Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Þriðjudagur 30. marz 1976. /ðu- bláöið alþýöu* blaöió Útgefandi: AlþýOuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Tækni- legur framkvæmdastjóri: Ingóifur Steinsson. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Arni Gunnarsson. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulitrúi: Bjarni Sig- tryggsson. Aðsetur ritstjórnar er f Siðumúla 11, simi 8186G. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu. Afnám tekjuskatts í síðastliðinni viku mælti Gylfi Þ. Gíslason fyrir tillögu þingmanna Alþýðuflokksins um afnám tekju- skatts af launatekjum. Meginefni tillögunnar er á þá leið, að sú kerf isbreyting verði gerð í skattamálum, að tekjuskattur verði felldur niður af öllum almenn- um launatekjum en í hans stað verði farið út á þá braut að af la ríkissjóði tekna með neyzlusköttum. Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir margvíslegum öðrum endurbótum á skattakerf inu — t.d. þeim, að skilja á milli einkabúskapar manna og atvinnurekstrar þeirra, að gróði af sölu fasteigna verði skattlagður, að reglum um fyrningar, afskriftir og vaxtafrá- drætti verði breyttog að sérstakur veltuskattur verði lagður á atvinnufyrirtæki. Astæðurnar fyrir því, að þingmenn Alþýðuflokks- ins vilja gera umrædda kerf isbreytingu á skattamál- unum, liggja í augum uppi. Víst er það satt, að tekju- skattinum var upphaflega ætlað að vera tæki til tekjujöfnunar — þ.e.a.s. hann átti að deila byrðunum af rekstri þjóðarbúsins réttlátlega niður á lands- menn eftir ef num og ástæðum hvers og eins. En það veit hver íslendingur, að þetta tekjujöfnunarhlut- verk hefur tekjuskatturinn ekki innt af höndum um langa hríð. í stað þess að skipta skattbyrðinni niður á skattborgarana eftir greiðslugetu þeirra er tekju- skatturinn orðinn hreinn launamannaskattur. Það er launafólkið, sem greiðir þennan skatt eins og sést t.d. af því, að um 45% þeirra einstaklinga, sem hafa tekj- ur af eigin atvinnurekstri, greiða ekki svo mikið sem eyris virði í tekjuskatt til ríkisins. Á sama tíma og launþegi með lágar miðlungstekjur greiðir frá 1/3 og allt upp í helming af af lafé sínu í tekjuskatt til ríkis- ins eru hundruðir atvinnufyrirtækja i landinu, sem velta samtals 100—130 þúsund milljónum króna á ári, en taka engan þátt í greiðslu tekjuskattsins. Slikar og þvílíkar staðreyndir sanna áþreifanlega það, sem al- menningur hef ur haft á tilf inningunni, að tekjuskatt- urinn er ójafnaðarskattur, launamannaskattur, sem þeir, er betur mega sín, sleppa við að greiða. Þannig hef ur tekjuskatturinn verið um mörg undanfarin ár og þannig er hann enn. Það er eðlilegt að spurt sé hvort ekki megi lagfæra þetta án þess að hverfa frá skattheimtu með þessu móti. Þvi er til að svara, að upp á síðkastið hafa menn verið að krukka í tekjuskattinn svo til á hverju einasta ári. AAarkmiðið hefur verið að sníða þessa agnúa af tekjuskattskerfinu. En það hefur einfald- lega ei tekizt. Þvert á móti hef ur kerf ið stöðugt orðið flóknara og torskildara og um leið boðið upp á stöð- ugt f leiri leiðir til löglegra og ólöglegra undanbragða hjá þeim, sem aðstöðu hafa til þess að leika á kerf ið. Enda hefur gagnrýni á tekjuskattinn aldrei verið jafn öf lug og hörð og einmitt nú upp á síðkastið þrátt fyrir stöðugar tilraunir til þess að klastra við kerf ið. Að athuguðu máli og að fenginni þessari reynslu hefur Alþýðuf lokkurinn komizt að þeirri niðurstöðu að það sé i raun réttri tilgangslaust að reyna lengur að stoppa í götin á tekjuskattinum. Hér sé um að ræða skattheimtu, sem sé orðin úrelt, þvælin og f lók- in og gróf lega óréttlát að auki. Alþýðuf lokkurinn vill að við leggjum einfaldlega þessu kerfi og tökum upp nýtt, sem í f yrsta lagi sé einf alt, i öðru lagi árangurs- rikt, í þriðja lagi taki miðaf því, sem við eyðum og verðlauni þá um leiðaðsjálni og sparnað, í f jórða lagi sé vinnuvilja ekki f jötur um fót og í f immta lagi sé ó- dýrara i framkvæmd en tekjuskatfskerfið. Slíkt kerfi er neyzluskattheimta, en að sjálfsögðu verður þá að stilla þá skattheimtu saman við aðra félags- lega þætti til tekjujöfnunar s.s. eins og almanna- tryggingar til þess að vinna á móti áhrifum neyzlu- skatta gagnvart þeim, sem hafa lágar tekjur en þurfa að leggja í mikil útgjöld t.d. eins og barnmarg- ar fjölskyldur láglaunafólks. Tillaga Alþýðuflokksins um afnám tekjuskatts af launatekjum, eðlilega skattlagningu á atvinnurek- endur og fyrirtæki og kerfisbreytingu skatta er stór- mál. En hinn