Alþýðublaðið - 11.05.1976, Page 12

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Page 12
12 VIDHORF Þriðjudagur 11, mai 1976 biaSið1 Langur tími mun líða þar til endanlegur samningur um allan verður staðreynd, þótt samkomulag náist bráðlega um undi Frá vinstri: Þórarinn Þórarinsson, Eyjólfur Konráö Jónsson, Jón Arnalds, Jón Jónsson, Hans G. Andersen form., Gils Guömundsson, Jón Á. Héðinsson, Haraldur Henrysson, Már Elisson. MEÐ SALÓMONS- DÓMI VAR FRAM- HALD RAÐSTEFN- UNNAR AKVEÐIÐ „Hvaö viltu segja um al- mennan gang nýafstaöinnar hafréttarráðstefnu, Jón?” „Þaö væri auövitaö langt mál aö rekja rækilega, en ef stiklaö er á stærstu steinunum, sýnist mér ástæða til að draga þetta fram helzt: Hörðustu átökin í 1. nefnd Lang höröustu átökin uröu I 1. nefnd, sem fjallar m.a. um frjálsar siglingar, og mætti raunar kalla aö verulegu leyti undirstööu I hinum almenna hafrétti. Þar áttust vib, og oft hart og titt, stórveldin annars- vegar, aö Kina undanteknu, sem stóð i fararbroddi fyrir vanþróuðu rikjunum. Þar féllu mörg öfug orö á báöa bóga, og ekki til sparað aö viðhafa særingar, ef svo bar undir. Segja má, aö starf 1. nefndar sé að mynda hinn lagalega grundvöll sem byggt er á, bæöi um rétt til nýtingar og siglinga á hafsvæöum, þvi er von aö slegiö geti I brýnur, þegar taka þarf mið af vilja og þörfum allra hlutaðeigandi.” „En okkur skilst að 2. nefnd hafi fjallað mest um þau ákvæöi sem snerta okkur tslendinga mest og viö veitum mesta athygli.” „Þaö er rétt. Þar koma eink- um til 4 greinar, 50,og 51.og svo 57. og 58t/en tvær siðari grein- arnar eru þýöingarmestar, þó með tilvisunum i tvær hinar fyrri. Umræður um greinar 57.og 58. voru bæði harðar og langvinnar og fram komu margar breyt- ingartillögur. Ýmsar gengu mjög þvert á okkar hagsmuni. Kröfur landluktu rikjanna í 2. nefnd Landluktu rikin kröfðust þess t.d. að þau skyldu fá sama nýt- ingarrétt til fiskveiða og strand- rfki. Þannig hefði t.d. Sviss fengið sama eöa jafnan rétt og Færeyingar viö Islaud og Noreg. Þetta reyndist algerlega skot- ið yfir markiö og afleiðingarnar urðu þær, að öliu þessu var al- gerlega hafnað i hinum endur- skoðaða texta. Forseti ráðstefnunnar tók upp i textann greinar 57. og 58. óbreyttar frá þvi sem samþykkt var i Genf.” „En nú bárust þær fregnir og voru talsvert blásnar út i Tim- anum, að Norðmenn væru með hnifstungur I bak okkar I Even- sensnefndinni. Hvað viltu segja um það?” „Þetta er auðvitað alger firra. Hlnsvegar kom fram i þeirri nefnd tillaga um, að þau riki, sem sérstaklega væru efnahagslega háð fiskveiðum fengju sértryggingu á rétti sin- um. Stefna íslands og hagsmunir okkar Stefna íslendinga hefur ætío verið að berjast ekki blint fyrir einkahagsmunum sinum, heldur fullum og almennum fiskveiðiréttindum strandrikja. Að minu mati væri það heldur engan veginn i okkar þágu, að Viðtal við W Jón Armann Héðinsson vera teknir út úr þeim hópi, eins og einhverjir hreppsómagar! Þessi tillaga kom aldrei inn i hinn endurskoöaða texta, enda hefði það veriö móti vilja sendi- nefndar okkar, sem Hans G. Andersen benti skörulega á.” „Við höfum talað um tilteknar greinar, en mönnum er eflaust forvitni á að vita hvað I þeim felst.” „Já, ef við vikjum að hinum endurskoðaða texta, sem fram var lagður felst i þeim þetta helzt: Strandrikin hafi forgangsrétt til fiskveiða á sinu afmarkaða hafsvæði. Þau hafa ákvörðunarrétt um hversu mikiðmagn veiða skuli I lögsögu þeirra. Friðunar- og verndarsjónar- mið þeirra eru tryggð og þar af leiðandi skynsamleg nýting fiskstofna. „En hvað svo um 3. nefnd?” „Óhætt er að segja, að bezt gekk með endurskoðaða text- ann, sem lá fyrir 3. nefnd, og það er talið, að minnstar Iikur séu fyrir ágreiningi um hann i lokin. Þarna er um að ræöa margháttuð ákvæði um meng- unarvarnir og yfirleitt umgengni manna um hafsvæð- in. Þetta er yfirleitt ekki