Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 5
U ÞEIR VERÐUR T BEIN(( fullum fangelsum og vantar brýnustu nauðsynjar, en i stað þeirra er þar að finna gnægð margvislegra tóla til þess að pynta fólk með. Óhugnanlegasti þáttiirinn i kúgunarkerfi Uruguay er þó kerfisbundin noktun pyndinga, þar er einskis svifiztog hugvits- samlegustu aðferðum er beitt. Fólk er sett klofvega á egg- hvassa stöng og henni siðan ruggað, látið standa hreyfingar- láust langtimum saman án þess að fá næringu af neinu tagi, brennt með logandi vindlingum ; ilfinninganæmum stöðum, td. kynfæri og aðra vibkvæma staði, meinað um svefn, gefin lyf sem valda vanliðan, deyfi- lyf og ofskynjurnarlyf auk margvislegra sálrænna pynt- inga. Þann mánaðartima, sem i hönd fer, mun Amnesty International vinna að ein- hverjum viðamestu aðgerðum sinum á alþjóðasviði til að vekja athygli heimsbyggðarinnar á pyntingum og öðrum brotum gegn mannréttindum i Uruguay. Dreift er áskorunar- skjali um óháða rannsókn á ofbeldi Uruguaystjórnar. Annar tilgangur herferðarinn- ar er sá að koma af stað umræð- um um vandamál þessi við sem flesta embættismenn i Uruguay og það þrátt fyrir rikjandi rit- skoðun. í þeim tilgangi skrifa Amnestyfélagar um viöa veröld einstökum yfirvöldum og borgaralegum stjórnvöldum með það fyrir augum, að þeim verði kynnt hverjar áhyggjur heimsbyggðin hefur af þessum málum, og þær vonir, sem menn gera sér um að grundvallar mannréttindi verði tafarlaust virt á ný að þvi er þegna Uruguay varðar. Félagar Amnesty i 60 löndum taka þátt i herferð þessari, en einnig er leitað stuðnings fjöl- margra annarra einstaklinga og stofnana, þ.á.m. starfsstétta, kirkjufélaga, verkalýðssam- taka, verzlunarmanna, kenn- ara, námsmanna, þingmanna og blaðamanna. Á myndinni sést hvernig pyntingameistarar i fangelsum stjórnar Uruguay rifa neglur af föngum sem hafa það eitt til saka unnið að hafa aðra skoðun á velferð lands sins en stjórnarherrunum i Montevideo er þóknanleg. Myndin er tekin af sviðsetningu sem gerð er eftir lýsingum fólks sem sloppið hefur úr greipum glæpamannanna. Hér sést ein aðferðin sem notuð er i fangelsum i Uruguay til þess að fá fanga til þess að leysa frá skjóðunni um pólitiskar skoðanir sinar. „Söku- dólgurinn” er látinn hanga eins og á myndinni sést, langtimum saman og fær raflost eftir þráðunum sem sjást, þar til þeir missa meðvitund. Jafn- skjótt og þeir fá meðvitund aftur þá er tekið til við það á nýjan leik að hleypa straumi á þræðina. „Sannleikurinn” skal út með góðu eða illu. GUAY - fyrsta velferðarríki Ameríku nú undir ógnarstjórn Ordenez hóf viðtækar og rót- tækar þjóðfélagsumbætur, Varð Uruguay fyrsta vclferðarriki Suöur-Ameriku og gjarnan kallað „Sviss” Suður-Ameriku vegna stöðuleika i stjórnmála- og efnahagslifi og almennrar velsældar. Upp úr 1965 tók að halla mjög undan fæti. Þá hækkaði verðlag mikið og ólga fór vaxandi á vinnumarkaði. Bilið breikkaði ört milli auðugra og hinna efna- minni og bein fátækt og örbirgð fór að verða áberandi. Skæru- liðar — Tupomaros — fóru að láta að sér kveða i Uruguay eins og annars staðar i rómönsku Ameriku á þessum árum, örvaðir af sigri Fidels Castros á Kúbu. t nóvember 197,1 voru haldnar I Uruguay sögulegar kosningar, sem i raun mörkuðu upphaf þeirrar ógnarstjórnar, sem nú rikir í landinu. Um langan aldur höfðu tveir stjórnmálaflokkar verið allsráðandi i landinu, hinir „hvitu” — Blancos- og hinir „rauðu” — Colorados. A þeim var ekki teljandi hugmynda- fræðilegur munur. Báðir voru fremur ihaldssamir og báðir höfðu innan sinna vébanda frjálslynd og vinstrisinnuð öfl. Fyrir þessar kosningar gengu þessi öfl i lið með samsteypu- fylkingu ýmissa — samtaka vinstra megin við miðju, kristi- legra