Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Benedikt Gröndal skrifar Vísindaleg hag- nýting eða vís- vitandi ósljórn? I Alþýðublaðinu i dag er frá þvi skýrt, að nefnd sem skipuð var til þess að gera tillögur um stjórnun og skipulagningu veiða á Islandsmiðum, hafi orðið ásátt um, að ekki væri ó- hætt að veiða meira, en 280 þúsund tonn af þorski á yfir- standandi ári. Þessi tala ætti ekki að koma mönnum ákaf- lega mikið á óvart — og þó. Fiskifræðingamir höfðu ráð- lagt 230 þúsund tonna há- marksafla, sjávarútvegsráð- herra hefur nefnt töluna 265 þús. tonn i sambandi við við- ræðurnar, sem fram fóru i London. Stjórnunarnefndin segir 280 þús. tonn i sinum hugmyndum. Nú á Hafrannsóknarstofnunin fulltrúa i þessari nefnd að þvi ég bezt veit. Hún ætti þvi að hafa haft talsverð áhrif á þá tonna- tölu, sem nefndin hefur komizt að niður- stöðu um að óhætt sé að veiða af þorski. Talsverður munur er á hugmyndum stjórnunarnefndarinnar — 280 þús. tonn- um — og tillögum Hafrannsóknarstofnun- arinnar — 230 þúsund tonnum — og væri fróðlegt að vita i hverju það liggur, að i febrúarmánuði sé talið óhætt að veiða 50 þúsund tonnum meira af þorski á árinu 1976 en talið var óhætt að gera i desem- bermánuði. Er hér um að ræða raunhæfa tölu um aflahámark og ef svo er, hvað hefur þá breytzt á timabilinu, sem gerir færtað hækka aflahámark á þorskveiðum um 50 þúsund tonn? Eða er hér um að ræöa einhverja samningstölu gripna að meira eða minna leyti úr lausu lofti og ef svo er, hvað er þá átt við með öllu talinu um visindalegar nytjar og stjórnun? Ýmsir menn, þ.á m. fiskimenn, hafa verið i meira lagi vantrúaðir á niðurstöð- ur fiskifræðinganna um ástand þorsk- stofnsins og veiðiþol hans og hafa máli sinu til stuðnings bent á ýmis atriði þar sem spár fiskifræðinga hafa ekki gengið eftir. Þá hafa fiskimenn einnig efast um það, að seiðatalningin, sem fiskifræðingar byggja skoðanir sinar fyrst og fremst á, sé öruggur mælikv. á ástandið. Þeir hafa m.a. bent á, að Bretar virðast hafa fundið ný veiðisvæði að undanförnu þar sem þeir hafi fengið allgóða veiði — aðallega þó fyrr á vetrinum —svæði.sem Islendingar hafi litt um vitað og ekki nytjað. Spyrja menn, hvort þetta stangist ekki eitthvað á við skoðanir fiskifræðinga. Þessar raddir heyrast meðal sjómanna þótt svo undar- lega beri við, að þeir hafi óvenjulega hljótt um skoðanir sinar i þeim umræð- um, sem farið hafa fram að undanförnu. En hver svo sem hin rétta niðurstaða er af þessu öllu saman — hvort heldur hægt er að veiða 230 þúsund, 265 þúsund, 280 þúsund lestir eða meira af þorski á yfir- standandi ári án þess að vinna stofninum tjón, þá er það yfirlýst stefna okkar að svo megi gera þurfum við auövitað að komast að einhverri niðurstöðu um hvað okkur sé óhætt að veiða mikið af mikilvægustu fiskitegundunum. Þegar sú niðurstaða er af þessu öllu saman — hvort heldur hægt er að veiða 230 þúsund, 265 þúsund, 280 þúsund lestir eða meira af þorski á yfir- standandi ári án þess að vinna stofninum tjón, þá er það yfirlýst stefna okkar ís- lendinga að hafa visindalega stjórn á veiðunum og til þess að svo megi gera þurfum við auðvitað að komast að ein- hverri niðurstöðu um hvað okkur sé óhætt að veiða