almenna skattborgara skiptir ekki máli hver á hugmyndina, ef hugmyndin er góð. Og Alþýðu- flokkurinn hefur orðið þess áþreifanlega var, að miklum fjölda fólks þykir þessi skattamálatillaga flokksins góð hugmynd og vill styðja hana. Ihalds- samir Framsóknarþingmenn og öfundssjúkir Al- þýðubandalagsþingmenn fá því ekki breytt, að skattamálatillaga Alþýðuflokksins er merkasta og vinsælasta nýmæli, sem bryddað hef ur verið upp á í skattamálum á íslandi um margra ára skeið. DFellst bæiarstiórn Vestmanna- evia ekki á lausnarbeiðnirnar? INNANFLOKKSMÁL EN EKKI HAGS- MIINIR BÆJARINS Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt árabil átt traust fylgi i Vest- mannaeyjum, enda hefur flokkurinn þar oft- ast átt dugnaðarmönn- um á að skipa. Nú virð- ist hins vegar margt benda til þess að flokk- urinn sé um það bil að tapa þeirri pólitisku stöðu, sem hann hefur haft i Eyjum. Eftir að Framsóknarflokkurinn rauf vinstri samstöðuna i bæjar- stjóm Vestmannaeyja og Magnús Magnússon var látinn fara, hefur allt gengið á afturfótunum i bæjarmálunum. Bæjarstjórinn, sem ihald og Framsókn réðu, var látinn hætta. Eftir það virtist um stund, sem allir væru sammála um, að koma sér saman um bæjarstjóraefni. Páll Zophóniasson var siðan ráð- inn til bráðabirgöa. En þegar ganga átti endanlega frá ráðn- ingu bæjarstjórans, þá sagði flokksklika ihaldsins stopp. A fulltrdaráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins i Vestmannaeyjum, sem haldinn var um siöustu helgi voru tveir af fjórum bæjarfulltrú- um flokksins neyddir til að segja af sér störfum i bæjarstjórn. Þessir tveir menn, Einar H. Eiriksson og Sigurður Jónsson, voru þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt væri að ná algerri sam- stöðu um bæjarstjórann. Þetta gátu áhrifamenn Sjálfstæðis- flokksins ekki sætt sig við og kröfðust þess að ihaldið fengi sjálft að ráða bæjarstjóranum samkvæmt flokkslegum sjónar- miðum. Það var svo einmitt þess vegna, sem tveir ofangreindir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins sögðu sig úr bæjarstjórn. Það er út af fyrir sig alvarlegt mál, þegar flokksapparatið getur neytt kjörna fulltrúa bæjarfélagsins til þess að láta af störfum eða fram- kvæma, að öðrum kosti, ákvarðanir sem þeir telja að brjóti gegn hagsmunum bæjar- félagsins. En þó að flokksmaskina ihalds- ins hafi þannig reitt hátt til höggs er ekki vist að meirihluti bæjar- stjómar fallist á lausnarbeiðni þessara tveggja fulltrúa. Þegar blaðið fór i prentun i gærkvöldi stóð enn yfir fundur I bæjarstjórn Vestmannaeyja, þar sem lausnarbeiöni þessara tveggja fulltrúa var til umræðu. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér, benda likur til aö meirihluti bæjarstjórnar muni ekki fallast á lausnarbeiönina á þeim forsendum, að hún sé ekki tilkomin vegna hagsmuna bæjar- félagsins, heldur sé hún sprottin af hreinum flokkshagsmunum. Af þeim sökum beri hinum kjörnu fulltrúum að sitja áfram. — BJ. BSRB TRYGGÐUR VERKFALLSRÉTTUR t gær tókst samkomulag milli BSRB og fjármálaráöuneytisins um samningsréttarmál hinna fyrrnefndu. Meginatriöi samkomulagsins eru þessi: Lög um bann við verkfaili eru felld niður. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veröa endurskoð- uð. Aðalkjarasamningarnir verði gerðir af heildarsamtökunum, en að- ildarfélögum heimii gerð sérsamninga, en gerðardómur úrskurði um þá. s Aðalkjarasamningur gildi skemmst I 24 mán. Komi til verkfallsboðunar leggur sáttanefnd fram sáttatillögu, verði hún felld þurfa 50 félagsmanna að hafa tekið þátt i atkvæðagreiðslunni, til þess að það hrindi henni. Halda skal uppi nauðsynlegri heiisu- og öryggisgæzlu þrátt fyrir verkfall. Kjaradeilunefnd, sem i eiga sæti 9 menn, skal ákveða hvaða starfshópar fara ekki i verkfall. EB. Fyrsti hverfaráðsfundur fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfélaga Reykjavikur Nýlega skipaði Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik hverfisráði öll hverfi borgarinnar. Ætlunin er, aö þessi ráð haldi fundi með flokksfólki i öllum hverfunum. Fyrsti fundurinn var I Breiða- gerðishverfi siðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var vei sóttur og tókst mjög vel. Björg- vin Guðmundsson, borgar- fulltrúi og Guömundur Magnús- son, varaborgarfulltrúi Alþýðu- flokksins mættu á fundinum og svöruöu fyrirspurnum. Einnig var framkvæmdastjóri fulltrúa- ráðsins, Vilhelm Ingimundar- son, fyrir svörum. Fundarstjóri var Asgeir Agústsson. Ljósm. G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.