Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 3
ia&ð1' Fimmtudagur 20. maí 1976 a! blái FRÉTTIR 3 — Væri ekki þörf á þvi, aö gefa fólki kost á leiöbeiningum i handritalestri? „Jú, vissulega væri það, og á- hugi er fyrir hendi i stofnuninni en af framkvæmdum hefur ekki orðið. Hinsvegar er dálitið að þvi gert i Háskólanum og litil- lega eitthvað á menntaskóla- stigi. En það er auðvitað alls ó- nóg, til þess að almenningur, eða áhugamenn a.m.k. njóti góðs þar af.” — En nú gerið þið fleira en rýna i bækur og strjúka kilina. Hvað er að segja um útgáfu- starfsemi? ,,Þar er nú reyndar ýmislegt i deiglunni, en útgáfustarfsemi, sem við sættum okkur við, er tafsöm. Þar kemur svo margt til, rannsókn á handritum og samanburður meðal annars. En af væntanlegum útgáfubökum langar mig til að nefna: Safn af miöaldaæfintýrum, sem mest- megnis eru þýðingar úr ensku. Það gefur hugmynd um menn- ingartengsli á þeim tima. Ann- ars er saga að segja frá þvi máli.” — Blessaður láttu heyra. „Þýzkur maður, að nafni Ger- ing, gaf þetta fyrst út sem is- lenzk æfintýri. En eyða var i skinnbókina. Nú gerðist það, að ungur og efnilegur maður fann í Lands- bókasafni pappirshandrit af þvi, sem vantaði en upp hafði verið ritað meðan handritið var enn heilt. Þessimaður, Einar Gunn- ar Pétursson sér um útgáfuna og skrifar formála og greinar- gerð. Þetta er I fyrsta sinn, sem bókin verður prentuð i heild. Þá vil ég nefna Hallfreðar- sögu i útgáfu Bjarna Einarsson- ar og Færeyingasögu i útgáfu Ólafs Halldórssonar. Bæði þessi rit tel ég hin merkustu að frá- gangi öllum, sem þeirra ágætu manna var von og visa. Ánægjuleg nýjung er prentun á ritgerð Alfrúnar Gunnarsdótt- ur um gömlu þýðinguna af Tristrams sögu. Þessi saga var þýdd á dögum Hákonar gamla, úr frönsku kvæði, þó liklega megi rekja rætur hennar að ein- hverju leyti i keltneskar bók- menntir. Dálitið úr kvæðinuhefur glat- azt. Franskur maður, Bedier gaf þýðinguna út og reyndi að fylla i skörðin, eftir sinum smekk og kunnáttu. Reyndar samdi hann svo nýja sögu — nútímaverk, úr efninu, og eru þessi handaverk hans talsvert kunn. Dr. Einar Ólafur Sveinsson þýddi þessa nútima- sögu á islenzku fyrir um 20 ár- um. Við litum svo á, aö Alfrún hafi komizt að merkum niðurstöðum i ritgerð sinni. Þá verður gefin út ljósprentun af eiginhandarritun kvæða Bjarna Thorarensens. Sigurður Steingrimsson annast þá út- gáfu. Loks má nefna Griplu, sem er einskonar syrpa smærri verka sem ekki þykir fært að gefa út sérprentuð. Þar kennir margra grasa, þó ekki séu öll há i loftinu.” — Það er þá ýmislegt á prjón- unum? ,,Já. Ég tel það hæfilegt, að stofnunin geti gefið út 3—4 bæk- ur á ári, vandaðar útgáfur. Að þessu er stefnt eins og nú er”, sagði Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Arnastofnunar að lokum. _ og Segja valdníðslu dag- legt brauð á íslandi Félagið íslenzk rétt- arvemd hefur gefið út blað, þar sem fjallað er um ýmis stefnumál þess. — í forsiðugrein er fullyrt, að valdniðsla sé orðin daglegt brauð á ís- landi og lýðræðinu hætta búin. Þar segir, að nú hafi menn vaknað upp við vondan draum, — að glæpir heimsborganna séu farnir að setja svip sinn á þjóðllf- ið. En það sé ýmislegt fleira ugg- vænlegt i islenzku þjóðféiagi en glæpir og mannsmorð. Siögæðis- vitundalmennings sé fjarri þvi að vera vakandi. „Allt i kringum okkur