Alþýðublaðið - 01.10.1975, Page 10

Alþýðublaðið - 01.10.1975, Page 10
í HREINSKILNI SAGT Hálfsannleikur? Ráðandi flokkur i höfuðborginni hefur nú stigið fram á sviðið, þótt ekki væri fyrr en i öðrum þætti þess drama sem kennt hefur verið við Ármannsfell. Áhorfendur og áheyrendur biða þess að horfa og hlýða á leikbrögðin. Meðan svo standa sakir og áður en tjaldið verður endanlega dregið frá, er vist ekki annað þarfara að gera en lita i leikskrána. Svo mikið sem um þetta „leikverk” hefur verið skrifað og eflaust enn meira skrafað, ætti að vera þarfleysa að minna á annað en stærstu stiklurnar, sem uppúr standa. I upphafi verður hljóðbært um orða- skipti á trúnaðarmannafundi flokksins, milli ungs og eflaust örgerðs aðila, sem hefur borizt það til eyrna, að ef til vill sé ekki allt með felldu um byggingu hinnar glæsilegu hallar flokksins, og þess, sem fyrir byggingunni stendur. Ungi maðurinn vill ekki sætta sig við annað, en að öll þessi mál þoli dagsins ljós. Hann hefur grun um, að tiltekið fyrirtæki hafi lagt stórfé i bygginguna, og að það sama fyrirtæki siðar hlotið ó- venjulega fyrirgreiðslu um lóðaúthlut- un. Er samband þarna á milli? spyr hann. Enn i dag veit almenningur ekki, hver svör ungi maðurinn fær, en litlar likur benda til, að þau hafi talizt full- nægjandi. Og nú slær felmtri á fundar- menn. Það undarlega skeður, að þegar frásögn af þessu birtist, eru viðbrögðin helzt þau, að spyrja hálf-ráðþrota. Hver .sagði frá? Hver lak? Og höfuðin drúpa i þögn. En það er ekki hægt að skýla sér bak- við þögnina til eilifðarnóns. Ráðandi flokkur getur ekki haft á sér snið pöru- pilta, sem þegja ákveðið af sér allar á- sakanir. Um það sameinast allur fjöldi flokksmanna, sem vilja leiða hið sanna i ljós. Og nú samþykkir borgarráð, að skipa skuli rannsóknarráð innan borg- arstjórnar i málinu. En á þvi er bara sá hængur, að þar vill meirihlutinn hafa tögl og hagldir. Af hverju? spyrja menn. Tilgangslitið er að skjóta sér bakvið, að slikar nefndir eigi að skipa á venju- Hvaða spil? Hvernig lögð? legan hátt! Þetta er ekkert venjulegt mál, hamingjunni sé lof! Ekkert hættu- legt fordæmi væri skapað, nema... En nú lætur „Eyjólfur sem hann hressist”! Og i hverju birtist það? Jú, i þvi, að hverfa frá fyrri samþykkt og snúa sér til saksóknara! Það heitir ,,að leggja spilin á borðið”! En hvaða spil, og á hvaða borð, og hvernig? Er ekki lika hægt að leggja spil á grúfu á borð? Hvaða atriði getur saksóknari rann- sakað? Trúlega getur hann yfirheyrt aðila i þeim tilgangi að leiða fram likur fyrirsaknæmu atferli, eða ekki. Eru lik- ur til, að það yrði játað, þó fyrir hendi væri? Býst nokkur við þvi? Af þessum orsökum ætti siðferðisvott- Eftir Odd A. Sigurjónsson orð, að vera auðfengið hjá saksóknara og án þess að nokkuð óeðlilegt væri við. Og máske væri það réttmætt. Um það skal ekki fullyrt hér til eða frá. Alvar- legasta spurningin, sem flokkurinn stendur frammi fyrir er þó enn eftir og fyrr en henni er svarað, að fullu, hefur málið ekki fengið lausn. Sannfærast allir Þorsteinar Thoraren- senar flokksins um að væntanlegt sið- ferðisvottorð saksóknara hafi hreinsað loftið að fullu? Verða öll spilin raun- verulega sýnd, eða verða einhverjir „pokerar” máske alla tið á grúfu? Munu „ósýnilegu snörurnar” falla sjálf- krafa niður úr loftunum, vegna þess að þær hafi þar ekkert raunverulegt hald? Þetta allt hugleiðir almenningur i fullri alvöru, meðan enn er verið að „sminka leikarana” og færa þá i „dressin”! Trúlegt er, að flestir þykist sjá nú þegar gang og lok næsta þáttar, og hann útleiðist á svip. lund og hér hefur verið drepið á. Um lokaþáttinn er meira á reiki og erfiðara að spá um hann. Hinu verðiir tæplega neitað, að varla verður mikið um klapp eða blóm- vendi, nema almenningur sannfærist um, að öll spil hafi verið lögð uppiloft á borðið. Um það mega trúlega fæstir vera i vafa, ef vel á að fara. Þar verður enginn hálfsannleikur haldbær. fl IK Skötuhjú Þó að aumingja Jacque- line Onassis