Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR OKKAR VARNARLIÐ ER A VARÐSKIPUNUM EN EKKI Á MIÐNESHEIÐI - ræða Harðar Zophoníassonar í Keflavíkurgöngu nni Góðir áheyrendur. 1 dag göngum við okkar Keflavikurgöngu,sem á að vera táknræn mótmæli og aðgerð gegn erlendum her á islenzkri grund. Hún aö vera mótmæli og viljayfirlýsing gegn veru ís- lendinga i Nató, mótmæli og andúð á ofbeldi hernaðar- og kúgunarafla, hvar sem er i heiminum. Hún á að vera mót- mæli og striðsyfirlýsing gegn misrétti og ófrelsi, gegn ný- lendustefnu og valdniðslu stór- velda og ófyrirleitinna póli- tikusa. Þess vegna göngum við. Svo einfalt er það. bað er mörg Keflavikurgang- an,sem fslenzk þjóðhefur geng- iö á liðnum árum og öldum. Hér á ég viö Keflavikurgöngur i óeiginlegri merkingu. Ég á viö allar þær göngur, sem þjóðin hefur fetaö fram á veginn i bar- áttu sinni gegn erlendum yfir- ráðum, baráttuna fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar, gönguna frá örbirgöinni til bjargálnanna. Hinn 1. desember 1918 fögn- uðu Islendingar viðurkenningu fulivalda ríkis á Islandi. bá sagði Sigurður Eggerz m.a.: ,,Þaö eru ekki aðeins stjórn- málamennirnir, er miklu ráða um málþjóðarinnar.semskapa hina nýju sögu, nei, þaö eru all- ir. Bóndinn sem stendur viöorf- iðogræktar jörðina sina, hann á hlutdeild i þeirri sögu, dag- launam aðurinn sem veltir steininum úr götunni, hann á hlutdeild i þeirri sögu, sjó- maöurinn sem situr við ára- keipinn, hann á þar hlutdeild. Allir, sem inna lifsstarf sitt af hendi með alúð og samvizku- semi, auka veg hins islenzka rikis. Og súer skylda vor allra.” Þannig fórust Sigurði Eggerz orö fyrir tæpum sextiú árum. Hversu sönn eru þessi orö ekki enn i dag? Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir. baö er ekki siður bóndinn og sjó- maðurinn, verkamaðurinn og iðnaöarmaðurinn, fólkiö i land- inu, þú og ég, sem eigum hlut- deild að sögunni. Og sú er skylda vor allra að auka veg hins islenzka rikis. Það er þess vegna, sem við göngum Kefla- vikurgöngu i dag. Það var bjart yfir islenzkri þjóðarsál á Alþingishátiöinni 1930. Þá orti Daviö Stefánsson hátiöarljóö sitt og segir þá m.a.: Synir íslands, synir elds og klaka sofa ekki, heldur vaka. Allir vilja að einu marki vinna, allir vilja neyta krafta sinna, björgum lyfta, biðjast aldrei vægðar brjóta leið til vegs og nýrrarfrægðar, fylgjast að og frjálsir striöiöheyja, fyrir Island lifa og deyja. Enneiga þessiorð vel við. Synir og dætur þessa lands sofa ekki, heldur vaka. Enn í dag viljum við neyta krafta okkar og vinna að einu marki, fylgjast að og heyja striðið frjálsir. Þess vegna göngum við Keflavikur- göngu. Árið 1944 stofnuðum viö á Þingvöllum lýðveldi á tslandi. Þá var mönnum glatt í geði og heiðrikja i huga. Þá orti góð- skáldiö Jóhannes úr Kötlum Is- lendingaljóð sitt, en þar í er þetta: Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friöartið fánann hefja ár og siö, varpa nýjum ljóma á lýö landsins sem vér unnum. betta hefur ekkert breytzt. Okk- ur dreymir enn idag um frelsis- þeyinn, sem þýtur i fjalli og runnum. Og við eygjum i fram- tiðinni fagra friöartið, sem varpar nýjum ljóma á lýö landsins sem við unnum. Þess vegna göngum viö Keflavikur- gönguna undir kjöroröunum: Herinn burt, Isiand úr Nató. 99 ára hernám Viö minnumst lika, aö fyrir rúmum 30 árum teygðu