Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 13
Smm Þriðjudagur 11. mai 1976 OR VMSUM ATTUM 13 hafréttinn skriftir Deilur um framhalds ráðstefnu og forseti ráðstefnunnar „Svo virtist, sem deilur væru um hvenær halda skyldi næsta fund ráöstefnunnar. Hvaö viltu segja um þaö?” „Þaö er rétt, aö gerö var skipulögö og mjög ákveöin til- raun til aö fresta ráöstefnunni i a.m.k. 10 mánuöi. Þar stóöu þróunarrlkin fremst I flokki, og þaö var nokk- uö almennt mat, aö það væri fyrstog fremst til þess aö geta samið innbyröis og komið þann- ig sterkari fram. Aöalforseti ráöstefnunnar, Amerasinghe, kvað þessa hug- mynd niður i stuttri og mjög snjallri ræöu. Hann benti á, aö þar sem um- ræður og samningar um haf- réttarmál heföu nú staöið i ára- tug aö minnsta kosti, væri hlá- legt, aö reyna aö skjóta sér bak- við, að viökomandi riki þyrftu að átta sig á framvindunni. Ef þau væru ekki þegar bUin aö þvi, yrði eflaust langt aö biöa þess, aö þau geröu það nokkru sinni! A þennan Salómonsdóm féllust menn yfirleitt, og þótti röggsamlega upp kveöiö.” 1 Hvað er framundan? „En nú á ráöstefnan að koma saman 2. ágúst næstkomandi og standa til 17. september. Veröur skipulag þeirra funda hið sama og þessa'i” ,,AÖ einhverju leyti, já. Siöasti dagur ráöstefnunnar fór i aö ræöa um skipulag næsta fundar, þaö er hvernig hátta skyldi meöferö og umræöum um meiriháttar ágreiningsefni. Helztvar rætt um, aö 2 fyrstu vikurnar færu i almennar um- ræöur i nefndunum og siöan veröi freistaö ákvaröanatöku. En þaö er bezt aö gera sér þaö alveg ljóst, aö verkiö veröur að ganga jafnt fram i öllum nefnd- um áöur en til þess kemur. Ennfremur er rétt aö benda á, aö jafnvel þó undirskriftir fáist á ráöstefnunni, veröur endan- legur samningur um allan haf- réttinn ekki staöreynd fyrr en einstök riki hafa fullgilt hann. Akvæöi um hvernig þaö beri aö, s.s. hve mörg riki þurfi aö staö- festa, til þess aö hann fái gildi, og þaö má þvi segja, aö ekki sé búiö aö súpa káliö, þó þaö sé ef til vill aö komast I ausuna,” sagöi Jón A. Héöinsson aö lok- um. strandrikja ekki meiri en svo, að frestað var útfærslu fram til 1. marz næsta ár, og umræður á þinginu um þessi mál sýndu, að ekki var um mikla bjartsýni aö ræða, ef dæma á af blaða- skrifum þar. Það er cnnfremur fráleitt, að halda að það hafi komið alveg af sjálfu sér, að þjóðirnar aðhyllt- ust æ fleiri eftir þvi sem timinn leið 200 milna lögsöguna. tslendingargeta þvi með fullum rétti og sóma einkað sér veru- legan hlut á samþykkt þessa réttindamáls, þegar hún endan- lega liggur fyrir. Arangurinn, sem nú liggur þegar fyrir, er þannig ánægjulegur fyrir okkur á tvo vegu. Oddu! A Siguijonbbui „Hækkun launa er blekking, sem á eftir að hefna sín” - Hryll- ingur til heimilisnota! - Kaup- mannasamtökin gera harða hríð að Neytendasamtökunum „Ásarnir” í Hveragerði. SeTmilispósturín | _ Heimiligblað fyrir viatfólkið og »tarfafólkið -! Gisli Sigurbjörnsson i Asi, forstjóri Grundar, ritar grein i Heimilispóstinn, heimilisblað vistfólks og starfsfólks sem hann nefnir „Skuldadagar”. Þarsegir hann meðal annars: „Nýjar lántökur, þúsundir milljóna, bætast við nær dag- lega. Skuldafenið er oröiö óskaplegt og eru menn nú loks- ins farnir aö rumska, enda þótt flestir snúisér á hina hliðina og segi: Þetta gengur einhvern veginn.” Hækkun launa er blekking Hann segir einnig: „Verb- bólgan heldur áfram. Hækkun launa er blekking, sem á eftir að hefna sin. Fólkið er ekki svona heimskt, það lætur ekki enda- laust blekkja sig, enda þótt það hafi tekizt um langt árabil, en öllu eru takmörk sett, einnig svikum og blekkingum. Nú er fariö að spyrja hvað sé til ráða. Svarið er einfalt, en óvinsælt,- SPARA! En hvað á að spara, og svarið er: A öllum sviðum, en þó fyrst og fremst i öllum rekstri hins opinbera, rikis, borgar, bæjar og Sveita. Hinir koma á eftir.” I Er nauðsynlegt að hafa 2 sinfóniuhljóm- sveitir? Og Gisli heldur áfram: „Þetta svar er ekki nægilegt. Menn vilja vita hvað á að spara. Ef einhver er svo vitgrannur að nefna ‘dæmi um hugsanlegan sparnað, þá er strax sagt: Þetta er ekki hægt, þetta höfum við ekki ráð á að spara. Einfalt að leika sér með orð. Er nauðsynlegt að hafa tvær sinfóniuhljómsveitir i borg, sem hefur 84 þúsund ibúa, — réttara