sé nýbúin að lýsa þvi yfir, að hennar heit- asta ósk sé að fá að lifa i friði eins og venjuleg manneskja, þá verður henni ekki að ósk sinni. Og kannski er það bara henni sjálfri að kenna. Hún getur tæpast ætlast til þess að næturklúbbarölt hennar með ekki ófrægari manni en Frank Sinatra veki enga at- hygli. Sögur herma, að frúin sé með Frank i hljómleika- ferðalagi hans um Evrópu, sem senn fer að ljúka og að þau noti timann sem gefst utan hljómleikanna til að dansa saman langt fram á morgun og hananú. Elektrónískur dyravörður Eigendur klúbbs nokkurs, sem staðsettur er i sænska smábænum Hesselholm, hafa nú loksins dottið niður á pottþéttan dyravörð. Sá er af elektróniskri gerð, svipaður og notaðir eru fyrir dyr kjarnorkuvera. Þetta eru lásar, þannig gerðir að með þvi að stinga vissum kortum inni rafmagnsheila, sem tengdur er lásnum, opnast dyrnar og viðkomandi getur gengið inn. Forráðamenn klúbbsins- láta afburðavel af þessum nýja dyrabúnaði og nú komast engir inn, nema þeir sem hafa kort og þau fá að sjálfsögðu aðeins meðlimir klúbbsins. Ekki fylgdi sögunni hvaða aðferðir þeir nota til að komast út aftur, en það er svo aftur annað mál. Raggi rólegi FJalla-Fúsi •■W». \ yit/ &Í& JORtJty \ty-P roi 4W UÐ st »0 t Alþýðublaðið Bíóin HÁSKÓLABÍÓ srm. 22.40’ iiiiin'i'i riwn ■■■«■111111 lll'^ Myndin, sem beðiö hef- ur verið eftir: Skytturnar fjórar Ný frönsk-amerlsk litmynd. Framhald af hinni heims- frægu mynd um skytturnar þrjár, sem sýnd var á s.l. ári, og byggðar á hinni frægu sögu eftir Alexander Dumas. Aðalhetjurnar eru leiknar af snillingunum: Oliver Reed, Richard Chamberlain, Micha- el York og Frank Finley. Auk þess leika i myndinni: Christopher Lee, Geraldine Chaplin og Charlton Heston, sem leikur Richilio kardinála. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5 og 9. Karlakór Reykjavikur kl. 7 KÝJA BÍÖ Simi 11540 Menn og ótemjur Allsérstæð og vel gerð ný bandarisk litmynd. Fram- leiðandi og leikstjóri: Stuart Millar. Aðalhlutverk: Richard Wid- mark, Frederic Forrest. Sýnd kl; 5, 7 og 9. Sugarland atburðurinn. Mynd þessi skýrir frá sönnum atburði er átti sér stað i Bandarikjunum 1969. Leikstjóri: Steven Spieeberg Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Ben Johnson, Michael Sacks, William Atherton. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15. Bönnuð innan 16 ára. STJðRNUBÍÓ s,i,m Vandamál lifsins •‘INEVER SANGFOR tSLENZKUR TEXTl. Frábær og vel leikin ný amerisk úrvalskvikmynd i lit- um. Leikstjóri: Gilbert Cates. Aöalhlutverk: Gene Hack- man, Dorothy Stickney, Melvin Oouglas. Mynd þessi hefur alls staðar fengið frábæra dóma. Sýnd kl. 6, 8 og 10. KÓPAVOESBÍÓ »it,K5 IBióinu lokaö um óákveðinn tima. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Leihhúsin SÞJÓÐLEIKHÚSIf STÓRA SVIÐIÐ ÞJÓÐNÍÐINGUR laugardag kl. 20. KAROEMOMMUBÆRINN sunnudag kl. 15. FIALKA flokkurinn Tékkneskur gestaleikur. Frumsýning þriðjudag kl. 20. 2. sýnfng miðvikud. kl. 20. 3. sýning fimmtud. kl. 20. Ath.: Fastir frumsýningar- gestir njóta ekki forkaupsrétt- ar á aðgöngumiðum. LITLA SVIÐIÐ RINGULREII) fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. ^ÍLÉIKFELAG^ Ö^EYKJAVIKD^S FJÖLSKYLDAN fimmtudag kl. 20.30. SKJ ALDIIAMRAR föstudag. — Uppselt. SKJ ALDHAMRAR laugardag. Uppselt. FJÖLSKYLDAN sunnudag kl. 20.30. SKJ ALDH AMRAR þriðjudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. HAFNARBÍÖ >imi 16144 'ÓNABÍÓ sími :u 182 Maöur Laganna „Lawman" Nýr, bandarlskur „vestri” með BURT Lancasteri aðal- hlutverki. Burt Lancaster leikur einstrengislegan lög- reglumann, sem kemur til borgar einnar til þess að handtaka marga af æðstu mönnum bæjarins og leiða þá fyrir rétt vegna hlut- deildar i morði. Framleiðandi og leikstjóri: Michael Winner önnur aðalhlutverk: Robert Cobb og Sht-ree North. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Gleymid okkur einu suim - og þiÖ gleymib því alarei i AAiðvikudagur 1. október 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.