demókrata, sósialista, kommúnista og annarra. Þessi samsteypa, „Breiðfylkingin” eða Frente Amplio bauð fram i kosningunum 1971 i fyrsta sinn til þess að reyna að hnekkja valdastööu gömlu flokkanna. Þingið, sem kom saman i árs- byrjun 1972, reyndist marglitt mjög i pólitik og sundurþykki cftir þvi. Klofningsarmar úr flokkunum Colorado og Blanco greiddu tiðum atkvæði með full- trúum Frente Amplio svo að forsetanum, J.M. Bordeberry úr Coioradoflokknum, gekk illa að fá fylgi meirihluta þing- manna. Þetta ástand notfærði yfirstjórn hersins í landinu sér til að ná auknum völdum. Með orðtækið „deildu og drottnaðu” að leiðarljósi ólu hershöföingjar á sundrungunni i þinginu og kynntu undir eljjunum i flokkun- um Colorado og Blanco til að veikja enn stöðu forsetans og gera hann sér háðan. Þeir fengu þvi framgengt, að þingið lýsti yfir striðsástandi til að ráða niðurlögum Tupamaros-skæru- liða og hófu siðan að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Þeir kröfðust þess, að einstakir þing- menn yrðu sviptir þinghelgi svo að unnt væri að lögsækja þá og draga þá fyrir herrétt. Þegar þingmenn loks sameinuðust um að stinga við fótum gegn vax- andi yfirgangi hersins neyddu yfirmenn hans forsetann til að leysa þingið upp — 27. júni 1973 — og setja þess í stað á laggirnar 25 manna ríkisráð. Þvi var meöal annars fengið það verkcfni að semja nýja stjórnarskrá og tilkynnti forset- inn, að kosningar, sem sam- kvæmt áætlun átti að halda i nóvember i ár, yrðu ekki fyrr en stjórnarskráin væri fullbúin. Með daglegan rlkisrekstur fer nú Bordeberry forseti ásamt ráðherrum, sem hann velur að vild. Forseti cr einnig yfir- maður öryggisráðs rikisins en i þvi sitja nokkrir valdir ráðherr- ar og yfirmenn hersins. Samtimis þvi sem herinn tók að seilast til vaida á stjórn- málasviðinu lét hann einnig efnahagsmálin til sin taka. Þau voru þá i slæmu horfi og hafa sizt batnað. Árið 1974 voru þrettán gengisfellingar i Uruguay og smásöluverð hækkaði á þvi ári um meira en 77%. Stjórnin reyndi að mæta áhrifum veröbólgunnar með 83% hækkun almannatrygginga það ár en vaxandi verðbólga og samdráttur i efnahagslifinu hefur aukið misrétti milli þegna þjóðfélagsins. Gjaldeyrisstaða landsins fer stöðugt versnandi og halli eykst i utanrikisvið- skiptum, ekki sizt vegna of- framleiðslu á kjöti i ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu og ef nahagskreppunnar þar siðasta ár, scm valdiö hefur meira en hclmings verðlækkun á kjöti frá Uruguay. A árinu 1974 var útflutningur Uruguay mestur til Braziliu, Vestur Þýzkalands, Argentinu og Sovétrikjanna. Innflutningur var þá mestur frá Argentinu, Braziliu, Bandarikjunum og Vestur-Þýzkalandi. Frá því þingið i Uruguay var leyst upp sumarið 1973 hafa ibú- ar landsins búið við hreina ógnarstjórn. Allir flokkar i Breiðfylkingunni nema kristi- legir demókratar voru bannaðir i árslok 1973 og eru menn dæmdir i 2ja til 8 ára fangelsi fyrir það eitt að hafa verið félagar i þeim. Forystumenn fylkingarinnar sættu ofsóknum svo og margir forystumenn frjálslyndra úr gömlu flokkun- um tveimur. Sumum tókst að flýja land, aðrir voru hand- teknir: sumum þeirra hefur verið leyft að fara úr landi aðrir eru enn i fangelsum. Samtimis voru öll verkalýðsfélög bönnuð og forystumenn þeirra ofsóttir, fangelsaðir án dóms og laga og pyntaðir. Þeim aðferðum, sem fram til ársloka 1973 var fyrst og fremst beint gegn Tupa- maros skæruliðum og öðrum samtökum, sem héldu uppi vopnaðri baráttu gegn stjórn- völdum. hefur á siðustu tveimur árum verið beint gegn öllum andófsmönnum i þjóðfélaginu, hvar i flokki eða stétt sem þeir standa. Herferð Amnesty gegn ógnarstjórn í Uruguay: — Þriðjudagur 24. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.