Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 31. marz 1976. bla^fö* BILASALINN v/VITATORG Opið öll kvöld til kl. 10 Símar 12500 og 12600 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðiö verð. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. W TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJftVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HUSBYGGJENDUR! Muniö hinar vinsæiu TI- TU og Slottlis ta þétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * E3dá er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. B^l Saga af nátttröllum Þessa dagana er mönnum tiðrætt um ákvörðun dóms- málaráðherra þess efnis að óska eftir þvi, að utanrikisráöu- neytið kanni möguleika á að fá hraðskreið skip til þess að verja landhelgina. Eins og tslendinga er venja, þá sýnist sitt hverjum. Sumir eru hæst ánægðir yfir þvi, að Bandarikjamönnum séu settir kostir, aðrir telja slikt til alvar- legri hluta, jafnvel alvarlegri en guðlast. Varnarmál okkar hafa verið fordómafyllsti málaflokkur is lenzkra stjórnmála siðustu áratugi. Ekki samt svo að skilja, að það sé ekki af ásettu ráði gert. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa gert allt sem hægt er, til þess að svo verði, viðhalda fordómunum, útiloka heilbrigða skynsemi og beitingu góðra raka i þeim tilgangi einum saman að beina huga islenzks verkafólks frá raunverulegri og áþreifanlegri málum islenzkra stjórnmála. Aiþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa helzt leitast við að beita skynsemi, en jafnaij orðið undir skriðu for- dóma. Þvi er þetta skrifað, að í dag má færa sönnur fyrir málefna- þurrð, rökþroti og hugsjónaleysi Sjálfstæðisflokksins og færa gild rök að þvi, að varðandi varnar- málin skiptir það eitt megin- máli íiú að vera á móti komm- unum.láta ekkert verða vatn á þeirra myllu. Til þess að sýna fram á rökleysi Sjálfstæðis- manna mun ég gera einkum tvennt: reyna að skýra eðli ákvarðana i utanrikismálum og geta aðdraganda stofnunar Atlantshafsbandalagsins og þeirra sjónarmiða, sem mestu réðu varðandi afstöðu vinaþjóða okkar. Samfélag þjóða er um margt likt samfélagi einstaklinga. Inn- an þess eru andstæðir hagsmun- ir, mismunandi skoðanir, mis- munandi þjóðir hvað varðar kynþátt, tungu, menningu o.s.frv. rétt eins og innan þjóð- félags eru þegnar þess mismun- andi. 1 veigamiklu atriði háttar þó mjög ólikt hvað varðar sam- býlishætti. t þjóðfélagi einstaklinga eru þegnar þess háðir ákveðnu formi umgengn- is- og sambýlislaga. t okkar tilfelli er það stjórnarskráin, sem kveður á hver þessi lög og reglur eru. Gildi þeirra er al- gjört. hvað viðkemur einstaklingnum. Verði hann sekur að brotum, þá er hann sóttur til saka og þarf að sæta refsingu, ef slikt er ákveðið. I samfélagi þjóða er slíkt vald ekki til. Þjóðin er sinn eiginn ákvörðunaraðili og fer með æðsta ákvörðunarvald. Þess vegna getur hún tekið ákvarðanir i eigin málum án nokkurra takmarkana. Hins vegar geta ákvarðanir einnar þjóðar valdið deilum jafnvel striði, en þegar slikar ákvarðanir eru teknar hlýtur þeim, sem ákvarðanir taka að vera ljóst, hverjar hugsanlegar afleiðingar þeirra kunni að verða. Þvi er það, að þegar ts- lendingar ákveða að færa út landhelgi sina, hvort sem það er lögsagnar- eða auðlindaland- helgi, þá er verið að taka ákvörðun, sem hlýtur að hafa afleiðingar sérstaklega þar sem vitað er að um hana er ekki einhugur meðal þjóða. Útfærsla landhelginnar flokkast undir það sem stjórnvisindamenn kalla á enskri tungu „redistribution” eða breyting á aðstöðu þjóða til þess að nýta ákveðin gæði. tslendingar hafa ákveðið að 200 milna efnahags-(fisk- veiðailögsaga gildi og að við hófum yfirráðarétt þar um. Það hefur lika verið ákveðið að verja þann rétt og hlýtur slikt a.m.k. að falla undir málaflokk- inn varnarmál. Varðandi skipaútvegun og Nato er vert að rifja upp fáein atriði, sem úrslitaþýðingu höfðu i sambandi við afstöðu Norður- landaþjóðanna til þátttöku i Bandalaginu. t marz 1946 komu utanrikis- málaráðherrar Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar saman til þess að ræða utanrikis- og varnarmál. Fundur þeirra var upphaf að reglulegum fundum 2svar á ári. t ágúst 1947 bættist tsland i hópinn. Samvinna þjóð- anna byggðist á samvinnu þeirra i Sameinuðu þjóðunum. Fyrsta hugmynd um varnar- samstarf var að Noregur, Sviþjóð og Danmörk mynduðu