Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 8
Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar er laus til um- sóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi i lögfræði eða viðskiptafræði. Laun skv. kjarasamningum við Starfsmanna- félag Reykjavikurborgar. Uppl. veitir skrifstofustjóri kl. 10.30-12 f.h. (nema þriðjud.) Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 9. marz n.k. fSS Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 ir Forstöðustarf við Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa fóstrumenntun. Laun samkvæmt kjarasamningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast stofnuninni fyrir 9. marz n.k. JWl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 J Tilkynning Þeir, sem telja sig eiga bila i geymzlu- svæði ,,Vöku” á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. marz n.k. Hlutaðeig- endur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 19. febrúar 1976. Gatnamálastjórinn i Reykjavik, Hreinsunardeild. Siglufjörður Staða yfirlæknis við Sjúkrahús Siglu- fjarðar er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. sept. 1976. Þekking i skurð- lækningum nauðsynleg. Umsóknir berist stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir 1. júli 1976 með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Stjúkrahússtjórn. Vegfarandi á aðeins að ganga yfir götu á sebrabrautum Verkfall og ill veörátta voru i gær miklir dragbit- ar á aiit athafnalif borgarinnar. Verkfalliö iaumaöi vinnustaði og veöriö dró úr mönnum aiian ferðahug. Fólk sem hefur veriö I verkfaiii hefur haft þaö ró- legt heima fyrir. Blaöamaöur og ljósmyndari, fóru hringferö um bæinn i gær og könnuöu máiin, hvaö heist væri um að vera og hvað væri lamað. Niöurstaðan er I máii og myndum hér aö neðan. Verkföll eru iil nauösyn, og þau má réttlæta. Rok og rigning i þviiikum ofsaham og var i gærdag, slikt hlýtur aö teljast ónauösynlegt, en um leið óverjan- legt, þvi ekki stjórnum viö veðrinu — ennþá. Hátíð hjá þeim sem eiga benzín Það átti að byrgja (brenn Tekið hefur verið fyrir sölu áfengis i iandinu. Samkvæmt fyrirmælum frá dómsmála- ráöuneytinu var öllum áfengis- útsölum lokaö á hádegi í gær og veitingahúsum einnig meinuö sala þessara „guðaveiga”. Aöur ákveöin einkasamkvæmi verða þó haldin og mun áfengi veröa framreitt i þeim teiturn. En hvaö liggur til grundvallar þessu banni á sölu áfengis? Um þaö var Baldur Möller ráöu- neytisstjóri i dómsmálaráðu- neytinu spurður. „Þaö er heimiid i lögum, sem gerir ráö- herra heimilt aö taka fyrir sölu áfengis, ef verkföll eða aörar sérstakar aöstæöur rikja I land- inu, og gera áfengisneyziu óæskiiega. Baldur sagöi að dómsmála- ráðherra haföi tekiö ákvöröun sina um aö áfengissala félli niður um sinn, ekki beiniinis vegna þess aö óþægindi heföu orðið undanfarna daga af völd- um áfengisneyzlu, heldur vegna yfirstandandi verkfalla. Baldur sagöi: „Ráðherra Það var hrein hátiö fyrir ökumenn að vera á feröinni i miðborginni i gærdag. Þótt föstudagur væri, þegar oftast er bifreið við bifreið i löngum röð- um, enginn bilastæöi fáanieg og umferðahnútar á hverju strái, þá var slikt ástand viösfjarri i gærdag. Þá voru næg biiastæöi og umferðin gekk I alla staöi mjög greiðlega, enda var hún mjög litil. En hvernig stendur á