Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 13
ÍR-INGAR SIG EKKI EN FYRRI Það er enginn búinn að sigra körfuknatt- leikslið fR, fyrr en dómararnir eru búnir að flauta leikinn af. Það hefur oft gerzt og gerðist einnig á sunnu- dag i iþróttahúsi Haga- skólans, þegar erki- fjendurnir fR og KR áttust við. Þegar nokk- uð var liðið á siðari hálileik, stefndi i stór- sigur KR-inga, þvi þá voru þeir komnir með 14 stiga forskot 64:50. í röðum íR-inga eru nokkrir mjög miklir baráttumenn, sem bregðast ekki á þýð- ingarmiklum augna- blikum. Leikgleði þeirra er lika slik, að hún smitar aðra leik- menn liðsins og það getur náð toppleik. Það var að vísu enginn stór- Karfan ■ Staðan i 1. deild tslandsmótsins i kör.fukn.attleik eftir leikina um helgma — og' þegar búið er að dæma Armanni 2:0 sigur i leikn- um við SnæfelÍ; ÍS-^Niarðvik '63:65 KR e 1R 82:85 ". Snæfell Ármánii 0:2 Ármaúh 10 10 0 ; 928": : 736. 20 iR 10. 8 2 902: :770 16 Njafðvik : io 6 4 798: : 771 12 KR '8 5; 3' 703: : 628 10 i "S ■ - ■ 10. ■•4 6 . 784; : 823 . 8. Valur io .3 '7 ; 811: :848 6 Fram 9 2- 7 '597: : 694 4 Snæfeíl : 9 0 9; 507: : 760 . 0 Stigáhæstu menn: Jímmy Rogers , Arm. 258 Curtiss Carter. KR 235 Bjarni Gunnar, ÍS 223 Kristinn Jörundss.lR 205 Næstu leikir.:. Fram — KR, Armann — Valur, ÍR — Fram og Snæfeii — Njarðvik um næstu helgi. GÁFU FREKAR DAGINN kostlegur leikkafli, sem íR-ingarnir náðu i lok siðari hálfleiks, en hann nægði vissulega til þess að leggja daufa KR-inga að velli. Loka- tölur leiksins urðu 85:82, fyrir ÍR. Liðin hafa oft leikið betur en þetta. Það var eins og þau væru búin að gefa upp alla von um að ná Ármenningum á stigum, og þar með hreppa íslandsmeist- aratitilinn i körfuknattleik. Jafnvel hinn skapmikli leik- maður, Curtiss Carter, eða öðru nafni Trukkurinn, var óvenju daufur, og hann vantaði greini- lega alla keppnishörku. Það gæti verið orsökin að hann gekk ekki heill til skógar i þessum leik, var eitthvað meiddur i baki. En það þurfa ekki að vera mjög övænt úrslit, þannig að IR-ingarnir nái Armenningum að stigum. Leikurinn var hnifjafn fram- an af. KR-ingarnir sigu síðan örlitið fram úr og voru þetta þremur til 8 stigum yfir. I leik- hléi var staðan 44:38 fyrir KR. KR-ingar héldu uppteknum hætti i siðari hálfleik og sigu jafnt og þétt fram úr. Um hann miðjan var staðan orðin 64:50, eins og fyrr segir, en þá urðu straumhvörf i leiknum. ÍR-ing- arnir gerðu hverja körfuna á fætur annarri, án þess að KR-ingum tækist að svara fyrir sig. Þannig náðu IR-ingarnir ekki aðeins að jafna, heldur komust þeir einnig yfir á ör- skömmum tima. Þeir voru svo þetta þrjú til fimm stig yfir, það sem eftir var leiksins. Kristinn Jörundsson var stigahæstur ÍR-inga með 22 stig. Jón bróðir hans var með 20 stig, og aðrir gerðu minna. Trukkurinn var að vanda stigahæstur KR-inga. Hann gerði 36 stig, en hann átti afleitan leik I vörninni og gaf þvi nokkuð af þessum 36 stigum til baka. Hljóta meiðslin að hafa háð honum, og hann þvi ekki beitt sér sem skyldi i vörninni. l.S. og U.M.F.N. háðu harða og jafna baráttu i iþróttahúsi Kennaraháskólans siðastliðinn laugardag. Njarðvikingar unnu með tveimur stigum 65:63. Leikurinn var bæði jafn og skemmtilegur og mátti ekki muna miklu, að sigurinn lenti hjá I.S. Þeir höfðu 2 stigum yfir, þegar um 50 sekúndur voru til leiksloka. En UMFN fengu 4 siðustu stig leiksins. Kári Marisson var bezti maður Bjarni Jóhannsson var iðinn við að skora fyrir KR gegn ÍR, einkanlega i fyrri hálfleik. En hann datt niður seinni partinn i siðari hálfleik, eins og flestir aðrir i liðinu. Hér gerir hann tvö af 21 stigi sínu i leiknum. U.M.F.N. og stigahæstur, með 22 stig. Hann var llka, að öllum öðrum ólöstuðum, bezti maður vallarins. Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson voru stiga- hæstir hjá ÍS með 18 stig. Snæfell og Armann áttu að leika upp á Skaga á laugardag- inn. Þegar Armenningarnir komu þangað, var engan Stykk- ishólmsbúa að finna í iþrótta- húsinu. Var leikurinn þvi dæmdur tapaður fyrir Snæfell. Armenningar halda þvi enn sinu striki I 1. deildinni. Hafa leikið 10 leiki og unnið alla. 1R kemur svo einnig með 10 leiki, en hefur tapað tveimur leikjum. Snæfell er svo gott sem fallið of- an i 2. deild. STÍGANDI K0MINN í ÚRSLIT í BLAKINU Einn leikur var háður i 1. deild lslandsmótsins I blaki um helgina, þá léku á Laugar- vatni U.M.F. Biskupstungna og Vikingur. Vikingarnir unnu auöveldlega 3:1 og eru þar með komnir i 2. sætið i deild- inni með 10 stig, en tveimur leikjum fleiri en tþróttafélag stúdenta sem einnig hafa fengið 10 stig. Annars er staðan þessi: stie 1S 5 5 0 15:4 10 Vikingur 7 5 2 17:9 10 UMF Laugd. 6 4 2 16:8 8 Þróttur 5 2 3 8:11 4 UMFBisk. 7 16 6:18 2 ÍMA 4 0 4 0:12 0 B-riðli. Urslit eru þau að Stlg- andi, sem er skipað piltum frá iþróttakennaraskólans Laugarvatni, sigraði Viking B. og eru ar með öruggir i þriggja liða úrslit, um það hvaða félag kemst i 1. deild að ári komanda. Breiðablik vann Þrótt B. 3:1 og ÍS. B. lið vann USK 3:1. Staðan i 2. deildinni er þvi Þróttur B 3 12 5:7 2 Skipaskagi 2 0 2 1:6 0 Þriðji riðillinn er lika i 2. deild. Hann er leikinn fyrir norðan en við höfum engar fréttir af honum. I 2. deild voru háðir þrir leikir, einn I A-riðli og 2. I þessi: A-riðill C Stigandi 5 5 0 a 15:2 Vikingur B. 4 2 2 8:7 H.K. 4 2 2 7:8 S.K. 5 0 5 2:15 í B-riðli Bre iðablik 4 3 1 10:5 ts 3 2 1 7:5 Pressan Landsliðið I handknattleik mun leika gegn liði sem iþrótta- fréttaritarar hafa valið, og verður leikurinn á miðviku- dagskvöldið. Lið iþróttafrétta- mannaer þannig skipað: Mark- verðir: Birgir Finnbogason FH, og Guðmundur Ingimundarson Gróttu. Aðrir leikmenn eru: Þórarinn Ragnarsson FH, Guðmundur Árni Stefánsson FH, Geir Hallsteinsson FH, Stefán Halldórsson Vikingi, Guöjón Magnússon, Val, Bjarni Guðmundsson Val, Hannes Leifsson Fram, Pétur Jóhannesson Fram, Hörður Kristinsson Armanni og Hörður Sigmarsson Haukum, Þetta mun verða ágætis æfing fyrirlandsliðið sem heldur utan I vikunni, þar sem það mun leika landsleiki við Luxem- burgarmenn þann 28. febrúar og Júgóslava 7. marz i undan- keppni Olympiuleikanna. Fyrir leikinn mun lið iþrótta- fréttaritara og lið dómara leika. Þróttur stöðvaði ekki skrið Gróttu Nokkur barátta var i leik Þróttar og Gróttu i Laugardals- höllinni i fyrrakvöld. Þrátt fyrir það var það nánast formsatriði að ljúka leiknum. Grótta sigraði enn einn leikinn, og sigurinn var nokkuð stór, eða nánar tiltekið 25:18. Leikurinn var jafn lengst framan af og það var ekki fyrr en á lokamlnútunum sem Gróttumenn gerðu út um leik- inn. Staðan i leikhléi var 14:12 fyrir Þrótt. Lið Gróttu var nokkuð jafnt, og skar sig enginn verulega úr. Arni Indriðason var drjúgur að vanda, en hann lék ekki mikið i siðari hálfleik. Björn Pétursson var markahæstur með 8 mörk, Arni og Magnús Sigurðsson gerðu báðir 5 mörk, Krist- mundur og Georg Magnússon 2 hver, og þeir Björn Magnússon, Gunnar LúðviksSon og Axel Friðriksson eitt mark hver. Fyrir Þrótt skoruðu Bjarni Jónsson 5, Friðrik Friðriksson 3, Halldór Bragason, Svein- laugur og Konráð Jónsson tvö hver, og Björn V. eitt. Meiri breidd að færast í kvennahand- knattieikinn Kvennahandknattleikurinn er orðinn mun jafnari en áður hef- ur verið. Valur og Fram hafa nær einokað Islandsmótið I meistaraflokki kvenna undan- farin ár — einkum Valur — og hafa mótin verið nánast einvigi á milli þessara liða. Nú virðist hins vegar vera orðin breyting á. FH er að koma upp með mjög sterkt lið, og einnig Armann, og er langt þvi frá aö Fram og Val- ur geti bókað sér sigur gegn þeim eins og þau hafa gert til skamms tima, nema siður sé, og það geta Valsstúlkurnar lika sagt okkur eftir tvo siðustu leiki sina. Fyrsttöpuðu þær fyrir FH 10:15 og á sunnudag töpuðu þær fyrir Armenningum I Laugar- dalshöllinni 15:12. Armannsstúlkurnar voru nær allan timann yfir og áttu mark- vörður Armanns, Magnea Magnúsdóttir og Erla Sverris- dóttir mjög góðan leik. Fram tók þvi forystuna I mót- inu með þvi að sigra Breiðablik nokkuð létt 17:9. Þriðji leikurinn var svo á milli KR og Keflvikinga og lauk hon- um með sigri KR 14:12. Þriðjudagur 24. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.