Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 5
biaðrd Miðvikudagur 31. marz 1976. FRÉTTIR 5 Ráða ekki fluamenn vfir brítuat • • FLUGFELOGIN VIUA FA AÐ ..ALAUPP” Nýlega voru ráðnir 3 flugmenn til starfa hjá Flugfélagi Islands, úr höpi 60 umsækjenda. Ráðning þessara manna hefur vakið nokkrar deilur, eins og oft vilja verða við ráðningar sem þessar, þar sem persónulegt mat ráðn- inganefndar ræður oft miklu. beir þrír menn, sem stöðuna hrepptu, hafa ekki próf á Fokker vélar flugfélagsins, sem þeir koma til með að fljúga. Hins veg- ar hafði einn umsækjanda, Vil- hjálmur Vilhjálmsson einn allra umsækjanda tilskilin réttindi, til þess að fljúga Fokker vélum án þess að þurfa að ganga i gegnum þjálfun. bjálfun þeirra þriggja sem stöðurnar fengu er alltima- frek og kostnaðarsöm. Mörgum finnstþvi, að sá aðili , sem tiltekin réttindi hefur hljóti að ganga fyrir, við veitingu stöð- unnar. beir Flugfélagsmenn hafa væntanlega ætlað annað. Með hliðsjón af vissum ramma. Alþýðublaðið hafði samband við Guðmund Snorra- son, sem var i nefnd þeirri, er ákvað hverjir skyldu fá störfin. Blaðið spurði hann, hvað helzt lægi til grundvallar þegar valið væri úr hópi margra umsækj- enda. „Eins og gengur og gerist er okkur mikill vandi á hönd- um,þegar margir sækja um. Við tökum okkar ákvarðanir með hliðsjón af vissum ramma. I þessum ramma eru ákveðnir punktar sem við verðum að fara eftir.T.d. varðandi aldurstak- mörk. Við vinzum fljótt úr þá er ekki uppfylla tilteknar reglur. begar við erum siðan komir með hóp, þar sem allir eru álika, þá beitum við öðrum ráðurri” En ef við höldum okkur við af- markað dæmi. bað sótti um starf- ið einstaklingur, sem hafði rétt- indi til að fljúga Fokker vélunum. Hann hefði ekki þurft á þjálfun að halda, og þar með hefði verið spáraður bæði timi og peningar. ef af hans ráðningu hefði orðið. „bjálfunin er til staðar hvort sem er. Við erum með skóla sem stendur í 6 vikur. Skólanum hefði verið haldið úti, þótt svo þessi maður hefði ekki þurft að sækja hann. betta er þvi vart spurning um kostnað”. Frekar unga og óreynda. Blm. En erþaðekki i sjálfu sér stórt atriði, þegar umsóknir eru metnar, að viðkomandi hefur réttindi og reynslu við flug á Fokker vélum.” „Ég man bara ekki til þess, að slikt hafi haft áhrif við ráðningar. bað er ekki innan þess ramma, sem fariðer eftir. beir sem hafa réttindi á viðkomandi vélar ganga engan veginn fyrir. Meira að segja hefur það frekar verið stefna F.I. að ráða unga menn til starfa og mennta þá og ala upp, heldur en að taka þá með reynslu”. ,,Sá eini sem mér vitanlega hafði réttindi á „Fokkerinn”, var yfir þau aldurstakmörk sem mið- að er við þ.e. að ráðnir séu menn á aldrinum 21—30 ára”, sagði Guðmundur Snorrason. beir hæfustu valdir „bað er mjög algengt að menn séu ráðnir, þótt þeir hafi ekki fengið þjálfun við að fljúga við- komandi flugvélagerð, eða eins og sagt er, ekki fengið „tékk” á, i þessu tilviki Fokker”, sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélags Islands. „Umsækjendur ganga i gegn- um ýmis próf,og það eitt að einn umsækjandi hafi „tékk” á Fokker tryggir honum alls ekki sjálf- krafa starfið. bað er ýmislegt sem kemur til greina i þessu. Menn koma misjafnlega út úr þessum prófum og tillit er til þess tekið. Ég verð að ætla það, að þeir menn sem af hálfu félagsins eiga að velja menn til starfa úr stórum hópi umsækjenda, geri það eftir beztu samvizku. Ég held þvi að megi ætla að þeir 3 sem ráðnir voru, hafi komið með beztu út- komuna úr þeim prófum sem fram fóru”, sagði Sveinn enn- fremur. —GAS. SAS