Alþýðublaðið - 19.05.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Qupperneq 10
10 albýöu- Miðvikudagur 19. maí 1976 biaðiö r I Kaupmannahöfn er stœrsti ferðamarkaður Norðurlanda > tr m 00 m 33 r~ > 55' o- 33 o- s 5 o C/3 * < > 00 c * > 33 m tfí H -n 33 > C 33 H O m i sumar f Ijúgum við 3 kvöld í viku til Kaupmanna- hafnar á mánudögum. miðvikudögum og föstu- dögum. Héðan verða farnar 4 ferðir í viku til Narssarssuaq i sumar. „Hvaö er svo glatt sem góöra vina fundur” kvaö Jónas Hallgrimsson i Kaup- mannahöfn fyrir nærri 150 árum. Enn má rekja spor Jónasar i borginni viö sund- ið. Kaupmannahöfn er mesta samgöngumiðstöð á Noröur- löndum. Þaöan liggja leiöir til ailra átta. A ferðamarkaði Kaupmannahafnar er feiki- legt úrval feröa um allan heim. Þar fást dýrar ferðir og ódýrar, langar og stuttar, til austurs og vesturs og til noðurs og suðurs. SAS er áhrifamikill aöiii á feröamarkaöi Kaupmanna- hafnar. Góð þjónusta SAS saman- stendur af mörgum þáttum og miklu starfi. Hér eru fáein atriði nefnd, sem setja svip- mót á starfsemi SAS,: Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi feröar til leiöar- loka. Flugvélar af nýjustu og bestu gerðum. Skandinaviskt starfsfólk um allan heim. Sérstök sæti fyrir reykingar- menn. Fyrirgreiðsla i fjarlægum löndum. Matur fyrir sykursjúka, grænmetisætur og smábörn, sé hann pantaður i tæka tlð. A löngum fiugleiðum skiptir slikt máli. Þjónusta SASer rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. o m S4S Laugavegi 3 Símar: 21199 22299 SINGAPORE NAIRÓBI JÓHANNESARBORG TOv Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fvrir ákveðiö verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Rlol TRÉSMIÐJfl BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKIAVÍKURVEGI 68 - SÍMl 51976 HAFHARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar laEgra verð. Leitið tilboða. B^Ll GRÆDDUR ER GEYMDUR EYRIR Við hittum einn af þekktari borgurum bæjarins á förnum vegi. Það ganga margar sögur um ýmsa falda fjársjóði, sem hann á að eiga. Sumir segja, að hann sé rikasti maður á tslandi, e.t.v. að Óla blaðasala einum undanskildum. Allt þetta fé á honum að hafa áskotnazt með nægjuseminni einni saman. Við ræddum við hann stutta stund. Bakari að mennt Hann heitir Hermann Vilhjálmsson. Hann gekk i Iön- skólann og útskrifaðist sem bakari. „En i þá daga”, segir Hermann, „var litið að gera fyrir bakara, svo að ég varð at- vinnulaus. Ég fór út á land i at- vinnuleit og vann hér og þar. Svo kom strfðið og með þvi næg atvinna, svo að ég flutti til bæjarins og vann almenna verkamannavinnu. Núna vinn ég hjá Hreinsunardeild borgar- innar, við götusópun”. Nú var brotizt inn h já þér fyrr i vetur og stolið frá þér hálfri milljón. Hefur þú fengið þessa peninga aftur? „Nei, blessaður vertu, það hefur ekkert komið fram í þvi máli. Þjófarnir stálu meiru en bara þessum peningum. Ýmsir hlutir, sem ég hef verið að safna i mörg ár. Eg var heppinn að vera ekki heima þegar þeir komu, þvi það er ómögulegt að 74 ára og vinnur fullt starf við götusópun. vita, hvað svona glæpamenn gera. Annars er ég svo sorgbit- inn út af þessu, að ég vil helzt ekkert á það minnast. Það var ógurlega heimskulegt af mér, að geyma þessa peninga heima, ógurleg vitleysa. Ég hefði átt að vera búin að setja þá i banka”. Sál minni stolið Hefur áður verið brotizt inn hjá þér? ,,Já, oft og mörgum sinnum. T.d. var sálu minni stolið frá mér árið 1967. Þá var brotizt inn og stolið frá mér kassa með öll- um fjölskyldumyndunum og persónuskilrikjunum minum. Það var örugglega vegna þess, að þjófarnir hafa haldið að það væru peningar i kassanum”. Bláfátækur Nú segja sögusagnir, að þú sért ógnarríkur. „Nei, nei, þetta er bara hreinn áróður. Ég á enga peninga eftir að þessum aurum var stolið frá mér. Það Utla sem ég vinn mér inn, fer i skatta, mat og föt. Dýrtiðin er svo ógurleg núna, að ekki erhægt að leggja neitt fyrir af kaupinu sinu. Einnig er sagt, að ég eigi margar milljónir i banka, en það er bara hreinn áróður gegn mér. Hvernig ætti ég að eiga peninga? Ég hef aldrei verið i neinni stórri stöðu.” Aðeins eirðar- leysisráp En hefur þú mikið upp úr flöskusölunni? „Nei, eiginlega