Alþýðublaðið - 16.03.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Qupperneq 16
FÁTT ER SVO MED OLLU ILLT «0 EKKI BOBI NOKKUO BOn Umhleypingasöm veðrátta, - en hlýindin spara okkur stórfé Likast til eru flestir Reykvikingar orðnir leiðir á þvi umhleypingasama veðurfari sem hrjáð hefir okkur hér sunnanlands það sem af er þessu ári. Stöðug sunnanátt og óvenjumikil úrkoma eru höfuð- einkenni veðurfarsins. Við höfðum samband við Pál Bergþórsson, veðurfræðing, til þess að leita að skýringum á þessum „ófögnuði”. ,,Það má segja að svona umhleypingasöm veðrátta sé oft einkenni á mildum vetri”, sagði Páll, ,,og miklir snjóar og frost eru lika leiðigjörn”. Ástæðan Páll sagði að það væri leið lægðanna er þær færu yfir landið sem réði vindáttinni, og þar sem hæðasvæði yfir Grænlandi og haf- inu norðurundan hafa verið óvenulitil miðað við árstima heföi braut lægðanna legið norðar en venjulega. Afleiðingin er sú að rakamettað loft sunnan úr hafi hefir lagt leið sina hingað og gert okkur lifið leitt. Gott fyrir norðan Þó að veðurguðirnir geri Sunnlendingum gramt'i geði verður ekki annað sagt en að þeir hossi norðanmönnum. A leið sinni yfir hálendið losnar sunnanáttin sig við rakann, og þegar hún kemur niður i dalina norðan heiða er hún hlý og tiltölulega þurr. ,,Likn með þraut” „Okkur er þó lögð likn með þraut”, sagði Páll, „þvi þetta hlýja loft sparar okkur mikið i hitunarkostnaði og snjómokstri.” Það er þvi ef til vill ekki ástæða til að lita lifið of svörtum augum, heldur reyna að koma auga á björtu hliðarnar á tilverunni.-ES. „Það er eftil vill ekki eins svart og það sýnist”, segir Páll Berg- þórsson um veðurfariö. Telpan á myndinni hér til hliðar virðist þó ekki sjá nema döpru hliðina á veðurfarinu ... Vextir af orlofsfé ferða- og hjálpar- sjóð starfsmanna mynda Vilja síður að Póst- gíróstofan hirði vexti af orlofsfé þeirra Æ fleiri óánægjuraddir heyr- ast nú úr röðum iaunþega vegna þess að Póstgiróstofan hirðir vexti af orlofsfé landsmanna. Það færist nú mjög i vöxt að fyrirtæki úti á landi leggi orlofs- fé reglulega inn á bók, i stað þess aö hlaupa með það inn á næsta pósthús. Með þessu vinnst það að féð er lengur heima í héraði og ber auk þess vexti sem siðan eru notaðir i þágu starfsfólksins. Nú nýveriö var staddur hér I borginni hópur starfsmanna fyrirtækis eins úti á landi. Blaðið náði tali af einum starfs mannanna og spurðist fyrir um feröalag hópsins. Hann sagði okkur að fyrirtækið legði vikulega inn á bók, siðan væru vextirnir látnir mynda sérstakan sjóð i eigu starfsmanna fyrirtækisins. Þessi sjóður er ætlaður til þess að greiða kostnað af menningarferðum starfs- manna, einnig heföi nokkuð ver- ið gert af þvi að minnast stóraf- mæla vinnufélaga ef fólkið telur vera ástæöu til þess. Þá er einnig heimild fyrir þvi að nota megi fé úr sjóðnum til þess að hjálpa einstökum starfsmönnum ef þeir lenda i erfiðleikum einsog t.d. veikind- um. Talsmaðurinn sagði að sl. tvö ár hefði verið safnað i sjóðinn til þessarar ferðar sem nú er ný- lokið. Sjóðurinn hefði greitt fargjald fyrirstarfsmenn, hótelherbergi, sameiginlegt boröhald á skemmtistað og miða i leikhús. Afturámóti hefðu þátttak- endur úr hópi starfsmannanna sjálfir greitt kostnaðinn fyrir maka sina, svo og fæðiskostnað. EB. ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ alþýðu blaðið TEKIÐ EFTIR: Að á afmæli Alþýðuflokksins bárust flokknum m.a. árnaðaróskir frá pólitiskum flokkúm og fjöldahreyfingum innanlands, en þó hvergi nærri öllum. Þannig bárust flokknum árnaðaróskir frá Alþýðusam- bandinu og Sambandi ielenzkra samvinnufélaga — en ekki BSRB, og frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og Sjálfstæðis- flokknum — en hvorki Alþýðu- bandalaginu né Framsóknar- flokknum. HEYRT: Að i nýsamþykktri endurskoðaðri fjárhagsáætlun stórs kaupstaðar úti á landi sé gert ráð fyrir 10 þús. kr. á skólabarn vegna kostnaðar við skólatannlækningar. HEYRT: Að einn af þeim, sem standa að útgáfu „ÓKINDAR- INNAR” — hins nýja háðblaðs — og sá, sem eigi hvað mest af efni i fyrsta blaðinu, sé Jökull Jakobsson, rithöfundur. HEYRT: Að Ferðafélag íslands hafi tekið það heldur óstinnt upp, að einn af starfs- mönnum þess, Jón Gestsson, skálavörður i Landmanna- laugum, hafi upplýst veiði- þjófnað Orkustofnunarmanna og annarra i Kirkjufellsvatni og Kilingavötnum I haust. Hafa menn jafnvel haft við orð, að svo kunni að fara, að Jón verði látinn hætta störfum. FRÉTT: Að hið svokallaða punktakerfi i starfsmati opin- berra starfsmanna til ákvörð- unar um laun séu að umbylta ýmsu i fræðslukerfinu. Nú skiptir það nefnilega miklu máli I sambandi við launa- ákvarðanir hvernig nám og einstakir námshlutar eru metnir og er þvi haldið fram, að launaleg hagsmunamál ákveðinna hópa séu farin að hafa talsverð áhrif á fyrir- komulag og skipulag þeirrar menntunar, sem þessir hópar njóta. FRÉTT: Að ekkert lát sé á Kröflunefnd varðandi áfram- hald á framkvæmdum við Kröflu. Nú sé t.d. verkfræð- ingur einn i Japan á vegum nefndarinnar til þess að kynna sér eitthvað frekar um jarðgufuvirkjanir. • • FRÉTT: 1 beinu framhaldi af þessu, að ekki séu allir ráð- herrar I rikisstjórninni jafn ánægðir með tilburði Kröflu- nefndar og orkumála- ráðherra. Hafi ýmsir aðrir ráðherrár fullan hug á að fara varlegar i sakirnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.