Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 3
Mðtmæla tek- inni stefnu í samningagerð í gær var haldinn mjög f jölmennur fundur á vegum sjómanna i Vestmannaeyjum, þar sem skiptaprósentan og breytingin á sjóða- kerfinu var m.a. til um- ræðu. Fundurinn mót- mælir mjög harðlega þeirri stefnu, sem hefur verið tekin i samnings- gerð um niðurskurð á skiptaprósentu og þeirri stefnu, að útvegsmenn hirði allt það, sem til sjómanna ætti að koma frá breytingu sjóða- kerfisins. Auk þess telur fundurinn að ógjörning- ur sé fyrir sjómenn að skrifa undir kjarasamn- ingaánþess aðalmennt fiskverð liggi fyrir og þeir sjái svart á hvitu hver fiskverðshækkunin er á hverri fisktegund fyrir sig. Fundurinn lýsti einnig yfir fullum stuöningi viö samstarfs- neftid sjómanna, sem var kosin þegar flotinn fór i land siöastliöiö haust, og voru fundarmenn al- gjörlega sammála nefndinni i þeim málum, sem hún hefur beitt sér fyrir. Voru þessar áiyktanir samþykktar einróma. FYRIRBURDADEILD HEFUR STARFSEMI Fyrir skemmstu tók tii starfa sérstök deild innan Fæðingar- deildar Landspít. og annast hún það verkefni að veita hjúkr- un og þjónustu þeim nýburð- um, sem kunna að vera i hættu, vegna þess að þeir hafi fæðzt fyrir timann eða af öðrum or- sökum. Þegar á fyrstu starfsdögum deildarinnar komst heimingur rúmanna i notkun, og væri hægt að fylla hvert rúm ef þörf krefði. Því er deildin ekki nýtt nema til hálfs, að enn er ekki kominn allur sá tækjabúnaður, sem gert er ráð fyrir, og einnig þarf að þjálfa starfsfólkið við þessar nýju aðstæður. Deildin verður einskonar gjörgæziu- deiid fyrir ungbörn, bæði þau sem sjá dagsins ijós of fljótt og einnig þau sem þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Páll Sigurösson, ráöuneytis- stjóri, tjáöi blaöinu, aö visir að svona deild hefði verið á fæð- ingardeildinni görnlu, en nú væri verið að taka i notkun rnun betur búna deild, bæði að tækjurn og allri aðstöðu, Þá sagði Páll að Gunnar Biering, barnalæknir, hefði unnið rnanna rnest að rnótun þessarar nýju deildar og hefði hann verið rneð i ráðurn frá þvi að hafizt var handa urn að korna henni á laggirnar. Páll sagði, að ein hæð nýju Fæðingardeildarinnar væri enn ófullgerð og ekki væru öll tæki kornin til landsins, en vænta rnætti þess að deildin yrði full- búin og forrnlega opnuð ekki seinna en i rnai i vor. Blaðið ráðgerði að fá að taka myndir á hinni nýju deild, en vegna þess að hún er ekki að fullu tekin til starfa og ekki er kominn allur tækjabúnaður sem þar verður notaður, fékkst ekki heimild til þess. Myndin sýnir sex mánaða gamalt barn á sjúkrahúsi i Sviþjóð, og var barnið aðeins um 25 cm langt við fæðingu.Nýja deildin mun m.a. sinna börnum eins og þessu. Mynd sem þessa er hægt að fá simsenda utanlandsfrá og liða aðeins um 4-5 klukku- stundir frá þvi að hennar er óskað, þar til hún kemur til landsins. Þetta er góð þjónustu, en hún er dýr, t.d. kostar svona mynd u.þ.b. 16 þúsund krónur. Tveir klipptir þrátt fyrir verndina Með ákveðni og lagni halda varðskipin áfram að klippa trollin frá brezkum togurum, þrátt fyrir flota verndarskipa. Varöskipm BaldurogTýrlosuðu tvo togarana við veiðarfærin með klukkustund- ar millibili i gærdag og fengu freigátur og dráttarbátar ekki að gert. Brezku togurunum hefur farið fækkandi og er komið uppgjafahljóð i skipstjóra þeirra vegna stöðugrar áreitni varðskip- anna. Það var um klukkan 13.30 I gær, að Baldur kom að togaranum Artic Vandal H 344, þar sem hann var að veiðum 42 sjómilur norð- austur frá Rifstanga. Þarna voru þrir aðrir togarar undir vernd freigátunnar Bachante. Skip- herra Baldurs lék á freigátuna og losaði Vandalann við trollið. Eftir það kom skipun frá yfirmanni Bachante til hinna þriggja um að hifa inn vörpurnar samstundis, sem þeir og geröu. Liðlega klukkustundu siðar kom svo Týr að togaranum Lumeda FD 134, þar sem hann var að veiðum 38 sjómilur norð- austur frá Langanespunkti. Þarna var freigátan Scylla til staðar ásamt dráttarbátnum Loydsman. En það stöðvaði ekki Guðmund Kjærnested, sem renndi klippunum i sjó og klippti á báöa togvira Lumeda. Ekki hafði veriö gripið til róttækra að- geröa gegn varðskipunum, þegar siðast fréttist, en almenn reiði var meðal togaraskipstjóranna brezku út i freigátumenn. A friðaða svæðinu út af Langa- nesi voru 25 brezkir togarar aö veiðum i gær. Tveir voru svo að toga á Hvalbakssvæðinu og þvi samtals 27 togarar á miðunum. — SG I HREINSKILNI SAGT Landverndarmál. Ekki væri