að tala um þjóö, sem er 218 þús- und talsins. — Borgarleikhús fyrir hundruð milljóna á að reisa að mestu úr borgarsjóði? Eru ekki allir leikarar Leik- félags Reykjavikur komnir á laun hjá borginni? Arkitektinn er leikari, og er þetta ek'ki allt leikaraskapur? Hækkun hjá sjónvarpi, útvarpi, pósti, sima, strætisvögnum, hitaveitu, raf- veitu og yfirleitt hjá þvi opin- bera, allt hækkar þetta, en hvar er um sparnað að ræöa? Fleiri leikara við Þjóöleikhús- ið, ný lög um leikhús, en i leik- starfsemi eigum vib vist heims- met, eftir þvi sem sagt var frá um daginn. Liklega er bezt að gleyma raunveruleikanum og halda áfram aö leika.” — Þetta segir Gisli Sigurbjörnsson og raunar fleira i Heimilispóstin- um. Hryllingur til heimilisnota Páll Bergþórsson, veður- fræðingur, ritar grein i Vest- firska fréttablaðið, og gerir þar að umræðuefni hryllingsmyndir i sjónvarpi og áhrif þeirra á börn. Hann skiptir þessum myndum niður i glæpamyndir og átakanlegar myndir. Siðan segir Páll Bergþórsson orðrétt: „Hér hef ég lýst afstöbu sjónvarpsins til þessara tveggja flokka af hryllingsmyndum, eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Mér likar hún ekki. Ég tel flestar glæpamyndirnar stórhættulegar fyrir ómótaöa barnshugi, og sumar eru bein- linis eins og kennslustundir i grimmilegu návigi, þar sem nemendur eru aldir upp i tak- markalausu hatri og fyrirlitn- ingu á mannslifum, auðvitað með tilvisun til hins „góöa” málstaðar, sem allt réttlætir. Atakanlegar myndir, sem flytja boðskap réttlætis, tel ég hins vegar oft geta haft veru- lega holl uppeldisáhrif, en engu er likara en sjónvarpið telji þær fremur viðsjárverðar. í stuttu máli álit ég þvi, að stjórn sjónvarpsins á þessum málum hafi verið forkastanleg. Ég lýsi þungri ábyrgð á hendur þeim, sem þarna eiga hlut að máli, og litlu breytir þó að þar sé um að ræða ýmsa mæta menn að öðru leyti. Siðblinda þeirra er jafnvel ennþá hörmu- legri fyrir þá sök.” Páll Bergþórsson veðurfræðingur: Hryllingur til heimilisnota VERZLUNAR T ÐINDI © MÁLGAGN KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS MARARGOTU 2 - SÍMI 1 93 90 Undarleg vinnubrögð t málgagni Kaupmannasam- taka tslands, Verzlunartiöind- um, er deilt harkalega á Neyt- endasamtökin i forystugrein. Er þar gert að umtalsefni starf samtakanna við sýnatöku og efnagreiningu. t forystugreininni segir: „Neytendasamtök eru mikils virt i mörgum löndum og vinna viða gott starf i þágu al- mennings. Vinnubrögð slikra samtaka þurfa umfram allt að mótast af ábyrgðartilfinningu, þvi niðurstöður rannsókna, sem framkvæmdar eru, eiga övé- fengjanlega að vera marktæk- ar. Um nokkurt árabil hafa Neyt- endasamtök starfað hér i Reykjavik, en ekki hafa þau þó ennþá náö þeirri fótfestu, sem æskilegt er, þegar i hlut á félagsskapur til hagsbóta fyrir almenning. 1 útsynningnum undanfarið hefur þess nokkuö orðið vart aö vinnumenn Neytendasamtak- anna væru á kreiki. Þeir hafa skotizt á milli élja i búöir, en setið við bréfaskriftir ella. Bréf- in hafa þeir skrifað kaupmönn- um og verzlunarstjórum...” Siöan er greint frá einu sliku bréfi,þar sem verzlunarstjóra er skýrt frá þvi, að sýni hafi veriö tekið i verzlun hans, og hvað i ljós hafi komið viö efna- greiningu. Þá segir i forystugreininni: „Hér eru á feröinni undarleg vinnubrögð. Fariö er i verzlanir og keypt „sýni”, án þess að for- ráðamönnumfyrirtækjanna sé gefinn kostur á aö fylgjast með. Höfð er i frammi hótun um nafnbirtingu verzlunarinnar, og þá væntanlega i fjölmiðlum. Smiðshöggið er svo rekið á með hótun um að niðurstöður rann- sóknarinnar verði birtar i næsta tölublaði Neytendablaðsins. Hins vegar eru svo vinnu- brögðin þannig, að það er alveg gengið fram hjá framleiðanda vörunnar. Það er látið sem hann sé ekki til, enda er hann stór og sterkur. Það á bara að birta nafn verzlunarinnar sem selur vöruna og sakfella hana i aug- um almennings. Hér skjáltlast rannsakendum alvarlega. Hlut- ur framleiðandans er það stór i þessu tilfelli að framhjá honum verður ekki gengið meö góöu móti.” — Siðan er þetta mál rætt nokkru nánar og sagt að störf heilbrigðiseftirlitsins séu til fyrirmyndar, og gætu Neytendasamtökin rnikiö af þeim lært. AG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.