Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 8
Á stjórnarheimilinu Ummæli Roy Hattersley, aðstoðarutanrikisráðherra Breta, um islenzku rikis- stjórnina við erlenda frétta- menn eru að sjálfsögðu dóna- skapur. Hann lýsir þvi yfir um rikisstjórn, sem hann hefur átt viðræður við, að hún sé sjálfri sér sundurþykk og að forsæt- isráðherra hennar, Geir Hall- grimsson, fái ekki hljómgrunn fyrir skoðunum sinum i eigin rikisstjórn. í orðunum liggur, að ráðherrar hins stjórnar- flokksins, Framsóknarflokks- ins, beiti sér gegn vilja og skoðunum Geirs Hallgrims- sonar og fái hann, þótt dugleg- ur sé og hugrakkur að þvi er Hattersley segir, ekki rönd við reist. Ekki er nú beinlinis lik- legt að svona dónaíegar og ótimabærar yfirlýsingar verði til þess að bæta sambúð is- lenzku og brezku stjórnanna, eða hvað myndi Hattersley segja, ef islenzkir ráðherrar, sem við hann hafa rætt, færu að lýsa persónulegu áliti sinu á honum i viðtölum við er- lenda fréttamenn? Hitt er svo annað mál, að vel getur verið, að erlendir við- mælendur islenzku rikis- stjórnarinnar hafi veitt þvi at- hygli, að ekki sé allt með felldu á stjórnarheimilinu. ís- lendingar hafa fyrir löngu veitt þvi ath. að mikil tog- streita, jafnvel persónuleg óvild, virðist rikja milli ein- stakra ráðherra i rikisstjórn- inni. Það fer t.d. ekkert á milli mála, að Ólafur Jóhannesson setur sig ekki úr færi með að óvirða forsætisráðherra Geir Hallgrimsson. Auðvitað er það i fyllsta máta eðlilegt, að Ólaf geti greint á við Geir Hall- grimsson, en þegar svo er komið, að ráðherra i einni rik- isstjórn er farinn að tjá for- sætisráðherra sinum afstöðu sina til mikilvægra mála i út- varpsþætti eða leikur sér að þvi að setja óvænt ofan i við forsætisráðherra i ræðum á alþingi þá er það a.m.k. vis- bending um að þeir geti ekki ræðzt við með eðlilegum hætti og ef formaður annars stjórn- arflokksins getur ekki rætt við hinn með öðrum hætti en þess- um, þá er eitthvað meira en litið að i stjórnarsamvinnunni. Það var aldrei neitt laun- ungarmál, að Ólafur Jó- hannesson ætlaði sér forsætis- ráðherraembættið i núverandi rikisstjórn og naut til þess stuðnings sumra flokksmanna Geirs Hallgrimssonar, sem er i nöp við hann. Þegar sú ráða- gerð fór út um þúfur má segja að hafizt hafi það ósamlyndi milli ráðamanna stjórnar- flokkanna, sem hefur aukizt og margfaldazt allar götur siðan. Það hreinlyndi og sá samvinnuvilji, sem eru for- sendur þess að samstarf geti tekizt milli flokka um stjórn landsins hafa þvi aldrei verið fyrir hendi hjá núverandi rik- isstjórn. Þar hafa rikt tor- tryggni, .iðsjár, óhreinlyndi og nú siðast nánast persónuleg óvild milli einstakra manna. Auðvitað hlýtur slikt ástand að hafa illvænleg áhrif á störf rikisstjórnar hver svo sem hún er, enda hefur svo verið. Og samstarf, sem reist er á slikri afstöðu, er byggt á sandi og aðeins timaspursmál, hvenær þvi lýkur. Virðist nú flest benda til þess, að endir- inn sé skammt undan. Þokar í samkomulagsátt Talsvert virðist hafa miðað i samkomulagsátt i samninga- viðræðum aðila vinnumarkað- arins nú um helgina. Náðst hefur samkomulag um ýmis mikilvæg samningsatriði — þ.