Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 3
bia&ö" Þriðjudagur 11. maí 1976 FRÉTTIR 3 Firmakeppni Fáks Þrátt fyrir slag- veðursspá héldu Fáks- menn firmakeppni sina i glampandi sólskini á laugardaginn var. Óvenju margt glæsi- legra hesta var mætt til leiks eða yfir 300 og áhorfendur einnig margir. Hesta- mennirnir fylktu liði i upphafi og riðu tvo hringi á hinum nýja skeiðvelli Fáks að Viði- völlum. Þrir efstu gæðingarnir. Frá vinstri: Aðalsteinn AðalSteins- son á Háfeta, Halldórs Eiriks- sonar, Karl Hjaltason á Fálka, Ingigerðar Karlsdóttur og Kagnar Hinriksson á Val, Arnar Þórhallssonar. Jón Björnsson stendur hjá. Ljósm. G.T.K. Guðmundur ólafsson, gull- 3. Riðið i dóm. smiður, veitir yngstu keppendunum gullverðlaun fyrir þátttökuna. Finnbogi Eyjólfsson, verzlunarstjóri i Heklu, dustaði af sér innirykið og naut veðurbliðunnar á baki gæðingsins. Jón Björnsson, gjaldkeri Karl Hjaltason á gæðing Fáks, verðlaunar þrjá efstu móður sinnar, Fálka. hesta I gæðingakeppninni i unglingaflokknum. fllþingi tiyggi áframhaldandi lokun Faxaflóa Verkalýðsfélag Akraness hefur beint þeirri áskorun til Alþingis, að til þess verði séð að Faxaflói verði áfram lokaður fyrir dragn- óta- og botnvörpuveiðum eins og verið hefur nú um nokkurt skeið. Svohljóðandi áskorun varsam- þykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var I Röst 9. þessa mánaðar: „Vegna frumvarps til laga um fiskveiðilandhelgi tslands, sem nú Iiggur fyrir Alþingi, skorar aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness á háttvirt Alþingi aö hafa Faxaflóa áfram lokaðan fyrir dragnóta- og botnvörpu- Veiðum. Faxaflói er þýöingarmikil upp- eldis- og hrygningarstöö fyrir þorsk og ýsu, og siðan honum var lokaö fyrir dragnóta- og botn- vörpuveiðum hefur ýsuveiði á linu stóraukizt.” EB Sænskur stuðningur við 200 mílurnar Málm- og skipasmiöasam- verkafólkið styðji kröfu Islands bandinu hefur nýverið borizt um 200 sjómilna fiskveiðilög- stuðningsyfirlýsing frá verka- sögu og lýsi samstöðu sinni með lýðsfélaginu við Volvo Berg- islenzku þjóðinni i baráttu slagsverken i Uppsölum. hennar. Segir i yfirlýsingunni að 2300 sérþjálfaðir menn innan vébanda Slysavarnafélagsins Heiðursfélagar kjörnir á 17. landsþingi SVFí, ásamt forseta félagsins. Frá vinstri: Jón O. Jónsson, Sigmar Benediktsson, Sesselja Magnúsdóttir, Gunnar Friðriksson, Guðrún Rögnvaldsdóttir, óskar J. Þorláksson og Daniel Sigmundsson. Á myndina vantar ólaf Sveinsson. 17. landsþing Slysavarnafélags Islands var haldiö i Reykjavik dagana 30.4-2.5. Voru þingfulltrú- ar um 130, eða fleiri en nokkru sinni i sögu félagsins. Forseti SVFI, Gunnar Friðriks- son, setti þingið með itarlegri Breytingar á verkefnum byggingafulltrúa Samband islenzkra sveitar- félaga hefur kvatt byggingarfull- trúa saman til tveggja daga ráð- stefnu að Hótel Esju I Reykjavik næstkomandi þriðjudag og mið- vikudag 11. og 12. mai. A ráðstefnunni verður rætt um fyrirhugaðar breytingar á verk- efnum byggingarfulltrúa sam- kvæmt frumvarpi til bygging- arlaga, scm nú liggur fyrir Al- þingi, og nýsamþykktum lögum um skráningu og mat fasteigna. Fjallað vcrður um samskipti byggingarfulltrúa við Húsnæðis- málastofnun rikisins og Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og báðar þessar stofnanir hcimsóttar. Loks verða kynntir staðlar i byggingariðnaði og nýir jarðskjálftastaðlar, og auk þess verður almennt rætt um verkefni byggingarfulltrúa og samstarf þeirra við skipulagsstjóra rikis- ins. skýrslu um starfsemina á siðast- liðnu ári. Deildir innan SVFI eru nú um 200 með um 30.000 félagsmönn- um, og á þeirra vegum starfa 79 björgunarsveitir með u.þ.b. 2300 sérþjálfaða menn. Á siðastliðnu ári björguðu sveitirnar 40 manns úrströnduðum skipum,en alls 230 manns á undanförnum 10 árum. Björgunarstöðvahús og önnur skýli félagsins nálgast nú 100. Nýrerindreki hefurverið ráðinn til félagsins, Óskar Þór Karlsson, og hefur hann efnt til námskeiða á ýmsum stöðum á landinu. Mikið fé i frjálsum framlögum. Framlag rikisins til SVFI er nú um 13,9millj. kr. og Reykjavikur- borgar 650 þúsund kr., en auk þess fær félagið enn meira fé frá almenningi i' frjálsum frámlög- um. Að lokinni ræðu forseta félags- ins, fluttu heiðursgestir ávörp, en þeir voru m.a. forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, félags- málaráðherra ogborgarstjórinn i Reykjavik. Forseti þingsins var kjörinn Tómas Þorvaldsson, en ritarar Jóhanna Brynjólfsdóttir og Her- geir Kristgeirsson. Kjörnir voru sjö heiöursfélagar: Sesselja Magnúsdóttir, Keflavik, séra Óskar J. Þorláksson, Rvik. Guðrún Rögnvaldsdóttir Siglu- firði, Jón Oddgeir Jónsson, Daniel Sigmundsson Isafirði, Sig- mar Benediktsson, Eyjafirði, og Ólafur Sveinsson, V-Eyjafjalla- hreppi. Fjöldamörg erindi voru flutt, og margar ályktanir og tillögur samþykktar. Gunnar Friðriksson var ein- róma endurkjörinn forseti SVFl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.