Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 3
alþýðu- biaðið Miðvikudagur 31. marz 1976. FRÉTTIR 3 OVINSÆLAR AÐGEROIR FRAMUNDAN? ekki miðast að þvi jafnhliöa að gæta þess að halda fylgi og koma efnahagsmálunum i við- unanlegt horf, Þær ráðstafanir sem nú verður að gripa til, verða ekki vinsælar, og ég vil segja, að það þurfi pólitiskan kjark til að hrinda þeim i fram- kvæmd. Verðhækkanirnar — afleiðing stefnu rik- isstjórnarinnar Helgi Seljan: Efnahagsmálin hjá okkur eru i miklum ólestri og útlitið er hreint ekki gott. Það virðist svo sem öllu hafi verið sleppt lausu eftir að þessi skriða verðhækkana fór af stað. Það er vitað. að allar þessar verðhækkanir biðu sins tima. Rikisstjórnin beið með þær. þar til kauphækkanir höfðu náð fram að ganga, til að geta kennt samningum um hækkun verðs á vöru og þjónustu. Astandið er mjög alvarlegt, þegar hugsað er til þess, hversu litlar kjarabætur náðust. og þessi þróun sýnir bezt hina miklu nauðsyn þess að fá rauðu strikin inn i dæmið. eins og verkalýðshreyfingin lagði rika áherzlu á. En það er út i hött að kenna kauphækkunum um þessar miklu verðhækkanir sem hafa orðið, þvi sérfræðingar stjórn- arinnar voru búnir að reikna út. að það þyrfti að koma til allt að 17% hækkun á vöruverði. þótt engin breyting yrði á kaupi. Þetta flóð hækkana sem dunið hefur yfir nú, er eingöngu af- leiðing stefnu stjórnarinnar i þessum. málum. en á ekkert skylt við kaupkröfur verkalýðs- ins. Efnahagsmálin hafa ekki ver- ið rædd á þingi enn sem komið er. Menn vita. að það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það getur verið von á enn frekari hækkunum. Það verður að biða með umræður og sjá hvað þetta gengur langt. Loðnuvertíðin sem brást Halldór Asgrimsson: Ég er fremur svartsýnn á framvindu allra mála eins og nú horfir. Þaö kemur okkur að visu til góða. að það hefur orðið nokkur hækkun á afurðaverði erlendis og þróun i iðnaði hefur orðið já- kvæð. En hinu er ekki að neita. að loðnuvertið varð ekki eins góð og þjóðhagsspá geröi ráð fyrir og einnig barst minni fisk- ur á land en ætlað var. Ég tel mjög brýnt, að efna- hagsmálin verði rædd á Alþingi áður en til þingslita kemur og veröi þá rædd i ljósi þeirra at- burða sem hafa gerzt og rikis- stjórnin leggi siðan á ráðin á grundvelii þeirra umræðna. r ' .. —........ - Hvert stefnir í efnahagsmálunum? /,Þær ráðstafanir sem nú verður að aríoa tiI# verða ekki vinsælar, og ég vil segja að það þurfi pólitiskan kjark til að hrinda þeim í framkv." sagði Albert Guð- mundsson, þegar Alþýðublaðið hafði samband við nokkra þingmenn og leitaði álits þeirra á þeirri stefnu, sem efnahagsmál þjóðarinnar hafa tekiö. Þessi ummæli benda til þess, að þær ótrúlegu verðhækkanir, sem hafa orðið á vöru og þjónustu, séu aðeins forsmekkur þess sem koma skal, og enn eigi eftir að harðna í ári hjá launafólki í landinu. Hvar er rikis- stjórnin? Gylfi Þ. Gislason: Ég tel það, sem hefur verið að gerast i verðlagsmálum undanfarið, enn eina sönnun þess að landinu er ekki stjórnað. Það þarf engan að undra, að einn dagblaðsritstjóri i Reykja- vik, Jónas Kristjánsson, sem menn hafa hingað til talið stuðn- ingsmann rikisstjórnarinnar, skuli spyrja hvar hún eiginlega sé, hvort hún sé týnd? Það hefur aldrei gerzt áður, að umsamin launahækkun hafi horfið gersamlega, jafnfljótt eftir samninga og nú á sér stað. Og forystumenn Alþýðusam- bandsins efast meir að segja um, að hér sé löglega að málum staðið. Það hefur heldur aldrei gerzt áður. Það er ekki aðeins i verðlags- og kjaramálum sem allt er i ó- lestri. Skuldasöfnun erlendis er ógnvekjandi, rikissjóður lifir á Stjórnvöld reyna að klóra í bakkann Karvel Pálmason: Mér virðist að það sé ekki bjart framundan i efnahagsmálum eins og nú er á- statt. Ef það heldur áfram sem horfir, þá kemur að þvi innan skamms að verðhækkanir éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið og ef til vill vel það. Stjórnvöld reyna að klóra i bakkann og gera tilraun til að nota samninga til að kenna um ófarirnar, en það er staðreynd að vöruhækkanir hefðu þrátt fyrir allt komið til, þótt kaupið hefði ekkert hækkað. Það var að mínu viti alrangt af stjórninni að taka ekki til- mælum