á.m. um stórmál eins og lif- eyrissjóðamálið og um hluta- skipti á loðnubátum og minni skuttogurum. Einnig virðist ýmislegt benda til þess, þegar þetta er ritað, að samkomulag sé að nást eða hafi náðst um hvernig skuli leysa sérkröfur hinna ýmsu sambanda. Meginatriði samningsgerð- arinnar er þó enn óleyst — hver sjálf kauphækkunin eigi að vera og hvemig tryggja eigi varðveizlu þess kaup- máttar, sem um verður sam- ið. Þessi tvö atriði eru auðvit- að meginviðfangsefni samn- ingsgerðarinnar og þó nokkuð hafi miðað i áttina með sam- komulagi um önnur atriði er ekki þar með sagt, að vinnu- deilan sé að leysast. Menn vona að sjálfsögðu það bezta, en þó er ekki ástæða til þess að fyllast of mikilli bjartsýni þvi meginviðfangsefnið er óleyst enn og enn getur það gerzt, sem verður til þess að draga samkomulag á langinn þótt sérhver íslendingur voni að unnt verði að ganga frá samn- ingum i þessari viku. MíisIm IiV PLA STPOKAVE R KSMIQJ A SW 82439-82455 Grensásvegi 7. Box40M - RayVJavk Pípulagnir Hafnarfjarðar Apótek Tökum að okkur alla Afgreiðslutlmi: pipulagningavinnu Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. iöggildur Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: pipulagningameistari 74717 og 82209. Upplýsing^simi 51600. 1111111111111111! IÞAÐ ER SAMSTAÐA | í ÞESSARI BARÁTTU m - Rætt við Eðvarð Sigurðsson formann Dagsbrúnar Eövarö Sigurösson, formaö- ur Dagsbrúnar, var þeirrar skoöunar, aö enn væri mikiö verk óunnið i samningamál- unum. Aö visu virtist sem búiö væri aö hreinsa aö mestu sér- kröfumálin og þaö fæli aö sjálfsögöu i sér mikil útgjöld. Þaö, sem nú lægi fyrir, væri fyrst og fremst rauðu strikin svonefndu eöa sjálf prósentan. —■ Telur þú aö verkalýös- hreyfingin muni nú ná sama kaupmætti launa og var i fyrra.” Eövarö sagöist telja þaö á- kaflega skakkt hugsaö, bæöi af atvinnurekendum og rlkis- valdinu, aö gera aöeins ráö fyrir einu rauöu striki I þess- um samningum. Augljóst væri, aö meö slikum vinnu- brögöum væri beinlinis stefnt aö þvi, aö launamisrétti færi hraövaxandi. Um launakjörin sagöi Eð- varö almennt: „Þetta er allt i sliku lágmarki, að segja má, aö þaö geti ekki staðizt lengur einsog nú er. Þaö er ekki hægt aö skeröa launin meira en gert hefur verið”. Þá benti Eðvarð á, aö verkalýðshreyfingin heföi lagt á þaö áherzlu, aö unniö væri aö þvi aö draga úr veröbólgunni. Ef vilji heföi verið til slikra hluta hjá at- vinnurekendum og rikisvald- inu, þá hefði ekki staðiö á verkalýöshreyfingunni. En þegar ljóst væri, aö hugur fylgdi ekki máli, hvorki frá hendi atvinnurekenda né rik- isvaldsins, þá væri ekkert fyr- ir verkalýöshreyfinguna að gera annað en fylgja eftir kröfunum meö verkfalli. Þó sagðist Eövarö telja, að rikis- stjórnin heföi sýnt einhver viðbrögö siðustu daga, að þvi er varöaöi deiluna. Eövarö sagöist telja, aö þriðjudagurinn myndi ef til vill skera úr um þaö, hvort deilan