hinni litlu umferö? Svarið er auövelt. Verkfallið er þess valdandi að benzinstöövar eru lokaðar og þéss vegna spara bifreiöa- eigendur við sig og nota ekki bifreiðir sfnar nema nauðsyn- legt þyki. Nærstaddur iögregluþjónn tjáöi okkur, aö umferöin hefði verið lítil I miöborginni allt frá þvi aö verkfallið skall á. Þó heföi umferðin aidrei verið eins litil á þessum tima dags, og nú Menn trúðu ekki sínum eigin augum - og reyndu sjálfir dyraumbúnaðinn Þeir uröu margir súrir viðskiptavinir Afengisverzlunar rikisins við Lindargötu, þegar þeir komu þar að lokuðum dyr- um. „Lokað frá og með degin- um i dag, 20. febrúar,” stóð á spjaldi sem hafði verið limt upp i glugga verzlunarinnar. Flestir komu akandi og renndu upp að dyrum helgi- dómsins, ráku augun i skiltið, bölvuðu hressilega og renndu á braut. Sumir trúðu þó ekki sin- um eigin augum, ruku út úr bifreiðum sinum og réðust á dyrnar og vildu inn komast. Engu var þó um þokað, dyrnar harðlæstar, og enginn vökvinn fékkst. Við tókum nokkra þessa óhamingjusömu menn tali. „Maðurinn hafði nú vaðið fyrir neða sig, „sagði einn dularfullur náungi, um leið og hann sveiflaði svörtum áfengis- verzlunarpokanum, sem ugg- laust innihélt eitthvað sterkt. „Ég lét kaupa fyrir mig i morgun, og hafði það siðan I geymslu hérna á skrifstofunni hjá þeim.” sagði sá dularfulli. „Þetta hérna i pokanum er nauðsynlegt vegna þeirra gleðitiðinda sem ég verð aðnjót- andi á sunnudagskvöldið, þegar FH vinnur Fram i handbolta og verður þar með tslands- meistari. Maður má til með að lyfta glasi vegna slikra at- burða.” Blm. og ljósm. var nú orðið hrollkalt og að auki rennblautir, eftir að hafa staðið ytan við „rikið” i nokkrar minútur og horft á þyrsta „rikisviðskipta- vini” brotna niður vegna lok- unarinnar. Þegar við vorum að stiga upp i bifreiðina, kom maður út úr hinni ,,lokuðu”verzlun. Var þar afgreiðslumaður á ferðinni heim á leið, eftir stuttan vinnu- dag. Sagði hann okkur að salan hefði verið litil um morguninn og reyndar siðustu daga. Virtist svo sem menn hefðu alls ekki gert sér grein fyrir þvi að mögu- leiki yrði á lokun, og hefðu þess vegna ekki birgt sig upp. En eKki tjóir að gráta fyrir áfengisþyrsta Islendinga, þvi lokun „rikisins” er eftir allt saman þjóðþrifamál. —GAS væri. „Þaö er ekki aðeins minni bflaumferð, heldur eru einnig fáir gangandi vegfarendur. Astæðan fyrir þessu, er þetta ieiðinlega veður, auk verkfails- ins margumtalaða,” sagði lögregiuþjónninn aö lokum. Óli blaðasaii, var á sinum gamla stað, utan við Apótek Reykjavíkur. Hann var sam- mála Iögregluþjóninum hér aö framan, umferð væri engin, fáir á ferli i bænum og þar af leiðandi iitil saia i dagblöðunum hans. „Varla nein sala,” sagði Óli um leiö og hann hrópaöi „Alþýöublaðiiiið.” Eriing Asgeirsson var að leggja bifreið sinni, Volkswagen G-2050, I Hafnarstræti. Við spurðum Erling hve mikið benzin hann heföi eftir á tankn- um. „Hann er háifur hjá mér ennþá. Ég reyni að fara spar- lega með það og ég býst við að þetta magn dugi mér fram i næstu viku. Annars vona ég og trúi að verkfallið leysist um helgina,” sagöi Eriing. En þaö er alls ekki vist aö Eriing verði sannspár, svo öruggast er að spara benzinið. Allur er varinn góður. __ © Aiþýöublaðiö Laugardagur 21. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.