Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 7
þegar hún fingarinnar umfram aðra, hefur hlutskipti þess samt sem áður farið versn- andi, en margir hinna, sem allt- af bjarga sér, hafa beinlinis grætt á verðbólgunni. 'Þá hefur misrétti i skattamál- um farið sivaxandi, og er það nú svo stórfellt, að það spillir trausti manna á þjóðfélagið og dregur úr vilja þeirra til að taka á sig byrðar. Félög og fyrirtæki greiða sáralitinn og oft engan tekjuskatt, svo að dæmi sé nefnt. Þúsundir einstaklinga lifa góðu lífi en greiða engan tekjuskatt, og er þá von, að hin- um gremjist, sem skattana bera. Enn ér að nefna það misrétti I almennri aðstöðu til að bjarga sér og sinum, sem kemur fram i þvi, að fjárglæframenn skuli geta „spilað á bankakerfið” I heilan áratug og ráðskazt með milljónir af sparifé lands- manna, eins og viðurkennt hef- ur verið opinberlega. Fáir hafa orðið eins fyrir barðinuá vaxandi misrétti und- anfarinna ára og gamla fólkið, sem hefur mátt þola, að verð- bólgan æti upp lifeyri þess. Það er sannarlega ánægjulegt, að verkalýðshreyfingin skyldi nú krefjast úrbóta á þessu sviði og fá þær, enda er það þjóðfé- lagsleg skylda að gæta hags- muna gamla fólksins. Við meg- um ekki láta það bera byrðar verðbólgu og kreppu á meðan yngri kynslóðir hirða verð- bólgugróða af ibúðum, sem eru reistar að nokkru leyti fyrir sparifé eldri kynslóða. Það er spá mta, að verkföllin, sem nú standa yfir, muni vera talin merkust fyrir það, að þau voru notuð til að knýja fram veigamiklar umbætur á lif- eyrismálum til aö bæta hag lif- eyrisþega og endurskipuleggja lifeyrismál þjóðarinnar I heild. Þetta eitt er mikill árangur, sem þjóðin mun lengi njóta góðs af. Þessi árangur næst að visu með því að ganga á stóran stofn sparifjár, sem notaður hefur verið til fjárfestingar, en þann vanda verður að leysa á annan hátt. Rikisstjórnin hefur átt við mikla erfiðleika að etja, og hef- ur beitt gegn þeim hefðbundn- um hagstjórnartækjum með sorglega litlum árangri. Hitt er þó verra, að stjómarflokkarnir hafa látið það viðgangast, að I stjórnartlð þeirra hefur margs konar misrétti milli lands- manna farið ört vaxandi. Það hefur verið vaxandi mis- rétti i tekjuskiptingu. Það hefur verið vaxandi mis- rétti I skattamálum. Það hefur verið vaxandi mis- rétti milli ungra og gamalla. íki betra að vera AÐÞRENGD i samfélagi, sem er heiðarlegt, ; og heilbrigt, heldur en EFN- ÓÐ i samfélagi, sem er merg- sogið af spákaupmennsku, glæpum og misrétti? Enn er að nefna það misrétti i al- mennri aðstöðu til að bjarga sér og sinum, sem fram kemur i þvi, að fjárglæframenn skuli geta „spilað á bankakerfið” i heilan áratug og ráðskast með milljónir af sparifé landsmanna, eins og viðurkennt hefur verið opinberlega. Það hefur verið vaxandi mis- rétti milliþeirra fáu, sem kunna á kerfið, og hinna mörgu, sem bera kerfið uppi með vinnu sinni. Af þessum sökum hefur van- traust á rikisstjórninni verið mikið og farið vaxandi eftir þvi sem mánuðir hafa liöið án þess að spyrnt væri gegn slikri ó- heillaþróun. Ef rikisstjórnin vill breyta vantrausti almennings i traust, verður hún að ráðast gegn meinsemdum hins vaxandi mis- réttis og uppræta þær. En þvi hefur ekki verið að heilsa, þvi að launþegar hafa orðið að beita allsherjarverkfalli til að knýja fram umbætur, er veita gamla fólkinu nokkra vernd gegn ó- réttlæti óðaverðbólgunnar. Af hverju gerði