leystist fyrir helgi eöa þá einhverntima I næsta mán- uöi. Eövarö lagöi áherzlu á, að mjög mikil samstaöa væri i þessu verkfalli innan verka- lýöshreyfingarinnar og hinna einstöku verkalýösfélaga, enda heföi ekki veriö um neitt annaö aö gera en fylgja kröf- unum eftir meö verkfalli. ,,AÖ visu finnst engum gaman aö fara i verkfall, en fdlk sér bara, aö það er ekkert annaö aö gera eins og nú horfir,” sagði Eövarö Sigurösson aö lokum. BJ lllll 1 llllllllllli Heldur upp á fimmtugsafmælið með frumsýningu á Pétri Gaut á Húsavík Einn af þekktustu og vinsælustu listamönnum þjóðarinnar er fimmtugxir i dag. Hvort sem les- endur trúa þvi eöa ekki, er um aö ræöa Gunnar Eyjólfsson, leikara, en hann litur ekki út fyrir að vera degi eldri en 35 ára. Gunnar heldur upp á afmæliö meö frumsýningu á Pétri Gaut noröur á Húsavlk, sem Leikfélag Húsavikurhefur æft siðustu vikur undir leikstjórn Siguröar Hallmarssonar. Ekki er þetta i fyrsta sinn, sem Gunnar Eyjólfs- son fer meö þetta vandasama hlutverk. Hann hefur -glímt við Péturá fjölum Þjóöleikhússins og ennfremur var verkiö flutt sem jólaleikrit útvarpsins nú i vetur. Má fullyrða, aö Húsvikingar eru öfundsveröir að hafa fengið svo frábæran listamann til liðs viö sig, þegar þeir takast á viö þetta stórvirki. Þaö er hreinn óþarfi aö kynna Gunnar Eyjólfsson fyrir lesend- um. Hann hefur I áratugi veriö einn af okkar fremstu leikurum og leikstjórum. Hann var fastráö- inn til Þjóöleikhússins áriö 1958 og hefur auk þess leikiö i sjón- varpi og kvikmyndum. Eiginkona Gunnars er Katrín Aradóttir cand. phil. Alþýöublaðið óskar hinum siunga listamanni til ham- ingju meö afmælið. —SG »Vekur hjá manni grun um að verðlagsþróunin eigi eftir að vaða áfram launþegum í óhag« Framhald af forsíðu andi um útlit og horfur i samn- ingamálunum: „Eftir að sáttatil- lagan kom fram siðastliöið laug- ardagskvöld, um 1% launahækk- un gegn þvi aö allar sérkröfur stéttarfélaganna, sem ekki var þá þegar búiö að semja um, skyldu teknar út af blaöinu, þóttust ýms- ir ef til vill sjá lausn vandamáls- ins framundan. Svo geröist þaö, aö Verkamannasambandið hafn- aöi algerlega þessu boöi sátta- nefndarinnar og i þvi stappi stendur enn”. Björn Jónsson, forseti ASl, sagöi I gær, aö hann vonaöi, að sérkröfuvandamálið væri senn mikiö til leyst. Hann sagðist þó ekki geta sagt ákveðið um þaö, hvort nú væri skapaður grund- völlur fyrir frekari viöræður, sem slöar leiddu til endanlegs samkomulags. Hann sagöist þó vera vongóöur meöan eitthvað miöaöi áfram. Hinu væri ekki að leyna, aö enn væri mjög margt ó- leyst og sumt af þvl væri fjarri þvi aö gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Björn sagðist ekkert geta sagt um það, hvenær hann héldi, að deilan mundi leysast, enda væru engin sérstök, mikilvæg rök, sem hægt væri aö tilfæra um það, að lausnin væri I nánd. Jafnvel þótt sérkröfurnar gangi saman, er eftir aö ræöa önnur mjög mikilvæg atriöi, s.s. kaup- gjaldiö, rauðu strikin og lág- launauppbætur. „Svona hlutir veröa ekki afgreiddir á