sjáum við fólk beitt órétti og þó er ekkert aðhafst”, segir i greininni. Valdniðsla er daglegt brauð Síðan segir: „Við sjáum opin- I. ý()nv()inu rr luvlln búin Valdníðslan er orðin daglegt brauð á íslant «5 íii m m ÍmS Hagsmunafélag þeirra sem órétti eru beittir bera embættismenn, þingmenn og ráðherra brjóta lög á fólki, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Valdniðsla er orðin Jaglegt brauð á Islandi. Svo er þetta siðleysi afsakað með þvi, að slikt sé eðli stjórnmálanna og þessvegna sé allteins ograun ber vitni”. Þá segir: „Við Islendingar höf- um valið okkur lýðræðislegt stjþrnskipulag og teljum það henta bezt til þess að ná þeim markmiðum, sem við teljum mikilvægust fyrir frjálsa þegna. Það er þess vegna alvarlegt mál ef réttarfar kemst á það stíg, að almenningur hættir aö bera virðingu fyrir þvi og þeim em- bættismönnum og ráðamönnum, sem ráðsmennskast meö lif og ör- lög þegnanna eftir eigin geðþótta. Þegar svo er komið er lýðræðinu hætta búin, og þannig er einmitt komið fyrir þjóð okkar i dag”. Að lokum segir: „íslenzkt rétt- arriki birtist ekki i lögum einum saman, heldur i þeirri réttarvit- und, sem þjóðin sjálf hefur og þvi réttlæti, sem hún krefst að sé framfylgt i landinu”. AG. Óvissa um framtíð- ina veldur Vega- gerðini vandamálum „Stærsta vandamálið sem skapast er það, að þegar kemur fram á haustið vitum við ekki hvað á að gera næsta ár. Undir- búningur verka er timafrekur og dýr og þvi nauðsynlegt að vinna eftir lengri áætlun en frá ári til árs,” sagði Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, i samtali viö Al- þýðublaðið i gær. Alþingi samþykkti stjórnar- frumvarp þess efnis, að vegaá- ætlun skyldi aðeins gilda fyrir yfirstandandi ár, en öilum ákvörðunum um framkvæmdir næstu ár slegið á frest. t samtalinu við vegamálastjóra kom fram, að þessi tilhögun gilti vegna erfiðra og flókinna vanda- mála sem upp hefðu komið. Nægði þar að nefna landshlutaá- ætlanir og hringvegsáætlun, sem enn næði ekki allan hringinn. En Sigurður kvaðst vona að áætlana- gerð til lengri tima yrði tekin upp aftur sem allra fyrst. Það er tilfellið að verðbólgan hefur eyðilagt vegaáætlunina. Kostnaður hefur alltaf farið fram úr þvi fé sem verja átti til þessara hluta. En þegar ekki er ákveðið um hvað gera skulinema eitt ár i senn fer málið að vandast,” sagði Sigurður Jóhannsson. Það væri ekki nóg að vita að einhvers stað- ar ætti að vinna við vegagerð eða brúarsmiði. Undirbúningur krefðist tima og þegar um brúar- smiði væri að ræða þyrfti að panta efni erlendis frá. Þá má nefna, að nú hefur skyndilega veriðákveðið að veita fé til vegaframkvæmda á Holta- vörðuheiði, en shkar skyndiá- kvarðanir gera vegagerðinni að sjálfsögðu erfitt fyrir. —SG Aðalfundur Bandalags íslenzkra listamanna Bandalag islenzkra iistamanna hélt aðalfund sinn 2. mai siðast- YFIRSTÉTTIN VERÐUR AÐ FÓRNA i júnimánuöi nk. verður haldin i Vancouver i Kanada ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan sem ber heitiö Habi- tat 1!(7<>, (habital = mannabyggð) er lalin verða ein sú fjölmennasta sem S.