Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 4
■rm H ’ U| Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á hinar ýmsu legudeildir Borgarspitalans. Nánari upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu i sima 81200. Reykjavik, 19. febrúar 1976 BORGARSPÍTALINN Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu norðurlandabókmennta Fyrri úthlutun 1976 á styrkjum til útgáfu norrænna bók- mennta i þýðingu á aðrar norðurlandatungur fer fram á fundi úthlutunarnefndar 6.—7. maí nk. Frestur til að skila umsóknum er til 15. MARS NK. Tilskiiin umsóknareyðu- blöð og nánari uppiýsingar fást i menntamáiaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber að senda til N ABOLANDSLITTER ATURGRUPPEN , Sekretariatet for nordist kultureit samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamáiaráðuneytið 18. febrúar 1976. RITGERÐA SAMKEPPNI Sjómannadagsráð og ritnefnd Sjómannadagsblaðs- ins efna til ritgerðasamkeppni meðal almennings og hefur ákveðið að veita ein verðlaun að f járhæð kr. 100.000 fyrir bestu ritgerð að mati dómnefndar um eftirfarandi ritgerðarefni, enda fullnægi rit- gerðin lágmarkskröfum að öðru leyti: 1) Sjómannsstarfið og gildi þess fyrir þjóðarbúið, og hvernig best verður unnið að eflingu sjómanna- stéttarinnar. 2) Sjóminjasafn, hvernig best verði unnið að söfnun og varðveislu sjóminja, sem nú eru sem óðast að glatast, og hvernig unnt sé að f jármagna byggingu fyrir Sjóminjasafn. Ritgerðin skal vera 6 til 10 vélritaðar síður og má taka fyrir báða flokkana, eða annan þeirra. Verk- ef ninu skal skilað fyrir kl. 14,00 þann 25. marz 1976 áskrifstofu Fulltrúaráðs Sjómannadagsins, Hrafn- istu, Reykjavík, og skulu ritgerðirnar merktar dul- nefni, ásamt sammerktu umslagi er geymi hið rétta nafn höfundar. Sjómannadagsblaðið birtir verðlaunaritgerðina og eru ritlaun innifalin í verðlaunafénu. Aðrar ritgerð- ir, sem berast kunna má blaðið einnig birta og greiðir þá kr. 15.000 í ritlaun. Dómnefnd skipa eftirgreindir menn: Gils Guð- mundsson, alþingismaður, Guðmundur H.Oddsson, skipstjóri og Ólafur Valur Sigurðsson, stýrimaður. öllum er heimil þátttaka. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 [a?þýóu| oALLIR SKUL SYNGJA, ELLA Amnesti International hóf sl. föstudag víðtæka herferð gegn pyntingum og meiriháttar brotum gegn mannréttindum í Uruguay. Samtökin byggja kæru sína gegn skoðanakúgun i þessu ríki með því að birta skrá með nöf num 22 karla og kvenna sem Amnesty telur að hafi látizt í höndum pynt- ingarmanna í Uruguay frá í maimánuði 1972 þar til í nóvember 1975. Samtökin sendu skrá þessa til Bordaberys for- seta í des. s. I., ásamt beiðni um að hlutlaus rannsókn mætti fara fram, en þessari beiðni hefur ekki verið svarað, enn sem komið er og ekki eru taldar miklar líkur til þess að það verði. Síðan lokið var að taka saman skrána, hefur frétzt að tveir til viðbótar hafi INTERNATIONAL ,,Ég fyrirlit skoðanir þinar en ég er reiðubú- inn til að láta lif mitt i sölurnar fyrir rétt þinn til að tjá þær.” Voltaire. Amnesty International sam- tökin voru stofnsett árið 1961 i krafti þeirrar sannfæringar, að sérhver maður eigi rétt til að hafa og tjá skoðanir sinar og jafnframt beri honum skylda til að veita öðrum samskonar frelsi. AMNESTY INTERNATIO- NAL hefur að stefnumiði að hvarvetna sé framfylgt Mann- réttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna,, og ennfremur: 1) vinnur að þvi að fangar, sem sitja I fangeisi vegna skoðana sinna verði leystir úr haldi, og veitir þeim eða fjöl- skyldum þeirra aðstoð svo sem þörf krefur, 2) berst gegn dauðarefsingu, og hvers konar pyndingum eða slæmri meðferð á hverj- um, sem fangelsaður er, hafð- ur i