Alþýðublaðið - 05.03.1976, Síða 12
12
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands
um styrki árið 1976
Kvikmyndagerð
Til islenskrar kvikmyndageröar veröur veitt 1.000.000.,
einum aöilja eöa skipt milli tveggja samkvæmt ákvöröun
Menntamálaráös.
Tónverkaútgáfa
Til útgáfu islenskra tónverka, einkum á hljómplötum,
veröur veitt kr. 500.000.
Dvalarstyrkir
Veittir verða 8 styrkir eöa þvi sem næst, kr. 150.000., hver.
Þeir eru ætlaðir listamönnum, sem hyggjast dveljast er-
lendis um a.m.k. tveggja mánaöa skeiö og vinna þar aö
listgrein sinni.
Þeir sem ekki hafa hlotiö styrk frá menntamálaráði und-
anfarin fimm ár, ganga fyrir aö ööru jöfnu.
Styrkir til fræðimanna og til náttúrufræði-
rannsókna
Til ráöstöfunar eru kr. 800.000., sem skipt verður sam-
kvæmt ákvörðun Menntamálaráös.
Umsóknir um alla framan greinda styrkiskulu hafa borist
Menntamálaráöi, Skálholtsstig 7 f Reykjavfk, fyrir 31.
mars n.k.
Hverri umsókn skal fylgja greinargerö um fyrirhugaöa
ráöstöfun þess styrks, sem um er sótt.
Nauösynlegt er, aö nafnnúmer umsækjanda fyfgi umsókn-
inni.
Umsóknareyöublöö fyrir alla styrkina liggja frammi á
skrifstofu Menntamáiaráös aöSkálholtsstfg 7 IReykjavfk.
Menningar- og l'ræöslusanihand alþyöu
Fræðsluhópar MFA
F jórir fræðsluhópar taka til starfa i marz.
Hópur I:
Leikhúskynnin g: Fjallaö veröur um ýmsa þætti leiklistar og
leikhúss. Meöal annars veröur fariö á leiksýningar og rætt viö
leikara, leikstjóra, höfunda o.fl.
Umsjón: Þorsteinn Marelsson.
Fyrsti fundur mánudaginn 15. marz.
Hópur II:
Ræöuflutningur og fundarstörf I. (Byrjendanámskeið). Fariö
veröur I nokkur undirstööuatriöi ræöugeröar og ræöuflutnings á-
samt fundarreglum, auk þess sem framsögn veröur æfö.
Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Baldvin Halldórs-
son.
Fyrsti fundur þriöjudaginn 23. marz.
Hópur III:
Ræöuflutningur og fundarstörf II. (Framhaldsnámskeiö, eink-
um ætlaö þeim sem sótthafa byrjendanámskeiö eöa hafa nokkra
þjálfun iræðuflutningi og fundarstörfum). Starfiö er m.a. fólgiö i
sjálfstæðum verkefnum og hópstarfi.
Leiðbeinandi: Baldur Óskarsson.
Fyrsti fundur fimmtudaginn 25. marz.
Hópur IV:
Saga verkalýðshreyfingarinnar. Fjallað veröur um einstök
timabil og atburöi úr sögu verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðbeinandi: ólafur R. Einarsson.
Fyrsti fundur miövikudaginn 24. marz.
Hóparnir starfa á timabilinu marz—mai, og koma saman á
kvöldin, einu sinni I viku.Starfið fer fram i fræöslusal MFA að
Laugavegi 18 VI. hæðog hefsthvertkvöldkl, 20.30. Þátttakendur
innriti sig á skrifstofu MFA Laugavegi 18 VI. hæð, simar 26425 og
26562, sem allra fyrst. Innritunargjald er 500,00 krónur.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
-------------------------------------
$ Lagermaður
Sambandið vill ráða mann til lager-
starfa, meirapróf æskilegt.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri i
sima 28200.
Starfsmannahald
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Föstudagur 5. marz 1976. blaSíid1’
ERFIÐIR SAMNINGAR
Verkföllum er nú aflétt, og efalaust hefur margur einnig varpað öndinni
léttara, þegar sá dagur rannupp, að hjól atvinnulifsins tóku að snúast á ný.
Timinn, sem fór i þessa samningagerð, er hinsvegar svo langur, að það
hlýtur að leiða hugi manna að, hvort við séum ekki komin út á algerar villi-
götur.
Ekki dettur mér i hug að bera það fram, að menn hafi dregið af sér við
samningana. En staðreyndin blasir við, að öll orkan og timinn, sem i það
fór, er hvorttveggja of dýrt, til að svona megi lengur til ganga.
Auðvitað er lafhægt að segja^
að það sé annað um að tala eða i
að komast. En ég get ekki gert
mér i hugarlund, að neinn sé
ánægður, alveg burt séð frá
þeim árangri sem endanlega
náðist.
