Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 3
biaJjíö" AAiðvikudagur 26. mai 1976.
FRÉTTIR 3
Pétur Sigurðsson albm.:
Rógsherferð
sem jafna má
við galdra-
brennur
lym alda...
Skömmu fyrir þinglok fluttu
þingmenn úr öllum flokkum til-
lögu á Alþingi þess efnis að
sendiherra íslands hjá Atlants-
hafsbandalaginu yrði kallaður
heim. Meðal flutningsmanna
var Pétur Sigurösson, einn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Nú er komið á daginn, að
Pétur hefur orðið að sæta slík-
um ofsóknum og rógburði frá
flokksbræðrum, að hann likir
þvi við galdrabrennur fyrri
alda.
í Morgunblaðinu i gær birtir
Pétur bréf frá einum stuðnings-
manna sinna og svar sitt við þvi
bréfi. I svarbréfi Péturs segir
orðrétt:
,,Sú gjörningahrið sem að
mér hefur veriö gerð að
„flokksbræðrum ” minum
vegna skoðana minna er jafnvel
harðari en að mér var gerð
vegna flutnings frv. um sterkan
bjór, en þá var ég m.a. for-
dæmdur úr prédikunarstóli i
útvarpsræðu og kallaður af
klerki „eiturbyrlari”.
Jafnvel barátta min við
kommúnista og aðra „vinstri”
fylgifiska á ASÍ-þingum og
öðrum vettvangi innan laun-
þegasamtakahna, hvar ég stóð
lengst af einn, er hégómi á við
þá rógsherferð sem nú fer fram
og jafna mætti við galdra-
brennur fyrri alda”.
Hrækt aö Pétri
Pétur heldur siðan áfram
bréfi sinu og þar kemur fram,
að hann telur ekki óliklegt að
Sjálfstæðisflokkurinn klofni við
næstu kosningar:
„Þessi samlfking er tekin af
gefnu tilefni viðtals við konu
eina, sem hvæsti að mér að ég
„skyldi brenndur i næsta próf-
kjöri”. Að sjálfsögðu benti ég
blessaðri konunni á að sjálf-
stæðismenn gætu eins og
„vinstri” menn borið fram fleiri
en einn lista hér i Reykjavik.
Kvaddi hún þá með þvi að
hrækja að mér”.
Ekki er lýsingin fögur á at-
höfnum „flokksbræðra” Péturs,
en Alþýðublaðinu tókst ekki að
ná tali af honum i gær til að fá
frekari upplýsingar um þessar
ofsóknir á hendur honum.—SG
Smyglmálið:
Þrír úrskurðaðir
í gæzluvarðhald
Tollverðirnir tveir sem
handteknir voru á laugar-
daginn hafa verið úr-
skurðaðir í allt að 20 daga
gæzluvarðhald. Einn sjó-
maður hefur verið úr-
skurðaður i allt að 10
daga varðhald. Rannsókn
málsins er skammt á veg
komin.
Hannes Thorarensen, rann-
sóknarlögreglumaður, stjórnar
rannsókn þessa máls. t samtali
við Alþýðublaðið I gær sagði
hann, að engin gögn lægju fyrir
um sekt þeirra tollvarða sem
hnepptir voru i gæzluvarðhald.
l»á var Hannes spurður um
hugsanlega aðild þessara
tollvarða að smygli um langt
skeið, en fréttir þess efnis hafa
birzt í blöðum. Hannes svaraði
þvi til, að hér væri um eitt
einangrað mál að ræða, að
minnsta kostienn sem komið er.
Frekari upplýsingar væri ekki
unnt að gefa, enda öll rannsókn
á frumstigi.
Kunnugir telja að óvenju
mikið af smygluðu áfengi hafi
verið i umferð undanfarna
mánuði og sérstaklega hafi
verið mikið framboð af spira.
Er það álit margra, að toll-
gæzlan i Reykjavik hafi verið
einkennilega lin við að uppræta
þetta smygl. —SG
Landhelgismálið:
Fundarhöld um
samningaviðræður
Fundarhöld verða í dag
vegna hugsanlegra
samningaviðræðna við
Breta um landhelgismálið.
Fundir verða i landhelgis-
og utanríkismálanefnd og
þá verða einnig fundir í
þingflokkum Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks.
