Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 9
bla A Fimmtudagur 20. mai 1976 VETTVANGUR 9 MÆSHJ Arin muw iU LEYTI MflRK- ÍRI TÆKNIftD- DNftDURINN Iðnaðinn skortir aðstoð hins opinbera Aðgerðum var lofað af hálfu hins opinbera til þess að bæta stöðu iðnaðarins, á meðan toll- vernd og höft væru að hverfa, þannig að iðnaðurinn gæti búið sig undir að mæta erlendri sam- keppni. Litið hefur hins vegar orðið úr framkvæmdum vegna hefðbundins forgangs sjávarút- vegs og landbúnaðar og skil- ningsleysi á nauðsyn þróunar iðnaðar. Ekkert liggur fyrir um hve- nær stjórnvöld hyggjast fella niður tolla á ýmsum mikilvæg- um aðföngum, hráefnum og vélum, sem falla utan tollskrár- númera, sem eingöngu eða aðallega innifela aðföng til iðnaðar. Afskriftarreglur samfara óðaverðbólgu hindra nauðsyn- lega eigin fjármyndun i iðnaði og fjárfesting i atvinnufyrir- tækjum er ekki samkeppnishæf við önnur sparnaðarform i land- inu. Vextir af rekstrarlánsfé eru um 36% hærri i iðnaði heldur en landbúnaði og 32% hærri en i sjávarútvegi. Arðsemi i iðnaði var meiri en i sjávarútvegi árin 1970-1972, þannig að arðsemissjónarmið virðist ekki ráða dreifingu fjár- festingarfjár. Innfluttar iðnaðarvörur njóta forgangs framyfir innlendar iðnaðarvörur hvað verð- lagningu snertir. Flest iðnfyrirtæki eru mjög smá. Meðalfjöldi starfsmanna I framleiðsluiðnaði er um 33 á fyrirtæki, en um 3 á fyrirtæki i þjónustuiðnaði.LItið er um sér- menntaða stjórnendur og tæknimenn hjá iðnfyrirtækjum, m.a. vegna smæðar fyrir- tækjanna. Auka þarf möguleika á raun- hæfri sérmenntun fyrir iðnað- inn, bæði verklegri og bóklegri, þar á meðal verkmenntun iðn- verkafólks, verkstjórnar- menntun, verkþjálfun verk- og tæknifræðinga og stjórnunar- fræðsiu fyrir iðnrekendur. Fylgja þarf menntuninni eftir inn i fyrirtækin, þannig að fengin kunnátta sé aðlöguð þörf- um fyrirtækjanna. Lítil vöruþróunar- starfsemi Smæð Islenska markaðarins stuðlar oft að þvi að fyrirtækin dreifa afkastagetu sinni á fjöl- margar framleiðslutegundir. Þeita krefst mjög alhliða og oftast einfalds tækjabúnaðar, sem hægt er að nýta til margs án mikillar afkastagetu. Vinnsluvirði á mannár er þvi mun lægra i iönaði hér en er- lendis. Litil sem engin vöruþróunar- og rannsóknarstarfsemi er i is- lenska iðnaðinum. Auka þarf gæðaeftirlit með iðnvarningi. Tilfinnanlega skortir tölulegar upplýsingar um Islenska markaðinn, sem iðnfyrirtækin geta notað til hagstjórnar og ákvarðanatöku. Til dæmis eru hagtölur um iðnað á Islandi svo gamlar við útgáfu að þær gegna frekar hlutverki sögunnar en tækis til hagstjórnar. Spáð hefur verið 18.5% aukningu mannafla I fram- leiðsluiðnaði milli 1972 og 1980. Þessi spá er óraunhæf að mati starfshópsins. Þar sem engar markvissar aðgerðir stjórn- valda eru til að mæta aukinni samkeppni við erlendar iðnaðarvörur, er hér spáð 8% Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri F.t.I,- mannaflaaukningu fram til 1980. Hinar ýmsu starfandi iðn- greinar búa við mjög misjafna staðarvernd og skilyrði þeirra til að mæta fyrirsjáandi erfi ðleikum vegna aukinnar erlendrar samkeppni eru þvi talsvert mismunandi. I starfandi iðnaði eru ekki sýnileg nein ný umtalsverð út- flutningstækifæri, sem gera muni betur en að mæta aukinni hlutdeild innflutnings á innan- landsmarkaði, ef aðstæður breytast ekki til muna. Ekki er búist við öðrum breyt- ingum I stóriðnaðarmálum fram til 1980, en að lokið verði byggingu járnblendiverksmiðju og að álverið i Straumsvlk verði stækkað. Hugsanlegt er, að salt- verksmiðjan á Reykjanesi komist af umræðustiginu fyrir lok timabilsins. Ruglað saman pólitík, tækni og hagkvæmni Enginn aðili