rikisstjórnin með sinn mikla þingmeirihluta ekki þessar breytingar á lifeyris- sjóðunum fyrir ári siðan? Af hverju hefur stjórnin ekki gert umbætur i skattamálunum á tæplega tveggja ára starfs- tima? Alþýðuflokkurinn hefur flutt tillögur varðandi bæði þessi stórmál og gert grein fyrir hug- myndum sinum um þau, og það hafa raunar fleiri gert. Stjóm- arandstaöan hefur lagt fram sinn skerf, en þeir sitja eftir, sem með völdin fara. Hvað dvelur þá? Aðdragandi þeirra verkfalla, sem nú standa yfir, hefur veriö með öðru móti en oftast áður, og er mikilsvert, að allir geri sér grein fyrir þeirri þróun. Það var ijóst þegar eftir samningana i fyrrasumar, að nýir stórsamningar mundu verða nú I byrjun þessa árs. Forysta Alþýðusambands Is- lands byrjaði snemma að búa sig undir þessa samninga og ræða þær leiðir, sem fara mætti að þeim. Kaupmáttur launa hefur um tveggja ára skeið farið ört lækk- andi, svo að litill vandi var að rökstyðja miklar kröfur um kauphækkanir, jafnvel þótt ekki væri reynt að fá allt það bætt upp I einu, sem tapazt hefur. En augljóst var, að mikil bein kauphækkun á þessu ári mundi óhjákvæmilega leiöa til þess, að verðbólgan magnaðist enn meir og færi aftur upp i 50% eða svo. Sú þróun væri þjóðarógæfa og kauphækkanirnar mundu fljót- ar aö hverfa. Forustumenn Alþýðusam- bandsins völdu þvi aðra og á- byrgari leið. Þeir hófu aö undir- búa tillögugerð um margvísleg- ar þjóðfélagslegar aðgerðir, sem rikisvaldið gæti gert og mundu bæta hag launþega svo, að þeim kæmiað raunhæfum notum. Fór svo, að þessar tillögur voru ræddar og endanlega afgreidd- ar af Alþýðusambandinu um mánaðamótin nóvember/des- ember siðastliðinn. Með þessum tillögum má segja, að verkalýðshreyfingin hafi rétt fram höndina og boðizt til að taka ábyrgan þátt I mótun » FRH. Á 9. M MEGN AÐ ingar i þjóðfélaginu, og voru vinmargir og veitulir og um- gengust jafnvel áhrifamenn i stjómmálum, hafa nú orðið að sæta alvarlegum ákærum og verið úrskurðaðir i gæzluvarð- hald. Um suma gildir það, að þeir hafa fengið stórt bankalán, nokkru áður en þeir voru hnepptir i gæzluvarðhald, um aðra, að þeir hafa gefið út háar innstæðulausar ávisanir rétt áð- ur. Slikir menn hafa orðið upp- visir að nokkurra ára gömlum skattsvikum, án þess þó að hafa enn verið ákærðir, hvað þá að þeir hafi greitt hinn ógoldna skatt eða sektir. Getur hjá þvi farið, að almenning setji hljóð- an við slik tiðindi? Hvað er hér á ferðinni? Erum við ekki lent á ægilegum villigötum.? Samtlmis þvi, sem þessir ógn- vekjandi hlutir eiga sér stað, er farið að nota orðið mafia I rfk- ara mæli á Islandi en nokkru sinni fyrr. Það var sjálfur dómsmálaráðherra íslands, sem varö upphafsmaður að um- ræðunum um mafiu á tslandi. En hann notaði ekki mafiuorðið um þá menn, sem rætt var um hér að framan. Hann notaði það um aðstandendur dagblaðs hér I Reykjavik, dagblaðs, sem ýmsir telja næststærsta blað landisins, blaðs, sem i ritstjórnargreinum styður samstarfsflokk dóms- málaráðherrans i rikisstjóm. Égheld.að óhætt sé að segja, að þjóðina hafi sett hljóða, þeg- ar hún heyröi dómsmálaráð- herra sinn i rikisútvarpinu kenna aöstandendur eins aöal- blaðs þjóðarinnar viö glæpa- hringi. En öllum mönnum getur orðið á aö segja orö i ógáti, og allir eiga leiðréttingu orða sinna. Þess vegna trúðu menn varla eigin eyrum, þegar dóms- málaráðherra þjóðarinnar end- urtdk þessiorð á Alþingi daginn