Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 20. maí 1976 bla^iö1 auglýsa? Bára skrifaði: Ég býzt við að það hafi fleiri en ég tekið eftir þeim breytingum, sem hafa orðið á auglýsingum tizkuverzlana nú á siðari timum. Þegar þessar sömu verzlanir hófu starfsemi sina, gáfu auglýsingar þeirra oft virki- lega mynd af þeim fatnaði sem þar var á boðstólum og þaö var jafnvel hægt að sjá verð og gæði hinna ýmsu flika sem auglýstar voru, i auglýsingunni. Sem sagt þessar auglýsingar spöruðu mörgum viðskiptavininum auka- snúninga og veittu upplýsingar um það sem viðkomandi verzlun hafði upp á að bjóða. En látum okkur nú sjá hver þróunin hefurorðið i þessum mál- um. Jú, vissulega auglýsa þessar verzlanir jafn mikið og áður, ef til vill meira, en sá er galli á gjöf njarðar að þú veizt i rauninni ekki hvaðþaðer sem verið er að vekja athygli á. Eru það kannski kafloönir karl- mannafótleggir og ber kven- mannsbrjóst sbr. auglýsingu i sjónvarpi, eða hálfberir kven- menn (sjá augl. i blöðum)? Alla vega veita þessar auglýs- ingar neytendum fremur fátæk- legar upplýsingar um þær vörur sem eru á boðstólum. Það er hvergi minnzt á verð, svo ég tali nú ekkium úr hvaða efni þær flik- ur eru sem verið er að berjast við að vekja athygli á. Þvi spyr ég: Til hvers er verið að kasta heil- miklu fé til slikra hluta og til hverra eiga þessar auglýsingar eiginlega að höfða? Og hvenær ætlið þið að hætta þessari vitleysu, ágætu verzlun- areigendur, og taka aftur til við að þjóna hinum almenna neyt- anda almennilega? Endursýningarnar mælast vel fyrir Biógestur hringdi til hornsins og vildi koma á framfæri á opinber- um vettvangi þakklæti til ráða- manns Háskólabiós fyrir þá skemmtilegu nýbreytni að hefja endursýningar á vinsælum mynd- um. Hannkvaðþetta myndi. mælast vel fyrir — þvi reyndin væri sú að það væri alltaf einhver fjöldi fólks sem ekki gæti komið þvi við af einhverjum ástæðum að sjá myndir, sem það gjarnan vildi. Þessu fólki væri nú boðið að sjá þessar myndir, þótt nokkuð væri umliðið frá fyrstu sýningu þeirra. Hann vildi ennfremur óska eftir þvi að tekin yrði til endursýninga myndin 12 stólar, brezk-banda- risk mynd, sem sýnd var hér skamman tima fyrir einum fjór- um árum, og var með Terry-Thomas i aðalhlutverki. Þessum þökkum biógests og óskum hans er hér með komið á framfæri á opinberum vettvangi. Heiðarlegan og ákveðinn íslenzkan stjórnmálaflokk HG hafði samband við Hornið: Sem gamall og einlægur stuðn- ingsmaður Alberts Guðmunds- sonar vil ég koma þvi á framfæri, þar sem ég er mjög óánægður með störf og stefnu forystumanna Sjálfstæðisflokksins, að Albert og Bjarni Guðnason taki höndum saman og stofni nýjan flokk, frjálsan og óháðan. Það hefur nefnilega sýnt sig, að skoðanir og pólitisk stefna Bjarna um heiðarleika i stjórnmálum eiga íullt erindi inn i stjórnmála- baráttuna i dag, og með þvi að fá til liðs við sig vinsælan, ákveðinn ogeinarðan stjórnmálamann eins ogAlberter er ég sannfærður um það að fólk er reiðubúið að styðja þann flokk. Það verður samt að koma fram, að ég hefi stutt Sjáifstæðis- flokkinn, en mér finnst hann allt of eftirgefanlegur,og lætur stjórn- ast af hentistefnuhópum augna- bliksins. Það þarf islenzkan DeGaulle, sem byggir sina pólitik á þjóðlegum grunni og heiðar- leika i stjórnmálum. Án heiðar- legra stjórnmálamanna getur enginn búizt við heiðarlegum al- menningi. Meö kærri þökk fyrir birting- una. HG IÐNÞRÓUN AD VERULEC ASTflF ÞEIF STODSEM I 1 ársbyrjun 1974 setti Rann- sóknarráð rikisins saman vinnuhóp til að gera úttekt og á- ætlun um þróun iðnaðar fram til 1980. Setti Rannsóknarráð saman 4 slika vinnuhópa, þ.e. fyrir iðnað, sjávarútveg, byggingariönað og landbúnað, og er starf vinnuhópanna hugsað sem fyrsta stig af fimm til að gera Rannsóknarráði kleift að setja fram skipulega heildaráætlun um vísinda- og tækniþróunarstarfsemi I iand- inu. Skýrslan um „Þróun iðnaðar” kom út i okt. s.l. og skiptist I 7 kafla: 1. Ágrip. 