Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 9
8 VETTVANGUR ýöu- bláöiö alþvöu- blaöíö Miðvikudagur 31. marz 1976. VETTVANGUR 9 Hvernig eigum við hjónin að lifa af 30 þúsund á mánuði? Guðrún Böðvarsdóttir hringdi: „Þannig er mál með vexti að ég er öryrki og kemst á ellilaun i júli. Maðurinn minn er á ellilaunum og hefur þetta samanlagt rétt nægt okkur til að skrimta af þvi. Nú ber svo við að maðurinn minn feg einu sinni sem oftar að ná i ellilaunin sin. En viti menn — þegar hann opnar umslagið, sér hann að hann fær ekki nema hluta þeirrar upphæðar sem hann átti að fá. Við höfðum samband við Tryggingastofnunina til að vita hverju þetta sætti. Var okkur þá tjáð að þar sem ég fengi örorku- lifeyri, þá væru ellilaun mannsins mins skert sem honum næmi. Einnig fengum við aö vita að um leið og ég fer á ellilaun, missi ég örorkubæturnar. Og nú spyr ég: Hvernig er hægt að ætlast til að við hjónin getum lifað á 30 — þrjátiu þúsundum á mánuði. Mér þætti gaman að vita hvort Geir og aðrir háir herrar i rikisstjórninni treysta sér til þess.” Amerískur stríðsguð og átrúnaður sjónvarpsins Svo brá við að undirritaður settist fyrir framan sjónvarps- tæki s.l. laugardagskvöld og hugðist horfa á eina af þeim af- þreyingarmyndum sem gjarnan eru sendar á skjái landsmanna. Það skal játað aö undirritaður gónir ekki á sjónvarp að stað- aldri en þetta var i annað skipti á tveimur vikum sem hann eyddi tima sínum i sjónvarps- gláp. Eigi að tina til það sem undir- rituðum fannst jákvætt i þeim tveimur kvikmyndum sem sýndar voru umrætt laugar- dagskvöld, þá var það einungis leikur Humprey Bogart i myndinni sem varpað var á skjáinn þann 20. marz s.l. Efni myndanna er mjög hlið- stætt: Þær byggjast upp á blöndu sem samanstendur af vixlverkandi einfeldni, frama- vona, vonbrigða, spennu og „happy end”. Inni þetta er svo blandað hæfilegu magni af tára- flóði fegurðardisa og ælovju-at- buröum. Uppbygging sem þessi er alls ekki óalgeng i þorra hollywoodmynda, sem fram- leiddar eru á grundvelli markaðslögmála. Þeir sem séð hafa stribs- myndir i kvikmyndahúsum hafa eflaust tekið eftir þvi, aö fram- leiðendur myndanna færa við- komandi herstjórnum þakkir fyrir veittan stuðning og aðstoð við gerö myndanna. 1 fyrr- nefndum sjónvarpsmyndum bar ekki á að framleiðendur þökkuðu neinum aöila sérstak- lega, enda þótt striöstæki kæmu verulega við sögu, einkum i siðari myndinni (sem sýnd var 20. marz). Þá hvarflar óneitan- lega aö manni sú spurning, hvort framleiðendur þessara tveggja mynda séu þeir ótindu ruddar og fúlmenni að sýna bandariska hernam i engu þakklætisvott fyrir veittan stuðning. Þvi greinilegt var, að t.d. i siðari myndinni voru her- skipin merkt bandariska hernum. Eftir þvi sem ekki ó- merkara málgagn en Morgun- blaöiö segir, þá eru banda- rikjamenn upp til hópa afar háttvisir og kurteisir fram i fingurgóma. Þá hlýtur eitthvað annað en ruddamennska að valda þessum skorti á þakklæti. Það skyidi þó aldrei hafa verið Bandarikjaher sem stóð á bak við gerð myndanna? Ef við reynum að átta okkur á hver boðskapur þessara tveggja mynda er, þá komumst við að þeirri niðurstöðu að fyrri myndin (sú sem sýnd var 13. marz s.l.) átti að sýna hvern mann bandariskir iandgöngu- liðar hafa að geyma. Þeir eru ætið boðnir og búnir að rétta félögum sinum hjálparhönd, þeirra biður glæsileg heim- koma, kvenfólk fellur biðjandi að fótum þeirra, m.