Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 4
4 '-------------------- Dómsmál - stjórnkerfismál - fjölmiölar - efnahagsmál - landhelgismál ALMENNUR BORGARA- FUNDUR I ÍSAFIRDI verður haldinn laugardaginn 3. april nk. i Sjáifstæðishúsinu. Vilmundur Gylfason, menntaskólakennari Sighvatur Björgvinsson, alþm. Að framsöguræðum loknum hefjast frjálsar umræður. öllum heimill aðgangur. Alþýöuflokksfélag ísafjaröar Fundurinn hefst kl. 2. e.h. FRUMMÆLENDUR: Látið ykkur ekki lengur dreyma... LÁTIÐ YKKUR EKKI LENGUR DREYMA UM ÓSKAFERÐINA LATIÐ HANA VERÐA AÐ VERU- LEIKA með ferð Alþýðuflokks- félags Reykjavikur til Þýzkalands, Austurrikis, ítaliu og 4 dagar i Danmörku 3.—20. júni, aðeins fá sæti laus. Upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins frá 9—5 i sima 15020. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Járnabindingamenn Við óskum eftir að ráða nokkra járnabindingamenn, sem hafi a.m.k. 2ja ára reynslu í slíku starfi. Skriflegar umsóknir séu sendar d skrifstofu vora í Reykjavík, Suðurlandsbraut 12, þar sem greint sé frá reynslu umsækjanda, og tilgreint hjá hvaða vinnu- veitanda viðkomandi hafi unnið við járnabindingar. ENERGOPROJEKT Sigölduvirkjun J FRÉTTIR Miðvikudagur 31. marz 1976. biai ðu- ið Af vígstöðvum í kartöflustríðinu KARTÖFLUSKORTI AFSTÝRT SEGIR GRÆ NMETISVERZLUN LANDBÚNAÐARINS 1 fyrra var það sykurstrið — nU er skollið á kartöflustrið, og eins og skýrt var itarlega frá i Alþýðu- blaðinu i siðasta mánuði hefur verið umtalsverður kartöflu- skortur i allri Vestur-Evrópu i vetur vegna uppskerubrests i haust. Það olli þvi, að settar voru út- flutningshömlur á kartöflur i ýmsum helztu kartöfluræktar- rikjum Evrópu, svo sem i Hollandi, þar sem hamstur var meira að segja refsivert. 1 vikunni sem leið varð svo kartöflulaust i höfuðborginni, og fréttir hermdu að ekki væri von á erlendum kartöflum nema i litlu magni og yrðu það dýrar kartöflur. Dagblaðið hefur siðan birt fréttir og greinar um kartöflu- skortinn, þar sem fram kemur að innlendur heildsali hefur boðizt til að útvega nægar kartöflur og hvers kyns grænmeti á viðráðan- legu verði — en það stangast á við þær upplýsingar, sem fram hafa komið i blaðaviðtölum við Jóhann Jónsson, forstjóra Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins. Sendir út frétt í gær sendi Jóhann fjölmiðlum svohljóðandi frétt um kartöflu- málið: „Eins og getið var I fréttabréfi upplýsingaþjónustu land- búnaðarins frá 18. marz, var sett á útflutningsbann á kartöflur frá Hollandi til landa utan Efnahags- bandalagsins, jafnframt var sett á útílutningsgjald að upphæð 300 $ á tonn. Þá þegar tryggði Græn- metisverzlun landbúnaðarins sér viðbótarmagn af kartöflum frá Póllandi. Þegar útlit var fyrir að ekki yrði hægt að fá kartöflur af- greiddar frá Póllandi sökum frosthörku þar, þá var kannað hvort ekki mætti takast að fá kartöflur annars staðar frá, til að tryggja að ekki yrði kartöflu- skortur hér á landi. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins sendi þvi fyrirspurnir þann 12. marz til Hollands og Danmerkur hvort hægt mundi vera að fá kartöflur af nýrri uppskeru frá suðlægri löndum til afgreiðslu til Islands. Þá bárust svör þess eðlis að ekki væru á boðstólum nýjar er- lendar kartöflur. Grænmetis- verzlunin sendi itrekaðar fyrir- spurnir en jákvætt svar og tilboð barst ekki fyrr en 23. marz. Þá hafði komið farmur af kartöflum frá Mexiko til Hollands, sem ekki voru háðar sömu ákvæðum varð- andi útflutning og kartöflur af hóllenzkum uppruna. Grænmetisverzlunin tók til- boðinu samdægurs, þó með þvi skilyrði að hollenzka heilbrigðiseftirlitið teldi heilbrigðisvottorð fullnægjandi fyrir Island. Von var á skipi Eim- skipafélags Islands Urriðafoss til Rotterdam á fimmtudag i s.l. viku, en þar sem Rotterdam var siðasti viðkomustaður skipsins á leið til Island, var það þegar mjög hlaðið, en ákveðið var að festa kaup á þvi magni sem skipið gæti tekið. í skipið komust 150 tonn, það fór frá Rotterdam á föstu- dagskvöld og er væntanlegt til Reykjavikur á miðvikudags- kvöld. Vonir standa til að hægt verði að afgreiða kartöflur i verzlanir fyrir helgi. Lestað i Laxfoss 1 dag er verið að lesta 100 tonn af kartöflum i Rotterdam um borð i Laxfoss, sem fer væntan- lega til Reykjavikur á morgun. Ennfremur er gert ráð fyrir að is- lenzkt skip lesti 300 tonn af kartöflum i Póllandi i dag eða á morgun og er væntanlegt til Reykjavikur 6. april. Ef flutningartil landsins ganga eðlilega, þá ættiaðvera tryggtað ekki verði frekar skortur á kartöflum hér á landi á þessu ári. Grænmetisverzlun land- búnaðarins samþykkti tilboðið frá Hollandi þann 23. marz i mexikönsku kartöflurnar að upp- hæð 975 gyllini á tonn, eða 64.00 krónur isl. á kg. komið i skip i Rotterdam. Daginn eftir barst henni tilboð frá innlendum heild- sala i mexikanskar kartöflur af- greiddar frá Rotterdam að upp- hæð 1540 gyllini tonnið komið um borð i skip þar eða rúmlega 100 kr. hvert kg. þar var um mismun að ræða er nam 36 krónum á kg. Ef ekki verður veruleg breyting á gengi islenzku krónunnar þá mun heildsöluverðið á þessum nýju mexikönsku kartöflum verða 90 kr. á kg. eða 10 krónum lægra en tilboðsverð innlenda aðilans i kartöflurnar i Hollandi.” —BS KRON leitar eftir stuðningi launþegasamtakanna Starfsfólk KRON hefur nú ósk- að eftir þvi að launþegasamtökin leggi kaupfélaginu i höfuðborg- inni iið i þvi baráttumáli þess, að fá að reisa stórmarkað i húsa- kynnum félagsins við Sundahöfn, en það er álit félagsins að stór- markaður þess muni verða laun- þegum og neytendum i Reykjavik hin mesta búbót vegna þess lága vöruverðs, sem unnt verður að bjóða þar. A fundi starfsmanna Kron var svohljóðandi ályktun samþykkt: Aðalfundur Starfsmannafélags K.R.O.N. haldinn að Hamragörð- um 16.3. 1976 mótmælir harðlega synjun borgaryfirvalda i Reykja- vik á beiðni K.R.O.N. um verzl- unaraðstöðu við Sundahöfn, þrátt fyrir meðmæli skipulagsnefndar. Atelur fundurinn mjög eindregið þá afstóðu borgarstjórnarmeiri- hlutans að láta pólitisk sjónarmið sitja i fyrirrúmi fyrir hagsmun- um reykviskra neytenda, varð- andi hagkvæm verzlunarvið- skipti, þar sem hér var um að ræða stórmarkað, sem átti að bjóða viðskiptavinum hagstæðari kjör, en almennt gerist á höfuð- borgarsvæðinu. Telur fundurinn það bera vott um mikið ofstæki og vanhugsaða ákvörðunartöku, að hafna slikri beiðni á hæpinni for- sendu. Þá vill fundurinn skora á launþegasamtökin i Reykjavik og nágrenni að taka virkan þátt i þvi að styrkja K.R.O.N. til að koma þessum áformum i framkvæmd ogsýnai verki skilning á þvi hver hagsmunalegur ávinningur þetta er fyrir láglaunafólk hér i borg- inni og nágrannabyggðum. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.