neina aðstoð.“ En þótt Benoit væri algerlega trúr Pétain marskálki, varð hann bæði ruglaður og dapur í bragði, þegar Laval komst aftur til valda í Vichy, en það var einmitt um þessar mundir, og hóf samstarf við nazista leynt og ljóst. Þá var Benoit gamla nóg boðið, svo að hann sagði lausri stöðu TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 REYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Nafn: Heimili:...... KLIPPIÐ OT OG SENDID Sjómannasamband íslands sendir félagsmönnum sinum og allri al- þýðu árnaðaróskir i tilefni l. Mai. Sjómannasamband íslands Hafnarfjörður Olíustyrkur Greiðsla oliustyrks samkvæmt lögum nr. 47/1974 fyrir timabilið desember 1974 — febrúar 1975 fer fram á bæjarskrifstofunum Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint timabil. Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslunum verður hagað þannig: Til framteljenda, hverra nafn byrjar á: A—F: þriðjudaginn 6. mai kl. 10-12 og 13-16 G—H: miðvikudaginn 7. mai kl. 10-12 og 13-16 föstudaginn 9. mai: engin útborgun I—M: mánudaginn 12. mai kl. 10-12 og 13-16 N—S: þriðjudaginn 13. mai kl. 10-12 og 13-16 T—Ö: miðvikudaginn 14. mai kl. 10-12 og 13-16 Bæjarritarinn i Hafnarfirði o Fimmtudagur 1. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.