þ. hafa staðið fyrir. Er gert ráð fyrir 200(1 þátttakendum, frá uin 140 löndum. auk þúsunda full- trúa frá vmsum samtökum og stofnunum. Eins og heiti ráð- stefnunnar bendir til, fjallar hún um umhverfi mannsins. Árið 1072, var haldin i Stokk- hólnti svipuö ráðstefna, og þótti hún takast mjög vel. Efni Van- couver ráöstefnunnar verður inun afmarkaðra, en el'ni hinnar fyrri. Veröur eingöngu fjallað um það umhverfi sem maðurinn hef- ur skapaö sér, en minna unt það umhverfi sem náttúran sjálf hef- ur lagt til. Til þurfa aö koma miklar breytingar Það er flestum Ijóst, að vanda- mál þau sem Ilabital ráðstefnan Ijallar uin. verða varla leyst nema til komi miklar breytingar á veröldinni. Þá er það kannski helzt sú breyting, að gæðum heimsins verði réttlátar skipt. Eramkvæmdastjóri llabilat, Enrique Penalosa, fyrrverandi landhúnaðarráðherra Kólumbiu. segir um þetta atriði: Að skapa jafnari heim „Breytingar á alþjóðlegum viðskiptakjörum verða aðeins fyrsta skrefiðsem nauðsvnlegt er aðstiga i þessa átt. Hið raunveru- lega markmið er. að skapa lieiin. þar sem mannfólkið hefur jafnari tækifæri, og þar sem liægt er að bæta lifskjörin og draga úr þvi misrétti sem verið liefur við lýði. Þetta þvðir með öðrum oröum. að það verða að eiga sér stað breyt- ingar i sainskiptum landanna og i liverju einstöku riki innbyrðis. Við þetta hætist, að það er ekki cingöngu liægt að ná auknuni jöfnuði með þvi að bæta lifskjör þeirra sem lakast eru settir i dag. Sú staðreynd. að auðlindir heims- ins eru vissulega af skornum skannnti, hefur óhjákvæmilega i fiir með sér. að hinir riku verða að breyta lifsvenjum sinum og lifn- aðarháttum verulega frá þvi sem vorið liefur til þessa. Og einnig á það við hér. að það er ekki aðoins sanihúð riku landauna og liiniia fátæku seni þarf að breytast. Iieldur og sambúð rikra og fá- tækra einstaklinga”. Yfirstéttin veröur aö fórna... Það er með öðrum orð- uin, yfirstéttin sem verður að fórna cinhvcrju af sinuni liags- iiiiiniim. En nú má búast við þvi að flestir þeirra sem sækja ráð- stcfnuna séu fulltrúar hiniiar svo- kölluðu ylirstéttar. Ilvað skyldi l’enelosa segja um þá staðreynd? „Menii verða aðhorfast iaugu við staðreyndir og liegða sér siðan i samræmi við þær. Annars mun á- reiðanlega svo fara. að fátækum i , vcröldinni fjölgi svo mjög að ekki verði við ueitt ráðið. Yfirstéttin verður að sa'lta sig við. að breyt- ingar hljóla að eiga sér stað. ann- ars hvorfur hún sjálf. Frá sjónar- miði sögiinnar verður það ef tii vill svo. að ekki skiptir megin- máli livaö það verður, sem gerist. er þar að keniur". —gek liðinn. Formenn aðildarfélaga og forseti bandalagsins fluttu skýrslur um starfið á liðnu ári. t almennum umræðum á fundinum kom fram ánægja með margþætt og blómlegt starf og rikti sam- hugur meðal listamanna. Fagnað var lyktum Kjarvalsstaðadeilu og öðrum árangri sem náðst hefur i baráttumálum listamanna. A siðasta hausti opnaði BIL skrifstofu i samvinnu við Rithöf- undasamband Islands að Skóla- vörðustig 12,4. hæð. Bandalagið ráðgerir að halda gleðimót fyrir meðlimi sina í Val- höll á Þingvöllum 29. mai. Einnig er ráðgert að halda listamanna- þing i byrjun júni að Kjarvals- stöðum, umræðufund um tilgang listahátiðar. Eftirfarandi ályktun af sér- stöku tilefni var einróma sam- þykkt: „Aðalfundur Bandalags islenzkra listamanna haldinn 2. mai 1976, harmar aðför einstakra listamanna gegn starfsbróður sinum i umræðum um úthlutun viðbótarritlauna, þar sem gert er litið úr starfi hans með ódrengi- legum hætti" Forseti bandalagsins er Thor Vilhjálmsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.