Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 6
Ríkisstjórninni urðu á mistök hafnaði tillögum verkalýðshrey Ræða Benedikts Gröndal við útvarpsumræður um vantraust á ríkisstjórnina í gærkvöld Herra forseti, góðir áheyrend- ur. íslendingar höfðu ekki haft innlenda stjórn i landinu i mörg ár, þegar alþingismenn notuðu fyrstrétt sinn tilað flytja tillögu t um vantraust áriö 1909. Allar götur siðan hafa tillögur um vantraust á einstaka ráö- herra eða ráðuneyti verið flutt- ar öðru hverju, og hafa fáar rik- isstjómir komizt hjá að ganga undir slfk próf. Þó er athyglis- vert, aö siðan 1911 hefur aðeins einu sinni verið samþykkt van- traust á rikisstjórn, en það var minnihlutastjórn Ólafs Thors 1950. Tillögur um vantraust hafa þvi aldrei fellt meirihluta- stjórn, heldur hefur stjórnar- andstaða beitt þeim til að knýja fram útvarpsumræður án tafar, þegar alvarleg vandamál hafa blasað við þjóðinni. A þann hátt geta stjórnarandstöðuflokkar gegnt skyldum sinum bezt og með mestri áherzlu, og af slik- um ástæðum stendur Alþýðu- flokkurinn að vantrauststillögu gegn nUverandi rikisstjórn. Eins og einn þingmaöur orð- aði það 1911 hér i þessum sama sal, gagnrýnum við rikisstjóm- ina fyrir „istöðuleysi gagnvart Utlenda valdinu og fyrir lélega stjórn og athafnaleysi innan- lands.” Ekki verður á þessu herrans ári sagt, að Islendingar búi við frið eöa farsæld. Hvarvetna blasa við okkur hrikaleg vanda- mál, sem við sjáum engan veg- inn framúr á þessari etundu. I landhelgismálinu eigum við i ófriði við voldugan nágranna, og sjómenn okkar hætta lífi sinu við gæzlustörf dag hvern. Efnahagur þjóðarinnar er svo bágborinn, að við lifum að heita má á erlendu lánsfé, og það þykir varla tiðindum sæta, þótt boðið sé út nýtt milljarðaián fyrir okkur suður i Paris. Innanlands hefur 50% verð- bólga á ári riðið húsum, valdið stórfelldri röskun á þjóðlifinu, ýtt undir spákaupmennsku og brask og stóraukiö misrétti landsmanna. Nú standa sakir þannig, að þótt launþegar fái alls enga kauphækkun, er samt vitað um 13—17% verðhækkanir fram til 1. október næstkomandi, eftir þvi hvaða stofnun reiknar Ut. Svo til öll framleiösla og mestöll þjónusta liggja niðri vegna verkfallanna, og loðnan syndir ótrufluð með landi. Bar- átta launþegasamtakanna snýst ekki lengur um bætt kjör frá þvi,semer idag,heldurfyrstog fremst að halda óbreyttum kaupmætti launa I þeirri verð- bólgu, sem þegar er sjáanleg og mælanleg framundan. A meðan öllu þessu fer fram, hefur Alþingi setið aögerðarlitið og haldið stutta fundi 5 daga vikunnar. Er þá að undra, að stjórnar- andstaðan blási I þá lúðra, sem hæst hljóma, og knýi rikis- stjórnina til umræðu frammi fyrir landslýð um það, hvert þessióheillaþróun muni leiða og hvað sé til ráða til að spyrna við henni. Tilefnið er ærið, þótt aðeins væru talin efnahags- og utan- rikismál. En fleira kemur til. Það hefur nú undanfarið kom- ið i ljós, sem kunnuga hefur lengi grunað,aöhér á landi hafa starfað viðtækir og voldugir hringar afbrotamanna, sem stundað hafa stórfellt smygl, fjármálasvindl og aðra glæpa- starfsemi, ef til vill allt til manndrápa. Enda þótt dugandi og sam- vizkusamir löggæzlumenn starfi að rannsókn þessara mála, hafa þau leitt I ljós alvar- legar veilur i dómkerfi