Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 2
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG lalþýðuj nÉEiEi Lærum af reynslunni viö Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gvllta salnum. Sími 11440. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÖLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opiö á hverju kvöldi. Sími 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík FUNDUR Stjórn Fulltrúaráðsins boðar til hádegisverðarfundar með stjórn og varastjórn hverfisráða, laugardaginn 21. feb. n.k. kl. 12 i Iðnó (uppi). Dagskrá: Rætt um nýtt skipulag og starfsemi hverfisstjórna. Stjórnin. B&) TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Muniö hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Rlnl Það er kominn tími til þess, að við (s- lendingar lærum af reynslunni og til- einkum okkur ákveðin sannindi í sam- bandi við stjórn efnahagsmála. Þau sannindi felast í þeirri stefnu, sem Al- þýðuflokkurinn hélt fram í síðustu kosningum og bar f ram, þegar hann var að kosningum loknum beðinn að taka þátt í viðræðum um hugsanlega ríkis- stjórnarmyndun, en var þá hafnað af formanni Framsóknarflokksins. Þessi sannindi eru, að þegar efnahagur þjóðarinnar er kominn i kalda kol, eins og nú, þá er lítil von til þess að okkur takist að rétta þjóðarskútuna við nema með víðtæku samstarf i og samvinnu. Sú samvinna þarf einkum og sér í lagi að takast við aðila vinnumarkaðarins og þá fyrst og fremst verkalýðshreyf ing- una. Forsenda þess að hún geti tekizt er að sjálfsögðu sú, að aðilar vinnu- markarðarins geti borið traust og tiltrú til ríkisstjórnarinnar og að hún vilji fyr- ir sitt leyti hafa samstarf við þá. Það þarf væntanlega ekki nú mörgum orðum um það að fara hversu miklu auðveldara þaðværi fyrir íslendinga að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar, ef með víðtæku samráði tækist að velja ákveðnar leiðir út úr ógöngunum, sem bæði ríkisstjórn, alþingi, launþegar og vinnuveitendur teldu réttar og vildu stuðla að. Með því móti ynnist það, að allir þessir aðilar yrðu hver í sínu lagi ábyrgir fyrir þeim aðgerðum, sem samstaða tækist um, og sæu sér akk í því að þær næðu f ram að ganga. Aðeins með þeim hætti, að okkar fámenna þjóð nái að sameinast um lausn vandans get- ur sú lausn orðið með skjótum og örugg- um hætti. Ríki tortryggni, ágreiningur og úlfúð milli þessara aðila þar sem hver togar í sinn skækil magnast aðeins erfiðleikarnir og reynast óleysanlegir. islendingar eru fámenn þjóð — nán- ast eins og ein f jölskylda. Einmitt þess vegna getum við tekizt á við vandamál með þeim hætti, sem fjölmennari þjóðir eiga erf iðara með— líkt og samhent og samstæð fjölskylda myndi gera. Þetta getum við gert, þetta eigum við að gera. Reynslan ætti að hafa kennt okkur það. Þannig vildi Alþýðuf lokkurinn að efnahagsvandamál jájóðarbúsins yrðu leyst þegar hann barðist fyrir því í kosningunum og í stjórnarmyndunar- viðræðunum eftir kosningar, að sú ríkisstjórn, sem við völdum tæki á Is- landi, byði aðilum vinnumarkaðarins og þá fyrst og fremst verkalýðshreyf ing- unni samstarf. Það var ekki Alþýðu- flokkurinn einn, sem var þessarar skoðunar. Verkalýðshreyf ingin sjáif mótaði stefnu í þessum anda með tii- lögum þeim, sem hún sendi ríkisstjórn- inni í desembermánuði s.l. og öðrum til- lögum, sem hún hafði áður gert. i tillög- um þessum fólst samstarfstilboð til ríkisstjórnarinnar — boð um, að verka- lýðshreyf ingin væri fyrir sitt leyti reiðubúin til samráðs við ríkisstjórnina um aðgerðir í efnahagsmálum til þess að tryggja kaupmátt launa og atvinnu- öryggi. Nokkru síðar gerðu atvinnurek- endur, hinn aðili vinnumarkaðarins, ríkisstjórninni sama tilboð. En hvorki þá né þegar Alþýðuflokkurinn setti f yrst f ram hugmyndir sínar um víðtækt samstarf landsmanna allra um leiðir til lausnar var á það hlustað. Ólafur Jó- hannesson hafnaði á sínum tíma tillög- um Alþýðuflokksins um samráð við aðila vinnumarkaðarins og gekk meira að segja svo langt að staðhæfa, að á slíkum grundvelli væri hann ófáanlegur til þess að reyna myndun ríkisstjórnar. Og sú stjórn, sem Ólaf ur myndaði fyrir ihaldið, hef ur ávallt verið sömu skoðun- ar— hafnað öllum samstarfstilboðum aðila vinnumarkaðarins. Þetta eru án efa afdrifaríkustu póli- tísku mistök stjórnarinnar. AAeð hverj- um deginum verður það Ijósara hversu réttmæt samstarf sstef na Alþýðu- flokksins var. En á þeim tíma, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur setið, hefur hún spilað út úr höndum sér mögu- leikanum á að slíkt víðtækt samstarf um lausn efnahagsmála geti tekizt með hana sem aðila að slíku samstarf i. Ein- f aldlega vegna þess, að með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin rúð sig öllu trausti bæði launþega og atvinnurek- enda og enginn í þeirra hópi þorir leng- ur að trúa henni eða treysta á hana til eins eða neins. Nauðsynin á þjóðarsamstöðu um leiðir út úr kviksyndi efnahagslífsins er brýnni nú, en nokkru sinni fyrr. En slík samstaða getur ekki tekizt nema við aðra ríkisstjórn en þá, sem nú situr. Þess vegna ber henni að fara f rá — því fyrr, því betra. Spurningar, sem krefjast svara i greinum sem Alþýðublaðið hefur birt undanfarna daga kemur það fram, að þrír lögreglumenn, sem starfa utan tollgæzlunnar, hafa á einni viku upplýst að magni til jaf n mikið áf engissmygl og tollgæzlan í Reykjavík hefur gert á fimm árum. Nú hafa ýmsir yfirmenn dómsmáia í landinu á einn og annan hátt beitt sér gegn þessum tilteknu lögreglumönnum og tekið rannsókn mála úr höndum þeirra. ) Án þess að brigður séu bornar á ein- læga viðleitni meginþorra tollgæzlu- manna til að upplýsa lögbrot af þessu tagi, þá hljóta þessar upplýsingar að vekja spurningar, sem dómsmálayfir- völd komast ekki hjá að leita svara við. Þótt nauðsyn kref ji þess að ýmis at- riði varðandi framkvæmd dómsmála, einkum dómsrannsóknar, séu ekki gerð opinská, þá verður dómsmálaráðherra að gæta þess að þar sé ekki að finna ó- skýranlegt misræmi — og svara rétt- mætum spurningum almennings þar um. Leigu f lug—Neyóarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Aðalfundur Slysavarnadeildin Ingólfur heldur aðal- fund sinn miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.00 i Gróubúð við Grandagarð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðublaðið Laugardagur 21. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.