Alþýðublaðið - 11.05.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Qupperneq 6
6 UTLÖND Þriðjudagur 11. maí 1976 bialiö1 Flugurnar unnu stríðið Það var ekki bandalagið við franska hers- höfðingjann Lafayette sem gerði ameriskum frelsisherjum kle i ft að vinna sigur á Bretum í Yorktown árið 1781 — heldur fiugnager, sem bar með sér malariu. Sagnfræðilegar rannsóknir siðari tima hafa leitt i ljós að fjórðungur hers brezka hershöfðingjans Cornwalls veiktist af malariu, og það kann að hafa riðið bagga- muninn. Umhverfis jörðina á 46 stundum Þota frá PanAmerican flug- félaginu hefur sett heimsmet i hraðferð umhverfis jörðina — á áætlunarleiðum. Flugtiminn varð 46 stundir og 30 sekúndur, en hafði verið ráðgerður 40 stundir. A flugvellinum i Tokyo töfðu mótmælaaðgerðir flug- vélina um fjórar stundir. Dýrlingurinn var ekki kommúnisti Napólibúar hafa þungar áhyggjur þessa dagana, og hafa að undanförnu flykkst i kirkjur borgarinnar til að biðja þess að helgidómar borgarinnar verði að fljótandi blóði, eins og venja hefur verið um það bil þrisvar á ári. 1 læstri skrinu I dómkirkju borgarinnar eru tvö lokuð glös og i þeim dökkleitt efni, sem sagt er vera þornað blóð verndardýrlings borgarinnar. Venjulega breytist þetta efni þrisvar á ári eöa þar um bil i fljótandi dökkrauðan vökva, en kirkjan hefur ekki enn fallizt á að sú efnabreyting veröi rann- sökuö af visindamönnum. Nú hefur þetta ekki gerst I hálft ár, og heittrúaðir kaþólikkar, eins og flestir i þessari suðlægu borg á ítaliu eru, hafa af þessu þungar áhyggjur. Erkibiskup- inn I borginni telur sökina liggja hjá vaxandi léttúð fólks og aukinni heiðni þjóöarinnar. Hann hefur sérstaklega nefnt hilraunir til að fá fóstureyð- ingar lögleiddar og vaxandi glæpahneigð sem helztu ástæður þess að dýrlingurinn hefur ekki viljað láta blóö sitt fljóta að þessu sinni. Sú skýring, sem almenningur i borginni er farinn að hallast að i æ vaxandi mæli er að dýr- lingurinn, sankti Januarius, sé reiður þvi að kommúnisti hafi verið kjörinn borgarstjóri i haust er leið. Uppgjöf í baráttunni við hassið? Lögreglan i Californiu hefur nær gefist upp á að handtaka fólk, sem uppvist er að þvi að hafa hass i fórum sinum. Breyting á refsilöggjöfinni lækkaði i janúarmánuði s.l. sektirnar fyrir að eiga minna en 30 grömm niöur I 100 dollara. 1 San Fransisco voru i janúar- mánuði aðeins 12 manns hand- teknir fyrir þær sakir að eiga hass— en sama mánuð i fyrra var talan 128. Að meðaltali voru handteknir 1100 hassistar á mánuði i Los Angeles i fyrra, en fyrsta mánuö þessa árs voru aöeins handteknir fyrir þær sakir þar i borg 197 manns. Djúpfrystir sveppir á Suðurskautinu Sovézkir visindamenn hafa fundið áður ókunnan gróöur á suðurskautinu, djúpfrystan að visu. Það eru sveppir, ætir að sögn en ekki bragðgóðir. Þeir eru um tiu sentimetrar á hæð. Að sögn TASS er þetta afar merkilegur visindalegur fundur. Aöur hafa fundist á suðurskautinu nm 800 gróður- tegundir, en engir sveppir fyrr. Tunglið er ekki til sölu... Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur gert drög að al- þjóðlegu samkomulagi, sem gera þaö óleyfilegt, hverri þjóð eða einstaklingi að gera tilkall til tunglsins eða nokkurs hluta þess. Samkvæmt skilgreiningu nefndarinnar er tungliö sam- eiginlegur arfur mannkynsins, og engum heimilt að leigja.eiga, selja eða notfæra sér i eigin þágu nokkurn hluta þess. Enn- fremur er þess getið i upp- kastinu, að þótt einhver geti komiö tækjabúnaði af einhverri tegund til tunglsins, þá hafi það ekki i för með sér nein sér- réttindi viðkomandi til notkunar eða eignar þess svæðis , sem tækin lenda á. ...en það er ítalski bærinn samt Bæjarbúar i Anguillara á ttaliú eru æfir eftir aö þaö fréttist að tveir bissnissmenn frá Milanó hafa keypt hvern fermetra bæjar þeirra af munkareglu heilags Antóni frá Padua, en samkvæmt jarða- bókum frá árinu 1369 er munka- reglan skráð eigandi bæjarins. Viðskiptajöfrarnir greiddu um 50 millj. islenzkra króna fyrir bæinn. Nú bjóðast þeir til að selja bæjarbúum hverjum sinn hluta, en á þreföldu verði. Að vonum reyna bæjarbúar að fá þessari sölu hnekkt fyrir dómstólunum. Froskar á ferð Flugvallarstarfsmenn á Heathrow flugvelli við London urðu að bregða sér á froska- veiðar eftir að þeir höfðu losað tyrkneska þotu þar á dögunum. Að minnsta kosti 68 froskar sluppu úr búrum ,er þeir höfðu verið fluttir i á leið frá Istanbul til Paris og það uppgötvaðist ekki fyrr en i London. Þessi flóttafroskar voru afhentir dýraverndunarfélagi borgarinnar, sem kom þeim fyrir i dýragarði þar sem þeir njóta lifsins i stað þess að vera glóöarsteiktir á borðum froskaæta i Paris. Súpa á eftir? 