rikisins. Þetta kerfi hefur ekki brugðizt við hinum mikla vanda með ár- vekni og festu, eins og nauðsyn- legt var. Það hefur ekki sent nauösynlegan liðsauka til að hraða og ljúka máiunum, heldur hefur það haldið á sumum þeirra með seinagangi og tregðu. Smyglmálið mikla — og allt, sem þvi fylgir — getur reynzt þjóðinni hættulegra en allt, sem ég áður nefndi, efnahagsvandi og utanrikisdeilur. Er ekki betra að vera að- þrengd þjóði samfélagi, sem er heiðarlegt, réttlátt og heilbrigt, heldur en efnuð þjóð i samfé- lagi, sem er mergsogið af spá- kaupmennsku, glæpum og mis- rétti? Afbrotahamfarir geta valdið þjóðinni meira tjóni en náttúru- hamfarir — og hvi eru ekki við- brögðin áþekk? Af hverju mætir ekki dómsmálakerfið þeim ótið- indum, sem gerzt hafa, með þvi að fjölga rannsóknarliöi, að- .skilja lögreglu og dómstóla og hindra aö málin rykfalli hjá saksóknara? Það er ógerningur að lita yfir svið islenzkra þjóðmála i dag án þess að gefa þessum málum gaum og draga þau fram, þvi enn er ekki upplýst, hvert hin sanna mafia hér á landi hefur teygt arma sina. Þaö skiptir meginmáli, að þjóðin geti borið óskorað traust til allra þátta dómsvaldsins, þegar slik mál koma fram i dagsljósið. Efnahagslif okkar Islendinga er þeim annmarka háð, að hér eru hagsveiflur meiri en gerist með öðrum þjóðum. Þvi er það, að góðæri og velmegun truflast alltaf öðru hverju af miklum efnahagserfiðleikum, þegar þjóðin verður að taka á sig þungar álögur til að rétta hag sinn. Undanfarin tvö ár hefur þung- bær kreppa gengið yfir allan hinn vestræna heim, og höfum við ekki farið varhluta af henni. Nú er sjáanlegur verulegur bati hjá mörgum öðrum þjóðum, en hér hefur sáralitil breyting orð- ið enn, og spáð er áframhald- andi erfiðleikum um sinn. Þjóðin þekkir þessar sveiflur ogallur þorri landsmanna hefur ekki skorazt undan að bera sin- ar byrðar, heldur sýnt þolin- mæði og langlundargeð. En eina kröfu gerir þjóðin til valdhafa sinna. Hún er, að byrðunum sé réttlátlega dreift og misrétti ekki aukið. Á þessu hefur orðið alvarleg- ur misbrestur i tið núverandi rikisstjórnar. Misrétti hefur farið vaxandi á mörgum sviðum og þess vegna skortir mikið á, að þjóðin beri traust til stjórn- arinnar. Það fer ekki á milli mála, að bilið milli þeirra, sem eru vel efnaðir og hinna, sem eru litlum efnum búnir, hefur fariö vax- andi. Enda þótt reynt hafi verið að hygla láglaunafólki dálitið STJÓRNARFLOKKUNUM ER U Gylfi Þ. Gislason: Þjóöinni efnahagsvandi og siðferðilegur vandi á höndum Herra forseti. Góðir Islend- ingar. 1 siðustu bók sinni „1 túninu heima”, segir Halldór Laxness: „ „Þjóðfélagið” var ekki einu sinni til þegar ég var að alast upp: við skulum vona að það sé til núna svo hægt sé að bæta það þó áritun þess sé óþekkt og ekki hægt að fara i mál við það. Um daginn spurði ég gáfaðan kunn- ingja minn hvaða félagsskapur þetta væri — hvort það væri þjóðin eða rikið, eða ríkisstjórn- in eða alþingi, kannske summan af öllu þessu? Þessi gáfaði vinur bretti heldur en ekki brúnirnar og svaraði að lokum: Ætli það sé ekki einna helzt lögreglan? Eitt er vist, að oft þegar menn tala um þjóðfélag, meina þeir striðsfélag eða ófriðarfélag, þar sem einlaígt er veriö að jagast og fljúgastá: annað ekki. Einu sinni