Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 11. mai 1976 alþýöu- blaóíö Tvær flugur í einu höggi: Að leysa áfengisvandamálið og útvega ríkissjóði fjár- magn með nýrri skattheimtu, sem allir eru sáttir við! Baldvin P. Björnsson skrifar: Hvernig væri það að ríkisstjórnin hætti nú að blóðsjúga þjóðarlíkamann i hvert skipti sem eitthvað vantar í ríkiskassann? Það er ekki endalaust hægt að leggja á skatta án þess að eitthvað komi í staðinn. Er alveg útilokað að okkar hugmyndasnauðu rikisstjórn takist að afla f jár meðeinhverjum hætti, sem á skylt við fram- leiðslu? Ég ætla aö stinga upp á einni fjáröflunarleiö, sem gæfi af sér meira f tekjur til rikissjóös en vantar i dag. Þaö er aö leyfa bruggun og sölu sterks öls. Það mætti skattleggja sölu á slikum bjór mjög djarf- lega. Venjulegur pilsner, sem er jafn flókinn ef ekki flóknari i framleiðslu en sterkara öl, kostar út úr búö innan viö 60 krónur. Með þvi að hækka aðeins sölulaunin og leggja síðan 120 króna ölskatt, sem rynni til rikissjóðs — mætti selja hverja bjórflösku á 200 krónur, en slikt verð er æskilegt þar sem það myndi ivið draga úr bjórsölu. Auðvitað hef ég enga spá hand- bæra, en ef við reiknum með þvi að 30 þúsund karlmenn sporð- renni tveim bjórum á dag, sem er engum til skaöa, myndi það afla rikissjóöi tekna sem nemur 2.628 milljónum króna á ári, eða hátt á þriðja milljarð króna. Hér er almennt lokaö augunum fyrir þvi hver er drykkuvandinn, og á meðan leitar veiklundað fólk i hvers kyns töflur og lyf, létt vin og hass sem vimugjafa. Ef við tækjum 628 milljónir af þessum skatti til að láta eitthvað verða af þvi að reisa hér almenni- leg og fullkomin hæli fyrir áfengissjúklinga, þá er fyrst farið aö fást við vandann á raunsæjan hátt. Þvi staðreyndin er nefnilega sú, að ölið gerir engan að áfengis- sjúklingi, sem ekki yrði það á eigin spýtur með hjálp einhverra annarra drykkja. Það sem vantar er raunsæ viðurkenning á vand- anum, hreinskilnisleg flokkun sjúklinga og peningar til að byggja stöðvar og ráða fólk til að fást við vandann. Að hengja bakara — eða skattleggja hann Það er alger óþarfi að vera að refsa þeim 95% sem kunna með öl og áfenga drykki að fara vegna hinna 5 prósentanna, en það mætti kannski skattlegggja þá að, einhverju leyti vegna hinna ólán- sömu meðborgara. Verum nú raunsæ, virkjum vandann til lausnar hans og leyfum hinum að njóta þess sem vlðast hvar telst til sjálfsagðra þegnréttinda. Rikið á ekki alltaf að hafa vit fyrir fólki, sérstaklega ef rikið sjálft þjáist af greindar- tregðu. Hlunnindi sem við látum öðrum þjóðum ókeypis í té! HJ, Garðahreppi, skrifar: Þegar Einar Ágústsson utanríkisráðherra var að því spurður á beinni línu í útvarpinu nú í kvöld, sunnudagskvöld, hvort það styrkti ekki varnir landsins ef varnarliðið legði góða vegi umhverfis landið. Þá svaraði ráðherrann því til að þarna væri um að ræða grundvallarspurningu um það hvort við ættum að vera háðir „innrásarlið- efnahagslega. Og inu ennfremur að þá spurn- ingu mætti gjarnan taka til endurskoðunar. Ég taldi ekki ástæðu til að spyrja ráðherrann nánar út i þetta atriöi, enda finnst mér varla hægt að misskilja þetta. Vissulega væri fróðlegt að taka þetta viðhorf til einhverrar skoð- unar, þá með tilliti til þess hvort okkar framlag til Atlantshafs- bandalagsins (ókeypis útleiga herstöðvarsvæðisins og landsins) hefur i för með sér einhvern á- vinning okkur til handa. Nú tel ég það liggja alveg ljóst fyrir að i hernaði (litlum og vænt- anlega siðar stórum) er ekki lið- sinnis aö vænta hjá herjum NATO. Hins vegar er það stað- reynd, eins og sést bezt i grein i mikilsvertu þýzku dagblaði, að engin stöö getúr komið i staö Keflavikur i varnarkeðju NATO. Allir möguleikar hafa verið kann- aðir, en eins og er biði Natokeðjan óbætanlegan skaða ef hún yrði rofin. Þetta var haft eftir sér- fræöingum Nato. Islenzkt efnahagslif er ekki sá bógur, að við getum framfleytt hundruðum þúsunda hér i fram- tiðinni ef ekki kemur til alger stefnubreyting i iðnþróun og þá þurfum við lika að geta losað um hinn erlenda skuldaklafa, sem nú nemur milljónum á hverja fjöl- skyldu. Við stefnum inn á lág- launasvæði á landakorti