Banda- riki Norður-Ameriku hinn volduga hramm sinn hingað til Islands og vildu fá herstöðvar til 99 ára i Keflavik, Fossvogi og i Hvalfirði. Svo var virðingar- leysiðmikið og ófyrirleitnin, aö þau gerðu ráð fyrir aö fá Kefla- vik, Fossvog og Hvalfjörð leigða til 99 ára og skyldu þar gilda bandarlsk lög. Ýmsir islenzkir stjórnmálamenn tvistigu, en þjóðin hélt þá ennþá vöku sinni og visaöi einarðlega á bug þess- ari ósvifnu málaieitan banda- riska heimsveldisins. Þvi fögn- um við með Keflavlkurgöngunni i dag. Ensvosyrti i álinn. 1949 geng- ur Island i Nató. Þá stigu ráða- menn á Islandi óheillaspor og dyrnar fyrir erlendan her á Is- lenzku landi voru opnaðar til hálfs. Og enn hallar undan fæti fyrir sjálfstæði landsins fyrir réttum fjórðungi aldar, þegar bandariski herinn kemur á Keflavikurflugvöll. Og þar hef- ur hann síðan setið illu heilli. Þvi viljum við ekki una. Fleiri og fleiri sannfærast um að her- inn eigi og verði aö fara. Kefla- vikurgangan i dag flytur okkur nokkuð áleiðis að þvi marki. Þeir sögðu okkur sumir, að aðildin að Nató og ameriski her- inn i Keflavik ættu að vernda sjálfstæði okkar og tilveru. Nú hefur á það reynt og verkin tala til okkar skýru og tæpitungu- lausu máli. Fiskistofnarnir við Island, undirstaða og lifibrauð islenzku þjóðarinnar eru að ganga til þurrðar. Til þess að vernda þessa lifshagsmuni okk- ar færðum viö út islenzka fisk- veiðilögsögu i 200 milur. Við viljum vernd fiskistofnana við Island. Undir þvi eigum við alla tilveru okkar i framtiöinni. Viö viljum fá aðnýta þær auðlindir, sem við eigum, til þess að geta lifað mannsæmandi lífi i hinu harðbýla landi okkar. En hvað gerist þá? Hvernig reynast vin- irnir I Nató okkur, þegar grund- völlurinn fyrir tilveru islenzku þjóðarinnar er i voða? Jú, elsku, hjartans Bretarnir, Natóvinirn- irokkar, segja aðennsé einhver óvera eftir af fiski á Islandsmið- um og þeir ætla ekki að hætta veiðunum fyrr en þar er ekki bein að fá úr sjó. Þeir loka augunum fyrir staðreyndunum og viröa engin rök eða reglur. Þeir stunda rányrkju og smá- fiskadráp á friðuðum fiskisvæð- um. Þeir reyna að sigla niður varðskipin okkar með stórum og öflugum herskipum i ein- skærri vináttu og Natókærleika. Og það er ekki Bretum aö þakka, að enn hafa ekki Islenzk mannslif glatazt I þeim gráa hildarleik, sem þeir hafa iðkað um langan tlma. Og nú hafa þeir enn undirstrikaö hug sinn til okkar með þvi að beita Nimrod- þotum til hótanaog ógnunar við islenzka sjómenn við skyldu- störf I islenzkri fiskveiðilög- sögu. Þetta eru „vinirnir” Og meðan þessu fer fram sit- ur ameriski herinn i hóglifi I herbúöum sinum á Keflavikur- flugvelli og utanrikisráðherra Bandarikjanna hvislar hug- hreystingarorðum i eyru Breta, að þeir þurfi ekki að óttast að þeir trufli sjóræningjaskipin brezku á Islandsmiöum. Þetta eru „vinirnir”, sem við megum ekki blaka við! Þetta eru mennirnir, sem utanrikisráð- herra tslands ætlar að fara að heimsækja og skála við nú á næstunni! Er hægt að skriða lengra og lúta lægra? Ef til vill, þvi aö i gærkveldi beit forsætis- ráðherra okkar höfuðið af skömminni, þegar hann lýsti þvi yfir að hann væri reiðubúinn til samningaumleitana við Breta, eftir allt, sem á undan er geng- ið. Hvar er nú islenzk reisn og þjóöarstolt? Er núekki mál aö linni undirlægjuhætti og þjóðar- skömm? Sú er skoðun okkar