Alþýðublaðið - 20.05.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Síða 7
aipyou- biaöiö Fimmtudagur 20. maí 1976 sókninni í þorskinn? Eins og komið hefur fram eru menn orðnir mjög uggandi um framtið þorskstofnsins við strendur Islands, enda hefur fiskgengdin farið stöðugt minnkandi á undanförnum ár- um. Hafrannsóknarstofnun hefur unnið að rannsóknum og mæl- ingum á hafinu umhverfis land- iðog hafa þær leitt i ljós að sjór- innfyrir norðan land hefur farið stöðugt kólnandi á undanförn- um árum og þróunin virðist vera sú að kuldamörkin séu að færast nær landi og hitastig sjávar þar með að lækka. Hætta á að þorskurinn yfirgefi miðin vegna kulda Sven Aage Malmberg, hjá Hafrannsóknarstofnun, tjáði blaðinu, að lækkandi hitastig sjávarhefði i för með sér, að lif- verum i sjónum fækkaði til muna og æti fiskjarins minnkaði. Eftir þvi sem sjórinn kólnaði versnuðu lifsskilyrði fiskjarins og þá drægi jafnframt úr vaxtarhraða hans. Sagði Aage að þróun sú sem átt hefur sér stað norður af landinu væri ekki ósvipuð þeirri sem átti sér stað viö strendur Vestur-Grænlands á sinum | tima, þegar kuldinn varð þess valdandi að þorskurinn leitaði á önnur svæði til að klekja. Þá væritalið að lágt hitastig sjávar árið 1965 hafi átt sinn þátt i þvi að sildin hætti að ganga inn á Norðurlandssvæðið, en leitaði til Svalbarða og Jan Mayen i staðinn. Sven Aage sagðist vilja taka það skýrt fram, að þarna væri ekki um að ræða neina spádóma fram i timann, heldur væri ein- ungis talað út frá þeim stað- reyndum sem fyrir lægju. Þró- un sú sem orðiðhefði fyrir norð- an land á siðustu árum sýndi að þorskstofninn ætti erfitt upp- dráttar a.m.k. sem stæði og aukin sókn væri sizt til bóta, heldur yrði að leggja áherzlu á að vernda stofninn og fyrir- byggja þannig eyðingu hans. 250 milljónir i fiskileit og eftirlit Blaðið sneri sér til Matthiasar Bjarnasonar og innti hann eftir þvi hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar að hálfu stjórnvalda til að draga úr ásókn á þorskmiðin. Sagði Matthias, að nú væri búið að veita 250 milljónum króna til fiskileitar, eftirlits og annarra hluta sem mættu verða til frekari verndunar þorsk- stofnsins. Togarinn Runólfur frá Grundarfirði hefði verið leigður til 6 vikna og yrði hann notaður til karfaleitar og annarrar fiski- leitar. Þá stæði til að leigja bát til að kanna möguleika á skar- kolaveiðum og jafnframt yrði haldið áfram tilraunum með spærlingsveiðar. Enn fremur verður hluti þess- arar upphæðar notaður til að tryggja rekstrargrundvöll 4—5 skipa til loðnuveiða fyrir suður- og austurströnd landsins og 3 skipa til veiða á úthafsrækju. Þá verður unnið að markaðsöflun fyrir þessar nýju fisktegundir, bæði hér á landi og erlendis og jafnframtleitaztvið að fá hærra verð fyrir þær en fengizt hefur fram til þessa. Kvaðst ráðherra telja að auknar veiðar fyrrgreindra fisktegunda leystu þann vanda sem togaraflotinn hefur átt við að glima og drægju úr þeirri á- sókn sem hefur verið i þorsk- stofninn fram til þessa. Enn fremur sagði hann að margvis- legar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að varna rányrkju á miðunum og mætti þar nefna stærri möskva og hert eftirlit með veiðunum. Þessar ráðstafanir leysa engan vanda Alþýðublaðið leitaði álits Kristjáns Ragnarssonar for- manns Llú á ofangreindum ráðstöfunum stjórnvalda, og hafði hann þetta um málið að segja. „Þær tilraunir með nýjar teg- undir nytjafiskjar sem stjóm- völd hafa ákveðið að gerðar verði, koma alls ekki til með að leysa þann vanda sem togara- fiotinn á við að etja. Þó að það verði aukning á loðnuveiðum fyrir austan, kolmunnaveiðar og spærlingsveiðar einhvers staðar annars staðar, þá verða það fyrst og fremst þeir bátar, sem þegar eru verkefnalausir, Skuld VE 263. Þeir eru að gera að karlarnir út á Vik. Sl. vetur voru slæmar gæftir hjá Eyjabátum, en oft fiskaðist sæmilega þegar á sjóinn gaf. Bragðprófun Matreiddir voru fiskstautar úr marningi úr kviðhreinsuðum kolmunna og leitað álits starfs- fólks R.f. Til samanburðar voru sams konar stautar úr þorsk- marningi og ufsamarningi. Kol- munnamarningurinn þótti á- gætur, mun betri en ufsamarn- ingurinn en heldur