ö.o. lif þeirra er hið eftirsóknarverð- asta hverjum manni. Nú skýtur þessi mynd af bandariskum landgönguliöum nokkuö skökku viö þær fregnir sem viö höfum fengið af dáöum þeirra i suö- austur-Asiu (barnamorö og fjöldagrafir), en einnig það hlýtur að hafa sina skýringu. Siöari myndin sýndi svo ekki var um villst, aö réttlætiskennd hins velagaða Bandarikjahers er slfk, að málstaöur „hins góða” hlýtur ávallt að sigra. (Þaö er eftirtektarvert hverja meöferö menntamenn fengu i myndinni. Sérfræöingur i geö- lækningum er geröur að ein- feldningi og rithöfundur aö lyddu og lúamenni). Þarna skyldu þó ekki vera tvö dæmi um hinar frægu kvikmyndir 71 4,' sem Bandarikjaher lætur gera i þeim tilgangi aö fegra og glans- gera lif hermanna. Þessum áróðursmyndum er ætlað að virkja hvetjandi á bandariska karlmenn, þannig að þeir komi til herþjónustu með jákvæöu hugarfari i garö hersins. Um áhrif slikra mynda skal látið ósagt en á það minnt, aö áróður getur tekið á sig hinar ótrú- legustu myndir. Hann getur verið fólginn i þurri upp- talningu staðreynda og enn- fremur getur hann birzt i „hug- ljúfri” kvikmynd. Hér að framan hefur verið bent á tvö atriöi sem óneitan- lega hniga i þá átt, aö myndir þær sem Islenzka sjónvarpiö sýndi 13. og 20. marz s.l. séu áróöursmyndir, framleiddar af bandariska hernum. Sé þetta rétt þykir undirrituöum oröiö heldur lágt risið á hinu þing- kjörna útvarpsráði. Það er beinlinis ósvifni gagnvart islenzkum sjón- varpsáhorfendum, þegar þeim er ætlað að eyða laugardags- kvöldum i aö góna á illa geröar áróðursmyndir frá þeim her sem drepið hefur fleiri börn, konur og gamalmenni en Hitler og striösvélum hans tókst aö deyöa i allri siöari heim- styrjöldinni. Meirihluti útvarpsráös samanstendur af fulltrúum þeirra flokka er nú hafa meiri- hluta á Alþingi. Undirritaöur spyr: Var þaö frumhlaup stjórnarsinna aö sjónvarpiö sýndi fyrrnefndar tvær kvik- myndir? Eöa skyldi stjórnar- sinnum vera i mun aö sannfæra tslendinga um ágæti þess hers sem á sér blóöugri feril en önnur dæmi eru um i veraldar- sögunni? Þaö skyldi þó ekki vera, að einmitt núna þegar natoherskip ógna lifi islenzkra va r ð sk i ps m a n n a , með samþýkki Bandarikjahers, þá telji stjórnarsinnar þörf á að fegra andlit þessa hernaðar- bandalags? Hjálmar Arnason, Hafnarfirði ES. Vlinnug þeirra fregna sem okkur hafa að undanförnu borizt uin starfsemi CIA (meira að segja úr Morgunblaöinu), þá skulum viö ekki blekkja okkur með þvi, að þessi starfsemi nær einnig til okkar, saklausra islendinga. Sjúkdómseinkennin ekki ósvipuð