hefur það hlut- verk að beita tæknilegu og hag- rænu mati á nýiðnaðartækifæri og raða þeim i forgangsröð. A öllum stigum iðnaðaruppbygg- ingar er ruglað saman pólitík, tækni og hagkvæmni. Könnun iðnaðartækifæra þarf að stjórna frá einum stað, er hefði yfir að ráða fjármagni til þess að leggja i einstök verkefni, bæri ábyrgð á verkefnunum, mæti hvað langt eigi að ganga hverju sinni með tilliti til tækni og hag- kvæmni, og visi t.d. aðeins þeim iðnaðarfyrirtækifærum, er ó- umdeilanlega hafa upp á ákveðna kosti að bjóða, til Iðnaðarráðuneytis og/eða „Stóriðjunefndar”. Þar geta þeir aðilar metið einstök mál pólitiskt. Tengja þarf stóriðnaðartæki- færi almennri iðnaðarupp- byggingu. Litlir möguleikar eru á fjár- mögnun nýiðnaðar nema frá is- lenska rikinu. Eru þvi mögu- leikar starfandi iðnaðar til þátt- töku I slikri starfsemi hverfandi litlir við núverandi aðstæður. Nauðsynlegt er að efla tækni- aðstoð við iðnaðinn, svo að hún nái til allra þátta iönþr.óunar. Hægt er að auka verulega fram- leiðni I iðnaðinum með tiltölu- lega kostnaðarlitlum aðgerðum á sviði framleiðslutækni, vöru- þróunar og markaðstækni. Forsenda aukinnar tækni- þjónustu er stóraukin fjárfram- lög hins opinbera og iðnaðarins sjálfs til hennar. Nauðsynlegt er, að öll iðn- þróunarstarfsemi i landinu verði samtengd, samræmd og endurskipulögð frá grunni, i þeim tilgangi að við það fáist virkari þjónusta. Við endur- skipulagninguna ber einkum að taka tillit til þeirra vandkvæða á miðlun tækniþekkingar til iðn- fyrirtækja, sem komið hafa I ljós erlendis við starfsemi iðn- þróunarstofnana. Til úrlausnar þessum vanda kemur helst til greina að bæta móttökuhæfni fyrirtækjanna með aukinni menntun og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna, en einkum þó með stórauknu frum- kvæði og úthverfari tækniþjón- ustu en áður hefur tiðkast hér. Jafnframt þarf að stuðla að meira sjálfsforræði þjónustu stofnana iðnaðarins en nú er rikjandi, svo að verkefnaval og ráðning starfsmanna og stjórnenda verði óbundnara en nú er. Ennfremur þarf að koma á i lifandi sambandi milli há- skóladeilda, tækniskóla og fleiri menntastofnana við iðn- þróunarstarfsemina i landinu. island er vanþróað land á tæknisviðinu Að lokum leggur starfshópur- inn áherslu á, að enn verði aö lita á lsland sem vanþróaö land á tæknisviðinu.a.m.k. i saman- burði við nágrannalöndin. Fjöl- margar greinar islensks f enga byltingu á sviði iðnaðar verður að móta langtímastefnu sem mest af matvælum „handa hinum sveltandi heimi”. Við framleiðum meira og meira af landbúnaðarvörum og fram- leiðum (veiðum) meiri og meiri fisk. Við flytjum út landbúnaðar- afurðirnar yfir aðeins brot af þvi, sem kostar að framleiða þær og ■ landið er viða að blása upp vegna ofbeitar. Fiskimiðin eru að verða uppurin, en samt kaupum við fleiri og fleiri skip þótt aflinn aukist ekki þrátt fyrir aukna sókn, enda er skipakosturinn kominn langt yfir öll skynsamleg mörk. Og þrátt fyrir hátt verðlag á fiski á heimsmarkaðinum er ekki hægt að fá það fyrir hann, sem kostar að afla hans. Þar kemur ekki sizt til hinn óhóflegi fjárfestingarkostnaður auk sivaxandi annars reksturskostn- aðar. Þá bætir ekki úr skák styrkjakerfi Norðmanna með sinni útgerð, sem verulega veikir samkeppnisaðstöðu okkar og dregur þjóðartekjur okkar niður svo að alvarlega horfir. Þessar niðurgreiðslur Norðmanna eru algjört brot á ölium reglum um frjálst markaðskerfi og verð- myndun, sem hinar vestrænu þjóðir hafa tileinkað sér. En erum við að framleiða matvæli fyrir hinn sveltandi heim? Nei, við erum að framleiða fyrir rlku þjóðirnar og það er offramleiðsla á matvælum hjá riku þjóðunum. Við