24 ára gömul japönsk stúlka, sem við vitum ekki málin á, sigraði i kappáti þar i landi á dögunum, er hún sporðrenndi á 50 minútum 9 nautabuffum, 200 grömm hvert. 20 karlmenn og 19 konur tóku þátt i buffátinu, og það var 26 ára gamall banda- riskur karlmaður sem náði öðru sæti. Hann gat komið niður átta buffum á þessum sama tima. Fyrstu verölaun voru boðs- miði á dýran matsölustað i Tokyo. íþróttamála- ráðherra skokkar Borgarbúar Nottingham i Englandi sáu á dögunum brezka iþróttamálaráðherrann . Denis Howell skokka um borgina, Hann var að þessu til að reka ár óður fyrirtrimmi. „Offita er þjóðarsjúkdómur i Englandi,” sagði ráðherrann viö frétta- ménn og skokkaði leiðar sinnar. Raforkufram- leiðsla í hvirfil- vindturnum BEZTA leiðin til að hagnýta sér orku land- synningsins er ekki að reisa vindmillur að gömlum sið, heldur reisa háa turna og láta vindinn framkalla hvirfilvind innan turns- ins. Það eru niðurstöður athugana, sem banda- riskur visindamaður, James Yen hjá Grumman Aerospace Corporation þar vestra hefur gert — og skýring hans er sú, að með þessu nýja móti vinnist orka úr miklu meira loft- magni en ella. Fyrstu útreikningar þessa raf- fræöivisindamanns benda til þess aö hvirfilrafall af þessu tagi sem væri tveir metrar að þvermáli myndi framleiða milljón wött raf- magns — en mylla með sömu af- kastagetu þyrfti að hafa 65 metra löng blöð. Súrheysturnar Þessir nýju turnar, hvirfla gætum við nefnt þá, yrðu áþekkir súrheysturnunum sem við þekkjum að útliti, en á hlið þeirra yrði lóðrétt gat, eða rist sem jafnan visaði i vindáttina. Hvirflarnir yrðu opnir að ofan og með túrbinu á öxli neðst i þeim. Þegar vindurinn dregst inn I hvirfilinn myndast sogþrýstingur sem dregur loft upp um botninn og snýr rafalnum. Þannig yrði það mismunur loftþrýstingsins innan hvirfilsins og utan, sem knýr rafalinn. Þessi þrýstings- munur verður oft gifurlegur i hvirfilbyljum, sem fara um lönd og rifa upp með sér tré með rótum og stráfella heilu húsin. Eftir þvi sem vindhraðinn er meiri margfaldast sogkrafturinn sem leitar upp eftir turninum, og við sjáum á meðfylgjandi teikni- mynd, sem reyndar er með enskum skýringartextum, leiö loftsins um sivalninginn. Hvirfill- inn yrði að standa á sérstaklega stöðugum grunni og vera hinn sterkbyggðasti, en vegna náttúrulögmálanna þarf hann ekki að vera nándar nærri eins sterkur og vindmylla, sem fram- leiddi jafn mikla raforku. Það er einmitt einn af megin- kostum þessarar nýju upp- Þessi teikning fylgdi grein Yens um hvirflana. Vindurinn blæs yfir turn- bygginguna og dregur loft inn um lóðréttar ristar, sem vísa i vindátt. Þannig myndast háþrýstings- hvirfilvindur inn i turnin- um sem dregur loft með miklum hraða upp um botn turnsins, og það knýr rafalinn í botni turnsins. finningar, þvi hvirfillinn er mjög einfaldur að allri gerð, upp- setningu og verður væntanlega ódýrari. Spurningin er þvi sú, ef þetta reynist gagnleg uppfinning, hvort rafalar af þessu tagi reynist ekki lausn rafvæðingarvanda hér á landi, a.m.k. á þeim stöðum þar sem dýrt er að leggja langar linur til að tengjast samveitum, og ekki skortir vindáttina. En þótt hvirflar af þessari gerð virðist i fljótu bragði vera lausn þess vanda hvernig hagnýta megi orku veðra og vinda, þá eru enn ýmsar spurningar, sem vaknað hafa, sem ósvaraðar eru. Hvað kostar þetta? Hvernig munu turnarnir sjálfir þola mikið álag vinda? Til dæmis má nefna að þetta yrðu að vera stór og mikil mannvirki. Hvirfill, sem framleiðir milljón wött rafmagns yrði að vera 60 metra hár og 20 metrar að þvermáli. En Yen, sem ritar um þessa hugmynd sina i nýútkomnu tölu- blaði bandariska visindaritsins Science kveðst hafa gert kostnaðaráætlanir, sem leiði i ljós að það muni verða hagkvæmt að reka raforkuver af þessu tagi, 100 eða jafnvel alit að 1000 megawött að stærð. — BS Álverksmiðjur að rísa á Grænlandi? i sumar fara fram á Grænlandi itarlegar athuganir á hagkvæmni vatnsfalisvirkjana þar i landi með stóriðju i huga. Kemur helzt tii greina að þar risi álvcrksmiðjur eða ammóniakvinnsla. Það eru Grönlands tekniske Organisation og Grönlands geologiske Undcrsögelser, sem framkvæma þessar rannsóknir i samvinnu, en frumrannsnknir á þessu sviði voru framkvæmdar i fyrrasumar. Likur benda til að verð roforku miðað við frumniðurstöður um vatns- magn gæti orðið á bilinu frá kr. 1.80,- kr. 3 hver kwst. (scx til tiu aurar danskir) en framleiðslukostnaður rafmagns i landi i dag með olfhreyfl- um erum 30 krónur islenzkar kilóvattstundin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.