Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgöarmaöur: Arni (iunnars-
son.. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins-
son. Fréttasljóri: Bjarni Sigtryg^s-
son. Aösetur ritstjórnar er i Siöu-
niúla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prcnt-
un: Blaðaprent h.f. Askriftarverö:100fl krónur á mánuöi og 50
krónur i lausasölu.
alþýðu'
aö
Umlandsdrottnaj
og leiguliða |
Þegar rætt er um landsdrottna og leiguliða, ■
munu flestum koma til hugar sögubækur um ;
liðnar aldir, þegar landsdrottnar drottnuðu yfir ;
heilum héruðum, en leiguliðar voru i raun þræl- H
ar, sem unnu meira fyrir húsbændur sina en eig- g
in fjölskyldur.
Það er þvi von, að margir reki upp stór augu, ■
er þeir lesa splunkuný frumvörp um skipulags- H
mál islenzks landbúnaðar, flutt á Alþingi af rik- ; -
isstjórninni fyrir nokkrum vikum, og finna þar g
ekki aðeins orðin „landsdrottinn” og ,,leigu- ■
liði”, heldur er þetta heiti á bændum til sveita ■
nú á dögum! Enn þjást menn af þeirri bábilju i
að kenna bændur við það hvort þeir eiga jarðir [:
sinar eða leigja, eins og það sé aðalatriði i lifs-
baráttunni.
Þetta formsatriði gefur nokkra innsýn i p
hugarheim þeirra manna, semænn ráða fyrir is- ■
lenzkum landbúnaði. Þeir eru að lappa upp á úr- ■
elt kerfi, sem heyrir til liðinni tið.
Rikisstjórnin lagði i vor fram á Alþingi tvö ■
frumvörp, annað til jarðalaga og hitt til ábúðar- p
laga. Þessi frumvörp komu fyrst fram fyrir *
tveim árum, en náðu þá ekki afgreiðslu. Nú hafa jj
þau verið endurbætt á ýmsan hátt, og meðal ■
annarshefur hlutur „leiguliðanna” verið réttur ■
nokkuð. Er það til góðs og bætir úr margvislegu É
misrétti, sem menn hafa orðið fyrir, ef þeir hafa p
setið leigðar jarðir.
Jarðalögin fela i sér ýmsar ráðstafanir, sem |
eru strangari en gildandi lög um sölu jarða og ■
spyrna örlitið gegn hinu vaxandi jarðabraski, ~
sem nú á sér stað. Þetta er einnig til framfara [
og sjálfsagt að veita þvi stuðning.
Hins vegar byggjast þessi lög bæði á úreltu ■
kerfi um viðhorf landsmanna til mesta verð- ■
mætis þjóðarinnar, landsins sjálfs. Alþýðu- 6
flokkurinn hefur flutt tillögur um þjóðareign j
landsins, nema hvað bændur skuli eiga bújarðir *
sinar, ef þeir óska. Margvislegar deilur um a
landið og auðlindir þess hafa sýnt vaxandi f jölda ■
manna fram á, að Alþýðuflokkurinn er þarna á ■
réttri leið. Það getur enginn átt landið nema ■
þjóðin sjálf, og það mun valda Vaxandi erfið- ®
leikum næstu kynslóðir, að leyfa einkafjár- jS
magni að braska með jarðir og náttúruauðlind- ■
ir. ■
Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu þvi til, að ■
frumvarpinu til ábúðarlaga skyldi visað til rik- ■
isstjórnarinnar i trausti þess, að hún láti semja
nýtt frumvarp, er byggist á eftirfarandi megin- ■
atriðum:
1) Landeigendur, sem ekki búa sjálfir á jörðum ■
sinum, skuli ekki leigja þær, heldur selja, ef ■
hæfir kaupendur fást, sem vilja búa á þeim I
og nýta þær. Finnist slikir kaupendur ekki, ®
skulu sveitarfélög eða riki kaupa jarðirnar. j
2) Sveitarfélögeðarikiskulu leigja lönd sin hæf- E
um umsækjendum, sem siðar skulu eiga kost |
á að kaupa jarðirnar, en mega þó ekki ■
endurselja þær öðrum en nýjum ábúendum, ■
ella endurkaupi sveitarfélög eða riki þær. ■
3) Gerðar verði nauðsynlegar fjárhagslegar ™
ráðstafanir til þess, að sveitarfélög og riki ■
geti tékizt á hendur viðtæk jarðakaup.
4) Hugtök eins og„landsdrottinn” og „leiguliði” ■
verði ekki notuð i islenzkri löggjöf i framtið- ■
inni. ■
Fimmtudagur 20. maí 1976
A
iilþyúu-
bladíó
Skilanefnd handrit-
anna gerir rækilega
vettvangsrannsókn í
Arnasafni í júlí n.k.
- Rætt við Jónas Kristjánsson
— Hvað liður störfum skila-
nefndar handritanna, Jónas?”