ekkert. Þetta er bara eirðarleysisráp hjá mér. Ég safna þessum flöskum og hinu og þessu nýtilegu dóti, semfólk fleygir. Eitthvað get ég 0 FRAMHALDSSAGAN 1 Hundurinn lét þetta ekkert á sig fá. „Þú ert ógnun við þjóðfélagið,” . sagði Dortmunder við hann. „Þú mátt þakka fyrir, ef ég kæri þig ekki. Eiganda þinn á ég við. Læt sekta hann.” Hótanir höfðu engin áhrif. Þetta var auösjáanlega hundur, sem hætti ekki á neitt. „Ég hlýddi skipunum,” var vörn hans. Dortmunder leit aftur i kring- um sig, en þvi miður sá hann hvergi lurk, sem hann gæti notað til að reka hundinn út á nýsleginn grasflötinn. „Andskotinn! ” sagði Dortmunder. Hreyfing utan af götunni vakti athyglihans, oghann leit þangaö, og sá brúnan Chevrolet með læknismerki nálgast. Var þetta kannski eigandi hússins og hundsins? Ef ekki, var þá til nokkurs að hrópa á hjálp? Það var heimskulegt að kalla á hjálp I þessu rólega úthverfi, en ef —” Billinn flautaði. Hendi veifaði út um hliöargluggann. Dortmunder kipraði augun saman, og það reyndist vera Kelp, sem stakk út höfðinu. Kelp hrópaði: „Halló, Dortmunder!” „Hér!” öskraði Dortmunder. Honum leiö likt og sjómanni, sem hefur verið strandaður á eyöiey I tuttugu ár, og sér nú loks skip nálgast ströndina. Hann veifaði töskunni yfir höföi sér til að draga að sér athygli Kelps, þó að Kelp vissi auðsjáanlega, hvar hann var. „Hér er ég!” kallaði hann. „Hér!” Billinn nam staðar og Kelp hrópaði: „Komduhingaö, ég þarf að tala við þig.” Dortmunder benti á hundinn. „Hundur!” öskraði hann. Kelp hrukkaði ennið. Sólin skein beint I augun á honum og hann skyggði fyrir þau með hend- inni. „Hvað sagðirðu?” „Hundurinn vill ekki sleppa mér,” hrópaði Dortmunder á móti. „Hvers vegna ekki? ” „Ilvernig ætti ég að vita það?” öskraði Dortmunder hneykslað- ur. „Kannski af þvi aö ég minni hann á Preston yfirlögreglu- þjón.” Kelp fór út úr bílnum, og Greenwood lika, og þeir gengu báðir rólega til hans. Grewnwood kallaði: „Hefurðu reynt að hringja?” „Þannig byrjaði þetta,” sagði Dortmunder. Hundurinn hafði orðið var við gestina. Hann snérist ihring til að fylgjast meö þeim öllum. „Hefurðu gert honum eitt- hvað?” spurði Kelp. „Ég hef ekkert gert nema hringt,” sagði Dortmunder ákveðinn. „Hundar eru ekki vanir, nema þeim sé gert eitthvað eða þeir hræddir, nei, þeir eru ekki vanir, að...” sagði Kelp. „Hræða hann? Ég?” Greenwood benti á hundinn og sagði:” Setztu.” Hundurinn lagði undir flatt. Greenwood sagði ákveðnara en áður:” Setetu! ” Hundurinn leit á hann ogreyndi að vera jafngáfulegur oghundur- inn á His Master’s Voice. Hver, hugsaðihann greinilega, hver var þessi ókunni maður, sem kunni hundamál? „Setztu, sagði ég,” sagði Greenwood, ..og ég meina setztu.” Það var næstum hægt að sjá hundinn yppta öxlum. Hlýddu skipunum, ef þú ert i vafa. Hann settist. „Komdu,” sagöi Greenwood viðDortmunder. „Hann gerir þér ekkert núna.” „Ekki það?” Dortmunder leit hræðslulega til hundsins og fór svo niður tröppurnar. „Láttu ekki eins og þú sért hræddur við hann,” sagði Green- wood. „Það væri ekkert að látast,” svaraði Dortmunder, en reyndi þó að virðast hugrakkari. Hundurinn var á báðum áttum. Hann leit af Dortmunder á Greenwood og frá Greenwood á Dortmunder. „Kyrr,” sagði Greenwood. Dortmunder nam staðar. „Ekki þU,” sagði Greenwood. „Hundurinn.” „Nú”, Dortmunder fór niður siðustu tröppuna og gekk fram hjá hundinum, sem glápti illilega á vinstra hné hans, eins og hann ætlaði að leggja það á minnið áður en þeir hittust næst. „Kyrr,” sagði Greenwood aftur og benti á hundinn, en svO snéri hann sér við og gekk á eftir Dort- munder og Kelp eftir garöstígn- um að hliðinu og bilnum. Þeir settustinnihann allir þrir, Dortmunder I aftursætiö og Kelp undir stýri. Hundurinn, sem sat á grasinu, fylgdist meö þeim, unz þeir voru horfnirúr augsýn. Hann var vist að læra bilnúmerið utan að. „Þakka þér kærlega fyrir,” sagði Dortmunder, og laut fram yfir sætisbakið. „Þó það yrði aftur,” sagði Greenwood kæruleysislega. „Hvað eru þið annars að gera hér?” spurði Dortmunder. „Ég hélt, að þið ættuð fullt I fangi meö spilagaldrana.” „Við vorum að leita að þér,” ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.