Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 10
io —Þegar ég var 13 ára striddu vinkonur minar mér á þvi hve leggjalöng ég var, segir Þýzka fyrirsætan Gaby, sem i dag er 21 árs og hefur óhemjulaun fyrir hina iöngu leggi. Hún notar skö númer 41- og er með hæstu konum á götum úti- og er siður en svo nokkuð að flea það, heidur gengur meira að segja á frekar háum hælum. Það er liðin tið að hávaxnar stúikur þurftu að ganga hoknar undan oki ”minnimáttarkenndar” —þvert á móti hafa þær margt til að bera, sem karlmenn falla fyrir. Miðvikudagur 31. marz 1976. b,aáfa- r l' Skar hár hans og hreif hjarta hans FRANKFURT: I 15 ár vann Walter Hissnauer, 55 ára, baki brotnu og nurlaði saman fé til að stækka og efla litlu gler- verksmiðjuna sína í Frankfurt. Hann fór aldrei i sumarfrí og eyddi aldrei krónu í óþarfa. Hin 54 ára kona hans, Annemarie, kvartaði aldrei. Hann lofaði alltaf að einhvern tímann skyldi hann fara með hana í ,,æðisgengið sum- arfrí". Hann stóð við þetta loforð fyrr á þessu ári, þegar hjónin eyddu 170 þúsund krónum í hálfs mánaðar ferðalag til Bangkok. Þegar þau voru komin heim gat Walter ekki gleymt deginum, sem hann fór til hár- skerans i Bangkok. Honum fannst ennþá erfiðara að gleyma hárskeranum. . . stóríallegri siamskri stúlku, sem heitir Somprom. „Meðan hún var að klippa mig”, sagði Walter”, horfði ég alltaf á hana og ég gat ekki gleymt þvi, hvernig við horfð- umst i augu i speglinum”. Eftir fáeinar vikur var Walter lagður af stað flugleiðis til Bangkok. Þegar þangað kom tókst honum að fá Somprom til að koma með sér til Frankfurt, en þar leigði hann handa henni ibúð. En sælan stóð ekki lengi. Hann eyddi svo miklu, að hann varð að taka af sparifénu. Og hann var svo oft og lengi hjá stúlkunni frá Siam, að fyrirtæk- ið beið tjón af. Loks hafði hann ekki efni á að halda Somprom lengur uppi. Hún varð að snúa aftur heim. 1 hálfan mánuð reyndi Walter að gleyma henni, en það reyndist ógerningur. Hann skrapaði saman nægilegt fé til að eiga fyrir flugfari til Bangkok og þar sagði hann við Somprom: ,,Ég get ekki lifað án þin. Þú verður að koma heim með mér. En ég ætla að segja þér það, að við verðum að lifa naumt.” Hún svaraði hin rólegasta: „Hafðu engar áhyggjur. É g á næstum hálft pund af heróini. Við getum selt það i Þýzkalandi og lifað áhyggjulausu lifi”. MISTÖK Hún faldi heróinið, sem er rúmlega 61 milljón króna virði á svarta markað- inum og hjúin héldu til Vest- ur—Þýzkalands. Þeim tókst að komast i gegnum tollinn á flug- vellinum i Frankfurt án þess, að tollverðir fyndu fikniefnið. Áætlun Somproms mistókst hins vegar hrapalega. Walter kunni ekki að „Pursha” (selja) fikniefni. Fólk leit hann ýmist grunsemdar — eða fyrirlitning- araugum og sagði: „Burt með þig, afi”. Walter var i öngum sinum og taldi þvi 25 ára gamla dóttur sina, Marianne, á að reyna að selja fiknilyfið. En ekki gekk henni hótinu betur. Hún reyndi að selja óeinkennisklæddum lögregluþjóni heróin og þau voru öll handtekin, Marianne, faðir hennar og Somprom. Ný- lega fékk Marianne tveggja ára skilorðsbundinn dóm, en