Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 7
VETTVANGUR 7 alþýöu- blaoiö Þriöjudagur 11. maí 1976 1. GREIN MARGflR AÐFERÐIR TIL AÐ KJÓSA ÞINGMENN ísland hefur hlutfallskosn- ingar með d'Honts aðferð alþýóu- blaöiö KYNNIR kjördæmamAlið Frjálsar kosningar eru til- tölulega nýtt fyrirbrigði, varla 200 ára gamalt, og þó réttara að telja þær tilkomnar aðallega á þessari öld. bað eru tiltölulega fá, sjálfstæð rlki (af 150—160 alls), sem hafa rikisstjórriír kjörnar i frjálsum kosningum. Sönn lýðræðisriki eru eins og vinjar i eyðimörk harðstjórnar og kúgunar á þessari jörð — þvi miöur. Hér verða taldar upp helztu kosningaaðferðir, sem notaðar hafa verið á þess. öld og hinni siðustu. Má skipta þeim i tvo meginflokka, meirihluta- kosningar (majority votes) og hlutfallskosningar (proportion- al votes). Meirihluta- kosningar Það kallast meirihluta- kosningar, ef sá frambjóðandi er kosinn, sem flest fær atkvæði, þótt hann nái ekki 50%. Slikt kerfi tiðkast eðlilega i einmenningskjördæmum. Þetta kerfi er aðallega i Bretlandi, brezku samveldislöndunum og Bandarikjunum. Stundum er meirihluta- kosning tvitekin, til dæmis tvo sunnudaga i röð. Fái einhver yfir 50% atkvæða i fyrri umferð, gildir það. Annars er kosið aftur og gildir þá mesta atkvæða- magn til kjörs. Þessi aðferð er nú aðeins notuð i Frakklandi. Oft sameinast minni flokkar um einn frambjóðanda i seinni umferð, þannig að úr veröur einvigi. Til er aðferð við kosningu i einmenningskjördæmi, sem kalla má röðunarkjören heitir á ensku „alternative vote.” Kjós- andi númerar frambjóðendur i þeirri röö, sem hann vill styðja þá, 1., 2., 3., o.s.frv. Ef fram- bjóðandi fær töluna 1 á meira en 50% atkvæða,er hann kjörinn. Ef enginn hefur yfir 50%, eru atkvæði lægsta frambjóðandans tekin og þeim dreift á hina frambjóðendurna eftir rað- tölunum. Þannig er haldið áfram unz einhver frambjóð- andi fær yfir 50% atkvæða. Þessi aðferö er nú notuð viö kjör til fulltrúadeildar sambands- þings i Astraliu. Neðri deild brezka þingsins samþykkti þetta kerfi 1931, en lávarða- deildin felldi það. Enn ein aðferð meirihluta- kosninga er takmarkað kjör (limited vote), sem notaö er i fjölmenniskjördæmum. Kjós- andi fær þá að merkja við færri frambjóðendur en kjósa á, t.d. tvö atkvæði i þriggja þingsæta kjördæmi, og má aðeins kjósa sama mann einu sinni. „Single non-transferable vote” heitir enn ein aðferðin. Kjósandi i fjölmenniskjördæmi má aðeins kjósa einn fram- bjóöanda (ekki lista), og má ekki færa atkvæöið yfir á annan. Þetta kerfi fundu Danir og Eng- lendingur upp milli 1850 og 60, og var það reynt nokkru siðar i Danmörku. Það mun nú aðeins notað i Japan. Enn er til safnkjör (cumulat- ive vote) og hefur kjósandi þá rétt til að kjósa eins marga frambjóðendur og þingsætin eru Kjördæmamálið er nú enn einu sinni komið á dagskrá hjá stjórnmál- flokkunum, og er Alþýðu- blaðinu kunnugt um, að nefndir fjalla um málið a.m.k. innan þriggja f lokkanna. Til að gera verulegar breytingar á kosninga- skipun lýðveldisins verður að breyta stjórnarskránni, en slíka breytingu þarf að sam- þykkja á tveim þingum með kosningum á milli. i kjördæminu. Má hann dreifa atkvæöunum eftir vild á nöfn (ekki lista), en getur sett öll atkvæðin á einn frambjóðanda eða eitt á hvern eða eitthvað þar á milli. Þeir frambjóðendur, sem flest fá atkvæðin, ná kjöri. Hlutfalls- kosningar Hlutfallskosningar eru yfir- leitt listakjör, þótt einnig megi gefa kost á persónulegu vali. Hlutfallshugmyndin byggir á þvi, aö flokkar eöa listar fái hlutfallslega eins mörg þingsæti og þeir fengu atkvæðamagn — eða þvi sem næst. Vestur-Þjóðverjar hafa kerfi, sem er sambland af einmenn- ingskjördæmum og hlutfalls- kosningum eftir flokkslistum i stórum kjördæmum. Hefur hver kjósandi þá tvö atkvæði, kýs bæði einstakling og flokkslista. Oll lýöræðisríki Evrópu hafa nú hlutfallskosningar, nema Þegar ný kosningaskipan hefur verið lögfest, er ávallt kosið strax eftir hinu nýja kerfi, svo að tvennar kosningar verða með stuttu millibili, oftast sama ár. Stór- breytingar á kosninga- skipan voru gerðar 1934, 1942 og 1959. Fyrst þarf að ákveða fjölda þingmanna á Alþingi, en litlar líkur eru taldar á, að vilji sé nú til að fjölga þeim frá 60. Þykir mörgum það ærið Bretland og Frakkland. Israel hefur slikt kerfi og er allt landið eitt kjördæmi, sem þykir ekki gefast vel, leiðir til margra smáflokka. Nokkur fleiri lönd hafa