mikið af mikilvægustu fiskiteg- undunum. Þegar sú niðurstaða er fengin, og þá niðurstöðuþurfum við að fara að fá, þá þurfum við að gera það upp við okkur hvernig við ætlum áð framfylgja þeirri magnhámarksste&iu, sem við höfum orð- ið ásáttir um. Hvemig eigum við t.d. ab beina flotanum að veiðum á fiskitegund- um, sem eru ekki i yfirvofandi hættu — t.d. ufsa, karfa, kolmunna og e.t.v. fleir- um? Þurfum við e.t.v. að beita verðá- kvörðunum á fiski þannig, að þessar veið- ar verði eftirsóknarverðari,en þær eru nú og mesta þrýstingnum yrði þannig aflétt af þorskveiðunum? Og ef þarf að setja einhverjar veiðitakmarkanir á þorskveið- arnar eins og segir i frétt Alþýðublaðsins i dag, að tillögunefndin um stjórn og skipu- lagningu veiða sé að gera. Þarf þá ekki að hafa hliðsjón af þvi, hvaða veiðar skili okkur mestum arði, hvaða verkunarað- ferðir, hvaða skipastærðir og gerðir, hvar á landinu arðsemi fiskveiða og fiskverk- unar sé mest? Hvort góður rekstur fiski- skipa og fiskverkunarstöðva sé e.t.v. meira bundinn einum landshluta en öðr- um og hvar á landinu fiskveiðar og fisk- vinnsla er alger undirstaða alls atvinnu- lifs og allrar byggðar? Ef á að lita fram hjá slikum þáttum eins og gert yrði ef þær hugmyndir næðu fram að ganga að banna með öllu þorskveiðar i troll utan þess tima, sem þorri báta á suð-vesturlandi stundar þorskveiðar, með óskaplegum af- leiðingum fyrir þá staði, sem liggja næst auðugum fiskimiðum og sýna, flestir hverjir, besta afkomu og arðsemi i fisk- veiðum og fiskvinnslu i landinu, þá væru það ekki visindalegar nytjar. á fiskistofn- um og hagfelld stjórn heldur hreinasta ó- stjórn og algert ráðleysi. Þaðmá velvera,aðsumum þyki þessar skoðanir bera meira en litinn vott af þröngri hreppapólitik vestfirðings, norð- lendings eða austfirðings. En er okkur ekki sagt, að alls ekki sé grundvöllur fyrir neins konar stóriðju i tveimur þessum landsfjórðungum og vart i hinum þriðja? Eru þær fullyrðingar ekki studdar marg- vislegum hagfræðilegum og efnahagsleg- um rökum? Og ef slikar röksemdir eiga ekkert skylt við hreppapólitik hvernig geturþað þá verið hreppapólitik, ef þvi er stungið að mönnum að nota nákvæmlega sambærileg rök við að skera úr um það hvar og hvernig það borgi sig best fyrir þjóðarheildinaað láta veiða og verka fisk, þegar svo er komið að setja verður höml- ur á veiðarnar vegna þess, að auðlindir fiskimiðanna eru ekki lengur taldar vera óþrjótandi, eða þvi sem næst? 1 sambandi við þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á alþingi til aðstoðar sjávarútvegi og fiskvinnslu, hafa verið lagðar fram hlutfallstölur til þess að sýna meðaltalsástand fyrirtækja i þessum at- vinnurekstri. Við þau tækifæri hefi ég oft- ar en einu sinni óskað eftir að fá þessar upplýsingar nokkuð nákvæmari, t.d. sundurliðaðar eftir landshlutum til þess m.a. að gera mér grein fyrir þvi á grund- velli þéirra, hvar á landinu útgerð og fisk- vinnsla standi traustum fótum og hvar ekki. Þessar upplýsingar hef ég ekki get- að fengið, en hef hins vegar aflað mér þeirra úr annarri átt og hafa þær leitt i ljós, að mikill munur er á stöðu fiskveiða og fiskvinnslu frá einum landshluta til annars. Hvernig á svo að vera hægt að