haldi eða hindraður á ann- an hátt i trássi við fyrirmæli Mannréttindayfirlýsingarinn- ar. Hér er átt við þá, sem fang- elsaðir eru, hafðir i haldi eða frelsi þeirra skert á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingunum eða takmörkunum sökum skoðana sinna, litar- háttar, tungu eða trúar, að þvi tilskildu að þeir hafi ekki beitt ofbeldi eða stuðlað að þvi. AMNESTY INTERNATIO- NALtekur ekki pólitiska eða trúarlega afstöðu, og starfar ekki á vegum rikisins i neinu landi. Samtökin eiga ráðgef- andi aðild að Sameinuðu Þjóð- unum, UNESCO, Evrópuráð- inu, Einingarsamtökum Af- rikurikja og Einingarsamtök- um Amerikurikja. AMNESTY INTERNATIO- NAL er fjármagnað af með- limagjöldum landsdeildanna og starfshópum innan ýmissa Ianda, og af áskriftar- og styrktarframlögum einstak- linga um viða veröld svo og með frjálsum framlögum. AMNESTY INTERNATIO- NAL hefur innan sinna vé- banda landsdeildir i 31 landi með nær 1600 starfshóp- um.Sérhver starfshópur fær 3 fanga að „skjólstæðingum”, og eru þeir valdir á grundvelli landfræðilegs og pólitisks jafnvægis til að tryggja hlut- leysi samtakanna. Innan Is- landsdeildarinnar starfa nú 2 hópar. AMNESTY INTERNATIO- NALgerir út sendinefndir til þeirra landa sem sérstök þörf er á að fylgjast með, og sendir fulltrúa sina til viðræðna við rikisstjórnir þeirra. Samtökin senda einnig fulltrúa sina til að fylgjast með réttarhöldum, þegar nauðsynlegt þykir, og kleift er. Samtökin hafa sam- band við fanga og fjölskyldur þeirra, til að veita þeim að- stoð, sé þess kostur. AMNESTY INTERNATIO- NAL lýtur stjórn alþjóðlegs ráðs, sem kemur saman ár- lega. Ráðið skipa fulltrúar landsdeildanna og meðlimir alþjóðlegu framkvæmda- nefndarinnar. Ráðið kýs árl. i framkvæmdanefndina, en meðlimir hennar bera ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu aðalritarans i London. Martin Ennals er aðalritari AMNESTY INTERNATIO- NAL. látizt af völdum pyntinga í fangelsun^ ríkisstjórnar Uruguay. 1 janúar sl. taldi Amnesty, að pólitiskir fangar i Uruguay væru nær 6000, eða einn ibúi af hverjum 450. A hinn bóginn er fimmtugasti maður I landinu i her eða lög- regiu. , t árslok 1975 fóru fram fjölda- handtökur og voru milli 600 og 700 manns sviptir frelsi sinu, aðallega stuðningsm enn kommúnistaflokksins en hann var bannaður. Félagar i Amnesty höfðu eftir yfirmanni 13. herdeildarinnar” að allir myndu þeir „syngja”, ella yrði hvert bein i þeim malað”. t þessu landi heitir það að „syngja”, þegar menn erú látn- irleysa frá skjóðunni, með góðu eða illu. Meðal þessara fanga eru verkamenn, læknar, fyrr- verandi þingmenn, námsmenn, verkalýðsforingjar, lögmenn og kennarar. Þeim er haldið i yfir- Uruguay er minnsta sjálf- stæða riki Suður Ameriku, 177.508 ferkm. að stærð. 1. júli 1974 var íbúafjöldi samkvæmt manntali rúmar þrjár miljónir. Höfuðborg landsins er Montevideo: þar býr um helmingur landsmanna. Tungu- mál er fyrst og fremst spænska. Aðalatvinnuvegur kvikfjár- rækt: ennfremur mikil jarð- rækt: hveiti, mais, hrisgrjón, hafrar o.fl. Iðnaður er einkum tengdur þessum atvinnugrein- um en málm- og gúmmiiðnaður fer vaxandi. Ferðamenn eru þriðja helzta gjaldeyristekju- lind Uruguay, næst á eftir kjöti og ullarvörum. Urugay var fram eftir öldum bitbein Spánverja og Portúgaia og átti það sinn þátt i að efla sjálfstæðisvitund og baráttu iandsmanna. Arið 1830 varð landið sjálfstætt lýðveldi en harðar innanrikisdeilur, póli- tiskar væringar og vígaferli og cfnahagslegt öngþveiti einkenndu fyrstu áratugi þess. A árunum 1911-1915 urðu þátta- skil í sögu Uruguay, þegar þá- verandi forseti Jose Batile Y JP Alþýðublaðið Þriðjudagur 24. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.