eftir, og meira að segja með sýnu meiri þunga. Tilkynnt hef- ur verið, að aðstandendur blaðsins og ritstjóri þess höfði mál á hendur ráðherranum, og verður þeim ekki láð það. En er nú von, að menn spyrji, einnig að gefnu þessu tilefni, hvað sé eiginlega að gerast á Islandi, hvar á vegi við íslendingar sé- um staddir? I þessu sambandi verður ekki komizt hjá að nefna, að formað- ur Framsóknarflokksins lýsti þvi yfir fyrir skömmu hér á Al- þingi, að engin fjármálatengsl væru milli flokks hans og veit- ingastaðar hér i bæ, sem gerzt hefur sekur um margvisleg af- brot. Rétt á eftir birti ein af stofnunum flokksins, Húsbygg- ingasjóður hans, yfirlýsingu um, að hann hefi átt fjárhags- viðskipti við þetta veitingahús. Þau voru vægast sagt undarleg og áttu sér einmitt stað, meðan veitingahúsið var lokað að fyr- irmælum lögregluyfirvalda og rétt áður en það var opnað aftur að tilhlutan dómsmálaráöherra. Hann hefur sagt.að hér séu eng- in tengsl á milli. Aratugalöng kynni min af Ólafi Jóhannessyni valda því, að það hvarflar ekki að mér eitt andartak, að hann segi annaö en það, sem hann veit sannast og réttast. Hitt er opinber staðreynd, að milli einnar stofnunar Framsóknar- flokksins og veitingahúss, sem þá þegar stundaði vægast sagt vafasama starfsemi, hafa átt LEVSA VANDANN „Ég á enga ósk heitari, þjóð minni til handa en að takast megi að efla efnahagskerfið, varðveita réttarrikið ogtreysta það siðgæði, sem þjóðfélag okkar verður að byggjast á og andleg heill okkar er undir komin.” Hafi nokkru sinni verið þörf á styrkri, samhentri og heiðarlegri stjóm á ís- landi, þá er það nú.” sér stað undarleg fjármálavið- skipti. er jafnskýrum mönnum og forystumönnum Framsókn- arflokksins virkilega ekki ljóst, að venjulegum borgurum, með heilbrigða dómgreind og rétt- lætiskennd, finnst, aö hér þurfi nánari skýringa? Er nema von, að menn spyrji, hvort öll kurl séu komin til grafar i þessu sambandi? Hvers vegna biður Framsóknarflokkurinn ekki sjálfur um rannsókn á þessu máli öllu, til þessað firra sig öll- um grunsemdum og sanna sakleysi sitt? Er það liklegt til þess að auka virðingu manna fyrir stjórnmálaflokkunum og efla traust á þeim, að hann skuli ekki gera þaö? Ég held, að allt þetta sem ég hefi nefnt, hljóti að verða hugs- andi mönnum á tslandi alvar- legt ihugunarefni, og það sé ein- mitt sérstök ástæða til þess aö hugleiða þessimál öll, nú þegar Alþingi íslendinga ræöir stöðu rikisst jórnarinnar hér á þingi og með þjóðinni. Þaö er gömul saga, að tveim stærstu flokkum þjóðarinnar hefur aldrei gengið vel að vinna saman. Milli þeirra rikir áratuga gömul tortryggni, og reynsla hefur margleitt I ljós, að þegar þeir standa saman að rikisstjórn, magnast sundrung innan þeirra sjálfra, sem gerir þeim erfitt aö halda á málum af nægilega mikilli festu og með nógu heilsteyptu hugarfari. Oft hefur verið við alvarleg vanda- mál að glima á Islandi, þegar þessir flokkar hafa farið með völd. Er skemmzt að minnast áranna 1950 til 1956, þegar tvær rikisst jórnir þessara flokka fóru með völd á sex árum, og sundr- uðust báðar áður en venjulegu kjörtimabili væri lokið. Þaö hafði örlagarikar afleiöingar, að þessar tvær rikisstjómir voru sjálfum sér sundurþykkar, þótt þær héfðu mikinn þing- meirihluta að baki sér. Nú eru vandamálin á öllum sviðum I FRH. Á 9. Þriðjudagur 24. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.