Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 1
38. TBL. - 1976 - 57. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866 (H)RÓS- HAFINN OKKAR BAKSIÐA íþróttir í opnu og á bls. 6 Verkfall og veðurhamur-bls. 12 og 13 Hugmyndir nefndar um stjórn og skipulagningu fiskveiða Alþýðublaðið hefur fregnað, að nefnd, sem skipuð var af sjávarútvegsráðherra, Matthíasi Bjarnasyni, til þess að gera tillögur um skipulag og stjórn f iskveiða við island hafi orðið ásátt um að miða leyfilegt af lahá- marká þorskveiðum við 280 þúsund lestir á yfirstandandi |ri. Þá mun nefndin einnig hafa orðið sammála um að gera ráð fyrir, að 100 þúsund tonn af þeim afla gengju til*3siendinga þannig að til skipta fyrir Islendinga sjálfa á yfirstandandi ári kæmu 180 þús. tonn. 100 þúsund tonna þorskaflakvóti fyrir útlendinga - 180 þús. tonn fyrir okkur Sú tillaga hefur einnig verið rædd á fundum nefndarinnar og er sett fram i frumhugmyndum hennar að draga eigi úr sókn i þorskstofninn með þvi að banna allar þorskveiðar nema með handfærum og á linu frá 15. mai i ár og fram til 15. september. Þá hefur nefndin einnig rætt að banna með öllu veiðar með flot- vörpu frá 15. mai nk. og til ára- móta. Alþýðublaðið hafði i gær tal af Matthiasi Bjarnasyni, sjávarút- vegsráðherra og spurðist fyrir um þessar hugmyndir. Ráð- herra sagðist enn ekki hafa fengið tillögur nefndarinnar, en þeirra væri von á næstunni. Sagðist ráðherra ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hefði tillögurnar i höndunum. Alþýðublaðinu er kunnugt um, að þessar hugmyndir nefndarinnar um aigert bann við togveiðum á þorski i fjóra mánuði i sumar hafa spurst út ineðal útvegsmanna og fisk- verkenda. Hafa einkum Vest- firðingar, Norðlendingar og Austfirðingar mikið við þær að athuga og halda þvi m.a. fram, að hugmyndirnar virðist vera sniðnar algerlega með hags- muni útgerðarmanna af suð- vesturhorni landsins fyrir aug- um. Þar eru aðallega gerðir út bátar ásamt stórum togurum, sem veiða mjög ufsa og karfa. Á vetrarvertið, eða fram til 15. maí, fá bátarnir á suð-vestur- horninu um 85—90% af ársafla sinum á þorski, en yfir sumar- mánuðina, þegar banna á þorskveiðar nema á handfæri og linu skv. umræddum hugmynd- um, eru minni bátarnir á Suð- vesturlandi að humarveiðum en þeir stærri við veiðar á loðnu. Þá hefur einnig verið á það bent, að mikið af þorskafla bát- anna af Suð-vesturlandi sé verkað i skreið og i salt þannig að vinna við verkun þess afla, sem þessir bátar fá á vetrarver- tið, fari fram meira og minna allt suinarið. A Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum er ástandið hins vegar allt annað. Þaðan eru gerðir út fjölmargir minni skut- togarar, sem stunda þorskveið- ar allt árið um kring og þessi skip fá allt upp i 1/3 hluta þorsk- afla sins yfir sumarmánuðina, á þeim timum, þegar banna á slikar veiðar skv. hugmyndum þeim, sem ræddar hafa verið i nefndinni. Þótt þessi skip vildu þá snúa sér að öðrum veiðum, t.d. á ufsa og karfa, er viða á þessum stöðum engin verkunar- aðstaða fyrir slikan fisk, á Vest- fjörðum mun t.d. ekki vera til nema ein flökunarvél fyrir karfa. Þá er einnig meginhlut- inn af þorskafla þessara lands- hluta unninn i frystihúsum og þvi verkaður nokkurn veginn jafnóðum og aflinn berst að landi. Yrðu þorskveiöar með botnvörpu og flotvörpu þvi bannaðar I fjóra mánuði á þessu ári myndi þvi öll vinna i frysti- liúsum i þessum landshlutum leggjast niður og fjöldaatvinnu- leysi fylgja i kjölfarið. Munu nefndarmenn eitthvað hafa rætt afleiðingar sliks og þvi hjálp- ræði helzt hreyft að bæta fólkinu á þessum stöðum upp atvinnu- tapið með auknum fram- kvæmdum i hitaveitumálum og vegamálum, en að sjálfsögðu er ekki gert ráð fyrir neinu sliku i fjárlögum islenzka rikisins. Alþýðublaðið hefur haft tal af nokkrum útvegsmönnum og fiskverkendum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og hafa þeir allir heyrt um þessar hugmyndir stjórnunarnefndar- innar. Lýstu þeir þungum á- hyggjum sinum ef þær næðu fram að ganga og sögðust ekki sjá betur, en að þær væru mið- aðar við það, að útvegsmenn og fiskverkendur á suð-vestur- horninu hefðu allt sitt á hreinu. ,,Ef þetta nær fram að ganga er verið að hafa endaskipti á öllu landinu”, sagði einn þess- ara manna við Alþýðublaðið. Annar tók þannig til orða, að hann sæi ekki betur, en að slikar tillögur ef framkvæmdar yrðu hlytu að lciða til uppreisnar sjó- manna og fiskverkafólks á Norðurlandi, Austfjörðum og Framhsld á bls. ; Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar skelfingu lostnir Fulltrúar atvinnurekénda ammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmai^mmmmmmmmmmm tefia framgang samninga! „Það hefur ekkert breytzt i sarnningarnálunurn frá þvl i gær- kvöld,” sagði Björn Jónsson i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Björn benti á, að vinnuveitendur hefðu lýst þvi yfir, að þeir gengju að tillögu sáttasernjara i aðal- atriðurn, rneð þeirri undan- tekningu þó, að sarnningstirninn yrðilengri. Þetta reyndist þó ekki eina undantekningin,, þvi at- vinnurekendur settu einnig frarn skilyrði, sern Aiþýðusarnbandi hvorki gat né vildi ganga að. Þetta skilyrði var það, að sérrnál- in yrðu algerlega tekin úr hönd- urn einstakra félaga og hópa, þannig að þessi sérrnál yrðu rædd einungis af aðalsarnninganefnd- inni. Þá visuðu atvinnurekendur algerlega á bug sérákvæðurn er hefðu einhvern aukinn kostnað i för rneð sér. Af þessu rná glöggt sjá, að at- vinnurekendur hafa litinn hug á, að ræða þessar tillögur sátta- sernjara, sern þó eru langt frá þvi að vera aðgengilegar fyrir verka- lýðshreyfinguna. A hinn bóginn finnst ýrnsurn, að tirni sé til korninn að fulltrúar vinnuveit- enda hætti að draga raun- verulegar viðræður á langinn rneð sýndarrnennskuviðbrögðurn, sern þeir sjálfir vita að verka- lýðshreyfingin getur alls ekki gengið að. Allt frá þvi viðræður rnilli Al- Frh. á bls. I 'i VATNSELGUR OG VÍNSKORTUR setti svip sinn á þennan fjórða dag allsherjarverkfallsins hjá æði mörgum borgarbúum i dag. Við vorum á ferð um mánnlitla miðborgina og tókum fólk tali — og segjum frá því á blaðsiðum 12 og 13 i blaðinu i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.