og á íslandi: ÞEGflR NÝFUNDNALAND VARÐ GJALDÞROTA 1934 Island og Nýfundna- land hafa oft verið borin saman. Bæði löndin eru allmiklar eyjar i norð- anverðu Atlantshafi, og umhverfis þær eru auð- ug fiskimið. Báðar voru byggðar frá Vest- ur-Evrópu og þorskveið- ar urðu aðalatvinnuveg- ur, þorskurinn bróður- partur útflutnings. Islendingar hafa lengi talið slikan samanburð sér mjög hagstæðan. Það fer litlum sögum af menningarafrekum Ný- fundnalandsmanna, og þeim mistókst sjálf- stæðisbaráttan svo herfilega, að þeir voru sviptir pólitiskri sjálf- stjórn og settir undir er- lenda stjórnarnefnd 1934, en hafa fram til þessa dags þurft á er- lendum styrkjum að halda til að komast af. Enn hafa tslendingar að þvi er virðist yfirhöndina hvað menn- ingu og bókmenntaverölaun snertir, en i seinni tið hafa menn hér á landi bent á, að þróun efna- hagsmála sé að verða nauðalik þvi, sem gerðist, áður en Ný- fundnaland var svipt lögræöi, þjóöin missti öll áhrif á lands- stjóm, sem var falin erlendri nefnd. □ Land þorskveiðanna Fornleifar á noröurodda Ný- fundnalands benda til þess, að norrænir menn hafi búið þar um árið 1.000, og gæti landið verið Vinland. Mundi þá strönd Labra- dor (þar sem geysimikil, nálega óbyggð landssvæði heyra undir Nýfundnaland) geta verið Hellu- land. John Cabot varð fyrstur siðari landkönnuða til aö sigla með ströndum landsins. Miklar likur eru þó á, að fiskimenn á Bret- N? ' "A: geHeBle^ QUEBHC |íöt á Argeitj Jorv jskagf /fe pwtííwu ÍOVA SCOTtA lifex Höfuðborgin álíka stór og Reykjavík A kortinu sjást eyjan Nýfundnaland og hið viðáttumikla svæði Labrador, sem heyrir undir Nýfundna- land. Saman er þetta allt fylki i Kanada meö um 500.000 ibúum, þar af aöeins 10—20.000 i Labrador. ibú- ar eyjarinnar eru i þorpum meðfram ströndum landsins, en þéttbýii er mest á Avatonskaga, og þar er höfuöborgin, St. John’s, álika stór og Reykjavik. Við Anse aux Meadows á noröurenda eyjarinnar hafa fundizt fornleifar frá vikingaöld. Gander er kunnur flugvöllur, en i Argentia hittust Rooseveit og Churchill á striösárunum. Corner Brook er önnur stærsta borgin, 25—30.000. islenzk kaupskip sigla oft um Belle Isle sundiö á leið til Bandarikjanna. landseyjum hafi þekkt til Ný- fundnalandsmiða, og vera má, að irskir munkar, Papar, hafi siglt þangað fyrir daga Leifs heppna. Upp úr árinu 1500 tóku fiski- menn Vestur-Evrópu að streyma til hinna auðugu fiskimiða, þar sem kaldur Labradorstraumur mætir hlýjum Golfstraumnum á grunni Nýfundnalands. Bretar voru þar ráðandi, en Frakkar, Baskar, Portúgalir og fleiri komu við sögu. Arið 1583 var landið lýst brezk eign, en landnám var þá enn sáralitið. Brezk stjórnvöld kærðu sig ekki um, að fólk settist að vestra, en vildi að þar væru að- eins bækistöðvar fiskiflotanna á sumrin. Bretarvildu halda alger- um yfirráðum yfir þorskverzlun- inni, sem þá var miklu þýðingar- meiri en nú, og litu á fiskiskipa- flotann sem þjálfunarstöð fyrir brezka flotann. Þannig höfðu