og þess vegna göngum við þessa Keflavikurgöngu. Ég vil gera orð úr nýgerðri samþykkt Verkalýðsfélagsins á Akranesi að lokaorðum minum hér I dag: „Varðskipsmenn hafa sannað með starfi sinu að varnarlið ts- lendinga er á varðskipunum en ekki á Miðnesheiði.” Þess vegna segjum við öll: Herinn burt. Island úr Nató. alþýöu- _____________Fimmtudagur 20. maí 1976 hlaðió Ræða forseta Sameinaðs Alþingis í gær: íslenzka þjóðin er að helga sér þær auðlindir sem framtíð henn- ar byggist á Eins og jafnan áður hafa mörg mál komið til meðferðar Aljangis og raunar miklu fleiri en tala þingskjala segir til um. Langur timi hefur farið I umræöur utan dagskrár á þessu þingi. Mest hef- ur þar verið rætt um landhelgis- málin, en orkumálin hafa einnig tekið ærinn tima, auk ýmislegs annars. Engan þarf aö undra þótt útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200mflur þann 15. okt. s.l. og nýt- ing fiskimiðanna innan hennar hafi leitt til umræðna og samn- ingaþófs. Þjóðin stendur einhuga að hagsmunamáli þessu og stendur að baki landhelgisgæzlunni og metur að verðleikum þá áhættu og þær fómir, sem sjómenn á varðskipum hafa orðið að heyja á hafi úti. Hvað eftir annað hafa varð- skipin orðið fyrir árásum brezkra herskipa og dráttarbáta. Sú gifta hefur jafnan fylgt þvi vökula liði, sem annast landhelgisgæzluna, aö þar hefur enginn maður til þessa hlotið teljandi likamleg meiðsli, enda þótt varöskipin beri þess glöggt vitni, að þar hafa hin- ir brezku andstæðingar sótt vægðarlaust að. Ég vil við þetta tækifæri flytja öllum þeim, sem annast landhelgisgæzluna þakkir Alþingis og alþingismanna fyrir gifturik störf I þágu lands og þjóð- ar. Það er ósk min, að áfram megi heillavættir fylgja störfum þessum. Miklir sigrar vinnastsjaldan án mikilla fórna. Þess var varla aö vænta, að jafn stórt spor og við höfum stigið i landhelgismálinu næðist án átaka og fórna. Það má heldur ekki gleymast, að með þessu er islenzka þjóðin aö helga sér þær auðlindir, sem framtiö hennar byggist á, og það er mikiö verk og vandasamt að semja reglur um nýtingu þeirra. Slikar reglur þurfa lika stöðugrar end- urskoðunar við, en óhjákvæmi- legt er að þær séu settar og haf öar I heiðri. Orkumálin hafa mjög verið rædd á þessum vetri, einkum þó jarðvarmavirkjunin viö Kröflu. Menn greinir jafnan á um nýj- ungar. Kröfluvirkjun er fyrsta virkjun sinnar tegundar hér á landi, og ein af fáum orkuverum á jörðu hér þar sem jarövarminn — gufan á að knýja túrbinur og framleiöa rafmagn. Það er á- nægjulegttilþessaðhugsa, að viö eigum miklar orkulindir ónotaðar i jöröu og á og það er eðlilegt aö menn greini á um leiðir þegar innlendir orkugjafar eiga að leysa erlenda af hólmi, svo sem við erum öll sammála um. Þótt mér sé tiörætt um þessar auðlindir — fiskimið og orkugjafa — fer þvi fjarri að ég vilji leiöa hugi manna framhjá öðrum vandamálum. Eins og jafnan vill verða, hefur þetta þing fjallað um mál, sem ekki hafa hlotið afgreiðslu. Þar meö eru ákveðnar tillögur og hugmyndir komnar á umræðu- stig. Slikt er oft eðlilegur og nauð- synlegur undirbúningur þess sem á eftir kemur. bað ber ekki allt upp á sama daginn. Hér vil ég að- eins nefna frumvörp þau sem fram hafa komið um réttarfars- mál og við eru bundnar vonir um öryggi og hagkvæmari vinnu- brögö á þvi sviði. Efnahagsmál og fjármál taka alltaf sinn tima á