varkotiHafnarfirði og hét Ofriðarstaðir af þvi þar bjuggu kallar sem voru einlægt i áflog- um. Betri menn skirðu bæinn uppog kölluðu Jófriðarstaði. Ef þjóðfélagið er sama ófriðarfé- lag mætti kannske skira það Jó- friðarfélagið”. Svo mörg eru þau orð skálds- ins. Skyldi hugsandi mönnum ekki koma hitt og þetta i hug, þegar þeir heyra þessi orö? Er ekki kominn timi til þess, aö menn hugleiði i alvöru, hvernig þjóðfélagið á Islandi er orðið, hvers konar þjóðfélag hefur verið að þróast á Islandi á und- anförnum árum, hvers konar gervimynd af réttlátum þjóðfé- lagsháttum og heilbrigöu rétt- arríki hér er orðið um að ræða? Þegar Alþingi ræðir tillögu um vantraust á rikisstjórn, er þá ekki einmitt rétti timinn til þess að gera nokkra úttekt á þjóðfé- laginu og stjórnarháttunum? Engum sanngjörnum manni dettur i hug, að kenna rikis- stjórn um allt það, sem aflaga fer i þjóöfélagi. En þegar við blasir annar eins glundroði og nú einkennir Islenzkt þjóðfélag, þegar sumir komast upp með að raka saman fé og svikja undan skatti, meðan eldra fólk á erfitt með að draga fram lifið, meðan augljóst er, að menn eru ekki jafnir fyrir lögunum, þannig aö réttlætiskennd heiðvirðs borg- ara ofbýður, er þá óeðlilegt, að spurt sé, hvort stjórn landsins hafi reynzt vanda sinum vaxin? Við skulum byrja á þvi að lita stuttlega á efnahagsmálin. A síðast liðnu ári var hér 45-50% verðbólga, sem hefur þó, sem betur fer, farið nokkuð minnk- andi. Hún brennir á báli veru- legan hluta af sparifé lands- manna. En jafnvel sú verð- bólga, sem nú er hér, hefur ekki þekkzt nema með frumstæðum þjóðum, sem búa annað hvort við stjórnleysi eða spillt stjórn- arfar. í hópi sllkra rikja er menningarþjóðin íslendingar nú komin. Og hvernig er háttað viðskiptum þjóðarinnar við önn- ur lönd? 1 fyrra var viðskipta- halhnn við útlönd 22 milljarðar. Um siðastliðin áramót höfðu Is- lendingar safnað skuldum er- lendis, sem námu 73 milljörð- um. Innan fárra ára verðum viö að greiða fimmtu hverja krónu, sem viö öflum okkur með út- flutningi, i afborganir og vexti af erlendum skuldum. Skyldi nú ekki þetta allt sam- anhafa valdið þvi, aö stjórnvöld rönkuðu eitthvað við sér og tækju að beita aðsjálni I með- ferð rikisfjár, sameiginlegs fjár okkar allra, landsmanna? Ekki aldeilis. A siðast liðnu ári var greiðsluhalli rikissjóðs yfir fimm milljarðar. Um áramótin var skuld rikissjóðs við Seðla- bankann hvorki meiri né minni en 10 milljarðar. t fyrra varð rlkissjóður að greiða Seðla- bankanum 900 milljónir króna i vexti og afborganir af skulda aukningu á þvi ári. En skyldi þá ekki þetta botn- leysi i efnahagsástandinu hafa opnað augu rikisstjórnarinnar fyrir því, að fyrirhyggju þurfi að gæta varðandi opinberar framkvæmdir. Ekki er þvi held- ur að heilsa. Skal eitt dæmi nefnt þvi til sönnunar, málefni Kröfluvirkjunar. Hér skal látið liggja milli hluta, að mikið skortir á, að tæmandi og skýr grein hafi verið gerö fyrir vafa- sömum viðskiptaaðferðum i sambandi við undirbúning þess- ara framkvæmda. Hins vegar skal bent á nokkrar staðreyndir I sambandi við virkjunina. Á þessu ári er gert ráð fyrir þvi, aö rflúsframkvæmdir, sem fjár-. magna á með lánsfé, nemi tæp- um 10 milljöröum. Rikisstjórnin aflaði sér skömmu fyrir jól • heimildar