Alþýðublaðið - 04.11.1975, Page 9
Sumir vissu ekki hvað nóta var í september, en leika nú
léttilega á rafmagnsorgel
Læra að leika á orgel
sér og öðrum til ánægju
Eins og allir vita
hefur Hljóðfæraverzlun
Poul Bernburg haft
umboð fyrir hin kunnu
hljóðfæri frá Japan,
sem bera nafnið
Yamaha. Vinsældir
þessara hljóðfæra hafa
aukizt svo mjög á
síðustu árum, og þá
sérstaklega rafmagns-
orgelanna, að fyrirtæki
Pouls fann sig knúið til
að stofna skóla, svo
fólk mætti læra að
meðhöndla þau.
Þess vegna heimsdtti blaðið
Yamahaskólann við Vitastig, en
honum er stjórnað af þjóð-
kunnum vinsældarmanni, ólafi
Þórðarsyni, sem var driffjöður í
Riotrfóinu um árabil, en lærði
tónmennt i leiðinni, þ.e.a.s. út-
skrifaður söng- og tónlistar-
kennarifrá Tónlistarskdlanum i
Reykjavik með blessun Jóns
Norðdal.
Við heimsóttum þennan önd-
vegisskólastjóra Yamaha-
skólans, ólaf, í húsakynnum
skólans og skoðuðum aðeins
garnir og kvarnir hans. Hann
var sama Ijúfmennskan og
alltaf, rétt eins og hann ætlaði
að fara að „troða upp” fyrir
1000 manns.
Við spyrjum: — Hefur svona
skóli þýðingu fyrir hljómlistar-
unnendur? —
,,Já, að_ sjálfsögðu. Okkar
markmið er að kenna fólki
undirstöðuatriði i nótnalestri,
þannig aö það geti notfært sér
hin vinsælu orgel, sem það hefur
keypt sér. Okkar kennsluaðferð
er þannig, að við kennum fólki i
hópum. Sumirspila i timanum,
þessa vikuna, aðeins laglinu, en
aðrir hljómana. Siðan vixlum
við hiutverkunum, og þannig er
haldið áfram uns öll heildin
getur samaneða séri lagi leikið
hið æfða lag.”
— Hefur þú trú á svona
kennsluaðferðum ? ”
— Já, en að vlsu er hér um
brautryðjendastarf að ræða, en
í nágrannalöndunum okkar, þar
sem slik kennsluaðferð hefur
verið notuð um árabil er sýni-
legur árangur aðferðarinnar.”
— „Hefur skólinn verið vel
sóttur?”
„Vissulega, þar eð við höfum
hér um 200 nemendur. Að visu
mega menn skrópa i timum.
Það er þeirra mál, en með sliku
verða þeir bara á eftir hinum i
náminu.”
— „Hvers konar fólk sækir
aðallega skólann?”
„Fólk á aldrinum 8 til 60 ára.
Vinnandi fólk, sem hefur
ánægju af þvi að spila fyrir
sjálft sig og jafnvel aðra.
— „A hvaða tima fer kennsla
fram hér hjá ykkur?”
Hún fer aðallega fram seinni
hluta dags, þegar aðrir skólar
hafa hugað að öðrum nemum
okkar og hinir nemar okkar
hafa lokið brauðstriti dagsins.”
— „Ólafur, skila nemendur
árangri að þinu mati?”
„Já, og það glettilega góðum
sumir hverjir. Hér eru sumir,
sem ekki vissu hvað nóta var i
september, en geta nú Ieikið
léttilega.”
— „Hvernig finnst þér að
kenna þinum orgelnem-
endum?”
„Það veitir mér mikla
ánægju. Ég tala nú ekki um þá
áhugasömustu. Nemendur eru
mjög ánægðir við nám hérna'
eftir þvi sem mér virðist.”
— „Ólafur, heldur þú að
skólinn eigi framtið fyrir sér?”
„Tvimælalaust, og vonandi á
hann eftir að stækka og dafna,
þannig að við getum farið að
kenna á fleiri hljóðfæri og þá
auðvitað frá Yamaha.”
— „Er það nokkuð að lokum,
sem þú myndir vilja segja
ykkur til ágætis”?
„Það er þá helzt að taka það
fram, að hér eru 12 vikna
námskeið, og nemandinn getur
haldið áfram næstu náms-
annir, svo lengi sem hann
hefur þol til. Haldi nemandinn
námi sinu hér til enda, þá er
aldrei að vita, nema að hann
gæti leyst einhvern organistann
af i einhverri kirkjunni i sumar-
frii hans. Með mér kenna hér
Bjarki Sveinbjörnsson og
Halldór Gunnarsson, scm ég vil
að komi fram, fyrst þið fenguð
mig til þessa rabbs. Og að
lokum sambúðin við yfir-
boðarana er hin bezta eins og
aðbúnaðurinn i húsakynnum
skólans.” HP
Skólameistarinn ólafur (Rió-triós) Þórðarson
Úr tima — Hér leika allir við hvern sinn fingur....
Hvað er í JRDPICANA ?
Engum sykri er
bætt [
JRDPICANA
Engum rotvarnar-
efnum er bætt í
JROPICANA
Engum bragðefn-
um er bætt í
JRDPICANA
Engum litarefnum
er bætt í
JRDPICANA
JRDPICANA
er hreinn
appelsínusafi
og í hverju
glasi (200 grömm)
af JROPIEANA*
er:
A-vftamfn 400 ae
Bi-vftamln (Thlamfn) 0,18 mg
B2-vftamfn (Riboflavln) 0,02 —
B-vftamfnlS Nlacln 0,7 —
C-vftamfn 90 —
Jám 0,2 —
Natrfum 2 —
Kalfum 373 —
Calcfum 18 —
Fosfór 32 —
Eggjahv.efni (proteln) 1,4 g
Kolvetni 22 —
Orka 90 he
Fékkst þú þér JRDPICANA í morgun?
Alþýðublaöið
Þriðjudagur 4. nóvember 1975