„A fundi núna um daginn hér i
Reykjavik, lauk skilanefndin
þvi, sem við gætum kallað
fyrstu yfirferð yfir skil á hand-
ritum i Arnasafni. Sitthvaö er
það, sem ekki hefur hlotið fulln-
aðarafgreiðslu og enn þarf að
skoða betur.
Ætlun nefndarinnar er að
gera rækilega vettvangsrann-
sókn úti i Höfn núna i júli. Það
er von min, að eftir þann fund
liggi þessi mál nokkuð ljóst fyr-
ir.”
— Hafa komið upp nokkur erf-
ið mál innan nefndarinnar?
„Nei, ekki vil ég telja það.
Þar hefur allt gengið friðsam-
lega þó allir séu vitanlega ekki
alveg á eitt sáttir, þvi veldur og
að skilalögin kveða ekki alls-
staðar skýrt á.”
— En finnst þér skilin ganga
með eðlilegum hraða?
„Já, það tel ég. Nú eru komin
heim um 530 handrit á tæplega
þrem árum. Þess ber að gæta,
að þö nefndarstörfin hafi gengið
greiðlega, eru handritin viðgerð
og ljósmynduð, sem tekur tals-
verðan tima.
Það verður að segja Dönum
tilhróss, að þeir leggja metnað i
að skila handritunum i góðu á-
standi, en viðgerð er oft tfrna-
frek. Annað er það, að handritin
eru send heim með skipum og fá
i einu. Það er talið tryggast,
enda hefur ekkert misfarizt af
þeim á einn eða neinn hátt.”
— Eru nokkur sérstaklega
merk handrit nýkomin?
„Satt bezt að segja erum við
búnir að fá flestalla helztu dýr-
gripina úr Arnasafni. Þó má
nefna Staðarhólsbók Grágásar,
sem enn er úti i viðgerð. Auðvit-
að er margt, sem enn er eftir og
smákemur. Það stafar m.a. af
þvi, að skil á ýmsu eru ekki á-
greiningslaus. Þar undir mætti
telja heilagra manna sögur og
trúarrit,sem ennerekki búið að
fullrasða um.”
— En hvað svo um handritin i
Ko nungsbó khlöðu ?
„Nefhdin er sammála um, að
handritaskilin úr Arnasafni
skyldu fullafgreidd áður en
kemur til handritanna úr Kon-
ungsbókhlöðu. Við teljum, að
það sé rétt aðferð, þvi að þá er
búið að ákveða i aðalatriðum
hverskonar handritum skilað
er. Þar eru auðvitað ýmsir kjör-
gripir, sem við vitum að við fá-
um.t.d. aðalhandrit þjóðveldis-
laganna (Grágásar) og kon-
ungsbók Snorra Eddu, svo eitt-
hvað sé nefnt.”
— Er einhver áætlun um sýn-
ingu og kynningu á handritun-
um nú á næstunni?
„Já. Sýning verður sett upp i
næsta mánuði, pð venju. Sýn-
ingin mun verða opin 3 daga i
viku, á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum frá kl.
2-4.”
KÖNNUN fl ÞÖRF
FYRIR SÉRKENNSLU
„Nú er verið að skipuleggja
forkannanir um landið á þörfinni
fyrir sérkennslu fyrir börn sem
þess þurfa með”, sagði Stefán
Ólafur Jónsson, deildarstjóri
verk- og tæknimenntunardeildar i
Menntamálaráðuneytinu, i viðtali
við blaðiö.
„Til þessa hefur þörfinni veriö
sinnt að mestu leyti hér i Reykja-
vik, enda er hér mest af sérþjálf-
uðum kennurum á að skipa.
Það er stefna yfirvalda að þess-
ari þörf verði sem mest sinnt
heima i héraði, eftir þvi sem við
verður komið.
1 fyrra var gerð forkönnun á
þörf sérkennslu á Austurlandi. Sú
könnun var þó hvergi nærri end-
anleg, en i framhaldi af henni var
komiöá fót sérkennsludeild fyrir
börn við Nesjaskóla I Höfn i
Homafiröi og i vetur voru þar 8
börn.
Þá voru þrjú börn send hingað
til Reykjavikur og hafa þau verið
við nám i öskuhliðarskóla sem
rikið yfirtók sl. haust.
Þó vilji sé fyrir hendi, til þess
að reyna að leysa vanda þessara
barna án þess að það sé gert á
þann veg að senda þau til lang-
dvalar fjarri heimilum sinum, þá
er I sumum tilfellum engin önnur
lausn til. Þetta -á þó einkum við
um börn sem auk sérkennslunnar
þurfa á sérstakri likamlegri
þjálfun að halda vegna t.d.
hreyfihömlunar.
Auk öskjuhliðarskóla, þar sem
° 110 nemendur voru i vetur, hefur
verið rekin starfsemi i Kjarvals-
húsi á vegum rikisins.
Heildarfjárveiting á fjárlögum
til sérkennslumála árið 1976 nem-
ur um 108 milljónum króna”, lauk
Stefán Ólafur Jónsson máli sfiiu.
EiB
I
I