einu vet- fangi eins og allt er I pottinn bú- iö,” sagöi Björn Jónsson. Jón Karlsson, formaður Al- þýðusambands Norðurlands, var ef til vill bjartsýnni en margir aörir verkalýösleiötogar á Loft- leiöahótelinu I gær. Jón sagði meöal annars: „Þaö er enginn vafi á þvi, að það er aö rakna úr mjög alvarlegum hnút og á ég þar viö tillögur sátta- nefndar varöandi sérkröfur sér- sambandanna.” Enda þótt vandamálin væru ekki öll leyst, sagöist Jón telja, aö þeir væru komnir yfir erfiðasta hjallann. Jón sagöist telja, aö til- laga sáttanefiidarinnar varöandi sérkröfurnar væri mjög snjöll, en hún er I meginatriöum fólgin i þvi, að samböndunum var gefinn kostur á eins prósent kauphækk- un sem þau máttu siöan ráöstafa á þann hátt, sem þau töldu heppi- legast, hvert um sig. Jón sagöi, aö þeir fyrir noröan notuöu þetta aðallega til þessaö færa fiskvinn- una upp. Jón Karlsson sagöi, aö h»i». mættu þakka fyrir, ef þeir næöu samningum, sem fælu i sér svipuö kjör fyrir verkafólk og voru á slö- astliönu ári. Guömundur J. Guðmundsson sagöi, aö tillagan frá sáttanefnd varðandi 1% ráöstöfun til sam- bandanna væri mjög óréttlát aö þvi er varöaöi Verkamannasam- bandiö, þar sem um væri aö ræöa timakaupsmenn, sem auk þess heföu lægstu launin og oft mjög stopula vinnu. Þaö væri þess vegna augljóst mál, aö þetta fólk þyrfti aö fá raunverulega og verulega lagfæringu sinna mála og það miklu fremur en ýmsir aðrir hópar, s.s. iðnaðarmenn. Þá taldi Guömundur mjög ó- eölilegt aö binda þetta við pró- sentu þvi vissulega þyrftu þeir Ræða Benedikts — framh. af bls. 7 efnahagsaögeröa sem gætu komiö I staö og gert sama gagn og miklar krónuhækkanir kaupsins. í þessu sambandi er fróðlegt að leiöa hugann rúmlega áratug aftur I timann. Þá sat að völdum rikisstjórn Bjarna Benedikts- sonar, viðreisnarstjórnin svo- nefnda. Henni tókst að gera viö- tækt samkomulag um ráöstaf- anir I efnahagsmálum við verkalýöshreyfinguna og af- stýra þannig um sinn stórátök- um á vinnumarkaðinum. Þá brunnu húsnæðismálin hvað mest á almenningi, og var gert samkomulag um stórfelldar ibúðabyggingar fyrir frum- kvæöi rikisins og I samvinnu við verkalýösfélögin. Þúsundir manna búa nú i góðum og til- tölulega ódýrum ibúðum, sem eru ávöxtur af þessu júnisam- komulagi, eins og þaö hefur ver- ið kallað. Þegar nú Alþýðusambandiö bauö fram tillögur slnar og hug- myndir um efnahagsmál i byrj- un desember, gafst rlkisstjóm- inni tækifæri til aö gera annað júnlsamkomulag, gripa til margvislegra efnahagsráöstaf- ana, er heföi létt lífsbaráttu launþega og dregiö verulega úr misrétti, en foröað þjóöinni frá þeim átökum, er nú hafa dunið yfir. Þvi miður bar rikisstjórnin ekki gæfu til aö skilja, hvillkt tækifæri henni bauöst, og hún missti af þvi. Tillögurnar voru ræddar stuttlega og undirtektir ráöherranna voru litlar sem engar, að þvi er fory stumönnum Alþýöusambandsins fannst. Þróun þessa máls varö að mestu mistökum, sem rlkis- stjórnin hefur gert, og ekkert gat hindraö verkföllin, þar eö þetta tækifæri var ekki