Alþingi. Þar er I mörg hom að lita. Verkefnin sem vinna þarf að eru mikil, og marg- ar óskir um stuðning hins opin- bera. Margireru þættir þeir, bæði innlendir og erlendir, sem valda þvi að venju fremur verður að huga vel að fjármálum þjóðar- innar út á við og ekki slður en inn á við. Gamlar dyggðir eins og reglusemi, sparsemi og iðjusemi halda ennþá gildi sinu. Velferð þjóðarinnar er að sjálfsögöu allt- af háð þvi hvernig árar til lands ogsjávar. í öllum skiptum manna við náttúruna sannast það með ýmsum hætti og i ýmsum mynd- umþaðsem Stephan G.Stefánsson kvað: „Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni.” Arferöi verður jafnan misjafnt. Það þekkjum við öll vel — en ég vænti þess að reynslan staöfesti þaö, að á þessu þingi hafi i alvöru verið leitað eftir ýmsum úrræö- um til þess að islenzka þjóðin þoli betur i framtiðinni aö mæta nokkrum sveiflum I árgæzkunni heldur en oft hefur áður verið. Þetta þing hefur verið mjög annasamt og ekki sizt siðustu vik- urnar. En það er ekki nýtt. Ég þakka hæstvirtri rikisstjórn og háttvirtum alþingismönnum, skrifstofustjóra og starfsfólki Al- þingisumburöarlyndii minn garð og ánægjulegt samstarf á þessu þingi. Sérstakar þakkir færi ég varaforsetum, sem jafnan hafa veitt mér hina beztu aðstoö. Skrifurum þingsins þakka ég á- gæt störf og sömuleiðis skrif- stofustjóra og öllu starfsfólki Al- þingis. Aö lokum óska ég háttvirtum alþingismönnum góðrar heim- ferðar og heimkomu og þaö er von min að öll megum við heil hittasthérá næsta hausti. Lands- mönnum öllum óska ég árs og friðar. Leiðinlegasta þinginu lokið Karvel Fálmason, alþingis- maður, sagði aö þetta hefði verið leiðinlegasta þingsem hann hefði setiö. „Framan af var litiö sem ekkert gertog mikii deyfð lá yfir öllu,”sagði Karvel. Hann taldi að timinn hefði verið notaöur illa og ailt skipuiag á störfum þingsins hefði veriö meö eindæmum slæmt. Stjórnarfrum vörpum hefði verið hrúgað inn fram á siöasta dag og mörg þeirra afgreidd i fljótheitum. Sagði Karvel að ástandið hefði aldrei verið jafn slæmt áður. Um dómsmálin sagöi Karvel Pálmason, aö þau heföu greini- lega verið stöðvuð af ásettu ráði. Með eölilegum vinnubrögð- um og góðum vilja hefði verið auðvelt að afgreiða þessi frum- vörp. Auk þess höfðu þessi frum- vörp þá sérstöðu, að stjórnarand- staðan studdiþau. „Þaö voru sem sagt stjórnarþingmennirnir sem settust á dómsmálafrumvörpin og það talar sinu máli. Þá benti Karvel á að mikill stuðningur heföi boriztfrá ýmsum aðilum við dómsmálafrumvörpin, en þaö hefði greinilega ekki dugað til. Karvel sagðist telja að rikis- stjórnin hefði algerlega gefizt upp I efnahagsmálunum. Stefna hennar I þeim málum virtist sú, að kollsteypa öllu. „t landhelgismálinu hefur rikisstjórnin verið með pukur og það er eftirtektarvert að þingm. hafa orðiö að knýja fram um- ræður um þetta mikilvæga mál við umræöur utan dagskrár .” Þá drap Karvel á Z-málið og sagðist þvi miður fá litinn tlma til eigin nota. Hann starfaði I undir- nefnd fjárveitinganefndar og þyrfti hann þvi að sinna störfum I hennifram eftirsumri. Þó sagðist Karvel mundu gefa sér tima til aö sparka eitthvaö bolta og hressa sig við handfæraveiðar. Auk þess þyrfti hann að feröast um kjör- dæmið i sambandi við eitt og annaö, sem þingmönnum er nauðsynlegt. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.