Þjóðarkakan
Það er mikil tizka nú, að tala
sifellt um „þjóðarkökuna” og
skiptingu hennar milli landsins
barna. I sjálfu sér er það vist
naglaskapur, að amast við þvi
orðalagi, þótt engan veginn sé
það geðfellt að minum dómi. En
nóg um það.
Vissulega skiptir miklu máli,
hvernig þessari blessaðri
„köku” er skipt milli þegnanna.
En allt um það mætti maður
halda, að hún væri ekki sérlega
auðskorin, miðað við allt erfið-
ið, sem skiptingunni er sam-
fara.
Sérkröfur
Mér kemur það svo fyrir
sjónir, að einn alvarlegasti
Þrándur i Götu fyrir greiðum
samningum, séu hinar svo-
kölluðu sérkröfur, sem sifellt
virðist vera að fjölga og raunar
að verða umfangsmeiri með
hverjum samningum.
Það skal játað, að þarfir laun-
þega óg aðstaða er talsvert mis-
munandi. Samt sem áður er það
trúa min, að ailur þessí sér-
kröfufans sé kominn út i hreinar
öfgar. Vel má vera, að mér
skjátlist i einhverju i þvi áliti,
en ég tel, aö þessi ófögnuður eigi
aðallega rætur sinar að
rekja til skæruhernaðarins svo-
kallaða laust eftir 1940, þegar
rikisstjórn Hermanns Jónas-
sonar þvingaði fram bráða-
birðgalögin um gerðardóm i
kaupdeilum.
Verkalýðshreyfingin var þá
sett i þá aðstöðu, að verða að
brjóta lög, til þess að ná fram
kjarabótum, sem henni var
vissulega full þörf á. Niður-
staðan af þessari herfilegu
lagasetningu var, að frá þeim
tima hófust undirborðs-
greiðslur, sem sannarlega er
ekki uppörvandi ástand i kaup-
gjaldsmálum.
Uddur A. Sigurjónsson
IHREIN-
SKILNI
SAGT
Kjara-
samn-
ingar
laun-
þega
Visitölugaldurinn
Bezt er að gera sér ljóst, að
viðhorf stjórnvalda var, þó
merkilegt megi telja, þessu
háttalagi ekki með öllu fjand-
samlegt. Þetta þýddi nefnilega,
að undirborðsgreiðslurnar
komu ekki inn i visitöluna, og á
þann hátt varð visitalan
auðvitað stórlega fölsk. Það hélt
svo niðri launum annarra laun-
þega, sem ekki urðu aðnjótandi
neinna sérgreiðslna.
Þeir áttu þvi ekki annars kost
en að feta i sömu slóðina hver
eftirsinni getu. Þessi feluleikur,
sem i alla staði er niðurlægjandi
fyrir launþegann, þó nauðvörn
mætti teljast á sinum tima,
hefur örugglega blásið að kolum
margháttaðs, ég vil segja sið-
leysis, i launa og fjármálum.
Vitanlega hlýtur það að vera
eðlilegt fyrir launþegann, að
ekkert pukur sé i sambandi við
verkalaun hans. Og það er mála
sannast, að i kjölfarið fer fleira
en auðvelt er að sjá fyrir.
Svo er nú komið, að það er
beinlinis æfintýralegt að virða
fyrir sér reikninga sumra
stétta, einkum ef um upp-
mælingaaðalinn er rætt. Þar
rekur hver ábótin aðra, sumar
máski ekki svo stórar, en
safnast þegar saman kemur.
Það er hreint ekki dæmalaust,
að inn i reikninga blandist
„veikindadagar”. Það þýðir, að
vinnu- eða verktaki geri verk-
kaupa reikning fyrir hugsan-
legum veikindum starfsmanna
sinna, og verkkaupi skal borga
þann brúsa, hvort sem nokkur
veikindi hrjá hópinn eða ekki!
Að minu viti er verkalýðs-
hreyfing, sem elur slikan snák
við barm sér, komin á hættulega
braut.
Það er viðs fjarri mér að
telja, að heilsulitið fólk þurfi
ekki aðstoð, til þess að lifa. En
það kemur vitanlega i rangan
stað niður, þegar eiiistak-
lingum, sem af tilviljun áttu að
njóta verka viðkomandi i það og
það sinnið, er gert að greiða
kaup fyrir veikindi i stað verks.
Heildarsamningar
Engum vafa er undirorpið, áð
unntþarf að vera að gera samn-
inga fyrir sem stærstan hóp
launþega. En þvi er ekki að
neita, að það er nokkuð fjar-
stætt, að þá sé á eftir greidd at-
kvæði um gildi þeirra i jafn-
mörgu lagi og félögin eru mörg.
Dæmi þess sjáum við nú i
sjómannasamningunum. önnur
eins útkoma er örugglega
engum til hagsbóta.
Hér á verkalýðshreyfingin
mikið verk að vinna i skipu-
lagningu, sem traustari er en nú
er raun á.