notaö. Ríkisstjórnin hefur það eitt sér til afsökunar, aö landhelgis- málið hafi tekið mikinn tlma á þessum sömu vikum. Þaö er aö sjálfsögöu rétt, en þaö er ekki boöleg afsökun. Ráöherrar eru sjö talsins og ráögjafar þeirra legió, svo aö þaö var óverjandi að vanrækja kjaramálin eins og gert var. Og stæöum viö ekki sterkari I landhelgismálinu, ef friður rlkti i landinu og þjóðinni hefN auðnazt aö leysa vanda- mál tekjuskiptingar og annan efnahagsvanda eins og þroskuö þjóð með rlka ábyrgöartilfinn- ingu á aö gera. Nú er komiö sem komiö er. Verkföll standa yfir og reynt er að ná samkomulagi um hóflegar kauphækkanir til viöbótar þeim árangri, er náöist i lifeyrismál- inu. Hvaö er verkalýösfélögunum óhætt að fara fram á, án þess að þau hætti á aö valda stóraukinni verðbólgu? 1 stefnuræðu sinni i upphafi þings I októbermánuöi sagöi forsætisráöherra þetta: „Horfur um hag þjóðarbú- skaparins eru nú þannig, að kjaraákvaröanir fyrir næsta ár geta aðeins miöazt við þaö aö tryggja núverandi rauntekjur heimilanna og fulla atvinnu.” Til þess aö þetta gerist, þurfa kauphækkanir að sjálfsögöu að vera eins miklar og þær verö- hækkanir, sem fram koma á næstu mánuðum fram eftir ár- inu. Sú miölunartillaga, sem sáttanefnd lagöi nýlega fram, nær ekki þeim tölum og gerir þvi ráö fyrir, aö rauntekjur heimilanna falli niöur fyrir þaö, sem þær voru seint á siöasta ári. Var ekki eðlilegt, aö verkalýös- félögin gætu sætt sig við þaö meö tilliti til yfirlýsingar for- sætisráðherra. Rikisstjómin missti af gullnu tækifæri til aö geta nýtt júni- samkomulag og fyrirbyggja þau verkföll, er nú standa yfir. Það voru mikil mistök og fyrir þau uppsker ríkisstjórnin van- traust landsmanna, þótt ekkert væri annað. Sjálfstæöisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa áö- ur setið saman i rikisstjórn 1950—56. Þá komu fram svo sterkar andstæöur milli flokk- anna aö samstarfiö varö aldrei heilt og slitnaöi tvivegis upp úr þvl, þegar eitt ár var eftir af kjörtimabili. Ætli þaö fari ekki eins að þessu sinni. Þeir treysta ekki hvorir öörum, og þvi getur þjóöin ekki treyst stjórn þeirra. Ræða Gylfa — framhald af bls. 7 margfalt alvarlegri en þá og auk þess komin til skjalanna ný vandamál, sem þá voru óþekkt ogenginn létsértil hugar koma, að upp gætu komiö. Hafi nokkurn tima veriö þörf á styrkri, samhentri og heiðar- legri stjórn á tslandi, þá er þaö nú. Þaö þarf aö stuðla aö sann- gjarnri lausn vinnudeilnanna, sem nú geisa, vlötækustu vinnu- deilna, sem um getur i sögu þjóöarinnar. Auövitað er hér fyrs t og fremst um aö ræöa mál aöila vinnutuga hafa rikis- stjórnir átt hlut aö máli, er deil- urnar hafa leystst. Engin rlkis- stjórn hefur fram til þessa veriö jafnathafnalitil I þessu efni og sú, sem nú situr. Það verður að draga úr veröbólgunni og við- skiptahallanum viö útlönd, þaö verður að hafa hemil á útgjöld- um rikissjóös og erlendri skuldasöfnun, það veröur aö tryggja atvinnuvegunum traustan grundvöll aö starfa á, svo aö öruggt sé, aö allir hafi verk að vinna. Á