Alþýðublaðið - 05.03.1976, Side 10
lO STJÓRNMÁL
alþýðu'
blaðið
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur:
Reykjaprent hf. Tæknilegur fram-
kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit-
stjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I Síðu-
múla 11, simi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 800 krónur
á mánuði og 40 krónur i lausasölu.
Árásirnar
á ASÍ
Það virðist vera orðinn vani hér á landi, að allir
kjarasamningar taki óhemju langan tíma. AAenn furða
sig að vonum á þessu en atvinnurekendum og þeim
blöðum, sem þá styðja hefur tekizt að telja mörgum trú
um, að þetta sé verkalýðshreyf ingunni að kenna. Og svo
eru verkalýðshreyfingin og forystumenn hennar
skömmuð blóðugum skömmum. Verkalýðshreyf ingin er
skömmuð fyrir skipulagsleysi. Seinagangur i viðræðum
er talinn henni að kenna. Hún er skömmuð fyrir að vilja
ekki af greiða hvert og eitt atriði samninga út af f yrir sig
án þess að hafa hugmynd um, hvernig meginefni kjara-
málanna reiðir af. Og svo byrjar söngurinn um að skerða
þurf i með einum eða öðrum hætti samningsf relsi verka-
lýðshreyfingarinnar og sjálfsforræði einstakra verka-
lýðsfélaga í kjaramálum. Jafnvel sumir launþegar hafa
lagt trú á þetta svartagallsraus og hafa það á orði að
e.t.v. væri nú réttastað verkalýðshreyf ingin léti af hendi
ýmis þau réttindi, sem hún hefur öðlazt í samninga-
málum með harðri baráttu líkt og menn héldu, að slikt
réttindaafsal verkalýðshreyf ingarinnar myndi færa
þeim hærra kaupog bætt kjör bæði fyrr og betur. Að vísu
eru notuð orðin ,,skipulagsbreytingar" og „bættar
aðferðir við kjarasamnigna" en það sem að baki öllu
þessu tali býr er einf aldlega það að skerða samningsrétt,
verkfallsrétt og sjálfsákvörðunarrétt verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Áður en launþegar taka undir þennan söng ættu þeir að
gera sér Ijóst hverjir eru forsöngvararnir og hvað þeir
eru að fá verkafólk til þess að gera með því að reyna að
fá það til þess að ganga í kórinn. Forsöngvararnir í
árásarsöngleiknum á verkalýðsfélögin nota nefnilega
gamalkunna aðferð, sem Göbbels sálugi var meistari í
meðan hann var og hét. Þeir segja nef nilega satt um þá
atburði, sem allir vita hvort eð er, hvernig í pottinn eru
búnir — og Ijúga svo til um hvað þeim valdi. Þannig
segja þeir það satt, að kjarasamningar taka allt of
langan tíma — enda er það staðreynd, sem hver einasti
maður veit. Ollum er þessi seinagangur hvimleiður og
mjög á móti skapi og því er tækifærið notað til þess að
blanda sannleikann með þeirri stórlygi, að seinagang-
urinn sé verkalýðshreyfingunni að kenna og verði ekki
lagfærður nema með því að knésetja hana. Nákvæmlega
svona myndi Josef heitinn Göbbels hafa farið að.
Blandað sannleik um atburði, sem öllum eru kunnir, með
lygi um aðila í samfélaginu — öf I, einstaklinga eða hópa,
sem hann hefði viljað „lækka rostartn" í.
Staðreyndin er nefnilega sú, að það er ALLS EKKI
verkalýðshreyf ingunni að kenna hve seint og illa gekk að
ná samningum á vinnumarkaðinum. Verkalýðshreyf-
ingin mótaði kjaramálastefnu sína í desembermánuði
s.l. og sendi þá kröfur sínar ríkisstjórn og atvinnurek-
endum. En þessir aðilar voru ekki til viðtals vikum
saman. Ríkisstjórnin hafði engan áhuga á málinu.
Atvinnurekendur tóku ekki í mál svo mikið sem að ræða
kjarabætur. Þessar eru orsakirnar fyrir því, að vikum
saman gekk hvorki né rak í kjarasamningamálunum. Er
það sök verkalýðshreyfingarinnar að viðsemjendur
hennar vildu ekki við hana ræða?
Loks kom að þvi að þolinmæði verkalýðshreyf ingar-
innar þraut og hún greip til verkfallsvopnsins. Þá fyrst
fóru öll hjól að snúast á fullu, nú voru atvinnurekendur
allt í einu komnir i viðræðuskap og sáttasemjari i sátta-
skap. Nú var tekið til við að vaka og vaka og samninga-
gerð lokið á nokkrum sólarhringum. Auðvitað var verka-
lýðshreyfingin svo skömmuð fyrir allt saman og þvi
haldið f ram að hún hefði aldrei átt að grípa til verkfalls-
vopnsins og sjálfsagt væri að gera henni í framtíðinni
erfiðara um vik í því efni svo„betri tími gæfist til þess
að leysa málin friðsamlega".
