Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 13
SK£
öu
biaðid Miðvikudagur 31. marz 1976.
OR YMSUM ÁTTUM 13
styrk, þ.e. tæknilegu hliðina og
til þess höfðu Norðurlöndin
hvorki kunnáttu né fjármagn.
Þá var leitað til Bandarikjanna
og farið fram á aðstoð þeirra, en
Dean Acheson, þáv. utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna visaði
þeirri málaleitan á bug og var
það áhrifarikasta meðalið helg-
að tilgangnum um öflugt banda-
lag eða m.ö.o. ein leiðin til þess
að neyða Norðurlandabúa inn i
Nato.
Þau eru þvi andstæð sjónar-
miðin, sem Bandarikjamenn
héldu mest á lofti við stofnun
bandalagsins og þau, sem stak-
steinahöfundur Morgunblaðsins
heldur fram. Bandarikjamenn
sögðu i upphafi að þeir vildu
stuðla að eflingu varnarmáttar
rikjanna. Staksteinahöfundur
Morgunblaðsins telur það nú
nánast glæpsamlegt að fara
þess á leit.
Það kann að lita illa út að
bendla visindalegum vinnu-
brögðum við utanrikispólitiskt
mál, en þar eð utanrikisráð-
herra Bandarikjanna er viðrið-
inn slik vinnubrögð, og ekki
siður vegna hugsanlegra af-
skipta hans af málinu, þá vil ég
benda á túlkun stjórnvisinda-
mannsins á þvi hvernig þjóðir
haga sér i s.k. „redistributi-
ons”málum. Hann segir
„....for redistributions the
offensive side must always
threaten, or at least issue strong
warnings.” Útleggst þetta:
Sækjandinn verður alltaf að
hóta eða a.m.k. viðhafa alvar-
legar aðvaranir.
Hræddur er ég um, að
Kissinger og hans félagar brosi
við alvarlegu augnaráði Geirs.
Alvarlegast er þó að rökin
fyrir veru okkar i NATO skulu
ekki vera haldbetri en svo, að
þeim megi ekki beita vegna
þess að öll gagnrýni sé vatn á
myllu kommanna.
Hvað sem um málið, verður
sagt, þá er öruggt að mál-
ílutnmgur eins og sá sem uppi
er nú og lýst er hér að framan er
slikur, að hann verður það sam-
eiginlegt tröilum, að þola illa að
varpað sé á hann ljósi.
ábyrgð á gerðum sínum, sem
varða við lög, og bara visað á
almenning?
Það er eindregin skoðun min,
og mér er engin launung á
henni, að auðvitað eigi ráðherr-
ar ekki að vera undanþegnir
persónulegri ábyrgð fyrir gerðir
sinar.
Það væri i meira lagi hláleg
hugmyndafræði, að bara af þvi
maður klæðir háa valdastöðu,
geti hann velt yfir á bök al-
mennings afleiðingum af skaða-
bótaskyldum duttlungum!
Það skal fúslega viðurkennt,
að bakvið þetta liggur ekki
kunnátta i lögfræði. En hér ligg-
ur á bakvið, það sem telja má
sæmilega kunnáttu i almennri
siðfræði i samskiptum við sam-
ferðarmennina.
Menntamálaráðherra hefur
skjátlast i gerðum sinum, af
hverju sem það hefur upphaf-
lega stafað. Þess verður að
krefjast, að hann standi þar
persónulega ábyrgur fyrir und-
andráttarlaust.
Uddur A. Sigurjónsson
Flugfélagið Ernir tekur til starfa á ný
— Búa sig undir þorskveiðibann —
Fyrsti togarinn til Sandgerðis —
Vestfirzka fréttablaðið skýrir
frá þvi, að Flugfélagið Ernir á
Isafirði taki til starfa á ný næstu
daga. Rekstur félagsins hefur
legið niðri um hrið sökum fjár-
hagserfiðleika.
Blaðið segir, að til þess að
tryggja rekstur félagsins út
þetta ár hafi fjárveitinganefnd
Alþingis ákveðið, að hækka
styrk til sjúkraflugs á Vest-
fjörðum um 750 þúsund krónur,
eða upp i 1,5 milljónir króna á
þessu ári.
Þá hafi flest eða öll sveitar-
félög f 'fjórðungnum, að tillögu
Fjórðungssambands Vest-
firðinga, samþykkt að styðja við
flugrekstur félagsins með fjár-
styrk, sem nemur 300 krónum á
hvern ibúa.