setja ein- hverjar skynsamlegar reglur um hag- kvæmustu nýtingu auðlinda hafsins fyrir þjóðarbúið ef ekki er höfð hliðsjón af slik- um upplýsingum? Verið er að tala um nauðsyn stefnumótunar i fiskveiðimálun- um, en er það ekki einmitt kjarni allrar stefnumótunar i sambandi við ráðstöfun takmarkaðra gæða að ákveða hvar og hvernig þau skuli nytjuð með sem bestum árangri? Okkur er sagt, að einmitt þessi sjónarmið hafi ráðið staðsetningu álvers i Straumsvik, málmblendiverksmiðju á Grundartanga, o.s.frv., o.s.frv. Hvaða rök eru fyrir þvi að styðjast ekki við ná- kvæmlega sambærilegár aðferðir við að meta hvar og hvernig hagkvæmast er fyr- ir þjóðina að nytja hin takmörkuðu gæði fiskimiðanna? Og skyldi það ekki lika þurfa að koma inn i þetta dæmi hvar veiðibönn eins og þau, sem rætt var um hér að framan og skýrt er frá i Alþýöu- blaðsfréttinni i dag, myndu þýða að heil byggðarlög, þar sem menn skila tvöföld- um gjaldeyristekjum i þjóðarbúið á við landsmeðaltal, myndu leggjast i auðn og ibúar þeirra tapa þeim eigum, sem þeir hafa verið að berjast við að koma sér upp alla sina ævi. Það er hægt að sannfæra okkur um, að álver eigi að vera i Straumsvik og hvergi annars staðar, að málmblendiverksmiðja eigi að vera i Hvalfirði og hvergi annars staðar. En ef á að reyna að sannfæra mig um það, að útgerð og fiskvinnslu verði best borgið með þvi að stöðva svo til allar þorskveiðar frá útgerðarbæ junum á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum þriðjung ársins og loka frystihúsunum þar þann tima á sama tima og saltfisk- og skreiðarverkunheldur áfram i sama mæli og fyrr hér á suð-vesturhominu þá er ég anzi hreint hræddur um að ég bæði um að hafa mig afsakaðan. Svoleiðis boðskapur er heldur mikil hreppapólitik fyrir mig! I HREINSKILNI SAGT Mökkurkálfi. Það er gömul og ný saga, að veröld mannkynsins einkenn- ist af sifelldri baráttu. Ekki þarf lengi að fletta blöðum, til þess að sannfærast um það. Þvi er þó ekki að neita, að mjög fara markmið barátt- unnar á dreif á ýmsum tim- um. í heild má þó segja, að yfirleitt birtist hverskyns barátta i þvi ljósi, að freista að ná einhverjum eftiræsktum árangri, þó vissulega séu þeir til, sem einungis berjast baráttunnar vegna. Venjan er að gera ráð fyrir þvi, að þeir, sem mestan hafa styrkinn, vinni sigurinn. Þegar núverandi ríkisstjóm settist á valdastóla, er óhætt að segja, aö miöaö við liðskost var um að ræða einhverja sterkustu stjórn.sem við höfum sögur af á þessari öld. Það skorti heldur ekki á, að látin væru i veðri vaka ákveðin og háleit markmið. Þau voru máski ekki öll ný af nálinni, s.s. strið við verðbólgu, m.m. og fleira i þeim dúr. Ekki má heldur gleyma fyrirheitum um hallalausan rikisbúskap. Flest af þessu var auðvitað einnig vilji þjóðarinn- ar, og þvi þurfti ekki að búast við veru- lega virkri andstöðu þaðan, ef reynt yrði að standa við stóru orðin. Sú hefur heldur ekki orðið raunin, og meira að segja rikisstjórnin sjálf, sem þó er ekki þekkt fyrir sérstaka velvild til hinna máttarminni, sem mynda breiðast- an gmnn þjóðfélagsins, hefur á stundum, já, raunar oft, fremur lokið lofsorði á ábyrgðartilfinningu launþegastéttanna, sem vissulega réttmætt er. Þetta eru staðreyndir, sem