fiskveiðarnar viö Nýfundnaland margfalt gildi fyrir Breta á 17. og 18. öld, er flotaveldi þeirra var mest. Voru aöeins 120 ibúar á Ný- fundnalandi árið 1684. Þegar kom fram á 19. öld, tók þetta að breytast, og timabil Napoleonsstyrjaldanna (þegar Jörundur tók ísland og hér lá við sulti) varð fyrsta blómatimabil Nýfundnalands. Fiskverð var hátt, og landsmenn lögöu undir sig saltfiskmarkaði Miðjarðar- hafslandanna. Allmargt fólk hafði þá flutzt til landsins, aðal- lega írar, og eru ibúarnir enn i dag enskumælandi og af irsk-enskum uppruna. Frá 1802 fengu Nýfundnalands- menn vaxandi ihlutun um eigin mál, frá 1832 i tveggja deilda þingi. Miklar deilur urðu á milli fulltrúa kaupmannavaldsins i höfuðborginni, St. John’s, i efri deild, og fulltrúa fólksins i neðri deild, unz þingið var afnumið og endurstofnað i einni deild 1855. Verð á þorski var allstöðugt mestalla öldina, nýir markaðir fundust i Braziliu, og miklar sel-7 veiðar hófust. Hafinn var land- búnaður, og ýmislegt gert til að auka fjölbreytni atvinnuvega. Var hagur landsins meö blóma 1870—95, atvinnutæki i höndum landsmanna sjálfra og framtiöar- horfur taldar góöar. Komið var upp veiðarfæragerö og skipa- smiöum i landinu sjálfu. Fyrir aldamót snerist margt til verri vegar. Borgin St. John’s brann að þrem fjóröu hlutum 1892, litt tryggð, og 1894 urðu tveir aðalbankar landsins gjaldþrota. Seölar þessara banka voru eini gjaldmiöill landsins, og leiddi þetta til mikilla vandræða. Frá 1900 til 1930 var timabil er-' lendrar fjárfestingar á Ný- fundnalandi, er brezkir, kanadiskir og ameriskir fjár- málamenn og fyrirtæki náöu und- irtökum á efnahagslifi landsins. Kom nú til sögunnar lagning járnbrauta, vegagerð, stóraukið skógarhögg, pappirsframleiðsla og námugröftur (kopar, járn o.fl.). Brezkir dómstólar veittu Nýfundnalandi yfirráð yfir aust- urströnd Labrador og allt vestur til vatnaskila, sem er þrisvar sinnum meira landflæmi en eyjan sjálf, en hún er um 20% stærri að flatarmáli en Island. □ Kreppa og hrun Nýfundalandsmenn héldu ekki vöku sinni á þessum árum hvað efnahagslegt öryggi snerti. Þeir reyndust þvi illa viðbúnir, er heimskreppan skall á þeim 1931. Þeir höfðu glaðzt yfir miklum framkvæmdum 1920—30, en veittu þvi minni athygli, að er- lendar skuldir þeirra jukust úr 43 milljónum dollara i 101 milljón, sem var stórfé á þeim timum. Af- borganir og vextir uröu skyndi- lega feiknaþungir baggar, er kreppan dró úr þjóðartekjum og gjaldeyrisöflun. 011 árin frá 1920hafði verið halli á fjárlögum landsins, og var hann sifellt jafnaður með nýjum, er- lendum lántökum, sem enn juku skuldabaggann, afborganir og vexti. Arið 1931 bauö Nýfundnalands- stjóm út 8 milljón doUara lán, en skuldabréfin seldust ekki. Það vildi enginn lána landinu meira fé. Vandræðin uröu nú svo mikil, að landsmenn báðu brezku stjórnina að senda sér fjármála- ráðgjafa til að koma lagi á rikis- fjármálin. Arið 1932 tókst enn að fá nokkur lán i Kanada og innanlands. Út- gjöldá