tæplega tveggja ára starfsferli sinum hafa núverandi stjórnarflokkar sýnt, að þeim er um megn aö leysa þetta verkefni. En siðast en ekki sizt er nauð- synlegt, aö þjóðin glati ekki trú á það, að hún búi i réttarriki. Is- lendingar ætlast til þess, aö komiö veröi i veg fyrir starf- semi einstakra afbrotamanna og afbrotamannahópa. Hún krefst þess, að þau sakamál, sem nú eru á döfinni, verði rannsökuö niöur i kjölinn, og ekki slegið þar slöku við, heldur hafður á fyllsti hraði, samtimis þvi auövitaö, aö réttaröryggis sé gætt. Takist ekki að upplýsa þau mál, sem um er aö ræöa, og sjái almenningur ekki svart á hvitu, að þeir, sem sekir kunna aö reynast, hljóti sinn dóm, hef- ur islenzkt þjóöfélag hlotiö þaö sár, sem seint mun gróa. Þaö er skylda ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og fremst dómsmálaráð- herra, að auövelda rannsóknar- lögreglu og dómstólum störf þeirra aö þessum málum meö þvi að láta þeim I té alla þá viö- bótarstarfskrafta, sem þeim eru nauðsynlegir, en opinber- lega hefur verið undan þvl kvartaö, aö skortur á starfs- kröftum tefji rannsóknarstörf- in. Þjóðin vill láta vinna af hörku og alvöru gegn skattsvik- um og smygli, flkniefnaviö- skiptum og fjársvikum, en ekki með neinum vettlingatökum. Ef rikisstjórnin léti hendur standa fram úr ermum I þessum efn- um, heföi hún stuöning allra góöra manna á landinu. Til þess að geta tekizt með ár- angri á viö mikil vandamál, er ekki nóg aö hafa aö nafninu til mikinn meiri hluta á Alþingi. Stjórnvöld þurfa að hafa vit og vilja til þess að leita samstöðu við þau þjóöfélagsöfl, sem geta stuðlað aö þvi, aö snúa óheilla- þróun i æskilegar framfarir, og hafa samstarf viö þau. Nú þarf samstaðan og samstarfið aö vera víðtækara en nokkru sinni fyrr, þvi aö nú er þjóöinni ekki aðeins efnahagsvandi á hönd- um, heldur siðferðilegur vandi. Spurningin er nú ekki aöeins um það, hvort hér eigi aö kom- ast aftur á heilbrigt efnahags- kerfi. Spurningin er einnig sú, hvort okkur tekst að halda uppi ótviræðu réttarriki á Islandi, hvort við megnum að varðveita siðgæðisgrundvöll þjóöfélags- ins, og þar með sjálfsviröingu okkar. En án þess verða allar kjarabætur og allar efnahags- framfarir litils viröi, þegar til lengdar lætur. Ég á enga ósk heitari, þjóö minni til handa, en að takast megi að efla efnahagskerfiö, varöveita réttarrikið og treysta það siögæði, sem þjóöfélag okk- ar veröur aö byggjast á og and- leg heill okkar er undir komin. lægst launuöu mesta lagfæringu. Hér væri þvi veriö aö stiga spor afturábak frá því sem veriö heföi. Aö vlsu væru þeir búnir aö fall- ast á þessa málsmeðferö, en þaö heföu þeir „ekki gert skilyröis- Jón Ingimarsson laust”. Um áframhaldiö vildi hann ekki segja fleira, aö sinni. Guömundur lagöi áherzlu á þá skoöun sina, aö ísland væri oröiö láglaunaland og þaö þýddi ekkert fyrirmennað loka augunum fyrir þeirri staöreynd. Misskipting þjóöartekna væri áberandi og færi þar aö auki vaxandi, aö þvi er sér virtist. Þá væri einnig ljóst aö ómarkviss fjárfesting