hlutfallskosningar svo og sumar stórborgir í Banda- rikjunum. Kjörkvótaaðferö má nefna fyrst hlutfallskosningakerfa. Kosið er um lista. Tala gildra atkvæða 1 kjördæmi deilist með tölu þingsæta þar, og kemur út kjörkvóti. Flokkar fá þingsæti fyrir hvert skipti, sem deila má kvótanum 1 atkvæðatölur þeirra. Ef þingsæti ganga ekki út, fá þeir flokkar sætin, sem flest umframatkvæði hafa eftir deilingu. Droops-aðferðmá nefna næst, en hún er kennd við Eng- lendinginn H.R. Droop, sem fann hana upp um 1860. Atkvæðatala kjördæmis deilist meö fjölda þingsæta aö einu viöbættu. Viö útkomuna bætist talan einn, og kemur þá út kjör- kvóti Droops. Úthlutun siöan eins og áöur var lýst. d’Honts aðferð er sú, sem notuð er á Islandi, kennd við Belgann Victor d’Hont, sem nóg. Þá kemur til álita kjördæmaskipting og f jöldi þingmanna í hverju kjördæmi, svo og upp- bótaþingsæti. Meta verður, hve jafnan er hægF (eða æskilegt) að gera kosningaréttinn í þéttbýli og dreifbýli. íhuga þarf, hvort kjósa á um flokkslista, eins og nú, eða gefa kjósendum kost á persónulegu vali þingmanna. Loks kemur sjálf kosningaaðferðin, og er þar um margar leiðir að velja. fann aðferðina upp um 1880. Atkvæðatölu hvers flokks (eða lista) er deilt meö tölunum 1, 2, 3, 4, 5, o.s.frv. Þingsætunum er úthlutaö eftir hæstu deili- tölunum, unz þingsæti eru skipuö. Þessi aðferð er talin hagstæð stærri flokkum, og hefur hið fræðilega svar við þvi verið sameiginlegir listar smærri flokka, ef ekki eru uppbótarsæti. Sainte-Lagues aðferð, kennd við Frakkann A. Saint-Legue, er einnig kölluð oddatöluaðferð. Deilt er með tölunum 1,3,5,7,9, o.s.frv. Þessi aðferð er augljós- lega hagstæðari smærri flokkum en d’Honts. Sumir fara milliveg milli tveggja siðasttöidu aðferða til að fara „mátulega” vel meö smáflokka. Sviar byrja að deila með tölunni 1,4, siðan með 3,5,7,9, o.s.frv. Merkilegt afbrigöi hlutfails- kosninga nefnist „singie trans- ferable vote.” Frambjóðendur geta verið á listum, en kosið er þó um einstaklinga en ekki listana. Kjósendi númerar frambjóðendur með þvi að skrifa við nöfn þeirra 1„ 2., 3., o.s.frv. Seðlum er raðað eftir efstu nöfnum, og hljóta fram- bjóðendur sæti eftir Droops aðferð. Þegar frambjóðandi nær droopskvóta og kjöri, færast atkvæði hans eftir það yfir á nöfn nr. 2 á listunum. Sé þess þörf til að fylla þingsæti, má taka atkv. þess frambjóö anda, sem er lægstur, og færa þau á nafn nr. 2 á hverjum þeirra, unz öll þingsæti eru skipuð. Kjósa má frambjóð- endur af mismunandi listum, ef kjósandi vill. Þetta kerfi er nú notað á Irlandi, Möltu og við kjör til öld- ungadeildar sambandsþings Astraliu. Frjálslyndi flokkurinn i Bretlandi hefur barizt fyrir þessukerfi, og árið 1917 vantaöi aðeins 7 atkvæði til þess að neðri málstofa enska þingsins lög- festi það. Að meta kerfin Ýms sjónarmið ráða þvi, hvert þessara kosningakerfa er valið. Meta sumir eingöngu eftir „réttlæti”, aðrir eftir þvi hvort kerfið stuðlar að traustum rikis- stjórnum og starfshæfum meiri- hluta, hvað sem réttlætinu viðvikur. Samkvæmt hugsjón lýöræðis- ins eiga allir kjósendur að vera jafnir og atkvæði þeirra jafn- gild. Þetta þýöir, að kjördæmi og fjöldi þingmanna verða aö tryggja, að sem jafnastur fjöldi atkvæöa sé að baki hverjum þingmanni. 1 mörgum löndum eru gerðar reglulegar breyt- ingar á kjördæmum til aö tryggja þetta. Einmennings- kjördæmi eru að þessu leyti mjög óréttlát, en þar geta fram- bjóðendur með þriðjung at- kvæða sigrað og flokkar með þriðjung atkvæða fengið meiri- hluta þingmanna. Sanna það mörg dæmi. Margir telja, að kosningakerfi verði aö stuöla aö tryggum meirihluta og fastri stjórn. Það gera einmenningskjördæmi án efa, en hlutfallskosningar hafa tilhneigingu til að leiða til fleiri flokka og óvissu um meirihluta og stjórn. Spyrnt er gegn smá- flokkum meö þvi aö hafa lág- mark, t.d. 2%, 4% eða 5% allra greiddra atkvæða, til að flokkur geti fengið nokkurn þingmann. Það þykir galli á lista- kosningum, að kjósendur geta ekki valið á milli manna, eins og i einmenningskjördæmum. Ýmsar millileiðir eru til milli kerfa til að tryggja þetta, t.d. i Vestur-Þýzkalandi. Fleira kemur til greina viö mat kerfanna. Stuðla þau aö tveggja flokka kerfi — eða fjölda flokka? Auðvelda þau eöa torvelda stjórnarskipti? Auka þau áhuga kjósenda á lands- málum — eða ekki? Færa kerfin þjóðunum sterkar rikisstjórnir eða veikar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.