FJÖLGAR ÍSLANDS- OG GRÆNLANDS- FERÐUM í SUMAR I nýútkominni sumaráætlun SAS er gert ráð fyrir að farnar verði þrjár ferðir i viku frá Reykjavik til Kaupmannahafnar og frá Reykjavik til Narssarssuaq á Grænlandi. Frá Hofi Munið ódýra Iljartagarnið kr. 176.00 hnotan, i heilum kilóum kr. 3000.00 eða kr. 150.00 hnot- an. Nokkrir ljósir litir á kr. 100.00 hnotan. Allt á að selj- ast, þar sem hætt vcrður framleiðslu á Hjartacrepi og Combicrepi, i núverandi mynd. Hof Þingholtsstræti. I fyrra voru SAS ferðirnar tvær i viku á þessum leiðum, og þá hafði félagið þotur Flugleiða á leigu til þessara ferða. SAS kaupir Transair Á s.l. ári keypti SAS sænska flugfélagið Transair. bað flug- félag á 3 Boeing flugvélar af sömu gerð og vélar Flugfélagsins eru. 1 sumarnotarSASþessar flugvélar til þess að annast íslands- og Grænlandsflug sitt. Framkvæmd flugsins er með svipuðu sniði og áður. Fyrir utan flug SAS til Narssarssuaq frá Keflavik, flýg- ur Flugfélag Islands a.mk. eina ferð í viku á þeirri leið. Sú ferð er farin i beinum tengslum við eina af ferðum Flugfélagsins frá Höfn. bannig verða fjórar ferðir i viku héðan til Narssarssuaq (á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum), þegar áætlunin kemst í hámark i sumar. —BS Nokkrir heiðursfarþegar Flugfélags tslands stiga út úr einni af Fokker vélum félagsins. 60 manns sóttu um þrjú flugmannsstörf á þessar vélar. Krókaleiðir fúkyrðanna Almenningur i Bretlandi læt- ur uppi hug sinn um landhelgis- málið á ýmsa lund likt og hér — en yfirleitt er fólk á Bretlands- eyjum orðið hlynnt málstað ís- lcndinga, nema i þeim hafnar- borgum, sem hafa umtalsverða togaraútgerð — ef marka má fregnir þar að lútandi frá Bret- landi. bó verða menn varir við mót- mæli — og það á ótrúlegustu stöðum. bannig furidu starfs- menn islenzkrar fatagerðar smámiða inni i kiæðaströngum, sem firmað flutti inn frá Bret- landi, þar sem einhverjir brezk- ir andvigismenn islenzkrar út- færslu höfðu krotað með túss- penna á merkimiða fyrirtækis- ins alls kyns óhróður um isiend- inga ásamt klámyrðum og vig- orðunum „Up The English Fishermen”. SKODANAKONNUNIN AF STAO AO NÝJU Skoðanakönnun Alþýðublaðsins fór vel af stað um daginn. bátt- taka var mun meiri en við höfðum ætlað. I dag ætlum við að leggja fyrir lesendur blaðsins póhtiska spurningu og hún er: „Hvernig samsteypustjórn vilt þú helzt fá núna á tslandi?” Eftir tiu daga verða svörin talin og að þvi búnu verður hringt i jafnmarga einstaklinga og sama spurning lögð fyrir þá. Simanúm- erin verða valin samkvæmt úr- taksaðferð úr Simaskránni. bað er gert á þann hátt, að valið er til- tekið nafn, t.d. efsta nafn i til- teknum dálki. Siðan eru taldar t.d. 5 eða 10 blaðsiður og efsta nafn i samsvarandi dálki þar val- ið. bannig koll af kolli þar til til- tekinn fjöldi er fenginn. Ef Sima- skráin dugar ekki, þá er byrjað á ný á svipaðan hátt. bátttakendur eru beðnir að fylla út meðfylgjandi spurninga- form og senda það siðan i lokuðu umslagi til: Skoðanakönnun Al- þýðublaðsins, Pósthólf 320. Reykjavik. r' Sá sem svarar þessari spurningu er ara Karl Kona (Setjið x þar sem við á) Hvernig samsteypustjórn vilt þú við völd hér? O ,,Nýsköpunarstjórn" (Alþ.fl., Alþ.ba., Sj.fl.) I | „Viðreisnarstjórn" (Alþ.fl., Sjfl.,) Q „Vinstri stjórn" (Alþ.ba., Frams.fl., SFV) □ „Hrein vinstri" (Alþ.fl., Alþ.ba., Frams.fl., SFV) „Hægri-Mið" (Sj.fl., Frams.fl.) Annað (tilgreinið samsetninguna) Setjið x við þaö svar, sem við á. Sendiö í lokuðu umslagi: SKOOANAKÖNNUN ALÞÝOUBLAÐSINS PÓSTHÓLF 320 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.