Walter og siamska hjákonan hans fengu fjögurra ára fangelsis- dóm. Hvað um eiginkonu Walters, Annemarie? „Ég er enn lömuð af áfallinu”, sagði hún. „En ég elska Walter enn og ég mun biða hans”. Hún nefndi Somprom hvorki á nafn né lét, sem hún vissi, að hún væri til. En hún verður að biða i fjögur ár við svari á þeirri spúrningu, sem hlýtur að knýja á hug hennar. . . Snýr Walter aftur til hennar eða fer hann aft- ur til kvenhárskerans frá Bang- kok, þegar hann verður látinn laus úr fangelsi? —Yðar pláss er þarna milli feitu konunnar og hjónanna með rauða útvarpstækið. FRAMHALDSSAGAN ná i kápuna slna, og þegar hann rétti út hendumar til að hjálpa henni i hana, hrökklaðist hún skelfingu iostin frá honum. — Snertu mig ekki! Hún gekk að dyrunum, en hann gekk i veg fyrir hana. —Þú getur dtki farið svona.... við verðum að fá þetta á hreint! sagði hann með furðulega hraðri rödd. — Ég hef ekki hugsað mér að biðjastafsökunar á þvi að hafa kysst þig.... þér fannst það nú ekki svo hræðilegt.... Phillida eldroðnaði, þvi að innst inni vissi hún vel, að eitt andartak hafði henni hreint ekki fundizt það hræðilegt, og þótt hún fyrirliti sig fyrir það, þá var hún of heiðarleg til að neita þvi. — Þú hlýtur að vera viti þinu fjær! sagði hún. Ug ég hélt, að þú værir... vinur minn! — Vinur? Hvað kæri ég mig um vináttu? sagði hann. — 'Mig langar að verða elskhugi þinn....er það svo fáránlegt? —Ekki bara fáránlegt, svaraði hún, — heldur lika móðgandi! Þú veizt vel að ég er gift! — Manni, sem er nógu heimskurtil aðfara hinum megin á hnöttinn án þess að taka þig með! Vél, sem tilraunaglas skipt- ir meira máli fyrir, heldur en ást þin!. Og hvernig er hjónabandið svo sem? Hann greip um axlir henni. — Guðirnir mega vita hvers vegna Vane Cordrey giftist þér.... — Nei! Varð henni að orði. — Segðu ekki meira, heyrirðu það? — 0, Phillida.... Hann horfði á hana, og augu hans loguðu. — Þú mátt ekki eyðileggjast þannig.... þú ert sköpuð fyrir lifið og ástina. Vertu hjá mér, Phillida.... leyfðu mér að vera inntak lifsins fyrir þig. Við getum farið saman til Suður — Ameriku strax i fyrramalið.... ég skal sýna þér allan heiminn! Heim, sem er gullinn af ást.... — Ég hef ekki áhuga á þinum heimi! sagði hún. — Ég kýs... minn eigin heim! Hjónaband með manni, sem setur vinnu sina alltaf i fyrsta sæti.... manni, sem hefur ekkert raunverulegt að gefa þér? — Það er ekki það, sem maður fær, sem málið snýst um.... það er það, sem maður gefur! sagði Phiilida þreytulega. — Ég gaf Vane hjarta mitt... ailt og óskipt. Og þar er ekkert rúm fyrir þig! Viltu nú vera svo vænn að leyfa mér að fara. Sinclair Arliss stóð um stund og horfði á hana. Hann vissi, að hún var hér ein hjá honum, alveg upp á hans náð og miskunn komin.... ef hún hefði verið einhver önnur, hefði hann fengið vilja sinum framgengt. En það var allt i einu eins og sigur- löngunin hyrfi skyndilega. I fyrsta sinn á sinni tillitslausu og ástriðufullu ævi játaði hann ósigur. Sinclair Arliss stöðvaði bilinn, cy4stareldur* eítir Valerie North.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.