eðlilegt að búast við, að deilur þeirra búnaðar- málastjóra og skógræktar- stjóra hefðu farið framhjá landsmönnum yfirleitt. Bæði er, að hér er um stórmál að ræða, og það hefur heldur ekki verið rekið af neinni sérstakri hógværð sizt af hálfu hins fyrrtalda. Samt virðist mér, að um þessar deilur hafi verið hljóðara en hófi gegnir, vegna eðli málsins. Það er auðvitað ekki ný bóla, að menn með andstæðar skoðanir deili og sjáist ekki ætið fyrir. En þegar öllu er á botninn hvolft er hér um að ræða áhrifamenn, sem telja sig stefna að svipuðu marki, og þá má nú fyrr vera en að svo greini á um leiðir, sem raun er á. Báðir þessir menn eru vel menntaðir, hvor á sinu sviði, svo að litii ástæða er til að ætla að talað sé eins og karlinn i tungl- inu væri skyndilega búinn að fá málið og væri mikils máls þörf. En ef miða ætti við samræður þeirra i sjónvarpsþætti, er hætt við að fáir hafi orðið fróðari. Skógræktar- stjóri áréttaði svo röksemdir sfnar i gagn- merku erindi sem raunar hefur verið endurtekið i útvarpi, og þar færði hann fram álitleg tök fyrir þvi, að landið hefði löngum verið rányrkt, bæði með fellingu skóga og kjarrs og þó einkum með ofbeit búpenings, sérstaklega hrossa og sauð- fjár. Þess hefðu nú mætt vænta, að búnaðar- málastjóri, sem hóf skothrið að skóg- ræktarstjóra með óvenju gifuryrtum mál- flutningi rétt eftir áramótin, væri þess al- búinn að leggja fram sin gagnrök. En þetta hefur hvorki komið fyrir augu né eyru almenningssvo vitað sé. Samt er nú ekki um neitt hégómamál að ræða, þvi það varðar hvorki meira né minna en hvaða stefna skuli uppi höfð um landbún- aðarmál i nútíð og framtið. Þar sem hér er um að ræða elzta at- vinnuveg landsmanna, sem rekstur á er engan veginn óumdeildur á annan veg, mætti ætla, að forkólfur þeirrar atvinnu- greinar teldu sér skylt að leggja fram eitt- hvað annað en marklitil stóryrði um horf- ið, sem siglt er. Flestír skynbærir menn viðurkenna, að gróðurlendilandsins fari á hæli, og þvi þurfi til að gripa haldbærra ráða, til að snúa þeirri óheillaþróun við, og i það minnsta freista að halda i horfinu. Rétt er, að gripið hefur verið til nokkurs mótvægis s.s. með þvi að bera á afrétti og sá grasfræi i auðnir. En það virðistþvi miður vanta það, sem við á aö éta. Það virðist skorta algerlega, eða þvi sem næst, skipulagðan grundvöll undir aðgerðirnar. Einhverntima hefur nú verið gerð sómasamleg rannsókn á ómerkara máli hér á landi. Það væri vissulega verðugt efni fyrir búnaðarþing, sem nú er að setjast á laggirnar, að þrýsta á að slik rannsókn yrði gerð og undinn bráður bugur aö. Þá væri þó einhver von um, að menn, sem telja sig stefna að sama marki, eyði ekki kröftum i stóryrtar deil- ur. Við stöndum nú frammi fyrir þvi, aö sauðfjáreign lantísmanna er orðin meiri en áður. Þvi er það fullkomin þörf að kÍDP.a i spottann ef Hákon hefur rétt fyrir sér, að þessvegna horfi til frekari landauðnar af ágangi. Hafi Halldór Pálsson hinsvegar á réttu að standa, að áburðurinn, sem búféð skilar i hagana frjóvgi þá meira en nemur eyðingunni, hefur hann vissulega unnið stórfellt afrek. Varla er hægt að komast hjá þvi að álykta, að þar hafi honum tekizt það, sem uppgötvunarmenn allra alda Eftir Odd A. Sigurjónssorr glimdu löngum við, að finna upp einskonar eilifðarvél! 1 þessu efni, til að klæða landið. Slikt ætti ekki að liggja i láginni og myndi örugglega bera hróður okkar æði vitt um heimsbyggðina, að maklegleikum. Trúlegt er, að við slikt glæddist aö nýju von þeirra, sem mestar áhyggjur hafa af þvi, að erfitt verði að brauðfæða mannkynið á komandi timum! Halldór búnaðarmálastjóri má vissu- lega gjörst um þetta allt dæma. Frá blautu barnsbeini var hann alinr. upp i námunda viö girðingu milli afréttar og heimalanda, og á eflaust mörg sporin á barnsskónum um það svæði. Kunnugt er, að fé leitar, þegar haustar að, mjög að þeim farartálmum og stanzar við þá, sem eru milli heimahaga og afrétta. Ef kenn- ing hans um frjóvgun haga er rétt, liggur auðvitað i hlutarinseðli, að einmitt þarna væri að finna og sjá sterkan og kjarnmik- inn gróður! Samt er það trúa min og raunar reist á nokkurri reynslu frá fyrri árum, að ef hann tæki sig til og gengi um þessar gömlu „anganlendur”, yrði honum engin þörf á að taka undir með skáldinu. sem forðum kvaö er það gekk um heima- haga. „Hugann grunar við grassins rót, gömul spor eftir litinn fót." Ræktun eða rányrkja Þriðjudagur 24. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.