siðri en þorskmarningur. Japanir flytja nú mikið magn af ufsamarningi á Bandarikja- markað. Sú vörutegund er, að sögn Tæknitiðinda, sizt álitlegri en sá kolmunnamarningur sem framleiddur var hér á landi sl. haust og þvi ekki óliklegt að kol- munnamarningurinn gæti orðið samkeppnisfær á þeim mark- aði. Sýni af kolmunna og spærl- ingsmarningi hafa verið send islenzkum sölufyrirtækjum i Bandarikjunum og er nú beðið umsagnar þeirra. ES sem koma til með að stunda þær veiðar, svo þetta minnkar eng- an veginn þá ásókn sem er i þorskinn. „Það mun eiga að verja tals- verðum hluta þessara 250 mill- jóna til karfaleitar og það yrðu togararnir, sem færu á þau mið — en karfinn verður ekki veidd- ur þó hann finnist vegna þess að það borgar sig ekki að gera út fyrirhann. Nú fást 24.60 kr. fyr- ir kilóið af karfanum, en litrinn af oliunni kostar 25.30 og þessar tölur segja miklu meira e n nokkur orð. Ég hef ekki heyrt neina tillögu framkomna frá stjórnvöldum, sem mun tryggja það að þorsk- stofninum verði ekki hreinlega útrýmt, og það verður að gripa til einhverra ráða en þeirra sem nú eru notuð”. JSS t siöustu Sjávarsiðu var grein, um tilraunir á kolmunna- vinnslu til manneldis', sem gerð- ar voru á vegum Rannsókriar- stofnunar fiskiðnaðarins. Sá galli var þar á, aðekki var getið nýjustu tilrauna sem Rann- sóknarstofnunin hefir gert á þessu sviði. Þær voru gerðar siðastliðið hausti samvinnu við Meitilinn i Þorlákshöfn. Niðurstöður þessara tilrauna lofuðu nokkuð góðu. Helzt kem- ur til greina að vinna marning úr kolmunnanum. Marningur úr kviðhreinsuðum fiski reyndist nokkuð dökkur og útlitsljótur vegna hryggjarblóðs, en marn- ingur úr flökuðum kolmunna var mun fallegri útlits. Þvi gæti komið til greina að flaka fiskinn fyrst, áður en hann er notaður til marningsframleiðslu, ef nauðsynlegl reynist vegna vörugæðanna. - já, segir sjávarútvegsráðherra - nei, segir formaður LÍU Draga veiðar á öðrum fisktegundum úr Enn um kolmuna rannsóknir Lélegri vertíð að Ijúka - um helmingi minni aflt á land í Grindavík, en árið 1970 Aukin sókn Breta á miðin við Færeyjar Færeyingum er það mikið kappsmál að samningar takist i landhelgisdeilu íslendinga og Breta. Brezkir og skozkir tog- arar hafa i' sivaxandi mæli flutt sig af Islandsmiðum og hafið veiðar við Færeyjar. Heima- menn bera ekki ýkjamikinn hlýhug til Bretanna, sem hafa eyðilagt veiðarfæri fyrir fjöl- mörgum færeyskum linubátum. 1 einni veiðiferð missti kutter Nesbugvin veiðarfæri fyrir um 115.000 kr. Á stóra Færeyjabankanum sem eru sérlega fiskisæl mið, veiða að staðaldri um 9 brezkir togarar innan um 30-40 fær- eyska linubáta. Varðskip frá dönsku land- helgisgæzlunni hefir leitazt við að koma i veg fyrir átök milli Breta og heimamanna. Nú er verið að ljúka smiði fyrsta gæzluskips Færeyinga og er gert ráð fyrir að það verði tilbú- ið til gæzlustarfa nú i mai. ES Nú er vetrarvertiðinni lokið.Samkvæmt gamalli hefð var lokadagur 11. mai en tryggingatimabilinu lauk þann 15. Flestum, i það minnsta hér sunnanlands er litil eftirsjá að þessari vertið, sem hefir verið ein sú lélegasta um áraraðir. Það er ihugunarvert, þar eð sóknin var meiri en nú mörg undanfarin ár. Alþýðublaðið hafði samband við Ilanél Haraldsson, vigtar- mann við höfnina i Grindavik, og spurði hann frétta af afla- brögðum heimamanna. „Aflinn sent kominn var á land hér i gær var 18681 tonn, 15. mai i fyrra var aflinn 18236 tonn svo að ljóst er að aflabrögð eru með svipuðu móti og þá. Þessu til samanburðar má nefna að seinnihluta aprQmánaðar 1970 bárusthér á land um 14.500 tonn og i þeim mánuði öllum 24500 tonn.Þá var vertiðaraflinn 36-42 þúsund tonn. Aflahæsti báturinn nú var Ilafberg mcö 622 tonn og annar í röðinni var Hrafn Sveinbjarnar- son 3. með 532 tonn. Þetta eru svipaöar aflatölur og hjá lægstu bátunum hér áður fyrr. Töluvert var um aðkomubáta hér á vertiðinni, en þeir eru nú sem óðast að tinast burt." —Og hvað er nú framundan hjá Grindvikingum? „Flestir stærri bátar munu liklega halda netaveiðinni áfram. en 50-100 tonna bátarnir fara að öllum likinduin á humarveiðar hér undan Suðurlandinu". —ES—

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.