fjárlögum voru skorin niö- ur og skattar stórauknir. Toll- tekjur höfðu minnkað verulega, en á þeim byggði Nýfundnalands- stjórn alltaf mjög fjárhag sinn. Arið 1933 sást enginn bati. Varð þá enn aö leita eftir nýjum lánum i Kanada og Bretlandi. Nú þýddi ekki annað en að láta fylgja með ósk um, að skipuð y röi Konungleg rannsóknarnefnd i Bretlandi (landið var sjálfstjórnarnýlenda Breta) til að fjalla um fjárhag landsins. I þessa rannsóknarnefnd voru skipaðir einn Breti, einn Kanada- maður og einn Nýfundnalands- maður, og vann hún mikið verk og sendi frá sér itarlega skýrslu. Nefndin komst að þeirri megin- niðurstöðu, að efnahagsvandræði Nýfundnalands væru að kenna „afskræmdu þingræðiskerfi” („A perverted parliamentary syst- em”), sem flokkar og einstakl- ingarheföu misnotaö ieigin hags- muna skyni. Nefndin lagði til að hætt yrði við rikisstjórn, sem þjóðin sjálf hefði Ástæðurnar voru: erlendar lántökur og afskræmt þingræðiskerfi, sem flokkar og einstaklingar misnotuðu Þessi þróun leiddi til hrunsins Stórfelld efnahagsvandræði árin 1931-34 leiddu til þess, að Nýfundnaland, sem verið hafði sjálfstjórnarland I brezka sam- veldinu,*sjálfstæði og fjárhagslegt sjálfsforræði. Landinu var stjórnað af embættismannanefnd með erlendum meirihluta allt til 1949, er þaö var sameinað Kanada. Helztu viðburöir, er leiddu til þessara ótiöinda, voru þessir; 1920-31: 1920-31: 1920-31: 1931: 1931: 1933: 1934: 1949: Miklar framkvæmdir I landinu, járnbrautalögn, vegagerð, skólabyggingar osfrv., mest unnið fyrir erlent lánsfé. Erlendar skuldir þjóðarinnar jukust úr 43 millj- ónum dollara i 101 milljón dollara. Afborganir og vextir urðu að þungum bagga á efnahagskerfinu. Oll árin var halli á rekstri rikissjóðs, og voru sifellt tekin erlend lán til að jafna metin. Greiðslubyrðin þyngdist þvi stöðugt. Nýfundnalandsstjórn bauð út 8 milljón dollara lán, en enginn fékkst til að kaupa skuldabréfin. Stjórn Nýfundnalands sá sér ekki annað fært en að biðja brezku stjórnina að senda sér fjárhagslegan ráðgjafa. Aframhaldandi kreppuástand.Enn tekin erlend lán, i Kanada, útgjöld rikissjóðs skorin niöur, skattar stórhækkaðir. Enn sást enginn bati. Leitað eftir nýjum lánum i Bretlandi og Kanada, en jafnframt var brezka stjórnin beðin að skipa Konunglega rannsóknar- nefnd til að athuga fjárhag Nýfundnalands. Konunglega rannsóknarnefndin (Breti, Kanada- maður og einn heimamaður) skilaði itarlegu áliti. Meginniðurstaðan var, að vandræði Nýfundnalands væru að kenna „afskræmdu þingræðiskerfi” (A perverted parliamentary system), sem flokkar og einstaklingar hefðu misnotaö i eigin hagsmuna skyni. Sjálfstjórn og fjárráö tekin af þjóðinni. Embættis- mannanefnd, skipuð i London, fékk allt löggjafar- og framkvæmdavald i landinu. Hana skipuðu þrir Bretar, þrir heimamenn en brezki landsstjórinn var formaður. Nefndin stjórnaði landinu til 1949. Bretar veittu árlegan rekstrarstyrk. Eftir tvennar kosningar fékkst meirihluti — fyrir sameiningu við