ekki mega gleymast neinum. En þegar til sjálfrar stjórnarinnar kemur, horfir málið sannarlega örðuvisi við. Einhvern tima var sagt um klaufskan mann, að það mætti vera léleg spýta, svo honum tækist ekki að smiöa axarskaft úr henni. Rikis- stjórnin hefur fetað dyggilega i fótspor þessa erkiklaufa, og axarsköftin hafa flætt úr hennar höndum inn i þjóðlifið, i striðum straumum. Það er algerlega tilgangslaust að neita þessari fullyrðingu, hversu vinveittir sem menn kynnu að vera stjórnvöldum og umburðarlyndir. Þar eru svo mörg vitni, sem tala skýru máli. Rikisbúskapur, sem dragnast með 8 milljarða halla, gjaldeyrissjóður, sem er mörgum milljörðum neðan við 0 þrátt fyrir hrikalegustu lántökur erlendis, sem nokkru sinni fara sögur af, eru sannar- lega varðar, sem miklu heldur ættu að standa sem bautasteinn, en sem vörður við vegferð er áfram heldur. Langstærsta málið, sem við hefur verið fengizt undanfarið — landhelgismálinu — er búið að klúðra svo sem ýtrustu tækifæri hafa til gefizt. Þegar annars vegar er litið á styrk stjórnarinnar á Alþingi og hins vegar á afrekin, verður vist flestum á að minnast fornu sögunnar um leirjötuninn Mökkurkálfa, sem jötnar reistui árdaga, til þess að skelfa Þór. Hann vantaði svo sem ekki stærðina — var IX rasta hár, að sögn, en hjartað var merarhjarta, og það var það, sem gerði gæfumuninn. Um viðskipti hans og Þórs segir sagan, að þrátt fyrir stærðina voru þau afrek hans ein, að miga á sig af hræðslu þegar Þór birtist með hamarinn á lofti. Þar sagði efniviðurinn og hjartalag- ið til sin! Varla veröur hjá þvi komizt að mönnum finnist þessi forna sögn hafa endurtekið sig æði óþyrmilega i fari nú- verandi stjórnar, svo oft er hún búin aö bleyta buxurnar i stað þess að nota bolmagnið, til að berjast við aðsteðjandi vanda. ömurlegast af öllu er þó, hvemig sam- skiptin við erlendar þjóðir hafa til tekizt. Eftir Odd A. Sigurjórsson Þar hefur ýmist verið um að ræða kot- roskin stóryrði um hvað stjómin hefði i hyggju, eða óttablandið hik. Að eðlilegum hætti hafa andstæðingar okkar verið býsna fljótir að sjá hvers kon- ar hjarta sló undir, og gengið á lagið. Þannig hafa Bretar greitt hvert kjafts- höggið á fætur öðru. En alltaf hefur ein- hver sýndarástæða verið fundin, til þess að greiða ekki i sömu mynt! Þegar svo Bretarnir bitu höfuðið af allri skömm með þvi að stefna fiskiflota sinum á alfriðað svæði og freistuðu að sigla varðskipin i kaf enn augljósar en áður, var enn notað „alvarlegt augnaráð”! Það er fyrst þegar þeir hafa drattast út af bannsvæðinu, sem stjórnin mannar sig upp og lætur ekki sitja við marklausar hótanir einar. Hver árangur verður af þvi er svo enn dulið i framtiðinni. En hátta- lagið og viðbrögðin eru sviplikust þvi, að greiða höggið þá fyrst þegar andstæðing- urinn er að snúa bakinu að! Við fáum nú að lesa það i stjórnmálagögnum. að erlendar þjóðir liti þessi viðbörgð okkar sömu augum og stjórnarforystan hefur um langa hriö fryst i ásjónu sina! Það skyldi nú bar ekki „lukka til”, að þarna höfum við fundið nýja útflutningsvöru! Ekki veitti vist rikiskassanum af. Ný útflutningsvara?! Laugardagur 21. febrúar 1976 Alþýöublaðiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.