efna- hagslifsins og við höfum tak- markað lánstraust þótt svo við myndum ramba á rétta lausn á okkar atvinnulifsvanda. Eg sé þvi ekki annað en að það sé timabært, eins og ráöherrann nefndi, að við endurskoðuðum að- ild okkar að Atlantshafsbanda- laginu og tækjum þá fyllilega með i reikninginn hvern hag við höfum haft af aðildinni og hvern hag við munum geta haft. Endursköpun Mitt mat er, og ég set það hreinskilnislega fram og þykist fullviss um að ég eigi mér skoð- anabræður i öllum stjórnmála- flokkum, að við eigum aö taka fullt leigugjald af þeirri aðstöðu sem við látum öllum aðildarrikj- um NATO I té hér á landi. Rétt eins og laxveiði eða dúntekja telst til hlunninda á veiðijörðum, þá er landfræðileg staða landsins hlunnindi sem aðrar þjóðir i hern- aðarbandalagi notfæra sér. Við eigum ekkert með aö gefa þeim þá aðstöðu frekar en að gefa Bretum allan fisk i okkar sjó. Hér er þörf á rikisstjórn sem vill endurskoða þetta mál af fullri heinskilni, og stjórn sem vill hefja endursköpun alls efnahagslifs og atvinnulifs á Islandi. An þess að nefna nokkrar tölur vil ég benda á að önnur riki hafa þegar léð þessu hernaðarbanda- lagi svipaða aðstöðu en fengið fulla leigu greidda fyrir. Það fé hefur siðan verið notað til upp- byggingar atvinnulifs i þeim rikj- um, rétt eins og Spánarstjórn not- aði þúsundir milljóna dollara til að byggja upp ferðamannaiðnað þar i landi. Það hafa nokkrir menn varpað fram athyglisverð- um hugmyndum um endursköpun atvinnulifs og nýstefnu i iðnaði hér á landi. Þær hugmyndir þarf að f jármagna eigi að vera lifvæn- legt fyrir niðja okkar hér á næstu öld. Með þeim hlunnindum sem landinu fylgja getum við skilað næstu kynslóð lifvænlegu landi i hendur. Með misskiliðstolt eitt að erfðum munu þau flýja land. ,I"II ' Iia AF ISLENZKUM FJARSKIPTAAAALUM Sæstreng eða jarð- stöð? Sjálfstæð þjóð eða ósjálfstæð? Um nokkurt skeið hafa þessi mál verið ofarlega á baugi bæði i fjölmiðlum og i samtölum manna á meðal. í fréttabréfi Verk- fræðingafélags íslands er grein, eftir Július Sól- nes, sem ber heitið ,,Jarðstöð eða nýlendu- kúgun”. Þar segir með- örbylgjukerfi, i likingu við það sem Landsimi íslands er að koma upp hér á landi, eru i notkun viða um heim og hafa sannað gildi sitt. Það er ekki einungis að þau séu notuð til að koma fjarskiptaboð- um milli landshluta, heldur eru þau einnig notuð innan borga og bæja. örbylgjuloftnet það sem meðfylgjandi mynd er af er i einu úthverfi Múnchen- borgar. Þar hefir þessi tækni unnið sér öruggan sess við hlið jarðkaplanna. Tæki sem þetta getur annað allt að 4000 simtölum með hámarksálagi. al annars. ,,Fáum he dottið i hug, að enn v; við lýði aldagömul i lendukúgun Dana á landi eða að minn kosti stór moli le hennar. Nú bregður s við, að við íslendini erum nánast ósjá bjarga i fjarskipti okkar við önnur lönd virðumst sæta þar af kostum, sem koma fri i samningi við Mi norræna ritsimaféla um einkaleyfi þeirra allra fjarskipta ísle: inga við önnur lönd.’ Þá segir einnig, aö þjóðir þr heimsins myndu varla hugsa um tvisvar áður en þær rifl nauöungarsamningi sem þess í greininni er nokkuð getið kostnað við sæstrengslagning jarðstöðvarbyggingu. Þar s „Lagning hins gamla notaða simastrengs, sem Mikla norr ritsmimafélaginu þóknast fleygja i okkur, kostar 650 i jónir. Við eigum að greiða h ing þessa eða um 325 millji Óvist er um lánskjör á þes fjárútlátum. Jarðstöðin kc hins vegar um 850 milljóni munu jafnvel vera i athugun lægri tilboð. Þannig hafa t.d. anir og Kanadamenn boðið r hagstæð lánskjör eða allt að til langs tima. VERIÐ KERFI Fjarskipti innaniands Það eru fleiri hliðar á skiptamálum okkar en sú, snýr að sambandinu við útl Þaö er margt hér innanla sem færa mætti til betri vc Simasamband er viða r slæmt og til sveita er simatii oft takmarkaður við vissan 1 úr deginum. Otvarpsskilyrð viöa mjög slæm og sjónvarp ekki alls staöar á landinu. E: þessir hlutir eru athygli ve Flutnings- leiðir Fjarskiptasambönd innanl fara eftir 3 mismunandi leil loftlinum, jarðstrengjum radióleiðum. Upphaflega by ist innanlands- og fjarskiptal ið svo til eingöngu á loftlir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.