til þess að nota rúma 4 milljarða af þessari fjárhæð vegna Kröfluvirkjunar, og er þar um að ræða stærstu fram- kvæmdina, sem áætlaö er, að kosta muni alls um 7 milljarða króna. Kröfluvirkjun er byggð af þrem aðilum: Kröfluvirkjun- arnefnd, sem er skipuð út frá stjórnmálasjónarmiöum og byggir orkuverið, Jarðhitadeild Orkustofnunar, sem borar og » virkjar gufuholur, og Raf- magnsveitum rikisins, sem byggja háspennulinur og sjá um orkuflutninginn. Hins vegar hefur enn engin ákvörðun verið tekinumþað.hvaða aðilieigiað reka þetta risafyrirtæki. Það kann að eiga sér eðlilegar skýr- ingar. Hitt er alþjóð eflaust ekki kunnugt, að engin rekstrar- eða greiðsluáætlun er til um þetta risafyrirtæki fram i timann. Slikt hefur aldrei áður gerzt I sambandi við meiri háttar virkjunarframkvæmdir hér á landi, og er vafalaust einsdæmi með þjóðum, þar sem telja má sómasamlegt stjórnarfar og efnahagskerfi. Þvi hefur verið marglýst opinberlega af sér- fræðingum, að framleiöslugetan verði fyrstu árin langt umfram rafmagnsþörfina, jafnvel þótt Austurland verði tengt virkjun- inni. Afleiöingin er augljós: - Annað hvort gifurlegur rekstr- arhalli eða geysihátt rafmagns- verð. En hvað varðar pólitiska spákaupmenn um slikar stað- reyndir? Þeir eru I kapphlaupi um að eyða sem mestu fé i framkvæmdir i sinu kjördæmi. Og þó er ekki öll sagan sögð með þessu. Hörmulegar náttúru- hamfarir hafa valdið þvi, að vlsindamenn hafa hvatt til var- kámi varöandi áframhaldandi framkvæmdir. En hvað skyldi stjórnmálamenn, sem eru i kapphlaupi um kjósendur, varöa um slikt? Eigum við að lita svolitið á á- standiö i skattamálum rikisins? A þessu ári er gert ráð fyrir þvi, að einstaklingar greiði 5.6 milljarða I tekjuskatt, en öll fé- lög í landinu aðeins einn milljarð. 1 fyrra greiddu aðeins 55-60% þeirra félaga og einstak- linga, sem stunda atvinnurekst- ur, tekjuskatt, alls um 1600-1700 milljónir króna. Talið hefur ver- ið, að af 100-130 milljarða veltu I ýmsum atvinnurekstri, hafi i fyrra alls enginn tekjuskattur verið greiddur. Hins vegar verður launamaðurinn að greiða skatt af svo að segja hverri krónu, sem hann aflar sér.Er við þvi aðbúast.að talað sé um félagslegt réttlæti I sliku þjóðfélagi? En verðbólgan, sem rikis- stjórnin hefur ekki ráðið við, er samt ekki hið versta, sem verið hefur að gerast, ekki heldur skuldasöfnunin erlendis, sem rikisstjórnin heföi átt að geta haldiö I skefjum, ekki sukkiö h já rikissjóði, og ekki einu sinni glæframennskan i Kröflumál- um, sem nokkrir stjórnmála- menn bera ábyrgð á. Það, sem er mest ógnvekjandi i þróun mála á Islandi undanfarið, er, aö það hefur verið að gerast, sem varla nokkur maður hefði trúað fyrir fáeinum árum, að gæti gerzt á Islandi: Það hriktir I sjálfum siðferðisgrundvelli þjóðfélagsins. Til hafa orðið hóparafbrotamanna, sem safna auöi á smygli, fikniefnasölu, að ekki sé talað um skattsvik, og virðast jafnvel ekki skirrast við óhugnanlegustu glæpum. Eng- um dettur I hug að kenna stjórn- völdum þessa þróun mála. En sá uggur læöistnú að æ fleirum, að hvorki þau né þjóðin sjálf hafi verið nægilega vel á verði. Viðskiptafrömuðir, sem til skamms tima virtustnjóta virð- W Alþýðublaðið Þriðjudagur 24. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.