Blaðið segir, að þessi stuðn-
ingur sé árangur baráttu, sem
alþingismenn kjördæmisins,
ásamt sveitarstjórnarmönnum,
læknum og fleirum, hafi háð til
þess að starfsemi félagsins
legðist ekki niður.
Þá er vakin athygli á því, að
hér sé einungis um að ræða að-
stoð til þess að flugrekstur
félagsins leggist ekki niður á
þessu ári. Hvað við taki á næsta
ári velti mikið á drengilegum
stuðningi þeirra áhrifaaðila,
sem þegar hafi látið málið til
sin taka, svo og annarra.
Blaðið segir, að öllum Vest-
firðingum sé ljóst, hver nauðsyn
þeim sé að hafa flugþjónustu
sem þá, er Flugfélagið Ernir
hafi haldið uppi. Þvi megi ekki
láta deigan siga, en halda áfram
þar til fundizt hafi framtiðar-
lausn á rekstrarvanda félags-
ins.
Búa sig undir
þorskveiðibann.
Sama blað birtir eftirfarandi
klausu: „Heyrzt hefur, að sum
hraðfrystihúsanna á Vestfjörð-
um séu þegar farin að búa sig
undir að þorskveiðar verði
bannaðar um takmarkaðan
tima.
Fyrirhuga nokkur fyrirtæki
kaup á flökunarvélum frá
Þýskalandi fyrir karfa og ufsa,
ef byggjaþyrfti upp framleiðsl-
una, timabundið, á þessum teg-
undum fisks eingöngu”.
I framhaldi af þessari frétt er
það ihugunarvert, hvernig for-
ráðamenn þessarar þjóðar ætla
að bregðast við i sumar, ef
þorskveiðar verða bannaðar ts-
lendingum um takmarkaðan
tima.
Sú mynd getur blasað við, að
á sama tima og íslendingar fá
ekki að veiða þorska, verði
Belgar, Norðmenn, Færeyingar
og jafnvel Vestur-Þjóðverjar að
veiða þorsk, allt upp að 4 mil-
um.
Fyrsti togarinn
til Sandgerðis
Suðurnesjatiðindi segja frá
þvi, að á þriðjudag i fyrri viku
hafi fyrsti togarinn komið til
Sandgerðis. Þetta var Erlingur
GK 6. Haft er eftir skipstjóran-
um, að ágætt hafi verið að sigla
skipinu að bryggju. Að visu yrði
að gæta sjávarfalla vegna
tveggja rifa, sem gætu verið
hættuleg þegar lágsjávað væri.
Þá væri það galTi, hve litið
viðlegurými væri i höfninni.
Togarinn hefði getað lagzt að
bryggju eingöngu vegna þess,
að enginn loðnubátur var inni.
Aðeins er hægt að landa öðru
megin við eina bryggju. Oftast
er margföld röð báta við
bryggjuna, og er talið nauðsyn-
legt að smiða aðra bryggju til að
auka viðlegurými.
Tveir aðrir togarar
væntanlegir
Til Sandgerðis eru væntan-
legir tveir togarar til viðbótar,
Guðmundur Jónsson, sem Rafn
hf. á og var smiðaður á Akur-
eyri,og svo mun Miðnes hf. eiga
von á öðrum i haust.
Talið er vonlaust, að afgreiða
alla þessa togara, nema mikið
verði gert i höfninni og viðlegu-
rými aukið.
Fjöibrautarskóli á
Norðurlandi vestra
Ragnar Arnalds hefur flutt
tillögu til þingsályktunar um
fjölbrautarskóla á Norðurlandi
vestra. — Þar segir, að Alþingi
álykti að fela rikisstjórninni að
undirbúa frumvarp um stofnun
framhaldsskóla á Norðurlandi
vestra með fjölbrautarsniði.
Skólastarfið fari fram á
nokkrum stöðum i fræðsluum-
dæminu, og verði byggt upp sem
ein heild með náinni samvinnu
og verkaskiptingu milli skóla-
staða. I tillögunni segir, að
stefnt skuliað þvi, að sem flest-
ar námsbrautir framhalds-
skólastigsins, sem annars
staðar sé að finna i menntaskól-
um, iðnskólum, vélskóla, tón-
listarskólum og öðrum sérskól-
um verði stundaðar á að
minnsta kosti einum þessara
skólastaða.
Siðan eru nefndar : Bóknáms-
braut, iðn- og tæknibraut, við-
skipta- og verzlunarbraut,
námsbrautir á heimilisfræðum,
hússtjórn og búfræði og náms-
braut á sviði lista.
—AG—