undan- fariö heföi sett sinn svip á efna- hagsástand og afkomu almenn- ings i landinu. Aö lokum var Guömundur J. Guömundsson spuröur um þaö, hvort hann teldi, aö fulltrúum ASI mundi takast aö fá þaö miklar kjarabætur, aö lifskjör almenn- ings yröu aftur svipuö þvi sem var á siöastliönu ári. Þessu svar- aöi Guömundur hiklaust játandi. „Við göngum alveg út frá þvl, aö svo veröi. Annars er þaö mál enn aö mestu óleyst. Rauðu strikin, kauptryggingin og láglaunabæt- urnar eru stóru málin, sem enn eru órædd.” 1 tilboöi sáttanefndar er reynd- ar einungis talað um eitt rautt strik. Umþaðsagöi Guðmundur á þessa leiö: „Tregöa atvinnurek- enda á þvi aö fallast á fleiri rauö strik vekur þann grun hjá manni, aö verölagsþróunin eigi eftir aö vaöa áfram launþegum I óhag.” Jón Þorsteinsson, sem sæti á I samninganefndinni, sagöist telja, aö nokkuö heföi miöaö áfram til samkomulags sl. sólarhring. Jón sagöi, aö nú væri veriö aö ljúka viö sérkröfur einstakra félaga og Björn Jónsson landssambanda og að þvi loknu mundu þeir snúa sér aö hinum sameiginlegu sérkröfum ASl. „Þegar hinum sameiginlegu sérkröfum lýkur, veröur fariö að tala um hina endanlegu kaupf jár- hæö, lengd samningstima, rauö strik og láglaunabætur,” sagöi Jón Þorsteinsson. Jón Þorsteinsson sagöi, aö þaö væri bagalegt, aöyfirleitt kæmist engin hreyfing á samningaviö- ræöur fyrr en verkföll væru i nánd. Jón H. Bergs sagöist vera held- ur bjartsýnn með ástandið, enda þótt ekki væri endanlega búiö aö ganga frá sérkröfunum hjá öllum aöilum. Jón sagöist telja aö tillaga sáttanefndarinnar varöandi 1% til ráöstöfunar, heföi veriö góö hugmynd, sem i þaö minnsta hefði komiö hreyfingu á málin. „Okkur virtist einmitt vera nokk- uö mikill ágreiningur milli ein- stakra starfshópa I þjóöfélaginu um það hvernig ætti aö fara með sérkröfurnar, t.d. varöandi taxta- tilfærzlur, aldurshækkanir og ýnisa slika hluti, sem geta haft mikil útgjöld i för með sér. Um þá launasummu, sem þarna kæmi til skiptingar, þ.e.a.s. 1%, sagði Jón á þessa leiö: „Þaöreiknastaf launafúlgu, sem er 50—60 miljarðar, þannig aö þarna er um að ræöa skiptingu milli ýmissa launaflokka á sirka 500—600 miljónum króna. M.ö.o. landssamböndin hafa fengið aö gera tillögur um þaö hvernig þeir vildu að þeirri fjárhæö yröi skipt, sem kæmi I þeirra hlut. Þegar Jón Bergs var spuröur um afstööu sina til þess sjónar- miðs Alþýöusambandsins aö þaö þyrftu að vera fleiri en eitt rautt strik, sagði hann aö þeir væru þvi algerlega ósammála, enda væri i rauninni aöeins veriö aö semja til örfárra mánaða. BJ ULFAR JAC0BSEN Ferðaskrifstofa Austurstræti 9 Farseölar um allan hein Simar 13499 og 13491 - r a wj Innrettingar mfclMHgB húsbyggingar BREIÐÁS Vesturgotu 3 simi 25144 , •: -J KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 I // Kasettuiönaöur og áspilun, > [ [ fyrir útgeíendur hljómsveitir, 11 kóra og fl. Leitið tilboða. ' \\ Mlfa-tónbönd Akureyri /) \\P0sth. 631. Slmi (94)22134 j Dúnn Síðumúla 23 Sími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.