2. Aðdragandi og markmið skipunar starfshóps um iðn- að. , 3. Iðnaður — skilgreiningar og tölulegar staðreyndir. I 4. Staða iðnaðar — umhverfi. 5. Staða iðnaðar — innviöir. 6. Framtiðarhorfur iðnaðar. 7. Tækniþjónusta og þróunar- starfsemi. Er skýrslan auðveld yfirletr- ar, rúmar 100 siður i smáu broti, og margar mikilvægar upplýs- ingar eru i henni fyrir þá sem láta sig málefni iðnaðar varða. 1 1. kaflanum, ágripi, eru gripnir punktar úr hinum ýmsu köflum skýrslunnar og gefa þeir nokkra hugmynd um efni hennar. Þar segir: Þrískipting iðnaðarins Verðmætisaukning á mannár árið 1972 var 570-580 þús. króna i framleiðslu- og þjónustuiðnaði, 540 þús. kr. i fiskiðnaði, 740 þús. kr. i fiskveiðum og 350 þús. kr. i landbúnaði. Iðnaðarvörur 16% af hei Idarútf lutn ingsverð- mætinu „Iðnaður er safnheiti yfir margar mjög fjölbreyttar at- vinnugreinar. Þessar greinar búa við ólik skilyrði, hvað snert- ir markað, hráefni, vinnuafl og aðrar aðstæður. Iðnaður skiptist i þrjá höfuð- flokka: Framleiðsluiðnað, fisk- vinnslu og þjónustuiðnað. Starfssvið starfshópssins er framleiðslu- og þjónustuiðnað- ur, en um fiskvinnslu er fjallað af öðrum starfshópi. I fram- leiðsluiðnaði er að jafnaði fram- leitt á lager, en i þjónustuiðnaði er framleitt eftir pöntunum eöa unnið við viðgerð- og viðhalds- starfsemi. Framleiðslu- og þjónustuiðn- aður er, hvað mannafla-, veltu og hlutdeild i þjóðarframleiðslu snerlir, næst stærsta atvinnugrein þjóðarinnar á eftir þjónustu- starfsemi (verslun, samgöngur, 'opinber þjónusta, o.fl.). Hann er um 38% fjölmennari en fisk- iðnaður og fiskveiðar saman- lagt og um 74% fjölmennari en landbúnaður miðað við árið 1972. Framlag framleiðslu- og þjónustuiðnaðar til brúttó þjóðarframleiðslu var um 28% hærra en framlag fiskiðnaðar og fiskveiða og um 188% hærra en framlag landbúnaðar árið 1972. Verðmæti útfluttra iðnaðar- vara var 15.5% af heildarút- flutningsverðmæti þjóðarinnar árið 1973. Framlag fiskiðnaðar og fiskveiða var 51.3% en land- búnaðar 2%. Framleiðslu- og þjónustuiðn- aður er hornreka i þjóðfélaginu, hvað snertir allar aðgerðir hins opinbera. Flestar aðgerðir i efnahagsmalum eru miðaðar við hagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar og við byggða- stefnu. Gengisskráning islensku krónunnar er miðuð við fiskafla og fiskverð, og yfirleitt þannig háttað, að litt fýsilegt er að flytja út iðnaðarvörur. Byggja þvi flest iðnfyrirtæki starfsemi sina á heimamarkaði. Smæð hans leyfir venjulega ekki notkun þróaðra og stórvirkra f jöldaframleiðsluaðferða. Staða islensks iðnaðar á innanlandsmarkaði var vernd- uð með innflutningshöftum og tollvernd. Nú eru höftin horfin og tollarnir að hverfa vegna að- ildar að EFTA og samninga við EBE, þannig að samkeppni við erlendan iðnvarning eykst stöð- ugt. Ríkisvaldið ákvarðar með aðgerðum sinum eða aðgerðar- leysi svo marga og þýðingar- mikla þætti, er snerta rekstur fyrirtækja, að það er einungis að takmörkuðu leyti á valdi fyrirtækjanna sjálfra að ráða samkeppnishæfni sinni. Það þar en það Grein þessa um þróun Islenzl iðnaðar, sem hér er birt I op unni, ritaði Iiaukur Björnsso framkvæmdastjóri Félags is iðnrekenda i nýútkomið tölublí timaritsins íslenzkur iðnaður. Forystugrein sama blaðs heitir HVERT STEFNIR? — og hún fjallar um, eins og heitið gefur til kynna, framtiðarhorfur islenzks iðnaðar. Ritstjóri timaritsins er Haukur Eggertsson, og rit- stjórnargreinin er svohljóðandi: Hvert stefnir atvinnulif okkar tslendinga? Erum við á réttri braut? Undanfarna áratugi höfum við keppst við að framleiða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.