Kanada. áhrif á og bæri ábyrgð gagnvart þjóðinni. Var sett upp Stjórnar- nefnd Nýfundnalands, sem fór meö allt löggjafarvald og fram- kvæmdavald i landinu frá febrúar 1934 til marzmánaöar 1949, er landið var sameinað Kanada. I þessari alráðu nefnd voru sjö menn, skipaðir af brezkum stjórnvöldum. Þrir voru heima- menn, þrir brezkir og brezki landsstjórinn var formaður. Eftir þetta fékk Nýfundnaland stööugt fjarhagslega aöstoð frá Bretlandi, og tekjuafgangur varö ekki á fjárlögum, fyrr en á árum siöari heimsstyrjaldarinnar, er striösgróöi safnaðist i brezkum bönkum, rétt einsog geröist hér á Islandi. Eftir ófriöinn var tekiö aö kanna framtiöarskipan, og var leitaö eftir sameiningu viö Kan- ada. Atkvæöagreiösla fór fram i júni 1948 og aftur i júli þaö ár. Greidd voru atkvæöi um þrjá kosti: sjálfstjórn, sameiningu viö Kanada eöa áframhaldandi em- bættismannastjórn. Sjálfstjórn fékk i fyrri kosningunni 69.400 at- kvæði, Kanada 64.066 og embættisstjórn 22.311. 1 seinna sinn hlaut sameining við Kanada 78.823 atkvæöi, en sjálfstjórn 71.334 og var málið þar með út- kljáö. Nýfundnaland er nú eitt af sambandsfylkjum Kanada. Það hefur fylkisþing með 42 þing- mönnum, svo og þingbundna fylkisstjórn. Þá hefur landið 7 þingmenn i neðri deild kanadiska þingsins i Ottawa, og 5 i öldunga- deild. Kanada hefur greitt all- mikið fé til landsins á hverju ári, aðallega til að halda uppi margs konar opinberri þjónustu, eins og aðrir ibúar Kanada njóta. Miklar breytingar hafa orðið á Nýfundnalandi og lifskjör nálgast það, sem gerist á Atlantshafs- strönd Kanada. Ibúar landsins eru um 500.000 og hefur fjölgað mikiö. Fyrir utan fiskveiðar og skógarhögg hefur verið komið upp margvislegum iðnaði, sem- entsframleiðslu, skóframleiðslu, fataverksmiðjum og stóriðju i pappirsframleiöslu og málmiöju. □ Byggðastefna Rekin hefur verið hörð byggöa- stefna á Nýfundnalandi hin siöari ár — en hún cr þveröfug viö þaö, sem viö nefnum þvi nafni. Þeir hafa styrkt fólk til aö flytja úr af- skekktum smábyggöum til aö mynda stærri byggöakjarna, þar sem afkoma þess verður mun betri. Aöur bjó meirihluti þjóöar- innar i um 1300 smáþorpum á ströndum landsins, flestum meö innan viö 500 ibúa. St. John’s er svipuð Reykjavik að stærð, en Comer Brook á vest- urströndinni hefur 25—30.000 ibúa. Allir aðrir bæir hafa innan við 8.000. Arið 1925 var stofnað College, sem var gert að háskóla 1950. Skólar hafa lengi verið á vegum kirknanna, en 30% ibúa eru kaþólskir, 30% i brezku kirkj- unni og 30% mótmælendur, en 10% i Hjálpræðishernum, aðvent- istar eða i öðrum trúarflokkum, sem eru vinsælir eins og viðast i fiskimannabyggðum. Aðeins 75% þjóöarinnar hefur aðgang að sima — sökum dreifbýlis. Nýfundnalandsmenn hafa ekki eignazt listamenn eins og forfeð- ur þeirra Irar og Englendingar, en eru taldirhafa góða kimnigáfu og vera ljóðelskir. Einn þeirra, E.J. Pratt, er i bókum talinn þekkt ljóöskáld i Kanada.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.