verkalýðshreyfingar- innar um samstarf, þegar henni bauðst það á sinum tima. Tillögur þær, sem verkalýðs- hreyfingin lagði fram þá, voru mjög skynsamlegar og stjórnin hefði átt aö taka þær til gaum- gæfilegrar athugunar. Seðlabankanum og i orkumál- um hafa verið teknar alrangar ákvarðanir, sem eiga eftir að draga þungan dilk á eftir sér. i ljós er komið að fjárfesting i sjávarútvegi hefur verið stjórn- laus og lögreglurannsóknir leiða i ljós spillingu og glæpi. Það er ekki hægt að draga af þessu aðrar ályktanir en þær, að gagngerðra breytinga sé þörf i islenzkum stjórnmálum og efnahagsmálum. Mistök i stjórnsemi Albert Guðmundsson: Ég held að það séu allir sammála um að ástandið i efnahagsmálum sé mjög alvarlegt. Það hafa orðið einhver mistök á leiðinni, bæði i stjórnsemi fyrrverandi stjórnar og núver- andi stjórnar. Jafnframt hafa orðið ýmsir ó- viðráðanlegir og óæskilegir at- burðir, sem enginn hefur getað séð fyrir. en eru undirrót þessa ástands að hluta. Nú þarf ákvarðanatöku, sem ENN SEILIST SEDLABANKINN ALÞJÖDAGJALDEYRISSJÖDINN Alþýðubankamálið: Athugun saksóknara ekki lokið fyrir aðalfund? „Seðla bankinn tekur iþessum mánuði tvö yfirdráttarl. hjá Ai þjóðagjaldeyrissjóðnum, sam- tals að fjárhæð 25,1 millj. sér- stök dráttarréttindi (SDR) eða jafnvirði um 5,100 millj. is- lenzkra króna. Verður fé þetta notað til að styrkja greiðslu- stöðu landsins út á við og tii þess að breyta ýmsum stuttum ián- um bankans i ián til iengri tima”, að þvi er segir i fréttatil- kynningunni. „Fyrra lánið, að fjárhæð 11,5 millj. sérstakra dráttarréttinda cða um 2,300 millj. króna, var tekið 16 . þ.m. Er það svonefnt jöfnunarlán, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn veitir þátttöku- rikjum sinum tii þess að mæta timabundnum samdrætti i út- flutningstekjum og svarar fjár- hæð þess til helmings kvóta is- lands hjá sjóðnum. Lán þessi endurgreiðast, þegar út- flutningstekjur vaxa á ný. Þetta er i þriðja sinn, sem isiand fær jöfnunarlán, en áður voru þau tekin árin 1967 og 1968. Siðara lánið, aö fjárhæð 13,6 millj. sérstakra dráttanéttinda eða um 2,800 miilj. króna, verður tekið hinn 31. þ.m. Það er svonefnt oliulán, sem veitt liefur verið til þess að mæta hluta af þeirri rýrnun gjald- eyrisforðans, sem stafar af hinu háa verði, sem nú er á oliu á heimsm arkaði, og ekki verður staðið undir með öðrum hætti. Með lánum þessum cr stefnt að þvi að koma i veg fyrir, að gripið verði til óheppiiegra samdráttaraðgerða eða inn- flutnings- og gjaldeyrishafta vegna greiðsluerfiðleika. Lán þessi eru til sjö ára. Þegar þessi tvö lán hafa verið tekin, nemur skuld íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sam- tals 62,2 millj. sérstakra drá ttarréttinda eða jafnvirði um 12,600 millj. króna. Af þvi eru jöfnunarlán 11,5 millj. sér- stakra dráttarréttinda, oliulán 39,2 millj. sérstakra dráttar- réttinda og almenn yfir- dráttarlán 11,5 sérstakra dráttarréttinda." Aðalfundur Alþýöubankans hefur verið auglýstur iaugar- daginn 24 apríl. Búast má við viðburðarrikum fundi eftir allt það sem hefur gengið á, vcgna starfsemi bankans og nú siðast hefur báðuin bankastjórunum verið sagt upp störfum. Sem kiinnugt er, fór fram um- fángsmikil sakadómsrannsókn á útlánum Alþýðubankans sam- kvæint beiöni bankaráðs og Seðlabankaus. Til að byrja með beindist rannsóknin einkum að viðskiptum bankans og Guðna Þörðarsonar, en siöan komu einir sjö aðilar til viðbótar i inálið. Aö lokinni sakadóms- rannsókn voru málskjöl send saksóknara rfkisins sem tekur ákvörðun um livort til Irekari málareksturs kemur. Lokið fyrir fundinn? Alþýðublaðiö hafði samband við Þórð Björnsson rfkissaksókn- ara i gær og spurði livað liði at- hugun á málsskjölum. Haiin sagði að unnið væri að málinu. Þetta væri tafsanit verk og umfangsmikiö og tæki þvi nokkurn tima. Er saksóknari var spurður hvort athiigun embættis- ins yrði lokið fyrir aðalfund bank- ans þami 24. april sagðist hann ekkert geta um það sagt á þessu stigi. Fari svo. að athugun sak- sóknaraembættisins verði ekki lokiö l'yrir 24. apríl vandast málið. Gæti svo farið að fresta yrði luiidiiiuiu eða boða til fram- haldsaðalfundar. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.