Launþegar, sem láta plata sig til þess að taka undir
þennan söng, ættu að gera sér eina einfalda staðreynd
Ijósa. Ef búið hefði verið að takmarka rétt verkalýðs-
hreyfingarinnar eins og rætt er um að gera þannig, að
hún hefði ekki getað gripið til verkfallsvopnsins, þá væri
ósamið enn.
alþýðu-
Föstudagur 5. marz 1976. b,aðid
Samþykkt horgarstjornar um læknamál hötuöborgarinnar:
Ríkið borgar
kostnað varð-
lækna en ekki
borgarsjóður
Fyrir skemmstu beindi borgar-
stjórn þeim tilmælum til Lækna-
félags Reykjavikur og Sjúkra-
samlags Reykjavikur, að gerðar
yrðu úrbætur á núverandi varð-
læknaþjónustu að næturlagi og
um helgar, þannig að læknum á
þessari vakt yrði fjölgaö i tvo.
Einnig að fengið yrði sérmenntað
fólk til þess að annast símavörzlu
varð- og neyðarþjónustunnar.
Þá var þeim tilmælum beint til
aðila að annar þessara lækna hafi
aðsetur i Breiðholti. Þessi tillaga
var samþykkt einróma i borgar-
stjórn, enda er tillaga sem þessi
vænleg til þess aö auka vinsældir
borgarstjórnarmanna.
Það kann einnig að hafa rekið á
eftir,að kostnaður við þessa þjón-
ustu er að langmestu leyti greidd-
ur af rikinu, en ekki af
Reykjavikurborg.
Sjúkrasamlagið greiðir fasta-
gjald til lækna fyrir vaktirnar og
einnig helming af hluta sjúklings
— eftir reikningum. Sjúkrasam-
lagiö fær 90% af fjármagni sinu
frá rikinu en borgarsjóður leggur
fram 10%. Kostnaðurinn við
þessa þjónustu var árið 1974 nim-
ar 8 milljónir króna, en gera má
ráð fyrir að kostnaöurinn á
siðasta ári hafi verið u.þ.b. 20
milljónir króna.
Kostnaðarliðir
Læknir sem er á kvöldvakt þ.e.
frá kl. 17 til ki. 00.30 fær fasta
greiðslu,kr. 4000, fyrir vaktina og
auk þess kr. 700 fyrir hverja vitj-
un. Læknir sem er á næturvakt
þ.e. frá miðnætti til kl. 8 að
morgni fær kr. 8750 sem fasta
greiðsiu og að auki 1100 kr. fyrir
hverja vitjun.
Aðrir háir kostnaðarliðir við
þjónustuna eru rekstur læknabils,
laun tveggja bilstjóra og laun
tveggja simastúlkna, sem annast
viðtöku beiðna um læknisvitjun.
Verði að ráði, að bætt verði við
einum lækni, má ætla að emnig
þurfi að bæta við a.m.k. einum bil
og tveimur bilstjórum.
Samanburður við
aðrar borgir
Til gamans má geta þess að i
Stokkhólmi eru tveir læknar sem
annast þessa þjónustu, en þar er
fjöldi ibúa á svæðinu ekki 100 þús.
eins og hér, heldur sjöfalt fleiri.
Þar ermeiri áherzla lögð á góða
simaþjónustu, og er sérhæft
starfslið við simavörzlu. Slik
simaþjónusta hefur lengi verið
talin koma til álita hér, en ekki
hefur orðið úr framkvæmdum.
Með þvi að betrumbæta sima-
þjónustuna hefur Stokkhólmsbú-
um tekizt að minnka kostnaöinn
við læknisvitjanir um alltað 60%.
Á þaö ber einnig að lita að Stokk-
hólmsbUar njóta mikið betri þjón-
ustu heimilislækna en ibúar
Iteykjavikur.
Þetta atriði er þess trUlega
valdandi að minna álag er á
næturlæknum.
Þessum málum mun vera svip-
að háttað i Kaupmannahöfn og i
Stokkhólmi.
Fljótfærni?
Það er af ofansögðu Iiklegt að
borgarfulltrUarnir hafi hlaupið á
sig meö þvi að samþykkja þessar
ábendingar og hefðu þeir átt að
láta skynsemina ráða og kanna
lyrst þá möguleika sem kæmu til
greina til úrbóta i þessum mál-
um.
Ekki er undirritaður bað ill-
gjarna að ætla borgarfulltrúum
það, að hafa i fijótfærni sinni ætl-
að að veiða atkvæði með þessari
samþykkt, en óneitanlega kemur
manni það i hug, þegar litið er til
þess hver það er sem borgar
brúsann.
Eiríkur Baldursson skrifar