Alþýðublaðið - 05.03.1976, Qupperneq 7
bSattð* Föstudag
ur 5. marz 1976.
ÍÞRðTTIR RlLAR ÚTILlF 7
Æ
■ Omar
Ragnarsson
telur það
meira virði
að eiga
fjóra af-
burðamenn
en 25 sæmilega íþrótta-
menn ■ Hvar er nú
trimmhugsjónin?
íþróttahreyfingin er
samt févana svo ríkið
yrði að hlaupa undir
bagga ■ En hvert er
ykkar álitj'þróttafólk
og aðrir lesendur?
Er ísland tilbúið að
gera iþróttaafreks-
menn að atvinnumönn-
um, er spurning sem
mikið hefur verið taiað
um á siðustu árum. Hjá
frændum vorum á hin-
um Norðurlöndunum
hefur það farið æ meir i
vöxt að einhvers konar
hlunnindi eru veitt
þeim iþróttamönnum,
sem álitnir eru standa
framarlega.
1 Finnlandi t.d. styð-
ur rikið beinlinis það
frjálsiþróttafólk sem
möguleika á á að
hreppa verðlaunasæti á
Olympiuleikum með
beinhörðum peningum.
Það að eiga slika af-
reksmenn þykir mikil
auglýsing fyrir við-
komandi land, og þvi
gerist það i rikari mæli
að fjármagn sé beint
eða óbeint látið af
hendi til iþróttafólks i
sifellt fleiri löndum.
Það er orðið eins mikið
kappsmál vissra þjóða
að ná langt á iþrótta-
sviðinu, eins og fyrr á
ROÐIN
KOMIN AO
ATVINNU-
MENNSKU?
öldum, að hrifsa til sin
nýlendur.
Island er að visu litið land, en
samt er ekki laust við að tiðar
umræður séu innan hóps
iþróttaunnenda og annarra um
að við þurfum að koma okkur
upp visi að atvinnumennsku, þó
ekki væri nema til að borga at-
vinnutap okkar beztu manna.
Alþýðublaðinu lék forvitni á
að vita svör manna við þessari
spurningu. Fyrstur til að svara
var Ómar Ragnarsson hjá Sjón-
varpinu, og hafði hann eftirfar-
andi að segja um þetta mál.
Tel það nauðsyn
„Ég tel alveg skilyrðislaust,
að við eigum að veita þvi
iþróttafólki sem stendur upp lír
meðalmennskunni, oghefur alla
möguleika til að ná langt i sinni
iþróttagrein, þá beztu aðstöðu
sem völ er á. Vegna smæðar
landsins getum við samt ekki
gert mikið af þessu, aðeins fyrir
örfáa einstaklinga, og þvi koma
flokkaiþróttir varla til greina, i
þessu sambandi.”
,,Ég hef alveg ákveðnar skoð-
anir á þessum hlutum, og er
ófeiminn við að segja þær.
Hingað til hafa verið sendir hóp-
ar á Olympiuleika, þar sem nær
flest allir hafa aðeins náð tak-
mörkuðum árangri, (að
Vilhjálmi Einarssyni undan-
skildum), og hefur aðeins verið
að uppfylla Olympiuhugsjónina
hverju sinni.
Þvi tel ég það vera nánast
skyldu Í.S.I., eða frekar rikis-
ins, að kappkosta að styrkja
ungt og efnilegt iþróttafólk. Það
er t.d. alveg tilvalið nú að rikið
hreinlega haldi hinu unga og
efnilega skiðafólki, Steinunni
Sæmundsdóttur og Sigurði
Jónssyni úti i æfingabúðum
mikinn hluta ársins. Þau eru
einmitt á rétta aldrinum, og þvi
er nú gullið tækifæri til að eign-
ast afreksfólk á heimsmæli-
kvarða.”
Betra að eiga
fjóra góða en
25 slaka
,,Ég álit að það sé mun meiri
akkur í þvi fyrir okkur að eign-
ast 4 m jög góða iþróttamenn, en
25 sem litið kveður að. Það er
hreint og beint auglýsingar-
atriði fyrir landið, og vekur enn
meira þjóðarstolt, sem aldrei er
of mikið af.