djúp- tækt ágreiningsmál, þó auðvitað séu skiptar skoðanir um hvemig að skal standa.” GÓÐ TlÐINDI Gifturík för Fyrir helgina bárust Iands- mönnum tiðindi, sem eflaust hafa glatt hugi allra,. sem komnir eru til vits og ára. Niðurstaða af þeim þætti haf- réttarráðstefnunnar, sem lauk s.l. föstudag, sýnist hafa fært okkur nær þvi lokatakmarki, sem að hefur verið stefnt, tvöhundruð milna efnahagslög- sögu með óskertum rétti, til þess að ráða málum án ytri ihlutunar um verndun, friðun og veiðar á þessu islenzka haf- svæði. Vitanlega er rétt, að ennþá er ekki búið aö staðfesta til fullnustu alþjóðalög i þessu efni. En áfanginn, sem nú hefur náðst hlýtur að gefa góðar vonir um farsæl endalok. Þegar litið er yfir forsögu hafréttarmála, má næstum gegna furðu hvað ört hefur miðað i þá átt, sem nú virðist stefnt að. Það er ekki ýkja langt siðan Suður-Amerikurikin á vesturströndinni tóku sér 200 milna lögsögu, og eflaust hefur þá æði mörgum fundizt, að markið væri sett glæfralega hátt og að litil von væri til að samkomulag, sem nú virðist i sjónmáli, næðist. En hér hefur timinn unnið .ötul- lega með þeim öflum, sem háðu baráttuna fyrir þessum eðlilega rétti strandrikja heimsins. Þvi skal ekki neitaö, að margur mun hafa borið verulegan ugg i brjósti um, að árangurinn, sem náðist i málum okkar tslendinga i Genf, yrði að einhverju leyti skertur á nýafstaðinni ráðstefnu i New York. Enda þótt fulltrúar okkar þar hafi ekki ennþá látið mörg orð um það falla, hefur þó greinilega skilizt, að ýmsar. atlogur hafi verið gerðar, sem hefðu stefnt málum okkar i tvisýnu, ef fram hefðu gengið. Telja verður hafið yfir allan efa, að vel hafi verið á málum okkar haldið af hálfu sendi- nefndarinnar, og er rik ástæða að þakka henni vasklega framgöngu og gifturik störf. Þará formaður nefndarinnar, Hans G. Andersen, eflaust stóran hlut, enda orðinn þraut- reyndur og hertur i eldi þeirrar baráttu, sem við höfum háð i fyrri útfærslum. Samstaða þjóðarinnar um málið hefur og veitt góðan bakhjarl. Þegar litið er yfir þetta svið, verður ekki um það deilt, að tslendingar hafa skipað sér djarflega i forystusveit þessarar réttindabaráttu, þó við rika sé að deila. Ef til vill má segja, að neyðin vegna fyrirsjáanlegrar eyðing- ar fiskimiðanna og þar með lifs- möguleika okkar i framtiðinni, hafi rekið okkur 'áfram. Samt er heldur óliklegt, að vorkunnsemin ein hafi ráðið gerðum þeirra þjóða, sem hafa stutt að okkar málum. Þrátt fyrir allt virðist bróðurkær- leikurinn ekki vera enn svo i blóð borinn, eins og við megum daglega þreifa á frá hendi Breta, að hann einn hafi velt þyngsta steininum. Hitt vegur eflaust þyngra, að þjóðirnar hafa sannfærzt um, að hér var túlkað réttlætismál og af fullri alvöru. Og hvað sem öðru liður er það trúa min, að einurðin, sem sýnd hefur verið gegn brezka ofbeldinu á tslandsmiðum, þótt ’ við hernaðarlegt ofurefli sé að tefla, hafi greinilega náð augum og eyrum heimsins. Það er ennfremur næsta liklegt, að islenzka fordæmið, sem nú er sýnt, að ýmsar þjóðir ætla að fylgja á næstunni, orki sterkt til að herða á endanlegum niður- stöðum. Þvi mætti vel svo fara, að lokatakmarkið náist á þessu ári. Stundum heyrum við þvi fleygt að framganga tslendinga sé ekki til að státa af, þvi að það séu auðvitað stórveldin, sem ráði ferðinni, en ekki kotriki á borð við okkur! Full ástæða er til að athuga slikan framslátt nánar. Enda þótt Noregur sé ekki stórveldi, eru Norðmenn mikil fiskveiðaþjóð og framganga þeirra i lögsögumálum hefur á engan hátt verið til að státa af. Þeir sem fylgzt hafa með barningnum á þingi Bandarikj- anna um útfærslu i 200 milur, vita fullvel, að Bandarikin hafa ekki verið nein forystuþjóð i þeim efnum. Þegar úrfærslan þar var loks ákveðin, var trúin á, að haf- réttarráðstefnan næði samkomulagi um réttindi I HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.