Ríkisstjórnin hélt fund í
gærmorgun og var þar
meðal annars fjallað um
landhelgismálið. Ekki
reyndist unnt að fá upp-
lýsingar um hvort eða
hvenær viðræður við Breta
myndu fara fram.
Búizt var við, að haldinn yrði
sameiginlegur fundur utanrikis-
og landhelgisnefndar i dag og þar
gæfi Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra skýrslu um viðræður
hans og Croslands i Osló á dögun-
um.
Forystumenn stjórnmálaflokk-
anna munu yfirleitt vera sam-
mála um að rétt sé að freista þess
að ná samningum við Breta um
takmarkaðar veiðar þeirra innan
200 milna i stuttan tima. En þar
sem þvi hefur verið marglýst
yfir, að samningaviöræður komi
ekki til greina meðan brezku frei-
gáturnar eru innan landhelgis-
markanna má búast við að
togararnir verði einnig að fara út
fyrir 200 milur meðan viðræður
fara fram. Það er hald margra,
að ef ekki verði úr samninga-
viðræðum nú, þá verði ekki um
frekari umleitanir til sátta að
ræða. —sg
Spærlingsveiðar
taldar borga sig
Verðlagsráö sjávarútvegsins
ákvað i gær nýtt verð á spærlingi
og kolmunna. Til júniloka er
verðið 4,50 krónur á kg, i júli 5
krónur og i ágúst, september og
október er verðið ákveðið 5,55.
— Þótt verðiö sé ekki sambæri-
legt við það sem gerist i ná-
grannalöndunum vekur það sjálf-
sagt áhuga einhverra fyrir
spærlingsveiöum, sagði Kristján
Ragnarsson, framkvæmdastjóri
LIÚ i samtali við Alþýðublaöið i
gær.
Hins vegar sagði Kristján að
kolmunnaveiði kæmi vart til
greina á þessu verði þar sem svo
langt væri að sækja. Spærlingur
er eingöngu veiddur fyrir Suður-
landi og er búizt við að bátar td
frá Vestmannaeyjum og Þorláks-
höfn stundi þessar veiðar. Einnig
má búast við að nótabátar af
stærðinni 150—250 tonn frá öðrum
stöðum á landinu fari á spærling.
Aflinn fer allur i bræðslu.
—SG
Tónleikaferð til Norðurlands
Kór Söngskólans i Reykjavik,
Sinfóniuhljómsveitin i Reykjavik
og einsöngvararnir ólöf K.
Harðardóttir, Hrönn Hafliða-
dóttir, Unnur Jensdóttir, Guð-
mundur Jónsson, Kristinn Halls-
son Halldór Vilhelmsson,
Sigurður Þórðarson og Garðar
Cortes fara i tónleikaferð til
Norðurlands dagana 27., 28. og 29.
mai n.k.
Sungið verður i Félags-
heimilinu Miðgarði, Skagafirði,
fimmtudagskvöldið 27. kl. 21.00 i
Félagsheimilinu Skjólbrekku,
Mývatnssveit, föstudagskvöldið
28, kl. 21.30 og á Dalvík laugar-
dagskvöldið 29. kl. 21.00.
Þá er einnig ætlunin að syngja i
Grimsey á laugardagseftirmið-
deginum, ef ferö fæst út I eynna.
A efnisskránni eru
Hljómsveitarsvita eftir Arnold,
óperan Mál fyrir dómi eftir Gil-
bert og Sullivan, i islenzkri
þýöingu Ragnheiðar Vigfúsdóttur
og úrdráttur úr óratoriunni Elia
eftir Mendelsohn, flutt af ein-
söngvurum, kór og hljómsveit.
Stjórnendur eru Brian Carlile
og Garðar Cortes.
Alþýðubankinn fær
bankastjóra úr
Seðlabankanum
t gærkvöldi barst fjölmiðlum
svohljóðandi fréttatilkynning
frá bankaráði Alþýðubankans:
Bankaráð Alþýðubankans hf.
hefur einróma á fundi sinum i
dag ráðið Stefán Magnús
Gunnarsson sem bankastjóra
við Alþýðubankann frá og með
1. júni 1976.
Stefán er fæddur 6. desember
1933 og útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum vorið 1954.
Stefán var deildarstjóri i Seðla-
banka tslands og hefur verið
starfsmaður þar f 15 ár.
Stefán er kvæntur Herthu
Jónsdóttur.