Hvað haldið þið t.d. að lang-
hlauparinn frægi Keip Keinio sé
búinn að gera mikið fyrir Kenýa
með sinum afrekum á hlaupa-
brautinni. Við höfum nú eignazt
tvo atvinnuskákmenn, og annar
þeirra er styrktur af rikinu.
Égtelaðt.d. frjálsíþróttafólk,
eða skiðafólk, sé ekki minni
auglýsing fyrir okkur, en
árangur Friðriks og Guðmund-
ar á skáksviðinu, þvi þó sá
árangur sé að vissu leyti mjög
góður, þá er meira fylgzt með
iþróttum.”
Hingað til
tveir hópar
„Hingað til hafa aðeins verið
til tveir hópar af iþróttafólki á
Islandi. í fyrsta lagi Olympíu-
farar og i öðru lagi venjulegir
iþróttaiðkendur. Nú ættum við
að bæta þriðja hópnum við, sem
yrðu þá toppmenn. Mér er alveg
sama ef við styrktum aðeins
einn slikan, hann gerir meira
gagn en margir slakir.”
„Megin ástæðan fyrir þessum
skoðunum minum eru leifar frá
siðustu Olympiuleikum i
Miinchen árið 1972. Þá fylgdist
ég með Bjarna Stefánssyni, hin-
um kunna spretthlaupara, í
kennni við beztu menn heims.
Min skoðun var sú, að hann væri
sizt lakari hlaupari frá náttúr-
unnar hendi en hinir, mismun-
urinn lá aðeins i þvi, að hinir
höfðu fengið enn betri æfingar-
aðstöðu og tima. Um þetta er ég
alveg viss”, sagði Ómar Ragn-
arsson að lokum.
Gísli Halldórsson forseti ISI:
EKKI A MOTI EN
ÞAÐ SKORTIR PENINGA
„Ég er i sjálfu sér ekki á móti
þvi, að við komum upp visi að
atvinnumennsku i einhvers kon-
ar mynd, en það er bara ekki
framkvæmanlegt af hálfu ÍSl,
þvi til þess vantar okkur algjör-
lega fjármagn. Ég er samt
alveg á móti þvi að menn geri
iþróttir algjörlega að atvinnu
sinni, en t.d. hálf atvinnu-
mennska þar sem vinnutap er
greitl t.d. 3 til 6 mánuði á árinu
fyndist mér allt i lagi að reyna.
T.d. ef rikið styddi við bakið á
þeim tslendingum, sem mögu-
leika eiga á frama i iþróttum,
þá hef ég ekkert annað en gott
um það að segja.”
, ,Ég tel það hins vegar alveg
fráleitt að menn geri iþróttir að
sinni aðalatvinnugrein. Ég hef
lesið um menn sem t.d. hafa
gert knattspyrnu að atvinnu, og
við þvi vildi ég hlifa íslending-
um. Það eru ekki nema einstaka
sterkir persónuleikar sem
standastþað álag sem oft fylgir
þessu.
Opinbert leyndarmál
að þeir beztu
eru atvinnumenn
„Það vita það allir, að þeir
sem t.d. unnutil verðlauna á ný-
afstöðnum Olympiuleikum i
Innsbruck, voru nær allir hrein-
ir atvinnumenn. En það þýðir
samt ekki að við þurfum endi-
lega að fylgja þvi fordæmi.
Olympiuhugsjónin er nægileg til
að ísland sendi þátttakendur,
þótt vitað sé að þeir muni ekki
vinna til verðlauna. Það er
sama hvað menn eru góðir: það
verður alltaf einhver að verða
siðastur.”
Ahugamannareglunum hefur
veriðbreytt dálitið á undanförn-
um árum, þannig að nú er
iþróttafólki heimilt að þiggja
laun fyrir vinnutap i allt að þrjá
mán. á ári. Ef einhvern timann
færi svo að við hjá ÍSI, eða sér-
samböndin gætum veitt okkar
fólki þessa aðstöðu þá væri það
sjálfsagt.”sagðiGisli aðlokum.