hrópum húrra, ef einhvers staðar ber á skorti, þá hækkar okkar verð. Fögnum við ekki aflabresti Perúmanna? Jú, þá er betra fyrir okkur að selja. En þvi skyldum við þá leggja slikt ofur- kapp á framleiðslu matvæla, þegar margt annað er hægt að gera? Iðnaðurinn hefur á margan hátt sannað yfirburði sina, þrátt fyrir það, að hann hefur aldrei fengið að njóta jafnréttis við hina atvinnuvegina. Hann hefur yfir- leitt staðið af sér erfiðleikaárin og hann hefur oftast staðið af sér uppgripaár fiskveiðanna, sem sett hafa allt efnahagskerfið úr skorðum. Við Islendingar verðum að gera okkur ljóst, að nú er komið að vegamótum. Óvist er, hvort við sækjum meiri auð i skaut hafsins, þótt við kæmum til með að sitja að honum einir og landbún- aðurinn mun aldrei bera uppi nauðsynlega gjaldeyrisöflun. Iðnaðurinn er það sem horfa verður til i framtiðinni. Það þarf enga byltingu á þvi sviði, en marka verður langtima stefnu, þvi iönaðarþjóöfélag verður ekki byggt upp i einu vetfangi. iðnaðar standa nú á timamótum vegna ört versnandi sam- keppnisaðstöðu. Iðnþróun næstu árin mun að verulegu leyti markast af þeirri tækniaðstoð, sem iðnaðurinn fær og verið hefuralltof litill til þessa. Veltur allt á þvi, að nógu snemma verði hafist handa um nauðsyn- legar úrbætur”. t inngangi aö kaflanum um framtiöarhorfur segir svo: „Þegar hugleiddar eru fram- tiðarhorfur iðnaðar, virðist eðli- legt að skipta efninu i tvo aðal- hluta, starfandi iönaö og ný- iönaö.Ekki er þessi skipting þó alls staðar glögg, samanber til dæmis að mörg dæmi um nýjan iðnað spretta úr starfandi iðnaði. Með framtiðarhorfum er hér fyrst og fremst átt við næstu 5 ára timabil, fram til 1980, en einhverjar hugleiðingar kunna að slæðast með, sem fá fyrst gildi að þvi timabili loknu. Hinir hefðbundnu grunnþættir framleiðslunnar, vinnuafl og fjármagn, eru nauðsynlegar forsendur framþróunar, en ekki nægilegar einar sér. Þeim verö- ur að tengjast tækni og markaður, sem eru skilyrði fyrir þvi að vinnuafl og fjár- magn nýtist á hagkvæman hátt. Ýmsar spár hafa verið gerð- ar, m.a. af sérfræðingum á stofnunum rikisins, um liklega breytingu vinnuafls og skiptingu þess á atvinnu- greinar. Samkvæmt niður- stööum þeirra er talið að aukning vinnuafls komi vart til greina i landbúnaði og sjávarút- vegi og er þvi eingöngu gert ráð fyrir nýjum atvinnutækifærum i iðnaði og aðallega i ýmsum þjónustugreinum. Hefur þannig verið áætlað, að iðnaður, muni telja um 19.000 mannár áriö 1980, sem er um 3.000 mannára aukning, eða 18,5% frá árinu 1972. Iðnaðurinn á að taka við vinnuaf linu Starfsh'opurinn telur spá þessa fyrir iðnað byggða á a 11- mikilli öskhyggju um, að aðrir þættir svo sem fjármagn tækni og markaður, muni ekki skapa hindranir. An verulegra breytinga á hinni opinberu um- gjörö iðnaðarins spáir starfs- hópurinn, að mannárum i iðnaði muni fjölga um rúmlega 1200 fram til 1980 eða um tæp 8%. Er þetta mun minni aukning en á næsta 6 ára timabili á undan þ.e. 1966—1972, en þá var aukningin 18.5%. Forsendur þessarar spár eru annars vegar, að aukin hagræðing og þar með aukin framleiðni vinnuaflsins muni að mestu geta mætt væntanlegri eftirspurnaraukn- ingu og hins vegar, að starfs- höpurinn eygir ekki umtalsverð Utflutningstækifæri viö óbreytt- ar efnahagsaðstæður, sem gera muni betur en mæta aukinni hlutdeild innflutnings i innan- landsmarkaðinum. Streymi fjármagns hér á landi er og hefur verið stjömað með pólitiskum ákvörðunum um margra áratuga skeið. Hefur það, hvað iðnað snertir, ekki aukist i hlutfalli við vinnu- afl, aukna tækniþörf (afleiðing Framhald á bls. 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.