bandalag. Sú hugmynd fékk góðan hljómgrunn og var unnið að henni i anda 51. gr. Samein- uðu þjóðanna um rétt til sam- eiginlegra varna. Astand efna- hagsmála á þessum tima var slikt i Evrópu, að eina þjóðin, sem vildi og gat lagt verulega að mörkum til endurreisnar voru Bandariki Norður- Ameriku. Þau gerðu það með Marshall aðstoðinni, sem eins og Marshall orðaði það 15. júni 1947: ,,er til baráttu gegn hungri, fátækt, eymd og stjórn- leysi.” Það var þvi augljóst, hvaðan hjálpin gæti komið. Árið 1948 mælti Bevin utan- rikisráðherra Breta fyrir tillögu um Vestur-samtök, þ.e. sam- starf landa við Ermasund á sviði varnarmála. t júni 1948 mælti Arthur Vandenberg,tals- maður Republikana i Bandarikjaþingi fvrir hugmynd um fjölgun landa i Vestur-sam- tökunum og sagði, að markmið samtakanna hlyti að vera að stuðla að varnarsamstarfi, sem byggði á áhrifarikri og sterkri eiginvarnarstöðu, sem og gagn- kvæmri aðstoð. Svo vikið sé aftur að hug- myndinni um varnarsamstarf Norðurlandanna, þá var aðal þröskuldur þeirrar hugmyndar sá, að fljótt þurfti að efla her- FRA SUJ - Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Bjarni Magnússon Valdheiting vegna valdsins? Skrifið eða hringið í síma 81866 i krafti valdsins! Undirréttardómur hefur nú verið kveðinn upp i merkilegu máli. Þegar núverandi mennta- málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, vék dr. Braga Jósepssyni fyrirvaralaust úr embætti deildarstjóra fræðslu- deiidar menntamálaráðuneytis- ins, þann 6. des. 1974, höfðaði dr. Bragi mál á hendur fjármála- ráðherra f.h. rikissjóðs fyrir ó- lögmæta brottvikningu. Undirréttardómur hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu, að brottvikningin hafi verið ólög- mæt og dæmt dr. Braga skaða- bætur að upphæð kr. 3,5 milljón- ir ásamt 13% ársvöxtum frá 6. desember 1974 til greiðsludags, auk kr. 400 þúsund i málskostn- að. 1 viðtali við dómarann tjáði hann, að dómurinn væri felldur vegna ólögmætrar brottvikn- ingar, en það kemur ekki beint fram i dómsforsendum, hvort heldur væri miskabætur, eða ó- lögmætiðen krafa dr. Braga var tvihliða, þar sem miskabætur var önnur hliðin. Samkvæmt þessum dómi, stendur nú landslýður frammi fyrir þvi, að einn af æðstu mönnum framkvæmdavaldsins hefur gerzt sekur um valdniðslu á hendur undirmanni sinum. Þetta er alvarlegt mál og hef- ur vitanlega ýmsar hliðar. Al- þjóð veit, að núverandi mennta- málaráðherra er engan veginn of birgur af kunnáttu, til þess að klæða það háa embætti, sem starf menntamálaráðherra er. Rétt er i bili, að sleppa um- ræðum þar um. En hitt myndu menn vissulega kjósa, að þrátt fyrir það, væri um að ræða nægilega réttlætistilfinningu, til þess að annað eins og þetta hendi ekki. Ráðherra hefur einnig alla möguleika til þess, að afla sér allra gagna um réttarstöðu sina, hafi hann ekki i kollinum kunnáttu til, hvað má og hvað ekki má, lögum samkvæmt. Ýmsar spurningar hljóta að vakna i þessu sambandi. En sú, sem áleitnust er, er þessi: Telur ólögfróður valdsmaður það sómasamlegt, að nota brjóstvit- ið, til þess að beita valdi á þann hátt, sem hér var gert? Hafi það ekki verið eina leiðarljósið, hver voru þá hin önnur? Ef leyfilegt væri að geta, myndi það helzt koma upp I hugann, að ráðherra neiti þvi, að hafa við nokkurn ráðgazt, áð- ur en hann steig þetta skref. Þar kemur tvennt til. Annað, að það er auðvitað ákaflega óþægi- legt að játa, að menn hafi verið hafðir að ginningarfifli og þá af sér verri mönnum, þó slik dæmi finnist oft og tiðum. Hitt er, að vel má treysta ráðherranum til þess manndóms, að taka á sinar herðær sökina, hvort sem rétt- mætt er eða ekki. Fari svo, sem hér þykir lik- legt, hangir ein smáspurning við. Hver á að blæða fyrir af- glöp, sem baka almenningi, þó i gervi rikisfjárhirzlunnar sé, verulegt fjárhagstjón? Sérhver þjóðfélagsþegn, sem veröur fótaskortur á þvi, hvað rétt er og hvað er rangt, verður að standa ábyrgur fyrir hugsan- legum bótarétti. Það er ekkert umræðumál. En ef einn af æðstu valds- mönnum i landinu, villist út á þá braut, að kunna ekki skil á réttu og röngu, á hann þá ekki einnig að bera persónulega ábyrgð? Það er á engan hátt óeðlilegt, að almenningur velti slikri spurn- ingu fyrir sér. Er það hugsanlegt, að valds- menn geti i skjóli timabundins valds, sloppið við persónulega í HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.